Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 37
Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Fólk 37 Mikið um dýrðir Málmhaus og Hross í oss fengu flest verðlaun Þ að var mikið um dýrðir þegar Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu á laugardag. Kvikmyndirn- ar Hross í oss og Málmhaus sópuðu til sín verðlaunum, sú fyrrnefnda fékk sex Eddur, meðal meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og kvikmyndatöku. Málmhaus hlaut alls átta verðlaun, meðal annars fyrir klippingu, hljóð og tónlist. Ingvar E. Sigurðsson fékk tvenn verðlaun og hlaut Edduna fyrir leik í aðalhlutverki í Hross í oss og aukahlutverki í Málmhaus. Þor- björg Helga Þorgilsdóttir í Málm- haus var valin leikkona ársins í aðalhlutverki og Halldóra Geir- harðsdóttir, einnig í Málmhaus, leikkona í aukahlutverki. n Forsetahjónin Þau Ólafur Ragn- ar og Dorrit láta sig ekki vanta á stórviðburði eins og Edduna. Glaðar Ragnhildur Steinunn og Brynja Þorgeirsdóttir voru kátar enda fékk Kastljós verðlaun sem besti viðtals- eða fréttaþátturinn. Með afa Erlingur Gíslason faðir Benedikts Erlingssonar, og Anna Róshildur Böving, dóttir Benedikts. Þau tóku á móti verðlaunum fyrir hann. Hress Brynja Gísla- dóttir og Jóhannes Kr. Kristjánsson sem er hluti af Kastljósteyminu sem var verðlaunað. Flottar Elín Sveinsdóttir, Ólöf Rún og Hjördís voru í sínu fínasta pússi. Ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, og eiginmaður hennar, Guðjón Ingi Guðjónsson. Reffilegur Goddur var að sjálfsögðu mættur á Edduna. Listelsk Jón Atli Jónas- son leikskáld og Urður Hákonardóttir söngkona. Flott Margrét Sjöfn og Andri Snær létu sig ekki vanta. Þriðja tilnefningin Róbert Mars- hall, Steinunn Ása sem var tilnefnd til verðlaunanna þriðja árið í röð fyrir þátt sinn, Með okkar aug- um og Skúli. Hressir Bergur Þór Ingólfsson og Óskar Jónasson. Glæsileg Fréttakonan Lóa Pind Aldísar- dóttir geislaði í gulum kjól. Kát Maríus og Hildur. Sómahjón Steinunn Þórarinsdóttir og Jón Ársæll. n Alec Baldwin segir skilið við stjörnulífið n Fordæmir ekki samkynhneigða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.