Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 28 Umræða Helgarblað 2.–5. maí 2014 Það er næsta skref Mér brá Hann er erfiður Fólkið í blokkinni Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir segir kakkalökkum fjölga á Íslandi. – DV Ö murlegir fólksflutningar eiga sér nú stað frá Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi þaðan sem tugir manna eru að flytja nauðugir viljugir til Grindavíkur. Ástæðan er sú að einn atvinnurek­ andi hefur tekið þá ákvörðun að hætta fiskvinnslu á þessum stöðum og flytja reksturinn í heimabyggð sína. Lokið er áralöngum rekstri þar sem blóð þorpanna knúði áfram myllu fyrirtækisins að sunnan. Einn góðan veðurdag eru svo ljósin slökkt og vélarnar þagna. Sums staðar er fátt framundan. Allt frá því fyrstu hugmyndir um kvótakerfið komu fram voru uppi varnaðarorð um að þorpin og bæirnir allt í kringum landið ættu engan rétt. Samfélög sem um ald­ ir höfðu lifað og dafnað á veiðum og vinnslu á fiski voru skyndilega háð duttlungum markaðarins. Lif­ andi, óveiddur fiskur varð söluvara. Miðunum var lokað nema gegn gjaldi. Náttúruöflin voru ekki leng­ ur helsti ógnvaldur sjómanna sem sóttu lífsbjörgina. Miskunnarlaus markaðsöflin tóku við og fólkið stóð eftir ráðalaust. Steingrímur Hermannsson for­ sætisráðherra benti á þessa hættu sem steðjaði að fólkinu á lands­ byggðinni áður en kvótakerfið var tekið upp í skugga svartrar skýrslu um ástand fiskistofna. Hann vildi taka upp kvótakerfi en tengja veiði­ heimildirnar byggðunum til þess að ekki væri hægt að hrifsa lífsbjörgina frá fólkinu og svipta það rétti sín­ um og möguleika til að komast af í heimabyggð sinni. Einar Oddur Kristjánsson, seinna alþingismað­ ur, varaði við því á fundi í Alþýðu­ húsinu á Ísafirði að það blasti við að Vestfirðingum yrði komið fyrir í blokk í Reykjavík. Annar stjórn­ málamaður og síðri lagði til í um­ ræðu um vanda í tilteknu vestfirsku sjávarþorpi að fólkið yrði flutt suður og ríkið keypi húseignir þess. Í aðdraganda kvótakerfisins voru flestir sammála um að fólkinu í sjávar byggðunum stæði ógn af fyrir­ bærinu. Því var gripið til þess að búa til svokallaða potta utan við kvóta­ kerfið svo hægt yrði að bæta einstök­ um byggðum skaðann. Og það var á þessi mið sem sjávarútvegsfyrirtæk­ ið Vísir réri þegar hann kom sér fyrir á Þingeyri. Þorpið stóð í skugga þess að skip og veiðiheimildir voru farnar og eymdin ein blasti við. Frelsarinn reyndist vera í Grindavík. Forsvars­ menn Vísis stofnuðu útbú vestra og fengu byggðakvóta að launum. Árum saman hefur þetta fyrirkomu­ lag gengið upp og fólkið á Þingeyri hefur haft vinnu. Vísismenn opnuðu útstöðvar á Djúpavogi og Húsavík undir svipuðum formerkjum. Al­ mennt nutu þeir velvildar og fyrir­ tækið vir tist dafna vel á meðgjöf rík­ isins. Og þeir áttu traust og virðingu þeirra sem nutu góðs af veru þeirra. Þær fréttir að Vísir hygðist loka öllum þremur útstöðvunum komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta var reiðarslag fyrir Þingeyr­ inga, Húsvíkinga og Djúpavogsbúa. Fyrir vestfirska þorpið blasti við reiðarslag. Langstærsti atvinnurek­ andinn fór sömu leið og á Flateyri nokkrum árum fyrr. Ein ákvörðun um lokun og afkoma þorpsbúa er í rúst. Aðkomumennirnir í Grindavík höfðu fengið sitt og þeir voru farnir. Og það ömurlega við þetta er að fagurgali um að koma af stað annarri starfsemi reyndist innantómur. Þess í stað ákváðu þeir að bjóða fólkinu að yfirgefa heimabyggðir sínar og setjast að í fjölbýlishúsi í Grindavík þar