Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 21
Helgarblað 2.–5. maí 2014 Fréttir 21 Lifir fyrir börnin Þ að má í raun segja að ég hafi eiginlega haft áhuga á sjálfs­ vígum allt frá unglingsárun­ um,“ segir Óttar Guðmunds­ son geðlæknir sem var að gefa út bókina Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa? Bókin fjallar um það viðkvæma málefni sem sjálfsvíg eru, þöggun­ ina sem ríkir í kringum þau og hugarheim þess sem vill svipta sig lífi. Bókina byggir hann á áralangri reynslu sinni sem geðlæknir en einnig sinni persónulegu upplifun af því að hafa viljað enda líf sitt og gert til þess misheppnaða tilraun. Daðraði við dauðann „Í bókinni fjalla ég um sjálfsvíg frá öllum sjónarhornum þess fyrirbær­ is, sögu sjálfsvíga, tilfinningar að­ standenda og sjálfsvegenda og út frá eigin reynslu. Þennan áhuga minn á sjálfsvígum má kannski rekja til eig­ in daðurs við dauðann. Ég hef oft verið að velta fyrir mér eigin enda­ lokum og hef gert misalvarlegar til­ raunir til þess að svipta mig lífi,“ segir Óttar. Þegar hann var um 17–18 ára ætlaði hann að fremja sjálfsmorð. Hann hafði ákveðið að henda sér í sjóinn. Var kominn með nóg og vildi ekki lifa lengur. Reynslunni lýsir hann í bókinni og brot úr kafl­ anum má lesa hér til hliðar. „Þetta var svona eins og margir gera. Það munaði þessu sekúndubroti hjá mér: að stökkva eða ekki stökkva og ég stökk ekki,“ segir hann. „Og ég er mjög þakklátur fyrir það. Þessi reynsla hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu. Ég þekki nefnilega svo vel þær hugsanir sem fara í gegnum huga þess sem er að velta því fyrir sér að fara þessa leið.“ Byggir á lífsreynslunni „Í bókinni ræði ég mikið um þess­ ar tilfinningar. Hvað manneskja í þessari stöðu er að hugsa.“ Hann hefur í gegnum tíðina velt sjálfsmorðum mikið fyrir sér, rann­ sakað þau mikið og er líklega sá ís­ lenski geðlæknir sem hefur fjallað hvað mest um þau. „Ég hef alltaf verið mjög meðvitaður um þennan möguleika, þessa leið. Ég held að sú lífsreynsla að hafa ætlað að fyrirfara sér og hætt við sé eitthvað sem yfir­ gefur mann aldrei.“ Óttar hefur líka misst nána ást­ vini af völdum sjálfsvíga. „Besti vin­ ur minn fyrirfór sér og náin frænka mín líka, þannig ég þekki sjálfsvígin mjög vel og í raun frá mörgum hlið­ um,“ segir hann. Skilningur á hugarástandinu Óttar hefur starfað sem geðlæknir í fjölda ára og kynnst mörgum í sjálfs­ vígshugleiðingum eða fólki sem hefur látið verða af því að svipta sig lífi. Þetta viðkvæma málefni þekkir hann því bæði út frá sinni persónu­ legu reynslu og einnig í gegnum starf sitt sem læknir og fléttar það saman í bókinni. „Þegar maður er búinn að vinna á geðdeild í yfir 20 ár þá hefur mað­ ur upplifað svo ótrúlega margt. Séð á bak sjúklingum sínum, upplifað mjög marga sem hafa reynt að fyrir fara sér og marga sem hafa hótað sjálfsvígi. Þá fær maður mjög mikinn skilning á þessu hugarástandi og hvað það þýð­ ir að velta því fyrir sér að ætla að yfir­ gefa þetta líf,“ segir hann. Fleiri karlar en konur Eitt af því sem einkennir sjálfsmorð er að karlmenn eru í meirihluta þeirra sem fyrirfara sér. Konur eru þó í meirihluta þegar kemur að sjálfsvígstilraunum sem ekki heppnast. „Hlutfallið er ein kona á móti hverjum 3–4 körlum. Á Íslandi eru þetta um 35–40 einstaklingar á ári sem fremja sjálfsvíg þannig það eru um 7–10 konur á móti 25–30 körl­ um.