Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 2.–5. maí 201434 Fólk Viðtal baka. Hann er skipulagðari en áður. Hann átti stundum erfitt með það,“ segir Sigurjón og glottir. „Þetta hef­ ur menntað hann mikið en var erfitt til að byrja með. Ég veit að hann var skíthræddur en síðan náði hann að samsama sig hlutverkinu og verða góður borgarstjóri.“ Sló í gegn Það var í kennaraverkfallinu 1987 sem Sigurjón hætti í menntaskóla og fór að vinna á hælinu, því þar var þægilega innivinnu að hafa fyr­ ir unga menn sem vildu vinna sem minnst. Þar kynntist hann Jóni, sem er eins ólíkur honum og hugsast get­ ur. „Við erum eins og jin og jang, gin og tónik, hann flýgur og ég er jörð,“ útskýrir Sigurjón, en þeir hafa svip­ aða sýn á lífið og bæta hvor annan upp. Þeir náðu strax saman og slógu í gegn saman. Það var árið 1995 þegar Tvíhöfði byrjaði í sjónvarpinu. „Það var aldrei neitt mál fyrir mig að verða frægur, en það var svakalegt sjokk fyrir Jón. Hann gat þetta ekki. Hann átti svo erfitt með frægðina. Af því að ég kom úr litlu þorpi þar sem ég var sonur skólastjórans var það auð­ veldara. Fyrir mig var þetta normið, því ég hafði alltaf getað gengið að því sem vísu að fólk vissi hver ég var á Ísa­ firði, jafnvel þótt ég þekkti það ekki. Ég var reyndar ekkert mjög fræg­ ur í menntaskóla. Það voru ekkert mjög góð ár. Þá var það drifkraftur­ inn að komast í sviðsljósið, verða frægur og hefna mín á þessum leiðindagaurum sem leiddu nem­ endafélagið.“ Sigurjón dæsir við til­ hugsunina um þessa ungu sjálfstæð­ ismenn. „Úff,“ segir hann og hlær. „Það vissi enginn hver ég var fyrr en ég stofnaði hljómsveitina. Þá upp­ lifði ég mig gríðarlega frægan en við vorum víst ekkert mjög frægir,“ segir hann hlæjandi. Tilheyrðu hvergi Tvíhöfði var nafnið sem þeir notuðu, enda voru þeir Jón nánast sem einn maður og mjög háðir hvor öðrum. „Framan af vorum við límdir við hvor annan. Við vorum svo miklir munaðarleysingjar. Við tilheyrðum hvergi, komum ekki úr MH eða leik­ listarskólanum. Við komum bara frá Kópavogshæli og höfðum bara hvor annan til að styðjast við. Sem gerði það að verkum að við vorum háðir hvor öðrum um tíma. Sambandið á milli okkar varð léttara þegar við gát­ um sýnt fram á að við værum sjálf­ bærir hvor í sínu lagi, hann að gera Vaktirnar og ég að gera mitt. Það hef­ ur styrkt okkur.“ Leiðast af leikskólanum Við erum komin í Kópavoginn. Leik­ skólinn stendur í íbúðahverfi þar sem hann biður mig að bíða aðeins og hverfur inn um grænt hlið undir gulum boga. Fyrir utan leikskólann stendur fjólublátt barnahjól með kögurdúskum á stýrinu og plast­ blómum í körfu, þakið snjó. Annars er klukkan rétt að ganga fjögur og fáir á ferli. Eftir smá stund birtist Sigurjón aftur, með litla stúlku sér við hlið. Þau leiðast út af lóðinni, hann tveir metrar á hæð og hún svona pínulítil, hrokkin hærð eins og pabbi hennar en með hvítt hár og blá augun svo skær. Sigurjón hjálpar dóttur sinni inn í bílinn, spennir á hana beltið og kynnir okkur: „Þessi dama heitir Bergdís Þórða,“ segir hann og hún brosir breitt. Það vottar ekki fyrir feimni þegar hún segir frá leikskóla­ lífinu. Þetta var góður dagur. „Ég var í fótboltaleik. Mér finnst það gam­ an,“ segir hún. Kraftaverkabarn Sigurjón sest aftur undir stýri og seg­ ir: „Hún er voða skemmtileg dama.“ Hann bætir því svo við að hún setji upp sérstakt sparibros fyrir ókunn­ uga. „Svo getur hún látið í sér heyra þegar henni er misboðið. Hún er ansi klár.“ Hann skutlar henni heim. Þau búa nánast í næstu götu. Í bláu rað­ húsi. Hann skilur bílinn eftir í gangi á meðan hann fylgir henni inn. Þegar hann kemur aftur út segir hann: „Hún er kraftaverkabarn.