Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Það er hungursneyð í Evrópu Þjóðin má ekki ráða Vigdís Hauksdóttir. – Mín Skoðun Stöð 2 S ú ríkisstjórn sem nú situr hefur á einu ári orðið ber af vald­ níðslu og ítrekuðum svikum kosningaloforða. Framan af var það Framsóknarflokkur Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugssonar sem stóð einn í því að svíkja gefin lof­ orð. Heimsmet í hjálp til heimila ber þar hæst. Af gulli slegnum loforðum flokksins stendur nú fátt annað eft­ ir en froðukennd áform um að færa fjármuni á milli vasa þeirra sem átti að hjálpa. Sá hluti húseigenda sem fékk lánsveð fær enga hjálp. Bjarni Benediktsson, formað­ ur Sjálfstæðisflokksins, kom fram af ábyrgð í kosningabaráttu og á fyrstu mánuðum kjörtímabilsins. Svik­ in hafa legið hinum megin af þeirri ástæðu að flokkur Bjarna lofaði ekki að gera mikið fyrir marga. Þannig var hann hófstilltur í að lofa aðgerð­ um fyrir heimilin en lagði þess í stað áherslu á að lækka skatta og bæta al­ menn lífskjör. En einu lofaði Bjarni og aðrir frambjóðendur hans bergmál­ uðu. Það átti að greiða þjóðaratkvæði um framhald eða slit á aðildarviðræð­ um við Evrópusambandið. Málflutn­ ingur Bjarna var í þessum efnum al­ veg skýr. Hann setti meira segja þau tímamörk að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. En svo bregðast krosstré sem önn­ ur tré. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur eftir langa yfirlegu komist að þeirri niðurstöðu að það sé pólitískur „ómöguleiki“ að þjóðin fái að taka ákvörðun um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Þetta þýðir að fulltrúi kjósenda treystir ekki umbjóðendum sínum til að taka ákvörðun í málinu. Þjóðin má ekki ráða. Ástæðan er sú að fólkið í landinu er á öðru máli en ríkisstjórnin. Gjáin blasir við öllum. Bjarni Benediktsson hefur uppskorið mikla óánægju inn­ an eigin flokks vegna málsins. For­ veri hans á formannsstóli, Þorsteinn Pálsson, talar um einhver stærstu svik stjórnmálasögunnar. Helstu samtök atvinnulífs og viðskipta hafa lýst and­ stöðu við þau áform að slíta viðræð­ um. Víðtæk og almenn andstaða er við svikaáformin. Rök Bjarna um pólitíska ómöguleikann hefðu getað átt við þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar­ dóttur stóð í tvígang andspænis því að kosið yrði um Icesave. Ríkisstjórn­ in samdi um málið. Bæði Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon vissu sem var að þjóðin myndi fella gerða samninga. Þau reyndu þó ekki að hafa áhrif á þjóðarviljann eða koma sér undan því að forseti Íslands sendi málið í dóm þjóðarinnar. Sjálf­ ur sagði forsetinn að gjá væri á milli þings og þjóðar og því nauðsynlegt að þjóðin kæmi með beinum hætti að málinu. Og það varð úr. Þjóðin felldi í tvígang samninga um Icesave. Heil­ brigð niðurstaða náðist fram. Í þessu uppgjöri þings og þjóðar réðust örlög stjórnarflokkanna sem hrökkluðust frá völdum. Og við tóku valdadrifn­ ir flokkar sem ekki hika við að svíkja kosningaloforð sín og svipta þjóðina rétti sínum til að ráða málum. Meirihluti þjóðarinnar vill, sam­ kvæmt skoðanakönnunum, halda áfram viðræðum við Evrópusam­ bandið og ljúka þeim með samningi sem greidd verða atkvæði um. Í þeirri afstöðu að vilja samning á borðið felst ekki eindreginn vilji til aðildar. Til þess að mynda sér skoðun þarf fólk að sjá heildarmyndina og meta út frá henni kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. Aðalatriðið er að nú blasir við að báðir flokkar ríkis­ stjórnarinnar hafa logið sig til valda. Þeir sögðu kjósendum eitt en gera svo allt annað. Réttur þjóðarinnar til að ráða sínum málum beint er fótum troðinn. Og í því liggur stóra málið. Lýðræðisumbæturnar sem áttu sér stað í kjölfar búsáhaldabyltingarinn­ ar hafa verið teknar til baka. Þjóð­ in hefur verið lamin í andlitið með blautri tusku ef forsjársinnuðum þjóðernisöflum. Viðhorf svikaflokk­ anna er einfalt: Við erum betri en þjóðin. Þið kunnið ekki fótum ekki forráð. Ef íslenska þjóðin lætur óátalið að traðkað sé á rétti hennar erum við komin aftur í miðaldamyrkur þar sem lýðræði er jafnað við