“ Ungir karlmenn eru hluti þessa hóps. „Hjá þessum ungu mönnum sem fyrirfara sér er ástæðan oft lítil­ fjörleg. Þetta er stundum banvæn blanda af hvatvísi og vonleysi. Ungir menn eru fljóthuga og geta tekið illa ígrundaða ákvörðun og framkvæmt hana,“ segir Óttar. Sjálfsvíg yfirleitt langt ferli Óttar segir að yfirleitt sé sjálfs­ víg endir á löngu þunglyndisferli. En það getur líka verið framið í stundarbrjálæði. „Hjá þessum ungu karlmönn­ um á aldrinum 18–24 ára er þetta oft einhver andartaksákvörðun en í langflestum tilvikum er sjálfs­ víg langt ferli. Jafnvel margra ára ferli þar sem einstaklingurinn velt­ ir fyrir sér og skoðar sjálfsvígið sem möguleika á útleið. Þetta er hluti af þunglyndisþróun sem stendur yfir­ leitt í mjög mörg ár.“ Hann segir allan gang vera á því hvort ástandið fari leynt gagnvart þeim sem eru nákomnir þeim sem íhuga sjálfsvíg. „Það er bæði og. Það er algengt einkenni á geðdeildum að fólk tali um að það ætli að fyrir­ fara sér. Það eru margir sem viðra það opinskátt þannig það fer ekki alltaf leynt en gerir það stundum.“ Þunglyndi og stundum áfengi Flestir þeir sem íhuga að fremja sjálfsvíg eiga það sameiginlegt að glíma við þunglyndi. „Það er mjög algengt. Oft og tíðum leik­ ur líka áfengi eitthvert hlutverk í ákvörðuninni og framkvæmdinni. Áfengið gerir mann hugrakkari og gerir það að verkum að af manni detta ákveðnar hömlur,“ segir hann. „Áfengi leikur því miður ansi stórt hlutverk í ákvörðuninni og fram­ kvæmdinni hjá allt of mörgum en alls ekki öllum.“ Þöggunin óþolandi Eitt af því sem sem Óttar vill ná fram með bókinni er að opna á um­ ræðu um sjálfsvíg. Það ríki þöggun og mikil skömm um þetta samfé­ lagslega vandamál. „Það er kannski aðalviðfangsefni þessarar bókar minnar. Það er að ganga á hólm við fordómana, þöggunina, mýtuna og reyna að fara að umgangast sjálfs­ víg eins og hverja aðra dánarorsök. Ekki sveipa hana þessari fordæm­ ingu, fordómum og sleggjudóm­ um. Þessi fordæming gerir það líka að verkum að erfitt er fyrir aðstand­ endur að lifa með dauðsfallinu. Ég segi alltaf að það sé engin dánar­ orsök eða dauðsfall sem er eins erfitt fyrir aðstandendur eins og sjálfsvíg.“ Hann segir aðstandendur nán­ ast alltaf sitja eftir með óteljandi ósvaraðar spurningar. „Fólk spyr sig af hverju viðkomandi gerði þetta og hvort það hefði getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta. Það eru þessar spurningar allar sem margir aðstandendur eru að velta fyrir sér lífið á enda. Þar kemur fram þessi gamla fordæming á sjálfsvíginu sem er aldagömul og ég rek þessa sögu í bókinni.“ Hann segir mikilvægt að talað sé um sjálfsvíg og að syrgjendur fái að syrgja án þess að skammast sín. „Þessi þöggun er óþolandi. Fyrsta skilyrðið er að umræðan opnist og fólk geti talað um sjálfsvígið og talað um þá sem hafa fyrirfarið sér. Það geti syrgt á eðlilegan hátt.“ n Ætlaði sjálfur að svipta sig lífi voru annars staðar. Ég hvatti þá til þess að fara, en breytingin var erfið.“ Harmsagan hélt áfram. Mar­ ía Þórdís reyndi aftur að fyrirfara sér og það í tvígang. Hún segir að hún meti lífið ekki endilega meira en áður. „Samt er ég líkari sjálfri mér en áður. Ég sé samt ekki til­ ganginn með þessu, ekki nema bara fyrir börnin mín. Mér finnst hjarta mitt tómt. Það er búið að ganga svo mikið á. Auk þess glími ég við mikla félagsfælni og kvíða. Í hreinskilni sagt langar mig ekki til að takast á við þetta. Mér finnst ég hvorki hafa orku né getu til þess. Einu sinni í viku hitti ég lækni hér á Húsavík. Hann og börnin mín halda mér gangandi. Læknirinn hefur reynst mér svo ofboðslega vel og lagt svo mikið á sig að mér finnst hann eiga það skilið að verk­ efnið hans fái góðan endi.