Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Qupperneq 38
Vikublað 25.–27. febrúar 201438 Fólk Steinþór Helgi ráðinn til CCP Steinþór Helgi Arnsteinsson, dómari og spurningahöfundur í Gettu betur, var á dögunum ráðinn sem viðburðastjóri hjá tölvuleikjaframleiðandanum CCP. Frá þessu greinir Steinþór á Facebook-síðu sinni. „Á föstudaginn fékk ég starfstilboð. Það tók mig ca. mín- útu að ákveða mig og segja já,“ skrifar hann. „Á mánudaginn byrjaði ég síðan sem Event Lead hjá hinu kynngimagnaða fyrirtæki, CCP. Eins og maðurinn sagði: „„This is a new year. A new beginning. And things will change.“ – Taylor Swift.“ Steinþór er enginn ný- græðingur á þessu sviði, en hann vann meðal annars að skipulagn- ingu tónlistarhátíðarinnar Sónar sem fram fór fyrir skemmstu. V iðbrögðin hafa verið lyginni líkust. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig það er að finna fyrir svona stuðningi. Ég verð bara feimin og kjánaleg,“ segir baráttukonan Hildur Lilliendahl sem hefur ósk- að eftir stuðningi til þess að kom- ast á ráðstefnuna Nordisk Forum sem haldin er af kvennahreyfing- um Norðurlandanna í Malmö í Svíþjóð í júní. Ráðstefnan var síð- ast haldin í Turku árið 1994 og þar á undan í Ósló 1988. „Ég fékk kynningu á ráðstefn- unni hjá stéttarfélaginu mínu fyrir kannski einum og hálfum mánuði. Þar kom fram að Íslandi hefði ver- ið úthlutað þemanu „Ný tækni og fjölmiðlar“ og að íslenska undir- búningsnefndin hefði verið starf- andi í marga mánuði og hefði boðið allnokkrum valdamiklum stjórnmálakonum að taka þátt. Ég furðaði mig dálítið á því að ekki hefði verið haft samband við mig, þetta smellpassar við mína bar- áttu. En ég ákvað að bíða og sjá. Nú eru bara rúmir þrír mánuðir í þetta og ég verð að fara að skipu- leggja mig ef ég ætla að fara. Ég ákvað þess vegna í gær að kanna hvort það væri stemming fyrir því meðal stuðningsfólksins míns að styrkja mig. Það var frekar erfið ákvörðun, konur eins og ég hafa sannarlega fengið yfir sig holskefl- ur ofbeldis á netinu fyrir minna. En svo reyndist fólk auðvitað bara algjörlega frábært,“ segir Hildur en þegar aðeins um sólarhringur var liðinn af söfnun hennar var hún komin með nóg fyrir flugmiða og var að vonum glöð með svo góð viðbrögð. Söfnun Hildar fer fram á vefsíð- unni: indiegogo.com þar sem má lesa nánar um hana. n viktoria@dv.is „Viðbrögðin hafa verið lyginni líkust“ Hildur safnar til þess að komast á stóra kvennaráðstefnu Klassalausar í glasi „Þegar íslenskar konur og stelp- ur fá sér að drekka þá missa þær allan klassa. Það er það fyrsta sem fer,“ sagði söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í viðtali hjá Síðdegisútvarpinu. Þar talaði hann meðal annars um ölvun Ís- lendinga. „Það skiptir ekki máli hvort að það sé karl, kona, gay, straight, bi eða trans. Það er genetískt í Íslendingum að þeir breytast í einhverja púka. Ís- lenskar konur og íslenskar stelp- ur eru þar ekki undanskildar,“ sagði Palli í viðtalinu. Sterkar systur úr sveitinni É g held að þær séu bara nokk- uð stoltar af mér,“ segir frjáls- íþróttakonan Hafdís Sig- urðardóttir um eldri systur sínar, Heiðrúnu og Hrönn, en systurnar hafa allar náð langt í sinni íþrótt. Frjálsar frekar en vaxtarrækt Heiðrún var um árabil á með- al fremstu fitnesskvenna landsins, Hrönn á glæsilegan feril í vaxtarrækt og ekkert virðist stöðva sigurgöngu Hafdísar sem hefur slegið hvert metið á