Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 25.–27. febrúar 201414 Fréttir Viðskipti „Ákvörðunin skaðleg“ Stjórn Félags atvinnurekenda sendi á mánudag frá sér yfirlýs­ ingu þar sem ákvörðun stjórnar­ flokka um að slíta aðildarvið­ ræðum við ESB er harðlega gagnrýnd. „Ákvörðunin er skað­ leg fyrir íslensk fyrirtæki og lokar augljósum valkostum í efnahags­ málum á tímapunkti þar sem engin þörf er á síkum vatnaskil­ um,“ segir í tilkynningunni. FA tekur einnig í sama streng og SA og segir: „Engin skýr stefnumörk­ un liggi fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.“ Spurningum ósvarað í kjölfar viðræðuslita „Ríkisstjórnin hefði ekki þurft að vinna af svo miklum hraða að því að loka þessum möguleika,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for­ maður Samtaka atvinnulífsins, um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hætta viðræðum um aðild að ESB alfarið. „Samkvæmt skýrsl­ unni sem ríkisstjórnin styðst nú við er hægt að semja um ýmis­ legt í slíkum viðræðum. Okkar stefna hefur verið sú að ljúka eigi viðræðunum og þjóðin ákveði síðan hvað skal gera. Á þessu stigi finnst mér þetta of mikill asi, þó ekki sé nema bara vegna þess að ný skýrsla verður tilbúin í apríl,“ segir Björgólfur og vísar þar í úttekt sem aðilar vinnu­ markaðarins láta vinna fyrir sig í háskólanum. Lokar á möguleika Ekki eru allir innan SA sam­ mála um hvað skuli gera, en for­ ystan hefur þó gefið það út að ljúka eigi viðræðum um aðild að ESB og setja málið í þjóðar­ atkvæðagreiðslu. „Ég horfi mjög til þess að við þurfum að eiga svör við ýmsu, til dæmis hvernig við ætlum að hátta okkar pen­ ingamálastefnu í framtíðinni með íslenska krónu. Hvað verða raunvextir mikið hærri hjá okk­ ur miðað við samkeppnislönd? Þetta eru spurningar sem ekki hefur verið svarað. Möguleik­ unum til að finna lausn á okk­ ar peningamálum fækkar með þessari ákvörðun, það er alveg ljóst að þessi ákvörðun lokar á möguleikann á upptöku evru,“ segir Björgólfur en tekur jafn­ framt fram að virða þurfi ákvarð­ anir stjórnvalda. Annar tölvupóstur frá lögmanni lýsir eignarhaldi Hannesar Smárasonar á skíðaskálanum K æri Hannes […] Lög­ mannsstofan er stór og er með mjög sterka stöðu á svæðinu þar sem skíða­ skálinn þinn er staðsettur,“ sagði lögmaðurinn Clive Godfrey í Lúxemborg í tölvupósti á netfang Hannesar Smárasonar þann 28. julí 2011. Tölvupósturinn sýnir fram á það sem DV hefur haldið fram síð­ an í nóvember að skíðaskálinn sé í eigu Hannesar. Í tölvupóstinum ræddi Godfrey um skíðaskálann í franska skíðabænum Courchevel sem Hannes átti ásamt íslenska fjárfestinum Magnúsi Ármann í gegnum flókið net eignarhaldsfé­ laga. Bæði Hannes og Magnús eru með lögheimili í Lúxemborg en hafa verið búsettir á Spáni síðast­ liðin ár. Hannes neitaði því hins vegar í yfirlýsingu eftir að blaðið birti frétt um skálann, sem er verðmet­ inn á rúmlega tvo milljarða króna, að hann ætti skálann. „„Fréttin“ er röng. Ég á ekkert í þessum skíða­ skála, hvorki beint né „í gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjól­ um“, eins og sagt er. Sama gildir um Magnús. Ég og Magnús þekkj­ um þessa eign og höfum komið að rekstri hennar, en „fréttin“ snýst ekki um það. Hvorugur okkar er eigandi, eins og áður segir, og ég kem ekki að rekstri þessarar fast­ eignar í dag.