“ Lífbjörg læknis Læknirinn hefur bókstaflega kom­ ið henni til bjargar. Í einni tilraun af fjórum var það hann sem áttaði sig á að hún væri í lífshættu og kall­ aði eftir hjálp. „Í fyrsta skiptið ætlaði ég að skera mig en vinkona mín kom að mér uppi í sveit. Ég var nýkom­ in frá geðlækni og hún hafði ein­ hverja tilfinningu fyrir því hvað væri að gerast og elti mig. Daginn sem Steini dó var verið að smala fé uppi á heiði. Fyrir tilviljun komu smalamenn að mér þar sem ég lá í vegkantinum og hringdu eft­ ir hjálp. Í þriðja sinnið var ég í bú­ staðnum þar sem Steini dó. Ég var í sambandi við lækninn minn sem lagði saman tvo og tvo kom mér til bjargar. Í fjórða og síðasta skipt­ ið var ég ein heima. Þar sem það var allt læst hringdi einhver á lög­ regluna sem kom að mér.“ María Þórdís hefur alltaf verið ákveðin í því að láta engan úr fjöl­ skyldunni koma að sér. „Ég hugsa nógu skýrt til að gæta þess að ég muni aldrei láta fjölskyldumeðlimi koma að mér.“ Aðeins einu sinni hefur hún skrifað kveðjubréf til aðstandenda sinna þegar hún ákvað að fara þessa leið. Þessi bréf hafa hins vegar aldrei verið opnuð. „Það var þegar ég var uppi í sumarbústað og flutt á spít­ ala. Bréfin voru í tösku sem fylgdi mér upp á spítala svo það komst aldrei neinn í þau.“ Missir yfirsýn Í þau skipti sem hún hefur reynt sjálfsvíg hefur hún ekki hugsað til framtíðar. Myrkrið tekur yfir hug­ ann og hún fer í sérstakt ástand, sem snýst um að leysa vandann sem fyrst með því að flýja. Það má segja að skammsýnin taki völdin. „Þegar ég tek af skarið og geri þetta þá hugsa ég ekki neitt. Þess á milli, þegar ég horfi á syni mína hugsa ég með mér: Guð minn góð­ ur, hvernig get ég yfirgefið börnin mín? Ég hef skælt yfir því að vilja fara því auðvitað langar mig ekki að fara frá börnunum mínum. En þegar þessar stundir koma þá næ ég ekki að hafa yfirsýn.“ Hún telur að það sama hafi átt við um eiginmann sinn. „Oft hef ég sagt að ef Steini hefði haft smá stund, þó ekki nema eitt augnablik, til þess að hugsa um afleiðingar gjörða sinna þá hefði hann aldrei farið. Hann var ekki þannig maður. Þetta er ofboðslega sérstakt ástand og mjög erfitt að útskýra það.“ Það er ekki fyrr en hún er komin aftur niður á jörðina sem hún get­ ur hugsað um afleiðingarnar sem sjálfsmorð hefur á aðstandendur. „Hvatvísin brýst fram. Þegar hún ræður för hugsar maður ekki um það sem maður gerir öðrum. Maður sér bara eigin vandamál og telur sig leysa þau með því að flýja. Friður í hjarta er það sem maður sækist eft­ ir. Stundum hugsa ég, og ég veit að það er ekki rétt, að ég skil ekki af hverju fólk vill ekki leyfa mér að fara til að líða vel, til hvers þarf ég að lifa fyrir aðra? Samt veit ég að ég á börn sem ég ber ábyrgð á og viðurkenni þá ábyrgð algjörlega. En á verstu stundum er erfitt að skilja að fólk vilji að ég lifi fyrir það en ekki sjálfa mig.“ Sjálfsvíg ekki feimnismál Að sögn Maríu hefur umræðan um sjálfsvíg verið nokkuð opin á Húsavík. „Auðvitað eru inn á milli fordómar gagnvart þessu. Ég hef samt ekki fundið fyrir þeim sjálf og tala hiklaust um þetta við fólk og finnst það raunar mjög gott. Í mín­ um huga er þetta ekkert feimnis­ mál.