“ Og það eru engar ýkjur. Hún fæddist eftir 24 vikna meðgöngu og var á vökudeild í rúma þrjá mánuði, í hitakassa í einn og hálfan mánuð og með öndunar­ tæki næstu tvær vikurnar eftir það. „Ég man þegar hún varð tvö kíló. Það var áfangi, enda var hún ekki nema 540 grömm þegar hún fæddist. Það er ekkert gefið að börn hafi það af þegar þau fæðast svona lítil og þetta var tvísýnt um tíma. Frekjurnar lifa af sögðu þeir á vökudeildinni. Og stelpur oftar en strákar. Hún var hvort tveggja. Hún hefur alveg svakalegt skap. Við sáum það strax, þótt hún hafi í raun verið á fósturstigi þegar hún fæddist. Það var þetta augnaráð,“ segir Sigurjón, tekur niður sólgleraugun og horfir hvasst í augun á mér. „Hún er rosa­ lega ákveðin.“ Með hjartað í buxunum Daginn sem hún fæddist var þungt yfir og hálfgerð jarðarfararstemn­ ing á kvennadeildinni. „Mér fannst þetta ekki ætla að ganga,“ útskýr­ ir Sigurjón. Vonin kviknaði þegar læknir af vökudeildinni kom á svæð­ ið og sagði kæruleysislega: „Já, já, þetta á nú alveg að geta gengið.“ „Mér fannst þetta súrrealískt. Þetta voru svo miklir töffarar. Bæði læknarnir og eins hjúkrunar­ fræðingarnir á vökudeildinni sem hafa verið þar í mörg ár og tekist á við hluti eins og það að nýburar eigi það til að gleyma að anda. Það gerð­ ist oft hjá henni. Þá blánaði hún upp og tækin píptu. Þú getur ímyndað þér sjokkið fyrir okkur foreldrana að verða vitni að því en hjúkrunar­ fræðingarnir voru eitursvalir, klöpp­ uðu henni aðeins á bakið og hún byrjaði aftur að anda. Það var aldrei neitt fát á þeim og ég fann að við vorum í örugg­ um höndum. Þeir höfðu oft farið í gegnum þetta áður og sögðu strax að þetta gerðist oft og það væri ekk­ ert mál þótt barnið gleymdi að anda. Að kafna og blána,“ segir hann. „Ég var alveg með hjartað í buxunum í nokkrar vikur.“ Voru heppin Fyrstu tvær vikurnar voru erfiðastar. Eftir það voru þau komin úr mestu óvissunni. Um svipað leyti fengu þau hana í fangið í fyrsta sinn. Áður höfðu þau aðeins fengið að snerta hana. Hann rifjar upp þegar hún fékk fyrstu mjólkina, úr sprautu, einn dropa í senn. „Það er furðulegt að rifja þetta upp því þetta var skrýt­ inn tími. Meðan á þessu stóð vissi ég ekki í hvorn fótinn ég ætti að stíga. En þegar ég hugsa til baka þá er mik­ il birta yfir þessum tíma, því það var alltaf eitthvað jákvætt að gerast.“ Stemningin sem myndaðist á meðal foreldra á deildinni var líka góð. Þar voru allir að ganga í gegn­ um það sama og mikill samhug­ ur í hópnum. Auðvitað komu upp stundir sem reyndu á alla sem þarna voru. „Það er svo margt sem getur komið upp á. Við vorum alveg rosa­ lega heppin.“ Sonarmissir Í þetta skiptið. Við keyrum Miklubrautina, fram hjá spítal­ anum. Þetta hús þekkja þau allt of vel. Þremur árum áður en Bergdís Þórða fæddist misstu þau barn. Þórður Ingi, stjúp­ sonur Sigurjóns, sem hann hafði alið upp sem sinn eigin, drukknaði í skólasundi sextán ára. Hann var lífgaður við og lá fimm mánuði meðvitundar­ laus á spítala áður en hann dó. „Þegar við komum aftur á spítalann hittum við allt liðið sem var þarna þegar hann var að heyja sína baráttu. Það var skrýtinn tími,“ segir hann hugsi. „Þetta var svo mikil barátta. Ég varð al­ veg heltekinn. Í fimm mánuði komst ekkert annað að. Í raun lifði ég í hálfgerðu brjálæð­ isástandi sem snerist um að halda í vonina, gefast ekki upp. Allir sem voru með hrakspár áttu að fara ann­ að. Læknarnir urðu allt í einu óvinir mínir, því mér fannst þeir svo svart­ sýnir. Auðvitað er þeim uppálagt að vekja ekki falsvonir hjá fólki. Ég var hálfgerður talibani á þessum tíma en ég sé svo sem ekki eftir neinu. Ég var bara að berjast. Því miður kom þó á daginn að ég gat ekki stjórnað þessu frekar en öðru. Hann bara dó.“ Þórður Ingi var þá kominn úr öndunarvél en var með túbu í háls­ inum sem gerði það að verkum að hann var viðkvæmari fyrir en ella. Á endanum lokaðist öndunarvegur­ inn. Varð að sleppa tökunum Í stað þess að fara beint niður á blað sammælumst við um að taka smá rúnt. Við keyrum um gamla Vestur­ bæinn, út á Granda og þaðan yfir á Gróttu á meðan Sigurjón segir frá. Hann hugsar til baka með þakk­ læti til þeirra sem umvöfðu þau og hugsuðu um þau. „Við vorum ekki funkerandi þjóðfélagsþegnar með­ an á þessu stóð. Þegar þessu lauk fann ég hvað ég hafði verið und­ ir miklu álagi og hvað ég var orðinn þreyttur. Þannig að við fórum í sólar­ landaferð til að hvílast. Þá voru það eftirlifandi börn sem komu okkur í gegnum þetta, bræðurnir sem voru sjö og níu ára. Það var svo þegar ég áttaði mig á því að þetta snerist aldrei um mig sem ég gat haldið áfram. Dauðinn er hluti af lífinu og ég get ekki ráðið því hvenær þú deyrð, hversu tragískt sem það kann að vera. Það sem ger­ ist á að gerast. Menn setja alls kon­ ar stimpla á það, Guð, örlög eða hvað það nú er. Þetta var ferðalag annars manns en jafn erfitt og sorglegt og erfitt fyrir því. