Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 25.–27. febrúar 201416 Fréttir Erlent Barnabækur einræðisherra n Doktorsnemi greinir barnabækur Norður-Kóreu n Endurspeglar hugmyndafræðina S vo virðist sem fyrri leiðtogar Norður-Kóreu hafi gefið sér tíma til að skrifa barnabæk- ur. Barnabókatitlar eftir bæði Kim Jong-il og föður hans, Kim Il-sung, sýna vel hugmyndafræði einræðisríkisins í sinni einföldustu mynd. Doktorsnemi sem skrifar nú ritgerð um barnabækur landsins segir þær í raun ekki harla ólíkar barnabók- um annarra landa. Flóttamaður frá landinu efast um að einræðisherrarn- ir hafi í reynd skrifað bækurnar. „Drengir útrýma bófum“ „Að lokum sprakk vinstri blaðran með tilheyrandi eldhafi og höfuðs- maðurinn féll þungbúinn niður á kylfu sína. Á því augnabliki heyrðist hátt baráttuhróp fyrir utan; þorps- búarnir höfðu drepið alla stigamenn- ina.“ Svo hljómar útdráttur úr barna- bókinni Drengir útrýma bófum úr smiðju einræðisherrans Kim Jong- il sem lést árið 2011. Í sinni smæstu mynd þá fjallar sagan um hugrökk ungmenni sem rísa upp gegn ofríki bófa. „Þetta er í raun ótrúlega of- beldisfull og upprifin saga,“ segir Christopher Richardson, sem vinnur að doktorsritgerð um norðurkóreskar barnabækur við Háskólann í Sydney, í samtali við BBC. Hann segir söguna vera dæmigerða fyrir barnabók í ein- ræðisríkinu. „Þetta er saga sem fjall- ar um afturhaldsseggi, stigamenn og menn sem aldrei fá nóg, sem ræna og mergsjúga heiðarlega og dyggðum prýdda þorpsbúa. Þetta er í raun hug- myndafræði ríkisins í sinni einföld- ustu mynd,“ segir Richardson. Mót- stöðumenn sögunnar eru þeir sem hugsa ekki um samfélagið og eru ekki í tengslum við byltinguna. Endurspeglar hugmyndafræðina Hugmyndafræði norðurkóreska rík- isins nefnist Juche. Í einföldu máli gengur Juche út á að maðurinn sé drottnari alls og að það sé í höndum hans að byltingin haldi velli. Niður- staðan er að lögð er áhersla á sjálf- stæði og að Norður-Kóreumenn geti ekki treyst neinum nema sjálf- um sér. Flestar barnabækur landsins endurspegla þessa hugmyndafræði í dæmisöguformi. Gott dæmi um það er bókin Fiðrildið og haninn sem sögð er vera skrifuð af stofnanda ríkisins, Kim Il-sung. Sagan segir frá hana – sem táknar Bandaríkin – sem fer illa með fallegan garð og kúgar hin dýr- in þar. Að lokum kemur þó hugrakkt fiðrildi – sem táknar Norður-Kóreu – til sögunnar. Fiðrildið stendur uppi í hárinu á hananum og stöðvar hann að lokum. Ekki hreinræktaður áróður Richardson varar við því að bækurnar verði afskrifaðar sem hreinræktaðan áróður. „Þær eru oft mjög skemmti- legar aflesturs og nokkuð vel skrifað- ar sem slíkar. Ég get vel ímyndað mér það að börnin sem lesa bókina séu ekki meðvituð um hugmyndafræðina bak við verkin. Ef það væri gerð teikni- mynd byggð á til dæmis Drengir út- rýma bófum og hún sýnd vestrænum börnum þá væri ég ekki hissa ef þau hefðu gaman af henni,“ segir Richard- son. Hann segir að í raun eigi bókin meira sameiginlegt en ósameiginlegt með vestrænum bókum ætluðum drengjum. „Þetta er í raun kjánalegt ofbeldi sem flestir drengir hafa gam- an af, óháð uppruna,“ segir hann. Eins og guð Richardson segist vera á báðum átt- um um hvort feðgarnir Kim hafi skrif- að bækurnar sjálfir. Lee Hyeon-seo sem ólst upp í Norður-Kóreu en flúði land sautján ára gömul segist þó hall- ast að því að einhver annar hafi skrif- að bækurnar. Hún segist muna vel eftir bókunum sem er að hennar sögn dreift til grunnskólabarna. „Mér eru þó minnisstæðastar fáránlegar sögur um Kim Jong-il, eins og sagan þegar hann skaut niður nokkra Japana fimm ára gamall. Það er augljósleg ómögulegt en við trúðum því því fyr- ir okkur var hann ekki eins ég og þú – hann var eins og guð,“ segir hún. n „Þetta er í raun kjánalegt ofbeldi sem flestir drengir hafa gaman af, óháð uppruna. