Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 2.–5. maí 201462 Fólk Víkingur og Kolbrún eiga von á barni Leikarinn Víkingur Kristjáns- son og unnusta hans Kolbrún Schmidt eiga von á stúlkubarni. Fyrir á Víkingur þrjú börn, svo barnalánið leikur við hann. Þetta er fyrsta barn Víkings og Kolbrúnar. Víkingur flutti vestur á firði fyrir nokkru til að vinna í fiski, nánar tiltekið á Suðureyri. Hann hafði setið þar við skriftir í nokkrar vikur áður en hann heillaðist af bænum, bæjarlífinu og unnustunni Kolbrúnu. Erfitt að leika í kynlífssenu S erbinn Zlatko Krickic leikur í eldheitri kynlífssenu í kvik- myndinni Borgríki 2 – Blóð hraustra manna ásamt þeim Þórunni Antoníu Magn- úsdóttur og fyrrverandi Playboy- fyrirsætunni Ernu Gunnþórsdóttur. Hann segir það hafa verið erfitt ver- kefni og þó hefur hann unnið við firnalangar bardaga senur þar sem hann hefur nánast legið óvígur dag- ana eftir. Erfiðasta senan „Leikstjórinn, Ólafur Fleur, sagði mér ekki frá þessari senu fyrr en fjórum dögum áður en hún var á dagskrá. Hann sagði mér að annars hefði ég orðið of stressaður. Það var alveg rétt hjá honum,“ segir hann og hlær. „Þær Þórunn og Erna voru hins vegar fagmenn út í gegn og virkilega góðar stelpur. Okkur tókst að komast í gegnum senuna af virðingu og vinsemd. Ég var mjög meðvitaður um það allan tímann að sýna þeim virðingu. Þetta er án efa erfiðasta senan sem ég hef leikið í, og eru þær margar erfiðar.“ Fjölskyldan kom sem flóttamenn Zlatko hefur vakið mikla og verð- skuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í glæpamyndinni Borgríki, og í framhaldsmyndinni fylgjumst við áfram með framgangi hans í hlut- verki Sergej, serbnesks bifvélavirkja sem nær tökum á undirheimum Reykjavíkurborgar. Sergej er harm- rænt hörkutól sem hefur snúið vörn í sókn eftir að eiginkona hans miss- ir fóstur í árás íslensks handrukkara. Færri vita að Zlatko kom hingað til lands fyrir nærri fimmtán árum. Móðir hans og fjölskylda höfðu þá dvalist hér í tvö ár sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem var. „Ég er fædd- ur í Króatíu og þegar fjölskyldan flúði til Íslands, fór ég til Belgrad í háskólanám. Þegar fjölskyldan hafði komið sér hér fyrir vestan fluttist ég til þeirra. Ég vildi vera með þeim og spila fótbolta. Fór til Hornafjarðar og spilaði fótbolta á Fáskrúðsfirði með Leikni.“ Sonurinn vill verða frægur eins og pabbi Nú er nærri öll fjölskyldan flutt til Noregs en Zlatko býr hér enn ásamt konu og börnum og rak bifreiða- verkstæði eins og söguhetja Borg- ríkis, Sergej. Þótt hann sinni bif- reiðaviðgerðum í dag hefði hann meira gaman af því að fá að sinna leiklistargyðjunni sem oftast. „Ég hefði gaman af því að fá að starfa sem leikari og slæ alltaf til þegar haft er samband við mig. Sonur minn, átta ára, fylgist grannt með ferlinum og langar að verða frægur eins og pabbi. Honum varð að ósk sinni, því hann fer með hlutverk í myndinni. Leikur lítinn dreng í afmælisveislu og er hæstánægður með að vera eins og pabbi. Ég nýt lífsins, ég sinni því að búa til tónlist, hef mikinn áhuga á því, en úti var ég í hljómsveit. Ég spila enn fótbolta að einhverju ráði og þótt að hér sé kalt þá líður mér vel hér.