Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 25.–27. febrúar 201426 Lífsstíll Harpa fallegust DV leitaði til málsmetandi álitsgjafa í leitinni að fallegustu og miður fallegum byggingum landsins. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík, Harpa, situr á toppnum yfir fallegustu byggingarnar en skorar einnig hátt á lista yfir ljótustu byggingarnar. Kirkjur landsins eru mönnum greinilega hugleiknar þegar kemur að byggingarlist. indiana@dv.is Fallegar byggingar 1 Harpa Arkitekt: Teiknistofa Henning Larsen n „Ég verð alltaf pínu stolt þegar ég horfi á þá byggingu. Það má auðvitað deila endalaust um kostnaðinn og allt það en byggingin er komin upp og í gagnið og hún er ótrúlega vel heppnuð og er flott kennileiti fyrir borgina okkar.“ n „Tónlistarhúsið er nýjasta kennileiti borgarinnar og feiknafagurt. Staðsetningin er einstök og þessar andstæður, sjórinn og glerhjúpurinn, skapa mögnuð hughrif. Glerið sem minnir á stuðlaberg sem er gróft og harðgert en er samt svo viðkvæmt og fíngert finnst mér það fallegasta við Hörpu.“ n „Hreinlega ein fallegasta bygging sem ég hef séð.“ n „Geislar svo fallega á ólíkan hátt eftir birtunni úti. Falleg- asta nýbyggingin að mínu mati.“ n „Sjúklega falleg og síbreytileg eftir birtu, veðri og að- stæðum. Ólýsanlegt að sitja í Eldborgarsalnum og hlusta á tónlist, gaman að ganga um inni í byggingunni og endalaust hægt að dást að henni utan frá – úr öllum áttum.“ 2–4 Kópavogskirkja Arkitekt: Ragnar Emilsson/Hörður Bjarnason n „Fellur vel að umhverfinu sínu með hvítum tignarlegum bogalínum sem mynda skemmtilegt mótspil við jarðlitina í Kópavogsholtinu. Steindir gluggarnir eftir Gerði Helgadóttur setja sterkan svip á hana.“ n „Látlaus stílhrein bygging – gríðarlega vel staðsett. Kirkjurýmið skemmti- lega blanda af klassísku krossforma skipulagi – en í nútíma útfærslu. Vel heppnuð aðkoma listamanna að fág- uðum skreytingum. Kópavogi til sóma – enda hluti af merki bæjarins.“ n „Fallegasta kirkjan.“ 2–4 Listasafn Einars Jónssonar Arkitekt: Einar Erlendsson n „Það næsta sem við komumst því að eiga kastala. Falleg bygging að utan og enn skemmtilegri að innan.“ n „Falleg og reisuleg bygging sem minnir á lítinn kastala – bygging sem ber af á hæð- inni, með sína fallegu glugga og mikla reisn.“ n „Ótrúlega ævintýraleg. Hefur sín tengsl við evrópska byggingarlist í upp- hafi tuttugustu aldar og er minnisvarði um þá staðreynd að hér á landi risu reisuleg hús seint og um síðir.“ 5–7 Dómkirkjan í Rvk. Arkitekt: A. Kirkerups n „Svona eiga allar kirkjur að líta út. Glæsileg bygging, íhalds- söm og virðuleg en líka notaleg.“ n „Býr yfir einhverjum sjarma og þegar sólin skín er hún eins og ljósklædd fögur álfkona í miðbænum sem engin tekur neitt sérstaklega eftir en er þarna samt svo undurfögur og í senn fíngerð og harðgerð.“ 2–4 Akureyrarkirkja Arkitekt: Guðjón Samúelsson n „Alls ekkert slæm og kartöflugeymslan er mjög frumleg.“ n „Táknmynd Akureyrar sem stendur svo falleg með sína tvo turna eins og verndari yfir miðbæ Akureyrar. Guðjón Samúelsson upp á sitt besta.“ n „Tignarlegt og byggt í íslenskri útgáfu af gömlum evrópskum stíl. Breiðir út faðminn á móti kirkjugestum, frábær staðsetning. Vakir yfir bæjarbúum. Segir við gesti: Það er þess virði að ganga yfir hundrað tröppur til að koma til mín. Innrammar útsýnið til fjalla, með bæinn og brekkuna í baksýn, ásamt Súlum og Hlíðarfjalli. Séð úr gamla hluta bæjarins ber hún við himin og setur punktinn yfir i-ið á prófílmynd bæjarins, tákn bæjarins.“ 5–7 Háskólabíó Arkitekt: Guðmundur Kr. Kristinsson n „Hús sem stendur reisulega og miðlægt í vel útfærðu bæjarskipulagi sem Melarnir eru. Þægilegt og fallegt hús með falleg hlutföll og myndrænt minni (myndavél- in) í útliti salarins. Uppbrotið með léttri lágreistri þjónustu/aðkomubyggingu sem gefur byggingunni góðan mannlegan skala. Lágreist vinaleg aðkoman inn gerir upplifunina af því að koma inn í stílhreinan háreistan salinn mikilfenglegan. Salurinn að innan endurspeglar utanhúss útlit hans.“ n „Ber vott um stórhug og fagmennsku.“ 5–7 Borgarbókasafnið Arkitekt: Guðjón Samúelsson/Hörður Bjarnason/Sigvaldi Thordar- son/Teiknistofan Óðinstorg sf. og Helgi Hjálmarsson n „Myndi vilja búa þar. Stórfenglegt hús!“ n „Eitt fallegasta og virðulegasta hús landsins. Loksins lítur það út eins og það átti alltaf að gera.“ Álitsgjafar Nadia Katrín Banine fjölmiðlakona Eva Dögg Sigurgeirsdóttir stílisti Sindri Sindrason fjölmiðlamaður Guðrún Atladóttir innanhússarkitekt Sigríður Elín Ásmundsdóttir ritstjóri Húsa og híbýla Sesselja Thorberg innanhússhönnuður Baldur Ó. Svavarsson arkitekt Helga Bragadóttir arkitekt Hannes Steindórsson fasteignasali Elísabet Gunnarsdóttir stílisti Rakel Garðarsdóttir framleiðandi Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Harpa Hjarðar markaðsfulltrúi Geir Kr. Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.