sem aðeins einn íbúi hafði búið árum saman. Eftir standa hús fólks­ ins í þorpum sem hafa verið svipt möguleikanum til að lifa af. Spá­ dómur Einars Odds um að Vest­ firðingar yrðu fluttir hreppaflutning­ um í blokk höfðu gengið eftir. Það sem hann sá ekki fyrir á þeim tíma var að áfangastaður hinna smáðu var Grindavík en ekki höfuðborgin. Vandinn liggur í því að á Íslandi er engin virk byggðastefna. Kylfa ræður kasti og enginn hefur minnstu hugmynd um hvernig byggðaþróun verður á næstu árum. Á einni nóttu er hagur heilu þorpanna í uppnámi. Stjórnvöld verða að finna leið til þess að tryggja að fólk standi ekki á berangri eins og fyrrverandi skjól­ stæðingar Vísis nú. Með einhverj­ um hætti verður að verja fólkið fyrir markaðsöflunum. Sú leið að auka byggðakvóta og binda hann enn frekar við sjávarplássin er mögu­ leg. Aðalatriðið er að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að mannvirki og þekking á fiskvinnslu þarf að vera til staðar um allt land. Það er engum til góðs að svipta fólk sjálfsvirðingunni með hreppaflutningum. n Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Ragnheiði refsað Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing­ flokksformaður Sjálfstæðis­ flokksins, á ekki upp á pallborðið hjá ráðandi öflum í Sjálfstæðis­ flokknum þessa dagana. Ragn­ heiður er óvenju hreinskiptin og hefur sagt að nauðsynlegt sé að flokkur hennar leiti skýr­ inga á því mikla fylgistapi sem blasir við. Þá er Ragnheiður Evrópusinni sem þykir ekki gott í augum þjóðernissinnaðra Sjálf­ stæðismanna. Því er spáð að Ragnheiði verði refsað við fyrsta tækifæri og tekinn af henni stóll þingflokksformanns. Óskar og almættið Það eru víðar framboð þessa dag­ ana en til sveitarstjórna. Talsverð­ ur áhugi er á því að öðlast rétt til setu á kirkjuþingi. Meðal þeirra sem bjóða sig fram fyr­ ir Suðurland er útgefandinn Óskar Magnússon sem stýrir Morgun­ blaðinu af festu. Óskar er búsettur á Suðurlandi og býður sig fram sem heimamaður í samkeppni við vísnaskáldið Kristján Runólfsson og fleiri. Ljóst er að hann vill treysta samband sitt við kirkjuna og almættið. Kveður Framsókn Framsóknarflokkurinn á í vand­ ræðum víðar en í Reykjavík. Í Ísafjarðarbæ hefur leiðtogi flokksins, Al- bertína Elíasdóttir, ákveðið að bjóða sig ekki fram fyr­ ir flokkinn aftur. Segist hún vera um margt ósátt við flokkinn en hefur fullan hug á að bjóða sig fram að nýju en þá undir öðrum formerkjum en Framsóknar. Vandi kraftaverka- manns Það varð mörgum áfall að heyra af erfiðleikum kraftaverka­ mannsins Sigmars Vilhjálms- sonar við rekstur tveggja sjón­ varpsstöðva sinna, Bravó og Miklagarðs. Lagt var upp með háleit mark­ mið og stjörnur keyptar til liðs á yfirverði. Helsti samkeppnisaðilinn var 365 þar sem klækjarefirnir Jón Ásgeir Jó- hannesson og Ari Edwald eru á fleti. Hermt er að 365 hafi lagt talsverða orku í að mæta Sig­ mari og félögum með ýmsum brögðum. Og nú blasir við að öllum hefur verið sagt upp eftir að stöðvarnar hafa verið aðeins rúman mánuð í loftinu og fram­ tíðin er í algjörri óvissu. Brynjar Dagur sigraði í Ísland Got Talent og stefnir út í nám. – DV Kára H. Jónssyni var stefnt af Þjóðkirkjunni vegna æðardúns. – DV Rétt skal vera rétt T alsverð umræða hefur orðið um skuldaleiðréttingu ríkis­ stjórnar Framsóknar­ og Sjálfstæðisflokksins. Nokk­ ur gagnrýni hefur verið um aðgerðirnar og hefur hún m.a. snúist um að þær gagnist að mestu þeim eignameiri og tekjuhærri. Þessi gagnrýni hefur verið nokkuð hávær frá stjórnarandstöðunni, sem hefur verið dugleg að halda þeirri villandi umræðu á lofti. Tölulegar staðreyndir um skuldaleiðréttinguna Skuldaleiðréttingafrumvörp ríkis­ stjórnarinnar eru samtals 150 millj­ arðar króna að umfangi og ná þau saman, til allra þeirra heimila sem eru með verðtryggð húsnæðislán. 