“ Yfirlýsingin var tekin upp á visir.is og Pressunni. Rætt um útgöngu Hannesar Tölvupósturinn sýnir hins vegar fram á að Hannes átti skíðaskál­ ann sannarlega þrátt fyrir það sem hann sagði í yfirlýsingu sinni. Í tölvupóstinum ræddi lögmaður­ inn um skíðaskálann og hvernig Hannes gæti, að því er virðist, far­ ið út úr því neti eignarhaldsfélaga sem heldur utan um skálann. Orðrétt segir í póstinum: „… meðfylgjandi er lögfræði­ leg álit okkar (á frönsku með þýðingu á ensku) um skatta­ legar afleiðingar þess að fara út úr eignarhaldsstrúktúrnum á skíðaskálanum.“ Hannes virð­ ist því á þessum tíma hafa ver­ ið að leita leiða til að fara út úr eignarhaldsstrúktúrnum sem hélt utan um skíðaskálann í Courchevel. Í yfirlýsingu sinni sagðist Hannes hins vegar aðeins hafa „komið að rekstri“ skálans. Miðað við þennan tölvupóst, sem og annan póst sem DV birti frétt um í síðustu viku, þá er ekki rétt að Hannes hafi ekki átt skíða­ skálann. Í hinum póstinum bar annar lögmaður í Lúxemborg atriði sem tengdust rekstri og eignarhaldi skálans undir Hannes. Teygir sig til nokkurra landa Húsið stendur við götu í Courchevel sem heitir Rue Copsillot, líkt og DV greindi frá í nóvember. Eignarhaldið á skíða­ skálanum teygir sig til nokkurra landa: Byrjar í Frakklandi, teygir sig til Sviss í gegnum bankareikn­ inga í svissneskum banka sem notaður er til að fjármagna hann, þaðan til Lúxemborgar þar sem lögmannsstofa Godfreys er, og loks til Kýpur og Panama þar sem eignarhald skálans endar í nokkrum eignarhaldsfélögum. Því er það vitan lega satt að Hann­ es hafi ekki átt skíðaskálann persónulega enda var því heldur ekki haldið fram. Síðastliðin ár hafa Hannes og Magnús leigt skíðaskálann út að mestu en þeir keyptu hann árið 2007. n „Skíðaskálinn þinn“ Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Einfölduð skýringarmynd LA GRANDE BLANCHE SARL 18 rue Robert Stumper L-2557 Luxembourg SEMTAN SCA de droit Luxembourgeois C/O Liberty center 55, avenue de la Liberté Luxembourg SEMTAN MANAGEMENT LIMITED Nicosia, Cyprus, 12 Egypt Street, PC109 INTERGEM HOLDING S.A Panama, east 53 rd Street, Marbella, Swiss bank building MONEGATE HOLDING S.A Panama, east 53 rd Street, Marbella, Swiss bank building Magnús á meira Magnús á tæplega 3/4 hluta í skíðaskálanum samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum en Hannes 1/4. Mynd A33 HANNES SMáRASON MAGNúS áRMANN *Tekið skal fram að eignarhald hússins er talsvert flóknara, en er hér einfaldað mjög til skýringar.„Engar neikvæðar skattalegar afleiðingar sem koma í veg fyrir útgöngu úr eignarhaldsstrúktúrnum. „Þinn“ skíðaskáli Lögmaðurinn í Lúxemborg vísar til skíðaskálans í Courchevel sem eignar Hannesar. „Kæri Hannes, 28 júlí 2011 17:10 meðfylgjandi er lögfræðileg álit okkar (á frönsku með þýðingu á ensku) um skattalegar afleiðingar þess að fara út úr eignarhaldsstrúktúrnum á skíðaskálanum. Ég mun senda álit okkar til samstarfsaðila okkar í Lyon, LAMY LEXEL lögmannsstof- una (http://www.lamy-lexel.com/ ) til yfirlestrar. Með tilliti til þeirra fjárhæða sem um ræðir og sökum þess að um er að ræða atriði sem varðar frönsk lög þá er staðfesting frá frönskum skattasérfræðingi æskileg og óumflýjanleg. Hún kemur einnig að góðum notum í viðræðunum við FINIMMO. Lögmannsstofan er stór og er með mjög sterka stöðu á svæðinu þar sem skíðaskálinn þinn er staðsettur. Niðurstaða okkar er sú að það séu engar neikvæðar skattalegar afleiðingar sem koma í veg fyrir útgöngu úr eignarhaldsstrúktúrnum í ESTATES á sama tíma og endalok viðskiptasambands þíns við FINIMMO mun lækka verulega kostnað, bæta það hvernig rekstri skálans er stjórnað og auðvelda sölu hans. Góðar kveðjur, Clive Godfrey“ Tölvupósturinn til Hannesar Smárasonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.