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Feðgar Bæði Kim Il-sung og Kim Jong-il eru sagðir hafa skrifað barnabækur. Þeir voru báðir um tíma einræðisherrar Norður-Kóreu. Myndskreyting Hér má sjá stigamann áður en hann fær makleg málagjöld í barnabókinni Drengir útrýma bófum. N orðmaðurinn Joshua French var í síðustu viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Afríkuríkinu Kongó. French var sakfelldur fyrir að verða klefa- félaga sínum og landa, Tjostolv Moland, að bana en lík hans fannst í Ndolo-fangelsinu í Kinshasha þann 18. ágúst síðastliðinn. French og Moland höfðu verið í fangelsi í Kongó frá árinu 2009 eftir að þeir voru handteknir grunaðir um morð á kongóskum bílstjóra. Voru þeir dæmdir til dauða fyrir morðið. French og Moland neituðu stað- fastlega sök og sögðu að ræningjar hefðu orðið bílstjóranum að bana. Þeir voru um tíma saman í norska hernum og sögðust þeir hafa farið til Kongó til að koma á fót öryggis- fyrirtæki. Sem fyrr segir fannst Moland látinn í klefa sínum í fyrra. French neitaði að hafa orðið honum að bana og sagði hann að Moland hefði svipt sig lífi. Norsk yfirvöld höfðu lengi reynt að fá mennina til Noregs þar sem þeir gætu afplánað dóm sinn, en töluðu fyrir daufum eyrum yfir- valda í Kongó. Verjandi French, Marie-André Mwila, segir í samtali við AFP-fréttastofuna að rannsókn- in á andláti Molands hefði ekki leitt neitt í ljós sem benti til að honum hefði verið ráðinn bani og dómur yfir French hefði verið felldur án nægjanlegra sannana. AFP greinir frá því að enginn fangi á dauðadeild hafi verið tekinn af lífi í Kongó síðan núverandi for- seti, Joseph Kabila, tók við völdum árið 2001. Er slíkum refsingum jafn- an breytt í lífstíðarfangelsi. Fangelsi í landinu eru sögð yfirfull af föng- um og mörg hver í niðurníðslu. Þá segir AFP frá því að smitsjúkdómar séu algengir og þess séu dæmi séu að fangar hafi dáið úr hungri eða vegna barsmíða fangavarða. n Lífstíðardómur ofan á dauðarefsinguna Norðmaðurinn Joshua French dæmdur fyrir að verða klefafélaga að bana í Kongó Lífstíðarfangelsi French, til hægri, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að verða Moland, til vinstri, að bana. Hringja stöðugt Slökkviliðsmenn í Berlín, höfuð- borg Þýskalands, eru orðnir afar þreyttir á að fá símhringingar frá sama húsinu í vesturhluta borgar- innar. Frá því í nóvember síðast- liðnum hefur slökkviliðið verið kallað að húsinu 200 sinnum. 45 útköll bárust í janúar og virðist símhringingum fjölga dag frá degi. Enginn virðist þó skilja hvers vegna hringingarnar berast og fyr- ir þeim er engin ástæða. Líklega er um tæknibilun í símakerfi að ræða, en þá grunar slökkviliðs- menn að um sé að ræða hóp af mönnum sem vilja losna við hæl- isleitendur úr húsinu og séu til- búnir að beita ýmsum brögðum til þess. Börn gætu að auki staðið að baki ónæðinu. Málið er mjög alvarlegt, enda þýðir útkall án tilefnis að slökkvi- lið er vant við látið þegar um raun- verulegt útkall er að ræða, auk þess sem slökkviliðsmenn geta orðið tregir til að fara að húsinu ef eldur skyldi koma upp þar. Refsað fyrir mótmæli Sjö aðgerðarsinnar voru af dóm- stóli í Moskvu á mánudag dæmdir í allt að fjögurra ára fangelsi. Þeir höfðu sér það til saka unnið að hafa tekið þátt í mótmælum gegn Vladimír Pútín forseta árið 2012. Einn til viðbótar var dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Óeirðalögreglan var við dóm- húsið þegar dómurinn var kveðinn upp og handtók nokkra sem létu óánægju sína með dóminn í ljós. Úlfur á hóteli Myndband sem bandaríski ólympíufarinn Kate Hansen birti af úlfi á rölti fyrir utan hótelher- bergi fór sem eldur í sinu um fjöl- miðla vestanhafs um helgina. Í myndbandinu var úlfurinn mynd- aður í gegn um litla rifu á hurð. Myndbandinu fylgdu skilaboðin „Epic #SochiFail: Wolf in my hall“. Misjafn aðbúnaður íþrótta- manna var til umræðu meðan á leikunum í Sochi stóð. Úlfur- inn á stigaganginum féll sem flís við rass við þá mynd sem mál- uð hafði verið af aðstæðunum og sögðu allir helstu fjölmiðlar frá myndbandinu, svo sem CNN, FOX og NBC. Eftir nokkuð fár kom í ljós að myndbandið, sem vissulega var af úlfi, var sviðsett af þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel. Tilgangurinn var að blekkja fjölmiðla. Taminn úlfur var fenginn til verksins og það var í raun tekið upp í Bandaríkjunum. Fréttinni um fölsunina, sem birtist meðal annars á rt.com, fylgja þær upplýsingar að Rússum sé ekki skemmt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.