Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 2.–5. maí 2014 Fólk Viðtal 33 útvarpsstöð og byrjuðu á annarri og voru fyrir vikið dregnir fyrir dóm. Öll málin unnust en þetta tók á taugarnar. „Mér fannst ég berskjaldaður. Ég hló mig ekki í gegnum þetta eins og margir hafa kannski haldið, að allt okkar líf væri grín. Það var það ekki. Við tókum grínið alltaf mjög alvarlega.“ Hvorki grínisti né leikari Merkilegt að Sigurjón, sem sló í gegn með gríni, segist ekki eiga tilkall til þess að kalla sig grínista. „Ég hef aldrei litið á mig sem grínista. Sann- ir grínistar hafa ekkert val. Ég man ekki til þess að Jón hafi einhvern tímann sagst ætla að verða vinsæll grínisti. Það bara gerðist án þess að hann hefði eitthvert val um það. Það sama má segja um Pétur Jóhann og fleiri þessa stráka, þeir lenda í grín- inu. Ég hef verið heppinn að vinna inn- an um fyndið fólk og einhverra hluta vegna vill það vinna með mér. Ég var sá sem hélt utan um verkefnin og fékk meira út úr því að taka þátt í fram- leiðsluferlinu en að leika. Metnaður minn lá ekki þar, en ég hef gert það og oftast af illri nauðsyn. Og skrifaði grínið, ég var góður í því.“ Enda telur hann að sketsarn- ir sem hann hefur skrifað og hafa verið framleiddir séu um þúsund talsins. Tvíhöfði, Fóstbræður, Svína- súpan, Stelpurnar … þetta er fljótt að telja. „Ég ákvað síðan að snúa baki við þessu listformi þegar ég sá að ég hafði sennilega skrifað þúsund sketsa sem höfðu verið framleiddir. Það var komið nóg. Þá skipti ég yfir í narratívt form, glæpaseríur þar sem ég segi samfellda sögu og er frjáls undan því að þurfa að vera fyndinn í hverju at- riði.“ Þægindahringurinn er versti óvin- ur listamannsins, sem hættir að vera skapandi þegar hann situr þar. Það segir Sigurjón af því að hann þekkir það. Hann festist bæði í útvarpinu og eins í gríninu um tíma. „Ég fann samt að þegar þetta var orðið of þægilegt fór ég að hugsa hvort það væri ekki eitthvað annað og meira þarna úti. Það var innbyggt í mig að ögra sjálf- um mér en það tekur sinn tíma að gerast. En ég er sáttur við það hversu hægt ég hef þroskast. Höfundar verða betri með aldrinum og reynslunni og ég hefði ekki getað skrifað það sem ég er að skrifa í dag fyrir tíu árum.“ Stærsta serían Það er kannski skiljanlegt í ljósi þessa að serían er ein sú stærsta sem hefur verið gerð hér á landi, ein sú dýrasta og gerð með aðferðum sem aldrei hafa verið notaðar hér á landi áður samkvæmt fréttum. „Ókei, við skul- um aðeins slaka á,“ segir Sigurjón og bendir á að Latibær hafi verið stærri og dýrari. Jæja, nóg um það. Serían gerist í afskekktu þorpi úti á landi þar sem lík rekur að landi skömmu áður en ófærð skellur á. Vís- bendingar eru um að morðinginn sé í bænum og sitji þar fastur. Sigurjón og Baltasar Kormák hafði lengi lang- að að vinna saman þegar þeir stofn- uðu RVK Studios með Magnúsi Viðari Sigurðssyni, sem síðan hefur runnið saman við Sögn sem er fyrirtæki sem Baltasar hefur rekið í rúman áratug með Agnesi Johansen. Sigurjón var með hugmynd að lögguþætti í ein- angruðum smábæ og Baltasar Kor- mákur kom þá með hugmynd sem lagði grunninn að þessari seríu. Sig- urjón teiknaði upp drög að handriti með tveimur öðrum handritshöfund- um, þeim Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni. Síðan fékk Sigur- jón breskan höfund til liðs við sig, Clive Bradley, sem er að klára þetta með honum en hinir hafa snúið sér að öðru. Tilboð að utan Allavega þrír leikstjórar koma að ser- íunni, sem er nýmæli hér á landi en þessi aðferð er mikið notuð erlend- is. Sigurjón verður það sem kall- ast „show-runner“ og þýðir að hann er límið í öllu framleiðsluferlinu. „Baltasar mun leikstýra nokkrum þáttunum og þá tekur næsti við. Það verður mitt hlutverk að sjá til þess að þetta breytist ekki í aðra seríu þótt skipt sé um leikstjóra milli þátta. Þegar næsti leikstjóri fer í tökur, er hinn að vinna við klippingu á því efni sem búið er að taka. Þannig sparast tími.