Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 2.–5. maí 201460 Fólk
Brad
Pitt og
george
Clooney
Tveir myndarlegustu
menn Hollywood eru
líka bestu vinir. Þeir eru
báðir harðir náttúruvernda-
sinnar. „Við skemmtum okkur
vel saman,“ sagði Pitt í samtali við
Entertainment Weekly árið
2004 um vinskap þeirra.
Bestu vinir í
Hollywood
Matt daMon
og Ben affleCk
Leikararnir hafa verið vinir
frá því þeir voru átta ára
og léku sér saman á götum
Boston-borgar. Þeir fetuðu
frægðarbrautina saman og
unnu til Óskarsverðlauna
fyrir myndina Good Will
Hunting.
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni
að vera frægur í Hollywood. Það getur
reynst vel að eiga góðan vin sem þekkir
frægðina jafn vel. Hér má sjá nokkra
fræga vini sem gengið hafa í gegnum
súrt og sætt saman í henni Hollywood.
Jennifer aniston
og Courtney Cox
Þær hafa verið bestu vinkonur
síðan þær byrjuðu að leika saman í
þáttunum Friends. Þær hafa
staðið með hvor annarri
í gegnum súrt og
sætt og alltaf helst
vináttan jafn sterk.
Jennifer er guð-
móðir dóttur
Courtney.
CaMeron diaz og
drew BarryMore
Þær kynntust við tökur á
myndinni Charlie's Angels árið
2000 og hafa verið óaðskilj-
anlegar síðan. „Cameron Diaz
er einn besti vinur sem nokkur
gæti átt,“ sagði Drew um vin-
konu sína í samtali við Britain's
Look-tímaritið. „Mér hefur
alltaf liðið eins og hún
sé stóra systir mín, en
á sama tíma veit ég
að stundum er ég
gáfaðri og aðeins
minna barnaleg en
hún. Við eyðum svo
miklum tíma saman,
hlæjandi að hafa
gaman. Það er það
sem alvöru vinátta
snýst um.“
kate Perry
og riHanna
Í stað þess að
vera keppi-
nautar ákváðu
þær að vera
bestu vinkonur.
Báðar með magnaðan
tónlistarferil og eiga
margt sameiginlegt.
Rihanna skipulagði
meðal annars gæsap-
artí fyrir vinkonu sína og
sagði í viðtali við Access
Hollywood að það
hefði tekið meiri tíma
en tónleikaferðalagið
hennar.
ryan reynolds og
sandra BulloCk
Vináttusamband þeirra Söndru
og Ryans hefur varað í um 10
ár. Þau hjálpuðu hvort öðru að
takast á við erfiða skilnaði. Á
tímabili var því haldið fram að
þau væru að draga sig saman en
þau hafa alltaf haldið því fram
að þau séu bara mjög nánir vinir.
„Hann hefur bara verið ótrúlega
góður vinur minn í 10 ár.“
will sMitH
og toM Cruise
Þeir virðast kannski eiga í
samkeppni út á við en bak
við tjöldin eru þeir bestu
vinir. Will hefur varið Tom
opinberlega þegar hann
var gagnrýndur fyrir veru
sína í Vísindakirkjunni.
„Þegar ég sit með Tom og
spjalla þá er hann einn besti
persónuleiki sem ég hef
kynnst – hann vill
gera heiminn
að betri
stað.“
skellti sér
á djammið
Ofurfyrirsætunni Kate Moss
finnst ekki leiðinlegt að skella
sér á djammið. Kate fagnaði
nýrri fatalínu sinni fyrir tískuris-
ann Topshop á Con naugt-
hótelinu í London á þriðjudag.
Kate leit út fyrir að vera búin að
fá sér aðeins of mörg glös þegar
hún yfirgaf hótelið eftir gleð-
skapinn. Dagurinn hafði ver-
ið langur hjá henni enda hafði
lína hennar verið kynnt fyrr um
daginn og meðal þeirra sem
sýndu línuna voru Cara Del-
evingne, Suki Waterhouse og
Naomi Campbell.
Paltrow söng
bakraddir
Gestir á tónleikum Jason Is-
bell á The Roxy í Hollywood á
mánudag, fengu aðeins meira
en þeir borguðu fyrir. Óskars-
verðlaunaleikkonan Gwyneth
Paltrow steig nefnilega óvænt
á svið og tók lagið með Holly
Williams sem kom fram á tón-
leikunum. „Hún söng mjög vel
og af mikilli innlifun og hélt al-
veg lagi,“ sagði tónleikagestur
í samtali við US Weekly.
Gwyneth var fagnað af áhorf-
endum sem bjuggust ekki við
að sjá leikkonuna troða upp.
Í dúndurformi
Sharon Stone heldur sér í góðu
formi líkt og sjá má framan á
nýjasta tölublaði ítalska GQ-
tímaritsins. Þar er hún í gegn-
særri samfellu sem hylur lítið af
vel stæltum líkama hennar. Þrátt
fyrir að vera orðin 56 ára slær hún
ekki slöku við enda ekki þekkt
fyrir annað en að ganga alla leið.
Hún getur líka vel við unað enda
lítur hún mun betur út en mörg
ungstirnin í Hollywood.