Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 2.–5. maí 2014 „Djöfull er sturlað að fæða barn!“ F yrir sex mánuðum fæddi ég barn í þennan heim, og er það án efa það magnað- asta sem ég hef gert. Þegar ég byrjaði að skrifa þenn- an pistil voru reyndar aðeins þrír mánuðir frá því að barnið kom í heiminn, en þegar ég settist aft- ur við tölvuna var barnið skyndi- lega orðið sex mánaða. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! En nóg um það. Mér líður eins og hafi unnið stórkostlegt afrek, og ég skil ekki ennþá hvernig mér tókst að koma rúmlega þriggja kílóa og fimmtíu senti- metra löngu barni út úr líkamanum á mér, í gegnum klofið. Ég geri mér samt grein fyrir því að margar konur koma miklu stærri og feitari börnum út úr líkam- anum, þessa sömu leið. „Þetta er eins og að kreista melónu út úr sítrónu,“ sagði ljósmóðirin við mig skömmu áður en hríðirnar hófust. Svo brosti hún. Ég brosti ekki þar sem ég lá eins og hval- ur á þurru landi á fæðingar- deildinni og beið örlaga minna, í teygðum bol, eign þvottahúss spítalanna, og einnota netanær- buxum. Þetta var veganestið sem mér var gefið og í raun einu upplýsingar sem ég fór með inn í fæðingarhríðirnar. Ég gat ekki alveg sett mig í spor umræddr- ar sítrónu og vissi því ekki hverju ég átti von á. Ein- hverju skelfilegu, gerði ég þó ráð fyrir. Logandi hrædd Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á í fæðingunni sjálfri, og ég hafi verið hálf máttvana af sársauka og hræðslu, þá tókst mér í miðjum klíðum að hugsa: „djöf- ull er sturlað að fæða barn!“ Og það er nákvæmlega þannig, það er sturlað að fæða barn! Án þess að ég geti útskýrt það neitt frekar. Áður en ég gekk í gegnum þessa lífsreynslu, að ganga með barn og fæða það, þá fékk ég reglulega martraðir sem gengu út á að ég væri komin á steypir- inn (af hverju, veit ég ekki). Vaknaði yfirleitt kófsveitt og í andnauð af stressi, þeirri stund fegnust þegar ég áttaði mig á að þetta væri bara draumur. Ég var svo logandi hrædd við þessar að- stæður að ég gat ekki einu sinni hugsað þær til enda í draumi, hvað þá vöku. Það breyttist ekki þegar ég varð ólétt. Og alla með- gönguna tókst mér að kom- ast hjá því að leiða hugann að fæðingunni sjálfri. Ljósmóðirin sem ég hitti í mæðraverndinni minntist reglulega á að það væri gott að fara á fæðingarnámskeið og gera fæðingarplan. Ég kink- aði bara kolli og brosti. Séns- inn að ég settist niður, spáði í fæðinguna, hvað þá að ég skipu- legði eitthvað í kringum hana eða færi námskeið. Glætan. 38 vikur liðu án þess að ég hugsaði þá hugsun til enda að ég þyrfti virkilega að koma barninu út úr mér. Í upphafi 39. viku fannst mér hins vegar tími til kom- inn að kynna mér málið aðeins. Þetta var jú óumflýjanlegt og ég að falla á tíma. Ég ákvað því að vera ekki með neitt hálf- kák og fór beint í harðasta efnið sem ég komst í. Fletti upp mynd- böndum af fæðingum á You tube, smellti á það fyrsta sem kom upp og horfði á eitthvað sem hét „My lotus birth“. Það voru mikil mis- tök. Ég vil ekki fara út í smáatriði, en nærmynd af blóðugri konu sem sat á hækjum sér að kreista barn í heiminn, var greypt í huga mér eftir þetta áhorf. Og ég var engu nær um það hvernig best væri að bera sig að í þessum að- stæðum. Enda ætlaði ég ekki að sitja á hækjum mér. Missti vatnið Sama kvöld gekk mér illa að sofna. Eðlilega. Ég var stjörf af hræðslu og alltaf þegar ég lokaði augunum sá ég fyrir