“ Tökur hefjast ekki fyrr en í haust en sjónvarpsstöðvar á öllum Norður- löndunum hafa tryggt sér sýningar- réttinn auk þess sem aðilar víðs vegar um Evrópu hafa gert tilboð í seríuna. Markmiðið er að selja hana sem víðast. „Við gerum hana á íslensku og erum trúir því sem íslenskt er en það breytir því ekki að við erum að segja sögu sem á jafn mikið erindi erlendis.“ Þeir eru þó ekki dottnir í gullpottinn enn. „Um hver mánaðamót er hark að láta enda ná saman. Þegar þú hef- ur það í huga að við erum að byggja upp fyrirtæki sem þarf að standa und- ir sér þá er enginn sérstakur gróði af þessu. Við eigum enn dálítið í land áður en getum farið að að hlaupa hlæjandi í bankann.“ Pönkið eins og eiturlyf „Er þetta þú?“ segir hann allt í einu glaðlega. Á bak við mig stendur góðvinur hans og fóst- bróðir, Benedikt Erlingsson, sem spyr á móti hvort hann sjái ekk- ert. Þeir skiptast á kveðjum þar til Sigurjón útskýrir að hann sé í viðtali. Benedikt mælist til þess að hann byrji sterkt og endi vel, lofar síðan að vera ekkert að hlusta og kveður með þeim orð- um að það væri gaman að hitt- ast bráðum. Annar fóstbróðir og góðvinur Sigur jóns endaði í pólitík, eins og frægt er orðið. Nú styttist í að Jón Gnarr hætti sem borgarstjóri og segir Sigur- jón það koma vel til greina að þeir eigi eftir að vinna saman. „Það gæti komið einhver snilld út úr því.“ Þeir kynntust á Kópavogshælinu og sameinuðust í pönkinu, sem náði tökum á Sigurjóni þegar hann var bara tólf ára pjakkur á Ísafirði og fékk plötuna Geislavirkir með Utan- garðsmönnum frá stóra bróður sín- um. „Ég ætlaði aldeilis að skipta henni því mig langaði miklu meira í jólaplötuna með Helgu Möller. Hann sagði mér að hlusta allavega einu sinni á hana. Þá heyrði ég þetta, þið munið öll deyja. Og ég fékk sjokk. En þetta sjokk heillaði mig og ég vildi meira. Pönkið var eins og eiturlyf og ég sótti stöðugt í harðara efni þangað til ég var farinn að hlusta á Clash sem boðaði anarkisma. Það var eitthvað „attitude“ í þessu sem heillaði mig, að fara gegn ríkjandi gildum.“ Hann sem hafði alltaf verið með- færilegt barn kom sér upp grímu töffarans og tók ekki í mál að fara í „millet“-úlpu, aflita á sér hárið eða vera með skott. Hann var utangarðs, einn af örfáum pönkurum Ísafjarðar. Tvítugur stofnaði hann síðan HAM með Óttari Proppé. Hljóm- sveitin er enn starfandi og er von á plötu á næsta ári. Aðstoðarmaður borgarstjórans og mögulegur arftaki hans, S. Björn Blöndal, er einnig í bandinu. „Ég hef oft sagt að hann ráði öllu. Björn er lúmskur einvaldur. Valdið byrjar og endar hjá honum,“ segir Sigurjón hlæjandi. Pönkari á sveitaballi „Ekkert alvarlega,“ svarar Sigurjón þegar hann er spurður hvort þeir hafi tekið rokkið alla leið með drykkju og dópi. Droppað við hjá dópmangar- anum og kýlt í netta nös eins og Megas orðaði það. „Brennivín var konungurinn á mínum unglingsár- um. Tíðarandinn var þannig. Þetta voru brennivínsárin og mitt öflug- asta drykkjutímabil var þegar ég var fimmtán ára á sveitaböllum.“ Hann sér að ég glotti við tilhugsunina um pönkara á sveitaballi og hann segir: „Hei! Það var ekki mikið að gerast í þorpinu, svo menn fóru á fyllerí um helgar.