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng­ ið að kynnast honum og hafa átt góð ár með honum. Því miður eigum við ekki heimtingu á að hafa börnin hjá okkur, hversu sárt og ömurlegt sem það kann að hljóma. Það er mín reynsla. Við eigum ekki börnin okk­ ar. Okkur líður þannig og það er erfitt að sleppa tökunum á þeim. En ég varð að sleppa tökunum á honum.“ Breytt fjölskylda Við tóku mörg ár af leiðindum. Sigurjón vill lítið tala um þau. „Sem betur fer tókst okkur að stíga upp úr þeim. Það tók sinn tíma. Við gengum í gegnum öldudal. Missir er persónuleg reynsla og fólk fer í sitt­ hvora áttina.“ Hann bendir á að átta­ tíu prósent hjónabanda endi í skiln­ aði eftir barnsmissi. „Það skal enginn halda að þetta hafi verið dans á rós­ um. Það tekur mörg ár að ná sér eft­ ir svona áfall og það mótar mann til frambúðar.“ Það hjálpaði að eignast annað barn. „Það er ekki þar með sagt að maður komist alveg yfir þetta. Fólk skilur það kannski ekki nema það hafi reynt þetta sjálft en við svona áfall breytist fjölskyldan. Það verður einum færra. Um leið breytist hljóð­ mynd heimilisins. Áður voru bræð­ urnir þrír, tveir litlir og einn í mútum sem sagði þeim að halda kjafti. Það hætti. Hljóðmyndin breytist, heim­ ilislífið breytist og fjölskyldan breyt­ ist. Eftir að dóttir mín fæddist breytt­ ist fjölskyldan aftur og er núna önnur en hún var. Og af því að við fórum í sitt­ hvora áttina en náðum aftur saman þá erum við betur stödd en nokkru sinni fyrr.“ Hamingjan er núna Sem betur fer. Sigurjón má ekki til þess hugsa hvar hann hefði annars endað. Ef þú manst eftir Hlemma­ vídeó þá manstu kannski eftir íbúð­ inni sem var innréttuð sem Siggi Hlemm bjó í. „Ég man þegar við vor­ um að taka þessa þætti þá hugsaði ég að þetta væri íbúðin sem ég myndi búa í ef ég væri fráskilinn. Ég hef alltaf séð þetta fyrir mér. Ég í þessari íbúð sem væri full af plötum og bók­ um. Svo væri þar dívan og ég að éta 1944, á hvítum hlýrabol með kjöt­ sósu á bumbunni. Sjálfsvorkunn.is. Ég væri þar.“ Við erum komin niður á Tryggva­ götuna. Hann leggur bílnum fyrir utan DV. Áður en við kveðjumst spyr ég aftur hvort honum hafi tekist að finna hamingjuna. „Ég lærði að meta lífið þegar ég varð fyrir þessum missi. Það var hálfgerð endurfæðing. Ég fattaði að eyða lífinu ekki í leiðindi. Hamingjan er núna. Ég veit að það getur verið meira en að segja það að ákveða að vera hamingjusamur og finna leiðir til þess en fyrst við erum hér, eigum við ekki að gera það besta úr því? Ég á yndislega fjölskyldu og er í spennandi starfi. Ég held að ham­ ingjan hljóti að felast í því að finnast hversdagsleikinn skemmtilegur og hlakka til að vakna á morgnana. Það er eiginlega það asnalega við lífið. Það er eins og bíómynd með upphaf, miðju og endi, sem er ekkert endilega mjög „impressive“ þegar á hólminn er komið. En þú hefur lært eitthvað. Endirinn er svarið. Og hvað er svarið? Jú, það var fyrir fram­ an okkur allan tímann. Það birtist enginn karl í kufli með sprengingum og látum með hinn eina sanna sann­ leika. Sannleikurinn er hér. Þetta er bara hérna. Og það er frábært.“ n „Ég fattaði að eyða lífinu ekki í leiðindi. Hamingjan er núna. „Ég varð að sleppa tökunum á honum HAM Sigurjón stofnaði HAM í hefndarskyni. Mark miðið var að verða frægari en krakkarnir í klí kunni. Ófærð Sigurjón vinnur að hand- riti einnar stærstu sjónvarpsseríu sem hefur verið gerð hér á landi. Mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.