mér með útglennt og blóðugt klofið á þessari konu í myndbandinu. Ég gat bara von- að að það væru að minnsta kosti tvær vikur í barnið mitt svo ég hefði tíma til að safna kjarki og gleyma þessu blóðuga klofi. Það fór hins vegar ekki svo. Morgun- inn eftir missti ég vatnið. Fimmt- án tímum síðar kom svo í heim- inn fullkominn lítill drengur sem ég fæddi án nokkurrar verkja- stillingar, öndunaræfinga eða annars undirbúnings. Og með mynd af ókunnugri blóðugri konu greypta í huga mér. Ég kreisti melónu út úr sítrónu og það var ansi sturlað! n „Þetta er eins og að kreista melónu út úr sítrónu. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport G ríngoðsögnin og meðlimur Monty Python-hópsins, John Cleese, samdi nýverið um að leika í kvikmyndinni The B- Team, sem fjallar að miklu leyti um stjörnur sjónvarpsþáttanna Bay- watch, sem voru á dagskrá á tíunda áratug síðustu aldar. Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda um allan heim og ekki síður hérlendis þar sem þeir voru sýndir á Ríkissjónvarpinu undir nafninu Strandverðir. Söguþráður myndarinnar er sá að CIA á að hafa notað leikara þáttanna sem njósnara til að afla upplýsinga um Sovétmenn í lok Kalda stríðsins. Persóna Cleese kemst yfir þess- ar upplýsingar og ákveður að nota þær til fjárkúgunar. Það vill svo til að hann var mikill aðdáandi þáttanna og í kjölfarið ákveður CIA að ræsa út gamla leikhópinn til að leysa málið. Margir leikara Strandvarða munu láta sjá sig í myndinni og koma til með að leika sjálfa sig. Það er því aldrei að vita nema kynbomban Pamela Anderson eða David Hassel- hoff láti sjá sig í myndinni. Í þáttun- um túlkaði Pamela persónu hinnar íðilfögru C. J. Parker en Hasselhoff lék hinn ráðagóða strandvörð Mitch Buchannon. n Strandverðir leika njósnara í nýrri grínmynd Strandverðir og Kalda Stríðið Sunnudagur 4. maí Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (7:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (23:52) 07.14 Tillý og vinir (34:52) 07.25 Múmínálfarnir 07.35 Hopp og hí Sessamí 07.59 Sara og önd (30:40) 08.06 Kioka (7:52) 08.13 Kúlugúbbarnir (1:26) 08.35 Tré-Fú Tom (1:26) 08.57 Disneystundin (17:52) 08.58 Finnbogi og Felix (16:26) 09.20 Sígildar teiknimyndir 09.27 Herkúles (17:21) 09.50 Hrúturinn Hreinn (8:20) 09.57 Chaplin (41:52) 10.04 Undraveröld Gúnda 10.15 Handgert: Kristine Mandsberg 10.25 Í garðinum með Gurrý II (1:6) (Býflugnabú, gróður- hús og laukar) e 11.00 Sunnudagsmorgunn 12.10 Alla leið (5:5) 888 e 13.20 Skólahreysti (4:6) (Vest- urland og Vestfirðir) 888 e 14.05 Ari Eldjárn e 14.30 Leiðin á HM í Brasilíu e 15.00 Íslandsmótið í áhalda- fimleikum 15.30 Fimleikaeinvígi B 17.05 Fum og fát 17.10 Táknmálsfréttir 17.20 Stella og Steinn (1:42) 17.32 Friðþjófur forvitni (1:10) 17.57 Skrípin (10:52) 18.00 Stundin okkar 18.25 Hvolpafjör (6:6) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Ferðastiklur (4:8) (Breiðafjarðareyjar) 888 20.50 Leiðin til Kaupmanna- hafnar (1:2) (Fyrri hluti) Fyrri hluti tveggja þátta þar sem Pollapönkurum er fylgt eftir og leiðin að Söngva- keppnni skoðuð. 888 21.20 Stundin (6:6) (The Hour II) Stundin er spennandi bresk verðlaunaþáttaröð sem gerist á sjónvarpstöð BBC árið 1956. Á dögum kalda stríðsins var bilið milli þess að segja sannleikann og svíkja föðurlandið stutt. 