Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 2.–5. maí 20148 Fréttir Búast við að rannsókn á andláti Sævars Rafns Jónassonar ljúki í maí B úast má við því að skýrsla um andlát Sævars Rafns Jónassonar verði kynnt í næsta mánuði. Tæpir fimm mánuðir eru síðan Sævar Rafn lést á heimili sínu í Hraun- bæ í Árbæ. Sævar lést af völdum skotsára sem hann hlaut í átök- um við sérsveit ríkislögreglustjóra þann 2. desember síðastliðinn. Sævar hafði glímt við andleg veik- indi um árabil. Þessa nótt, þann 2. desember, hafði hann ítrekað hleypt af skotvopni inni á heim- ili sínu. Sérsveitarmenn reyndu að yfirbuga hann en höfðu ekki er- indi sem erfiði. Þegar Sævar beitti vopni sínu gegn þeim svöruðu þeir í sömu mynt og lést Sævar af sárum sínum. Níu vikur Í skriflegu svari til DV segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að krufningarskýrsla, sem beðið var eftir, hafi borist embættinu síðast- liðinn mánudag. Þar með eru öll gögn tengd málinu í höndum rík- islögreglustjóra, en lögregla af- henti öll gögn frá sínum enda fyrir níu vikum. Krufningarskýrslan er á ensku og barst embættinu á mánu- dag. Hún hefur því verið send til þýðingar. Talsverð töf varð á því að skýrslan yrði afhent, en réttarmeina- fræðingurinn sem sinnti verkefninu er þýskur og var ekki búsettur hér á landi. Þá hafði hann önnur verkefni á sínum höndum og gat því ekki lok- ið skýrslunni fyrr. Skýrslan verður nú þýdd yfir á íslensku. Þá hefur nýr réttarmeinafræðingur tekið til starfa á Íslandi og verður hann búsettur hér. Því ætti krufningarskýrslugerð að taka styttri tíma héðan í frá. Klárast í maí „Það má ætla að rannsókn málsins ljúki í maí. Í kjölfarið verða niður- stöður rannsóknarinnar kynntar opin berlega,“ segir Sigríður. Fjöl- skylda Sævars hefur beðið niður- stöðunnar frá því í desember en hún hefur gert athugasemdir við það að Sævar hafi verið búsettur einn í íbúð- inni í Hraunbæ. Eftirlit með honum hafi ekki verið í samræmi við þau veikindi sem hann átti við að etja og eðlilegra hefði verið að hann hefði verið búsettur í íbúðarkjarna. Sævar var búsettur í íbúðarkjarna í Starengi áður en hann flutti Hraunbæ. „Ég fékk þær upplýsingar þegar hann flutti úr Starengi að hann hefði sjálf- ur viljað flytja því einhver annar sem þar bjó var að áreita hann. Nú hef- ur mér hins vegar verið sagt að hann hafi flutt þaðan vegna þess að þau réðu ekki við hann. Hann var of erf- iður,“ sagði systir Sævars í viðtali við DV í desember. „Við vorum alltaf að biðja um að eitthvað yrði gert í hans málum, en hann var aldrei nógu veikur. En svo var hann bara fár- veikur.“ Systkini hans höfðu meðal annars gert lögreglu grein fyrir því að Sævar hefði skotvopn undir höndum en við því hafði ekki verið brugðist. Sævar hafði sjálfur afþakkað alla að- stoð, en systkini hans vilja meina að hann hafi ekki verið ástandi til þess að afþakka aðstoðina og að yfirvöld hefðu fyrir löngu átt að vera búin að grípa inn í aðstæður hans. n Skýrsla um dauða Sævars í þýðingu Lést í Hraunbæ Fjölskylda Sævars taldi hann ekki í stakk búinn til að búa einn án eftirlits. MyNd SigtRygguR ARi Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Bandaríkjamenn greiddu mest Bandaríkjamenn voru þeir sem greiddu mest með greiðslukort- um sínum hér á landi í fyrra, eða tæpa 14 milljarða króna. Þessi upphæð svarar til um 120 þús- unda króna að meðaltali á hvern Bandaríkjamann sem hingað kom. Þetta kemur fram í tölum sem Rannsóknasetur verslunar- innar birti í vikunni. Bretar eru í næsta sæti með um 11 milljarða króna og þar á eftir Norðmenn með tæpa 9 milljarða. Sú þjóð sem greiddi mest á hvern einstakan ferðamann var Sviss en Svisslendingar greiddu með kortum sínum um 212 þús- und krónur á hvern ferðamann. Japanir skildu hins vegar eftir sig aðeins 77 þúsund krónur á hvern ferðamann að meðaltali. Hafa ber í huga að kortanotkun er mis- munandi eftir menningarsvæð- um og löndum og sumir hópar kunna að hafa komið hingað í fyrirframgreiddar pakkaferðir og því ekki þurft að nota greiðslu- kort sín í eins miklum mæli og aðrir ferðamenn. Ítrekuð skemmdarverk Þrjár árásir hafa verið gerðar á skátaheimili skátafélagsins Heiðabúa í Keflavík á síðustu þremur vikum. Lögregla hefur málið til rannsóknar, en skáta- heimilið hefur orðið fyrir ítrekuðum skemmdarverkum á undanförnum vikum. Rétt fyrir páska hafði gríðarstóru grjóti ver- ið grýtt í gegnum rúðu á húsinu. Við það urðu miklar skemmd- ir á eldhúsinnréttingu, gólfefn- um og ísskáp. Í stað rúðunnar var sett tréplata en í síðustu viku reyndi einhver að kveikja í tré- plötunni. Að morgni fimmtudags reyndi svo óprúttinn aðili aftur íkveikju á sama glugga. Þeir sem kunna að vita hver ber ábyrgð á skemmdarverkunum eru beðn- ir um að hafa samband við lög- regluna á Suðurnesjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.