klám. Við sættum okkur við valdarán manna sem einskis svífast til að ná fram sínu og vernda hagsmuni klíkubræðra. Við látum ljúga að okkur fyrir kosn­ ingar en berja okkur til hlýðni þegar kjördagur er að baki. Svikin blasa nú við öllum. Þjóðin verður sjálf að ákveða hvað hún vill gera í fram­ haldinu. Við stöndum á krossgötum sem markast af valdníðslu og svikum gegn raunverulegu lýðræði. Það er verið að færa valdið frá fólkinu. Það er full ástæða til að staldra við. n Fuglinn hans Mikka Innan 365 miðla er fólk duglegt við að taka viðtöl hvert við ann­ að. Þetta er í þeim anda að búa til frægðarmenni í eigin ranni. Nýjast í þessum efnum er heim­ sókn Sindra Sindrasonar, dagskrár­ gerðarmanns og fréttaþular, til Ólafs Stephensen, ritstjóra Frétta­ blaðsins, sem sýndi heimili sitt og hagsæld á Stöð 2 í smáatriðum. Fyrir augu bar köttinn Mikka sem er nafni yfirmanns Ólafs, Mikaels Torfasonar. Ekki liggur fyrir hvort kötturinn, sem drap fugl undir suðandi sjónvarpsvélum, heitir þetta til heiðurs þeim tvífætta. Prófessor Bjöggi Tryggvi Þór Herbertsson, seinna al­ þingismaður, kannaði möguleika þess að fá prófessorsstöðu við Há­ skóla Íslands við sjálfan Björgólf Guðmundsson, sem á þeim tíma var valdamesti viðskiptamaður Íslands. Tryggvi fór þess á leit við Björgólf árið 2006 að auðmaðurinn kostaði prófessorsstöðu í hagfræði sem Tryggvi myndi svo gegna. Tryggvi, sem á þeim tíma var for­ stöðumaður Hagfræðistofnunar, reifaði hugmyndirnar fyrir sam­ starfsfólki sínu. Hugmyndin var að Tryggvi fengi umtalsvert hærri laun en aðrir kennarar í hagfræði við Háskóla Íslands. Mögulegt hefði verið að Tryggvi fengi titilinn „Björgólfur Guðmundsson Profess­ or of Economics at the Univerisity of Iceland“ eða eitthvað slíkt. Af þessu varð ekki því Tryggvi hætti og varð forstjóri Askar Capital. Helgi úthrópaður Helgi Áss Grétarsson, dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur í eignarétti, sættir sig ekki lengur við að vera bendlaður við Landssam­ band íslenskra útvegsmanna, sem upphaflega kost­ aði stöðu hans. Helgi hefur nú verið ráðinn sem dósent og er sú staða án stuðn­ ings hagsmuna­ samtaka. Margir hafa velt Helga upp úr tengslunum og nú síðast Jón Guðbjartsson, út­ gerðarmaður á Ísafirði, í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Helgi mætti í framhaldinu og lýsti harmi sínum vegna ávirðinga í sinn garð sem hann segir ekki eiga sér stoð. Hann sagðist hafa ráðið lögmann til að verja fræðimannsheiður sinn. Áróður Simma Í síðustu viku lagði Hamborgara­ fabrikka Simma og Jóa upp í aug­ lýsingaherferð með Morgunblað­ inu. Auglýst var utan á Mogganum og blaðinu dreift á völdum stöðum. Margir brugðust illa við því að fá Mogga Davíðs Oddssonar óumbeðið inn til sín. Þeirra á meðal eru Guð- mundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands­ ins, og Agnar Kristján Kristjánsson ofurbloggari. Báðir afþökkuðu þeir áróðurinn. „… ég skildi hreinlega ekki hvað hamborgarastaður væri að dreifa pólitískum áróðri fríkeyp­ is til saklausra borgara landsins,“ bloggaði Agnar. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Á þessum tíma heyrði ég meðal annars sögu sem kom frá Hannesi Hólmsteini um að ég væri í ástarsambandi við Sigurð G. Guðjónsson. Sigríður Dögg Auðunsdóttir um kvenfyrirlitningu. – DV „Báðir flokkar ríkisstjórnarinnar hafa logið sig til valda. Í forngrísku borgunum var valdið bundið forréttindum, því þar gátu eingöngu frjálsir karlar kosið. Hvað þann hóp varðaði er þó óhætt segja að í Aþenu til forna hafi verið beint lýðræði. Allir karlar sem ekki voru þrælar, 18 ára og eldri, gátu tekið þátt í ákvörðunartöku um hvað eina, beint og milliliðalaust, og þetta gerðu þeir ekki á fjögurra ára fresti heldur fjórum sinnum í mánuði. Það er himinn og haf á milli þessa fyrirkomulags og fulltrúalýðræðis­ ins sem við búum við í dag, en í bús­ áhaldabyltingunni reis upp krafan um beint lýðræði, samráð stjórnsýslunnar við íbúana og daglega aðkomu þeirra að stjórnun samfélagsins. Tilraunir til að semja stjórnarskrá í þeim anda runnu út í sandinn en enn þann dag í dag er