22.15 Alvöru fólk (2:10) (Äkta människor) Sænskur myndaflokkur sem gerist í heimi þar sem ný kynslóð vélmenna hefur gerbreytt lífi fólks og vart má á milli sjá hverjir eru mennskir og hverjir ekki. Aðalhlutverk: Pia Halvorsen, Lisette Pagler, Andreas Wilson og Eva Röse. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.15 Hunang 6,7 (Miele) Ítölsk bíómynd frá árinu 2013. Grípandi saga sem fjallar um Irene, sem býr ein og lifir einangruðu lífi. Hún stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum í starfi sínu við líknardráp. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.50 Sunnudagsmorgunn e 02.00 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 10:30 Hestaíþr. á Norðurland 11:00 Þýsku mörkin 11:30 3. liðið 12:00 Moto GP (Spánn) B 13:00 Barcelona - Getafe 14:50 Levante - A. Madrid B 16:50 Chelsea - Atletico Madrid 18:30 Meistarad. - meistaram. 19:00 Pepsí deildin 2014 (KR - Valur) B 21:15 RN Löwen - Hamburg 22:35 Real Madrid - Valencia 00:15 KR - Valur 02:05 Moto GP (Spánn) 09:00 Stoke - Fulham 10:40 Man. Utd. - Sunderland 12:20 Arsenal - WBA B 14:50 Chelsea - Norwich B 17:00 Everton - Man. City 18:40 Arsenal - WBA 20:20 Chelsea - Norwich 22:00 Aston Villa - Hull 23:40 Newcastle - Cardiff 08:50 Win Win 10:35 Gandhi 13:40 Night at the Museum 15:25 Win Win 17:10 Gandhi 20:15 Night at the Museum 22:00 Snitch 23:50 Bad Lieutenant - Port of Call - New Orleans 01:50 Immortals 03:40 Snitch 15:45 Top 20 Funniest (15:18) 16:25 Amazing Race (9:12) 17:10 Lying Game (7:10) 17:50 Men of a Certain Age (11:12) 18:35 Bleep My Dad Says (2:18) 19:00 Bob's Burgers (13:23) 19:25 American Dad (16:18) 19:45 The Cleveland Show 20:10 Napoleon Dynamite (3:6) 20:30 Brickleberry (6:13) 20:55 Bored to Death (7:8) 21:20 The League (10:13) 21:45 Deception (8:11) 22:30 Glee 5 (13:20) 23:10 The Vampire Diaries 23:50 Bob's Burgers (13:23) 00:15 American Dad (16:18) 00:40 The Cleveland Show 01:00 Napoleon Dynamite (3:6) 01:25 Brickleberry (6:13) 01:50 Bored to Death (7:8) 02:15 The League (10:13) 02:35 Deception (8:11) 03:20 Tónlistarmyndb.Popptíví 19:10 Modern Family (8:24) 19:35 Two and a Half Men (13:19) 20:00 Viltu vinna milljón? (28:30) 20:45 Nikolaj og Julie (4:22) 21:30 Twenty Four (18:24) 22:10 Twenty Four (19:24) 22:55 Hostages (2:15) 23:40 Sisters (4:7) 00:30 Viltu vinna milljón? (28:30) 01:20 Nikolaj og Julie (4:22) 14:00 Frumkvöðlar 14:30 Eldhús meistaranna 15:00 Vafrað um Vesturland 15:30 Stormað um Hafnarfjörð 16:00 Hrafnaþing 17:00 Stjórnarráðið 17:30 Skuggaráðuneytið 18:00 Árni Páll 18:30 Tölvur,tækni og kennsla. 19:00 Í návígi 19:30 Á ferð og flugi 20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Suðurnesjamagasín 22:00 Hrafnaþing 23:00 Reykjavíkurrölt 23:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Villingarnir 08:10 Algjör Sveppi 09:50 Grallararnir 10:10 Tom and Jerry: The karate Guard 10:15 Ævintýraferðin 10:25 Victorious 10:50 Nágrannar 11:10 Nágrannar 11:30 Nágrannar 11:50 Nágrannar 12:15 60 mínútur (30:52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Heimsókn 14:15 Stóru málin 14:45 Modern Family (9:24) 15:10 The Big Bang Theory 15:40 Höfðingjar heim að sækja 16:05 Á fullu gazi 16:40 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (36:50) 19:10 Sjálfstætt fólk (28:30) Jón Ársæll Þórðarson kann listina að nálgast viðmæl- anda sinn og hér heldur hann áfram að taka hús á áhugaverðum Íslendingum sem hafa sögur að segja. 