Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Page 8
Helgarblað 2.–5. maí 20148 Fréttir
Búast við að rannsókn á andláti Sævars Rafns Jónassonar ljúki í maí
B
úast má við því að skýrsla
um andlát Sævars Rafns
Jónassonar verði kynnt í
næsta mánuði. Tæpir fimm
mánuðir eru síðan Sævar
Rafn lést á heimili sínu í Hraun-
bæ í Árbæ. Sævar lést af völdum
skotsára sem hann hlaut í átök-
um við sérsveit ríkislögreglustjóra
þann 2. desember síðastliðinn.
Sævar hafði glímt við andleg veik-
indi um árabil. Þessa nótt, þann
2. desember, hafði hann ítrekað
hleypt af skotvopni inni á heim-
ili sínu. Sérsveitarmenn reyndu að
yfirbuga hann en höfðu ekki er-
indi sem erfiði. Þegar Sævar beitti
vopni sínu gegn þeim svöruðu þeir
í sömu mynt og lést Sævar af sárum
sínum.
Níu vikur
Í skriflegu svari til DV segir Sigríður
Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að
krufningarskýrsla, sem beðið var
eftir, hafi borist embættinu síðast-
liðinn mánudag. Þar með eru öll
gögn tengd málinu í höndum rík-
islögreglustjóra, en lögregla af-
henti öll gögn frá sínum enda fyrir
níu vikum. Krufningarskýrslan er á
ensku og barst embættinu á mánu-
dag. Hún hefur því verið send til
þýðingar. Talsverð töf varð á því að
skýrslan yrði afhent, en réttarmeina-
fræðingurinn sem sinnti verkefninu
er þýskur og var ekki búsettur hér á
landi. Þá hafði hann önnur verkefni
á sínum höndum og gat því ekki lok-
ið skýrslunni fyrr. Skýrslan verður
nú þýdd yfir á íslensku. Þá hefur nýr
réttarmeinafræðingur tekið til starfa
á Íslandi og verður hann búsettur
hér. Því ætti krufningarskýrslugerð
að taka styttri tíma héðan í frá.
Klárast í maí
„Það má ætla að rannsókn málsins
ljúki í maí. Í kjölfarið verða niður-
stöður rannsóknarinnar kynntar
opin berlega,“ segir Sigríður. Fjöl-
skylda Sævars hefur beðið niður-
stöðunnar frá því í desember en hún
hefur gert athugasemdir við það að
Sævar hafi verið búsettur einn í íbúð-
inni í Hraunbæ. Eftirlit með honum
hafi ekki verið í samræmi við þau
veikindi sem hann átti við að etja og
eðlilegra hefði verið að hann hefði
verið búsettur í íbúðarkjarna. Sævar
var búsettur í íbúðarkjarna í Starengi
áður en hann flutti Hraunbæ. „Ég
fékk þær upplýsingar þegar hann
flutti úr Starengi að hann hefði sjálf-
ur viljað flytja því einhver annar sem
þar bjó var að áreita hann. Nú hef-
ur mér hins vegar verið sagt að hann
hafi flutt þaðan vegna þess að þau
réðu ekki við hann. Hann var of erf-
iður,“ sagði systir Sævars í viðtali við
DV í desember. „Við vorum alltaf að
biðja um að eitthvað yrði gert í hans
málum, en hann var aldrei nógu
veikur. En svo var hann bara fár-
veikur.“ Systkini hans höfðu meðal
annars gert lögreglu grein fyrir því að
Sævar hefði skotvopn undir höndum
en við því hafði ekki verið brugðist.
Sævar hafði sjálfur afþakkað alla að-
stoð, en systkini hans vilja meina að
hann hafi ekki verið ástandi til þess
að afþakka aðstoðina og að yfirvöld
hefðu fyrir löngu átt að vera búin að
grípa inn í aðstæður hans. n
Skýrsla um dauða
Sævars í þýðingu
Lést í Hraunbæ Fjölskylda
Sævars taldi hann ekki í
stakk búinn til að búa einn án
eftirlits. MyNd SigtRygguR ARi
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Bandaríkjamenn
greiddu mest
Bandaríkjamenn voru þeir sem
greiddu mest með greiðslukort-
um sínum hér á landi í fyrra, eða
tæpa 14 milljarða króna. Þessi
upphæð svarar til um 120 þús-
unda króna að meðaltali á hvern
Bandaríkjamann sem hingað
kom. Þetta kemur fram í tölum
sem Rannsóknasetur verslunar-
innar birti í vikunni. Bretar eru í
næsta sæti með um 11 milljarða
króna og þar á eftir Norðmenn
með tæpa 9 milljarða.
Sú þjóð sem greiddi mest á
hvern einstakan ferðamann var
Sviss en Svisslendingar greiddu
með kortum sínum um 212 þús-
und krónur á hvern ferðamann.
Japanir skildu hins vegar eftir sig
aðeins 77 þúsund krónur á hvern
ferðamann að meðaltali. Hafa
ber í huga að kortanotkun er mis-
munandi eftir menningarsvæð-
um og löndum og sumir hópar
kunna að hafa komið hingað í
fyrirframgreiddar pakkaferðir og
því ekki þurft að nota greiðslu-
kort sín í eins miklum mæli og
aðrir ferðamenn.
Ítrekuð
skemmdarverk
Þrjár árásir hafa verið gerðar
á skátaheimili skátafélagsins
Heiðabúa í Keflavík á síðustu
þremur vikum. Lögregla hefur
málið til rannsóknar, en skáta-
heimilið hefur orðið fyrir
ítrekuðum skemmdarverkum á
undanförnum vikum. Rétt fyrir
páska hafði gríðarstóru grjóti ver-
ið grýtt í gegnum rúðu á húsinu.
Við það urðu miklar skemmd-
ir á eldhúsinnréttingu, gólfefn-
um og ísskáp. Í stað rúðunnar
var sett tréplata en í síðustu viku
reyndi einhver að kveikja í tré-
plötunni. Að morgni fimmtudags
reyndi svo óprúttinn aðili aftur
íkveikju á sama glugga. Þeir sem
kunna að vita hver ber ábyrgð á
skemmdarverkunum eru beðn-
ir um að hafa samband við lög-
regluna á Suðurnesjum.