Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 2.–5. maí 2014 Kópavogsbær var í ábyrgð fyrir Krossinn Ábyrgðin gerð til að lækka vexti segir Gunnar í Krossinum. T rúfélagið Krossinn fékk lán í Landsbanka Íslands árið 2005 með sjálfskuldar- ábyrgð frá Kópavogsbæ. Þetta kemur fram í fundar- gerð frá lánanefnd Landsbanka Ís- lands frá árinu 2005. Um var að ræða 135 milljóna króna lán. Lánið var með sjálfskuldarábyrgð og með veðrétti í húseign Krossins í Kópa- vogi. Slíkar sjálfskuldarábyrgðir sveitarfélaga eru ekki lengur leyfðar samkvæmt lögum. Sjálfskuldarábyrgðin er talin upp á undan þeim veðrétti sem Lands- bankinn átti í húsi Krossins í Kópa- vogi og hefur, samkvæmt upp- stillingunni á láninu til félagsins í bókum bankans, skipt verulegu máli fyrir lánaumsóknina. Um- sókn trúfélags um lán með ábyrgð sveitarfélags er umtalsvert sterkari en umsókn án slíkrar ábyrgðar. Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segist ekki muna eftir sjálfskuldarábyrgð- inni. „Ég bara man þetta ekki. Ég verð að rifja þetta upp. Við réttum hins vegar trúfélögum hjálparhönd í svona málum, til dæmis bæði Digranes- og Kópavogskirkju.“ Ábyrgðin til að lækka vexti Í samtali við DV segir Gunnar Þor- steinsson í Krossinum, stofnandi trúfélagsins, að Kópavogsbær hafi veitt trúfélaginu sjálfskuldará- byrgð til að lækka vaxtakostnað bæjarins vegna byggingar hússins. Hús Krossins í Hlíðasmára var byggt árið 1995 og var sjálfskuldar- ábyrgðin frá þeim tíma. „Það var þannig þegar húsið var byggt á sín- um tíma að þá var fengin ábyrgð frá Kópavogsbæ – þetta er ekki lengur heimilt í dag. Mig minnir að þetta hafi verið 50 milljónir. Bærinn fékk svo veð á móti í húsinu. Þetta var gert til að lækka vexti. Það gengur auðvitað ekki að félag sem er í opin berri þjónustu sé með sams konar lánaskilmála og fyrirtæki í gróða rekstri. Við vorum að byggja stórhýsi og við vorum með tómar hend- ur. Þetta er eingöngu í því skyni að knýja niður vexti því við réðum ekki við þá fjármögnun sem okkur stóð til boða. Þannig að ég fór þá leið að afla aukinna trygginga, ég var til dæmis sjálfur í sjálfskuldarábyrgð og fleiri, og svo fékk ég bæinn með í þetta til að lækka vextina.“ Gunnar segir að Sigurður Geirdal, fyrrverandi bæjar- stjóri Kópavogsbæjar, hafi verið helsti viðsemjandi hans hjá bænum þegar samið var um sjálfskuldarábyrgðina. „Það tók mig langan tíma að berja þetta í gegn en þetta var lykilforsenda fyrir því að okkur tækist þetta.“ Ábyrgðin ekki lengur í bókunum Gunnar segir að lán Krossins hafi verið endur- fjármögnuð fyrir tveim- ur árum og að þá hafi ábyrgð Kópavogsbæjar dottið út. „Nei, ég held að ég geti fullyrt að svo er ekki: Nú mega sveitarfélög ekki lengur gera þetta. En þetta skipti okkur miklu máli þá. Við áttum ekki einu sinni fyrir lóð- inni þannig að við urðum að leita allra leiða til að fjármagna þetta. Ég seldi til dæmis allt sem ég átti til að fjármagna þetta.“ Gunnar segir að Krossinum hafi gengið vel að standa í skil- um með afborgan- ir af lánum félagsins. „Það hefur gengið vel; þegar ég skildi við þá var allt í skilum,“ segir Gunnar en hann hefur sem kunnugt er yfir gefið Krossinn sem framkvæmdastjóri trúfé- lagsins, sem og kona hans, Jónína Bene- diktsdóttir. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Við vorum að byggja stórhýsi og við vorum með tómar hendur. Byrjuðu með tvær hendur tómar Gunnar Þorsteinsson segir að hann hafi byrjað með tvær hendur tómar þegar hann og aðrir forsvarsmenn Krossins reistu höfuðstöðvar trúfélagsins árið 1995. Ábyrgð Kópavogsbæjar hafi verið til að lækka vaxtagreiðslur trúfélagsins. Bærinn í ábyrgð Kópavogsbær var í ábyrgð fyrir lánum Krossins hjá Landsbankanum. Myndin er tekin í húsnæði Krossins í Hlíðarsmára. B ankaráðsmenn í Landsbank- anum kynntu sér upplýs- ingabækling um yfirtöku á breskum fyrirtækjum vegna útrásar bankans til Bretlands í kjöl- farið á einkavæðingu bankans árið 2002. Í fundargerðum bankans frá árinu 2003 kemur glögglega fram hversu mikill hugur var í stjórnend- um bankans strax eftir einkavæð- ingu hans, sækja átti stíft inn á er- lenda markaði með uppkaupum á fyrirtækjum og var byrjað á því að kaupa Búnaðarbankann í Lúxem- borg. Svo var horft til fjármálafyrir- tækja í London, meðal annars á Singer & Friedlander bankann sem Kaupþing átti eftir að kaupa síðar. Þessi breytti veruleiki í starfsemi bankans, útrásin til annarra landa, birtist meðal annars í því að banka- ráðsmennirnir þurftu að kynna sér hvernig staðið væri að yfirtökum á erlendum fyrirtækjum. Á meðan Landsbankinn var ríkisbanki var sókn hans á erlenda markaði ekki eins mikil, líkt og hefur margoft komið fram. Búa þurfti bankaráðs- mennina undir þennan breytta veruleika með upplýsingum. Þannig sagði til dæmis í fundar- gerð bankaráðsins frá 17. nóvem- ber 2003: „Vakin var athygli banka- ráðmanna að þeim hefur verið sendur í rafpósti upplýsingapési um hvernig staðið er að kaupum skráðra félaga í Bretlandi. Þessi rit- lingur nefnist: „UK Public Offers – A Survival Guide, May 2003, útg. af HSBC bankanum breska. Rík skylda hvílir á bankaráðsmönnum að kynna sér þetta efni áður en fjallað er um yfirtöku af því tagi sem hér er til skoðunar.“ Þá var til skoðunar hjá Landsbankanum að kaupa breska bankann Wintrust. Bankaráðsmennirnir fengu því hraðnámskeið í yfirtöku á bresk- um fyrirtækjum á mánuðunum eft- ir einkavæðingu bankans. Í fundar- gerðunum kemur fram að á árinu 2004 hafi verið horft til fjölmargra breskra banka með hugsanlega yfir töku í huga en fyrir átti Lands- bankinn Heritable-bankann í Bret- landi. n ingi@dv.is Mikill hugur var í stjórnendum Landsbankans strax eftir einkavæðingu Fengu hraðnámskeið í yfirtökum leynigögn úr Landsbankanum – 2. hluti – OREO BANANA SÚKKULAÐIKAKA Sími: 561 1433 Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja sulta , ba nan ar og O re ok ex . Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00 P R E N T U N .IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.