19:45 Britain's Got Talent (1:18) Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar í keppninni eru Simon Cowell, David Walliams (Little Britain), Amanda Holden og Alesha Dixon en kynnar eru skemmti- kraftarnir Ant og Dec. 20:50 Íslenskir ástríðuglæpir (2:5) Vandaðir þættir í um- sjá Ásgeir Erlendsson þar sem fjallað er um íslenska ástríðuglæpi. Birt eru viðtöl við sérfræðinga, þolendur og aðstandendur sem og ítarleg og vönduð umfjöllun um hvert mál. 21:15 The Following 8,7 (15:15) Önnur þáttaröðin af þess- um spennandi þáttum. 22:00 Shameless (6:12) Bráð- skemmtileg þáttaröð um skrautlega fjölskyldu. Fjöl- skyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 22:55 60 mínútur (31:52) 23:40 Mikael Torfason - mín skoðun 00:25 Daily Show: Global Edition 00:50 Suits (12:16) 01:35 The Americans (8:13) 02:20 Game Of Thrones (4:10) 03:15 Vice (3:10) Nýr og ferskur fréttaþáttur frá HBO þar sem rýnt er ofan í kjölinn á ýmsum hitamálum um víða veröld. 03:45 Fish Tank Dramatísk mynd um hina 15 ára gömlu Míu en veröld hennar breytist algjörlega þegar mamma hennar kemur heim með nýjan kærasta. Hin upp- stökka Mía er stöðugt upp á kant við allt og alla. Henni hefur verið vikið úr skóla og útskúfað úr vinahópnum. 05:45 Fréttir Fréttir Stöðvar 2 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:40 Dr. Phil 12:20 Dr. Phil 13:00 Dr. Phil 13:40 7th Heaven (17:22) 14:20 Once Upon a Time (17:22) 15:05 90210 (16:22) 15:50 Gordon Ramsay Ultima- te Home Cooking (16:20) 16:15 Design Star (2:9) 17:00 Unforgettable (10:13) 17:45 The Good Wife (12:22) 18:30 Hawaii Five-0 (18:22) 19:15 Læknirinn í eldhúsinu (3:8) Læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson hefur lengi haldið úti dagbók um matargerð á netinu og síðustu jól gaf hann út sína fyrstu matreiðslubók sem bar heitir Læknirinn í eld- húsinu. Nú er læknirinn með ljúffengu réttina mættur á SkjáEinn þar sem hann mun elda, baka og brasa allskonar góðgæti. 19:40 Judging Amy (14:23) 20:25 Top Gear Best of (2:4) 21:15 Law & Order (12:22) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. Lögreglu- maður í fjárhagsvandræð- um er drepinn af félögum sínum í kjölfar gíslatöku. 22:00 Leverage - NÝTT 8,4 (1:15) Þetta er fimmta þáttaröðin af Leverage, æsispennandi þáttaröð í anda Ocean’s Eleven um þjófahóp sem rænir þá sem misnota vald sitt og ríkidæmi og níðast á minnimáttar. Nate og félagar eltast við fram- kvæmdastjóra skipafélags en svívirðilegar sparnað- arráðstafanir hans leiddu til hörmulegs flugslyss. 22:45 Elementary (17:24) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síðustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Manni sem grunaður er um að hafa myrt konu sína fyrir mörgum árum berst bréf þar sem krafist er lausn- argjalds fyrir eiginkonuna og Sherlock og Watson rannsaka málið. 23:30 Agents of S.H.I.E.L.D. (3:22) Hörkuspennandi þættir úr smiðju teikni- myndarisans Marvel. 00:15 Scandal (15:22) 01:00 Beauty and the Beast 01:45 The Tonight Show 02:30 Leverage (1:15) 03:15 Pepsi MAX tónlist SkjárGolf 06:00 Motors TV 12:10 Bundesliga Highlights Show (7:15) 13:00 Dutch League - Highlights 2014 (12:25) 16:00 AFC Ajax - NEC Nijmegen 18:00 Bayer Leverkusen - Bor- ussia Dortmund 20:00 Heracles Almelo - AFC Ajax 22:00 Motors TV Stæltir strandverðir Það var aldrei dauð stund í vinnunni hjá þessum. Sólrún og móðurhlutverkið Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Helgarpistill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.