25% af heildarupphæð höfuð­ stólsleiðréttingarinnar fara til heim­ ila með heildarárstekjur undir fjór­ um milljónum. Tæplega helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með heildarárstekjur undir sex milljónum og um 60% leiðréttingarinnar fara til heimila með heildarárstekjur undir átta milljónum. Það er staðreynd að hlutfall fjár­ hæðar niðurfærslu og árstekna er hærra hjá tækjulægri heimilum en þeim tekjuhærri og meðalfjárhæð niðurfærslu hækkar eftir því sem börn á heimili eru fleiri. Jafnframt er hlutdeild þeirra sem skulda 30 milljónir króna eða meira, rétt rúmlega 20% af heildar­ umfangi leiðréttingarinnar. En flest heimili skulda á bilinu 10–30 millj­ ónir króna, því kemur stærstur hluti leiðréttingarinnar hjá þeim hópi eða 65% upphæðarinnar. Lægri skuld leiðir af sér lægri leiðréttingu. Tölulegar staðreyndir um fyrri aðgerðir Vegna þeirrar gagnrýni stjórnar­ andstöðunnar, að leiðrétting ríkis­ stjórnar Framsóknar­ og Sjálfstæðis­ flokksins gagnist að mestu þeim eignameiri og tekjuhærri, þá er til­ valið að rýna í tölur úr skuldaaðgerð­ um ríkisstjórnarinnar sem kenndi sig við félagslegan jöfnuð og réttlæti. Þar kemur í ljós að á síðasta kjör­ tímabili voru samtals 45 milljarðar af verðtryggðum húsnæðisskuld­ um færðar niður, m.a. vegna 110% leiðarinnar. Þær aðgerðir nýttust aðeins um 10% heimila með verð­ tryggðar húsnæðisskuldir, þ.e. um 7.300 heimilum. Um 1% heimilanna fékk um helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þetta 1% heimila, það eru 775 heimili, fékk allt yfir 15 milljóna króna niðurfær­ slu en meðaltal niðurfærslna var 26 milljónir króna. Meðaltekjur þessara heimila á mánuði árið 2009 voru 750 þúsund krónur en um tugur þessara heimila var með meðaltekjur yfir tveimur milljónum króna á mánuði. Einnig fengu um 95% þessara 775 heimila sérstakar vaxtabætur frá rík­ inu vegna húsnæðisskulda að fjár­ hæð tæplega 300 milljónir króna. Á gagnrýnin rétt á sér? Ef horft er á samanburðartölur milli aðgerða ríkisstjórnar Framsóknar­ og Sjálfstæðisflokksins og hins vegar aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kenndi sig við réttlæti og jöfnuð, þá sýna fyrirliggjandi gögn að 30% af heildarfjárhæð 110% leiðarinnar fóru til heimila með yfir 10 milljón­ um króna tekjur í árslaun en um 25% af núverandi aðgerðum fara til heim­ ila með sömu tekjur. Sérstakar vaxtabætur námu 10 milljörðum króna, á tveggja ára tímabili, í valdatíð síðustu ríkis­ stjórnar. Áhrif þeirra aðgerða á tekjuhópa eru að mestu leyti svip­ uð áhrifum skuldaleiðréttingarinn­ ar á tekjuhópana. Þó er athyglisvert að heimili með tekjur undir fjórum milljónum króna fengu 21% af sér­ stökum vaxtabótum en áætlað er að sami tekjuhópur fái 24% í aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú. Hægt er að halda því fram að gagnrýni stjórnarandstöðunnar sé ekki réttmæt og óhætt er að vísa henni aftur til föðurhúsanna. n Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari „Hægt er að halda því fram að gagn- rýni stjórnarandstöðunnar sé ekki réttmæt og óhætt er að vísa henni aftur til föðurhúsanna. „Frelsarinn reyndist vera í Grindavík MynD SigTRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.