til staðar öflugur hópur sem vinnur að þessum mark­ miðum. Íbúakosningar Í nýlegum sveitarstjórnarlögum er ákvæði þess efnis að krefjist tiltekinn hluti kosningabærra íbúa almennr­ ar atkvæðagreiðslu skuli viðkomandi sveitarstjórn verða við því. Niðurstöð­ ur kosninganna eru þó ekki bindandi, nema þá aðeins að sveitarstjórnin hafi ákveðið það sjálf. Þess utan geta íbúarnir ekki far­ ið fram á atkvæðagreiðslu um mál á borð við fjárhagsáætlun, tekjustofna, ráðningu í störf hjá sveitarfélaginu, laun og önnur starfskjör sveitarstjórn­ armanna eða starfsmanna sveitarfé­ lagsins. Andstaðan við beint lýðræði meðal kjörinna fulltrúa er mikil og það kom fram við afgreiðslu laganna á þingi að til staðar var ágreiningur á milli ráðherra, annars vegar og fjölmargra þingmanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar þar sem þeim síðarnefndu tókst á síðustu stundu að setja inn ákvæði sem heimilar sveitar­ stjórnum að hækka hlutfall þeirra íbúa sem þarf til að knýja fram atkvæða­ greiðslu úr 20% í 33%. Þetta var gert þrátt fyrir það að samkvæmt lögunum sé atkvæða­ greiðslan ekki bindandi nema þá að sveitarstjórnin ákveði það sjálf. Jafnvel 20% þröskuldurinn er alltof hár í fjöl­ mennu sveitarfélagi eins og Reykjavík. Porto Alegre Fjárhagsáætlunargerð með þátttöku íbúanna er aðferð sem rakin er til borgarinnar Porto Alegre í Brasilíu, en þar vann flokkur sem hafði sett þessa stefnu á oddinn óvæntan kosningasig­ ur árið 1988. Þar er allt að fimmtungur fjárhagsætlunar borgarinnar unninn í nánu samráði við íbúana og þetta hef­ ur reynst vel, haft félagslegar umbætur í för með sér, slegið á spillingu og auk­ ið hagsæld í borginni. Nú er fjárhagsáætlun með þátt­ töku íbúanna aðferð sem beitt er víða um heim og nýtur vaxandi hylli. Haustið 2012 skipulagði undirritaður til að mynda alþjóðlega lýðræðisráð­ stefnu í Ráðhúsinu á vegum innan­ ríkisráðuneytis Ögmundar Jónasson­ ar og á meðal gesta voru tveir fulltrúar frá New York (annar þeirra borgarfull­ trúi) sem sögðu frá tilraunaverkefni á þessu sviði í nokkrum hverfum borg­ ar sinnar. Lýðræðistilraunir í Reykjavík Það má segja núverandi meirihluta í borginni til hróss að í upphafi kjör­ tímabilsins fetaði hann nýjar leiðir á sviði beins lýðræðis. Með íbúakosn­ ingum í hverfum borgarinnar, tengd­ um samráðsvefnum Betri Reykjavík, og tillöguflutningi og rökræðum sem skylda fagráð borgarinnar til að fjalla um þær tillögur sem mestri hylli ná, var stigið skref til beinna lýðræðis. Gallinn er hins vegar sá að á kjör­ tímabilinu hefur reykvíski meirihlut­ inn ekki náð að þróa þetta lengra. Um verulega lágar upphæðir, að­ eins brotabrot af fjárhagsáætlun, er að ræða og almennt taka fagráð lítið mark á tillögum frá samráðsvefnum Betri Reykjavík. Vilji er allt sem þarf Þó svo að bætt stjórnarskrá láti eftir sér bíða geta íbúar komið á beinu lýð­ ræði í nærsamfélögum sínum. Vel má nýta ný sveitarstjórnarlög til að knýja á um almennar kosningar um ýmislegt sem íbúarnir láta sig varða, en jafn­ framt þarf að krefjast rýmri heimilda og lækkaðs hlutfalls þeirra sem til þarf til að kosið verði. Rafrænar kosningar geta leyst mörg þúsund manna fundi Forn­ grikkja af hólmi. Nú er verið að setja í gang tilraunaverkefni á þessu sviði þar sem notast er við rafrænt kosninga­ kerfi í íbúakosningum, sambærilegt við það sem Norðmenn hafa boðið upp á sem valkost í utankjörfundar­ atkvæðagreiðslu í síðustu sveitar­ stjórnar­ og þingkosningum. Jafnframt geta íbúarnir og kjörnir fulltrúar þeirra þróað áfram þá tilraun sem gerð hefur verið í Reykjavík og sett stóran hluta fjárhagsáætlunar sveitar­ félagsins í virkt samráðsferli. Vilji er allt sem þarf, en til að íbú­ arnir standi jafnfætis kjörnum fulltrú­ um og embættismönnum þurfa allar upplýsingar sem varða stjórnun sam­ félagsins að vera aðgengilegar. Þar er víða pottur brotinn, en hér er komið efni í aðra grein. n Valdið til íbúanna„Rafrænar kosningar geta leyst mörg þúsund manna fundi Forngrikkja af hólmi. Þorleifur Guðlaugsson borgarfulltrúi í Reykjavík Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.