“ Gat varla gengið eða dregið andann Zlatko segir bardagasenurnar enn blóðugri í framhaldsmyndinni. Sú allra harðasta tók fimm klukku- stundir í tökum. „Við vorum í tök- um í fimm klukkutíma og í þessari senu er ráðist á Sergej og hann bar- inn sundur og saman. Þetta var því fremur erfið taka og ég gat varla gengið eða dregið andann daginn eftir,“ segir Zlatko og lofar miklum hasar á hvíta tjaldinu þegar myndin verður frumsýnd í haust. n n Tókst með virðingu og vinsemd n Illa farinn eftir bardagasenu Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Ég gat varla gengið eða dregið andann daginn eftir Erfitt Zlatko fékk ekki að vita af kynlífssenunni fyrr en fjórum dögum fyrir tökur. Leikstjórinn Ólafur Fleur vildi ekki valda honum óþarfa streitu. Mummi orðinn dagskrárstjóri Opna sjónvarpsstöð með „rammíslensku“ efni Þ etta verður rammíslensk stöð með skemmtiefni,“ segir Guðmundur Þórarins- son eða Mummi í Götu- smiðjunni eins og hann er gjarnan kallaður. Mummi er dag- skrárstjóri á nýrri íslenskri sjón- varpsstöð sem fer í loftið á þjóðhá- tíðardaginn sjálfan, 17. júní, og ber nafnið iSTV. „Við ætlum að frum- sýna 2–3 klukkustundir af íslensku efni á hverju kvöldi. Það verður fullt af skemmtilegu efni. Ekki eitthvað Ísland Got Talent heldur fólkið í landinu,“ segir Mummi. Með honum að stöðinni standa Jón Emilsson, sem er sjónvarps- stjóri, og Bonni ljósmyndari. Þeir félagar eiga þó ekki stöðina en reka hana að sögn Mumma. Hann segir þá hafa verið að undirbúa opnunina undanfarna daga, kaupa tæki og tól og semja við þáttastjórnendur. „Við ákváðum að leita ekki til gömlu stjarnanna heldur viljum við uppgötva ný andlit. Við ætlum að vera útungunarstöð fyrir stóru stöðvarnar og gefa nýju þáttagerðar- fólki tækifæri til þess að spreyta sig.“ Mummi segir þau munu verða með fjölbreytta dagskrá. Meðal þáttastjórnenda verður bloggar- inn Guðrún Veiga sem heldur úti blogginu gveiga85.blogspot.com. „Hún er alveg ótrúlega skemmtileg og verður með þátt hjá okkur. Síðan verðum við með allt frá pólitík upp í bíladellugæjann yfir í skrýtna gæj- ann úti á landi. Þetta verður bara alls konar,“ segir Mummi spenntur fyrir framhaldinu. n viktoria@dv.is Íslenskt Dagskráin verður fjölbreytt. Áslaug „lands- byggðartútta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, hefur vak- ið athygli fyrir dug og hreinskipt- ar skoðanir sínar í stjórnmálum. Fræg urðu til að mynda ummæli hennar um hvítvín og humar þegar hún sagði það tímaskekkju að selja vín í Vínbúðum ríkisins. Ef fólk vildi fá sér rauðvín með steik eða hvítvín með humri ætti það að geta farið út í búð, sama á hvaða tíma dags, og keypt sér vín. Ummælin urðu að feiknastormi í vatnsglasi á vefnum en Áslaug Arna lét það ekki á sig fá. Hún stefnir á skemmtilegt sumar og ætlar að búa um tíma á Hvolsvelli. „Ég sem elska Reykjavík, miðbæ- inn og allt lífið hér á sumrin, ætla að gerast landsbyggðartútta í sum- ar,“ greindi Áslaug Arna frá á sam- skiptavefnum Twitter nýlega. SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla GLEÐILEGT SUMAR MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.