“ Áfengið hefur hins vegar aldrei þvælst fyrir honum. Hann er allt of latur við drykkju til að drekka í sig alkóhólisma. „En þetta loddi við hljómsveitina. Alkarnir eru sem betur fer hættir að drekka núna,“ segir hann og bætir því glottandi við að hann sé reyndar eini maðurinn í hljóm- sveitinni sem megi fá sér rauðvíns- glas. Hann ætlaði að skjóta hann Það var ekki alltaf auðvelt að halda utan um hljómsveitina og hann var mjög meðvirkur með þeim á sínum tíma, alltaf að sjá til þess að allt væri í lagi og enginn færi sér að voða. Eins og þegar þeir bjuggu í New York í nokkra mánuði þar sem þeir voru að reyna að „meika“ það. Þá var alveg tekið á því. „Einu sinni þurfti trommarinn okkar að forða bassaleikaranum frá manni sem ætlaði að skjóta hann. Þetta var á bar á Manhattan, Lower East Side. Björn var eitthvað að pirra þennan mann með almennum leiðindum þar til hann dró upp byssu og ætlaði að skjóta hann. Það komu upp alls konar svona atvik. Stundum sofnuðu menn fyrir utan barinn og við nenntum ekki að bera þá heim.“ Þeir bjuggu í hverfi sem var aðal- lega skipað Púertó Ríkó-mönnum og dópdílerarnir héngu á tröppunum. Íbúðin var ágæt, þótt það hafi bara verið eitt svefnloft og hinir sofið í stof- unni, einn í sófanum og aðrir á gólf- inu. „Þetta var mín fyrsta reynsla af sambúð og þroskandi og lærdóms- ríkur tími. Ég nýt þess enn að koma til New York.“ Svo mjög að hann gaf eldri syni sínum það í fermingargjöf fyrir tveim- ur árum að fylgja sér á gamlar slóðir og hyggst endurtaka leikinn með þeim yngri núna. Íhugaði að fara í pólitík Síminn hringir og Sigurjón svarar. Þetta er eiginkonan, Hólmfríður Þórðardóttir, sem biður hann um að sækja í dag. Yngsta dóttirin er fjögurra ára, tíu árum yngri en næsta barn, Egill Gauti, sem fermdist síðustu helgi. Svo er það Kjartan Logi sem er orðinn sextán. „Hún er dekurbarn,“ segir Sigurjón um leið og hann stend- ur upp og klæðir sig í úlpuna, „með svona aldraða foreldra. Þú gerir þér grein fyrir því að ég verð orðinn 62 ára þegar hún verður tvítug. Þetta verður svakalegt,“ segir hann hlæjandi. Við röltum út og finnum jeppann sem hann lagði uppi á gangstétt í grenndinni. Á meðan Sigurjón skefur snjóinn af rúðunum segist hann hafa íhugað vandlega að fylgja vinum sín- um eftir í pólitíkina. „Það hjálpaði að búa í Kópavogi þannig að framboð í Reykjavík var ekki valkostur. Síðan kom upp sú hugmynd að stofna Besta flokkinn í Kópavogi eða að ég myndi leiða þingframboð eða eitthvað svona rugl. Að vel íhuguðu máli komst ég blessunarlega að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki fyrir mig. Ég tók með- vitaða afstöðu um að fara ekki í pólitík og er mjög sáttur við að hafa hætt við allar slíkar pælingar.“ Við setjumst inn í bílinn og hann setur upp sólgleraugun. Geisladisk- arnir í bílnum eru óteljandi, staflað upp í geymsluhólfi á milli sætanna og fæstir í hulstri, sennilega til að spara plássið. Á leiðinni inn í Kópavog segist Sigurjón stoltur af vini sínum borgar- stjóranum. „Mér finnst hann hafa gert þetta vel og komið sterkari til „Það var aldrei neitt mál fyrir mig að verða frægur, en það var svakalegt sjokk fyrir Jón. „Innst inni er ég fimmtán ára og alltaf að hugsa um álit annarra Tilheyrðu hvergi Sigurjón og Jón Gnarr voru framan af mjög háðir hvor öðrum enda list- rænir munaðarleysingjar. Sambandið styrktist þegar þeir urðu sjálfbærir hvor í sínu lagi. m y n d S ig Tr y g g u r a r i Kraftaverkabarn Bergdís Þórða fæddist efti r 24 vikna meðgöngu og vó 540 grömm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.