“ Hún skilur ekki af hverju það ætti ekki að segja fréttir af sjálfsvíg­ um í fjölmiðlum. „Ef þú deyrð úr krabbameini er þér hampað sem hetju en ef þú deyrð úr þunglyndi ertu sjálfselskur. Þetta er sjúkdóm­ ur og það er enginn munur á því að deyja vegna hans eða annarra sjúk­ dóma. Við ræðum opinskátt um sjálfsvíg á okkar heimili og við höf­ um aldrei áfellst Steina fyrir þetta. Við ræðum um aðra sem gera þetta og sýnum því skilning, þótt það sé alltaf sorglegt.“ Hún telur af og frá að það að sýna því skilning að fólk falli frá með þessum hætti geti hvatt aðra til þess að fara sömu leið. „Það held ég ekki. Sjálf hef ég fundið fyrir skiln­ ingi fólks vegna minnar vanlíðun­ ar. Ein vinkona mín sagðist aldrei myndu skilja þetta en gagnrýndi mig samt ekki. Það er ekki hægt að skilja þetta til fulls nema maður hafi sjálfur verið í sjálfsvígshugleiðing­ um. En ég þoli ekki þegar fók tiplar á tánum í kringum mig, ég vil frekar að fólk spyrji mig hreint út. Það verður að vera hægt að ræða þetta,“ segir María Þórdís að lokum. n n Reyndi sjálfsvíg sama dag og eiginmaðurinn fyrirfór sér n Vissu ekki af hvort öðru n „Þetta er sjúkdómur“ Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifaði bók til að rjúfa þögnina um sjálfsvíg Ætlaði að kasta sér í sjóinn Í bókinni má lesa frásögn Óttars af því þegar hann ákvað um 17–18 ára að svipta sig lífi. HHér er tekið stuttlega saman úr kaflanum. „Eftir ball á Borginni og endurtekin sár vonbrigði í ástamálum ákvað ég skyndilega að lifa ekki lengur í þessum erfiða og miskunnarlausa heimi. Mánuðirnir áður höfðu verið mér sérlega erfiðir og stúlkan sem ég hélt mig elska hafði verið mér óvenju andsnúin. Þessa örlagaríku nótt rifjaðist upp fyrir mér að einhver hefði sagt mér að útsogið við Grandavita væri með þeim firnum að enginn fyndist sem drukknaði þar. Teningnum var kastað. Ég ákvað að ganga út í vitann og kasta mér út í sjóinn. Mér fannst það ágætt að finnast aldrei heldur hverfa einn út í vota gröf eins og sjómaður sem hafið skilar aldrei aftur,“ segir hann í bókinni. Meðan Óttar beið þess að stökkva hugsaði hann til foreldra sinna. „Þetta voru eðlileg endalok sem allir hlytu að sætta sig við. Mér fannst eins og þau hlytu að taka því fagnandi að ég hyrfi af vettvangi. Ég hafði sjálfur klúðrað mínu lífi og átti ekki tilverurétt lengur. Hjarta mitt fylltist af einkennilegum fögnuði. Ég var bæði góður og göfugur og gerði öllum greiða með því að hverfa ofan í hafið við Grandann.“ Svona lýsir hann því hugarástandi sem hann var í. Hann fór úr frakka og jakka sem hann var í, tók af sér úrið og setti í jakkavasa sinn. Klifraði svo yfir handrið sem var við sjóinn og horfði ofan í öldurnar. Í bókinni lýsir hann á áhrifamikinn hátt því hvernig hann á síðustu stundu hætti við allt saman. „Skyndilega var eins og hafið sleppti tökum sínum og ég tók þá ákvörðun að hætta við allt saman og fara heim, klifraði yfir handriðið og hlustaði á tælandi sönginn í undirdjúpunum.“ Daginn eftir var hann þakklátur fyrir að hafa valið lífið: „Þegar ég leit á móður mína var ég þakklátur forsjóninni. Ég reyndi að gera mér í hugarlund hvernig ástandið væri á heimilinu ef ég hefði týnst þessa nótt og væri verið að leita og björgunarsveitir gengju fjörur. Smám saman áttaði ég mig á því að móðir mín hefði syrgt mig ævina á enda og ásakað sig fyrir eitthvað sem hún hefði aldrei skilið til fullnustu.“ Framhald á næstu opnu  „Ef þú deyrð úr krabba- meini er þér hamp- að sem hetju en ef þú deyrð úr þunglyndi ertu sjálfselskur Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is M y n D S iG tr y G G u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.