fætur öðru en um helgina bætti hún eigið Íslandsmet í lang- stökki innanhúss um 5 sentimetra. Hafdís, sem er 27 ára, segist nokkrum sinnum hafa verið beðin um að leggja líkamsrækt fyrir sig líkt og stóru systur. „Ég hef alltaf neit- að því staðfastlega og sé ekki eftir því. Að mínu mati eru frjálsar meira krefjandi og spennandi,“ segir Hafdís sem segir sveitaloftið hafa hjálpað þeim systrum að ná langt í íþróttum. „Við erum aldar upp á Ljósavatns- skarði í Þingeyjarsveit og eins og all- ir í sveitinni byrjuðum við allar að æfa frjálsar íþróttir ungar. Ætli ár- angurinn megi ekki þakka genunum og svo sveitinni og metnaðnum fyrir góðri heilsu. Við ólumst upp í þessu umhverfi og vorum allar mjög virkar sem börn. Þetta var oft erfiðisvinna, við vorum að smala og hlaupa á eft- ir kindunum, ná í kýrnar og moka flórinn. Maður gekk bara í öll þessi venjulegu sveitastörf og tók á því.“ Barneignir bíða Hafdís er á fyrsta ári í iðjuþjálfun í Háskólanum á Akureyri og er auk þess að vinna með skólanum í 66°Norður. „Ég viðurkenni að þetta er dálítið mikið með æfingunum en ég æfi á hverjum degi, allt upp í fjóra tíma á dag, með hléum. Svo eru mót um helgar og ferðalög á milli staða. Sem betur fer er ég með góðan yfir- mann í vinnunni sem skilur að ég þarf reglulega að fá frí til að keppa. Það getur verið ansi erfitt að púsla þessu öllu saman.“ Hafdís segist ekki hafa mikinn tíma til að fara út á lífið en hefur þó tíma fyrir kærastann, Guðjón Pál. „Ég gæti alveg haft tíma fyrir djamm en hef bara lítinn áhuga á því. Oftast er ég alveg búin á því eftir vikuna og finnst þá betra að leggjast í sófann og horfa á kvikmynd. Ég drekk líka ekki áfengi og hef aldrei gert. Það á ekki samleið með þessu.“ Hafdís og Guðjón Páll kynntust í sveitinni. Þau búa saman en eru barnlaus. „Barneignir eru bara á „hold“. Það er enginn tími fyrir slíkt strax,“ segir Hafdís en Guðjón Páll var einnig á kafi í frjálsum þegar þau kynntust. „Hann er hættur að æfa en ég er alltaf að pota eitthvað í hann og reyna að fá hann til að kasta kúlu. Hann var í júdó og ætli það sé ekki líklegra að hann byrji á því aft- ur,“ segir Hafdís sem er tveimur árum eldri en kærastinn. „Ég er gamla konan í sambandinu og fæ oft að heyra það.“ n Hafdís Sigurðardóttir, afrekskona í frjálsum íþróttum, er litla systir Heiðrúnar fitnessstjörnu Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Sveitastelpur Systurnar eru þrjár en Hrönn býr í Reykjavík en hinar tvær á Akureyri. Mynd BjarnI EIríkSSon „Ég er gamla konan í sam- bandinu og fæ oft að heyra það Heilbrigðar systur Heiðrún og Hafdís eru báðar á fullu í íþróttum. Mynd BjarnI EIríkSSon Vill komast á ráð- stefnu Hildur safnar til þess að komast á ráðstefnu í júní í sum- ar. Viðbrögðin hafa komið henni á óvart en fjölmargir hafa lagt henni lið nú þegar. Ásgeir Trausti þotuþreyttur Ásgeir Trausti er nýlentur á Ís- landi eftir tónleikaferð um Asíu. Að sögn umboðsmanns Ásgeirs Trausta þarf hann sólarhring til þess að jafna sig eftir um tuttugu klukkustunda langt ferðalag og vegna tímamismunarins. Landaði hann á dögunum samningi við út- gáfurisann Columbia Records og hljóðar samningurinn upp á þrjár plötur. Það er því ekki að undra að kappinn sé þreyttur, nóg er um að vera hjá honum, en hann flýg- ur til Bandaríkjanna þann 8. mars þar sem hann mun meðal annars koma fram á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.