Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 2.–5. maí 201454 Menning
Er leikritið og
leikskáldið dautt?
L
eikskáld – guð minn góður
hvað það er tilgerðarlegt
orð,“ hrópaði frægur leikhús
maður í mín eyru fyrir
nokkrum árum þegar ég var
að reyna að koma á fót höfunda
smiðju innan leikhússins til að
rækta „leikskáld“. Hann hafði sjálf
ur skrifað mörg leikrit og sett þau á
svið en leit þó ekki á sig sem leik
skáld.
Já, kannski er þetta alveg hand
ónýtt orð, það á a.m.k. ekki upp
á pallborðið lengur meðal ungra
leikhúsmanna, sem í dag heita einu
nafni sviðslistamenn.
Og leiklistin heitir ekki lengur
leiklist, heldur hefur fengið nafnið
„sviðslistir“.
Leiklistarskólinn gamli heitir nú
Sviðslistadeild Listaháskólans og
þar er hægt að stunda nám á Sviðs
höfundabraut og Danshöfunda
braut eins og það heitir svo óþjált í
íslenskum munni.
Skáldað í leiksviðið
Ef orðið leikskáld er tilgerðarlegt,
er orðið skáld þá ekki alveg úrelt?
Nei, ekki aldeilis, því enn vilja sum
ir skálda fyrir leiksvið með orðum
og leikstjóra mætti vel kalla sviðs
skáld, svo ekki sé minnst á mynd
skáldið sem er höfundur sjónræna
þáttarins. Leikhúsið er samansafn
af alls konar skáldum og höfundum
og nú gera leikarar líka tilkall til
þess að vera höfundar. Leikarar
af yngri kynslóð vilja starfa með
sviðslistahópum þar sem þeir eru
frekar skapandi en túlkandi lista
menn. Allir vilja vera höfundar og
öll menntun sviðslistafólks í dag
hnígur í þá átt að búa til höfunda
sem geta skapað sín eigin sjálf
stæðu listaverk.
Umræðan um stöðu lista
mannsins innan leikhússins er alls
ekki ný af nálinni, hún hefur skotið
upp kollinum með reglulegu milli
bili allt frá fornöldinni fram á okk
ar daga. Helstu leikskáld sögunnar
voru fyrst og fremst leikhúsmenn,
léku í verkum sínum eða settu þau
á svið. Það er óumdeilanlegt enda
tími sérhæfingar ekki runninn upp.
Það gerist ekki fyrr en á nítjándu
öldinni með tilkomu raunsæisleik
hússins og reyndar verður leik
stjóraleikhúsið ekki til fyrr en á síð
ustu öld. En við vorum víst að tala
um leikskáldið og sambandið milli
orðs og athafnar og hvort þeirra
hefur meiri þýðingu þegar kemur
að þeim gjörningi sem leikhúsið
óneitanlega er.
Leikrit í biðstöðu
Öll umræða um stöðu leiktextans
í leikhúsi samtímans felst einmitt í
átökum milli textans og gjörnings
ins sem uppsetning hans alla jafnan
verður af hálfu leikara og leikstjóra.
Sigurður Pálsson rithöfundur hefur
sagt að leikritið sé aðeins texti í bið
stöðu, hann verður ekki að fullu til
fyrr en hann er settur á svið. Texti,
skrifaður fyrir leiksvið, er bara
hálfnaður þegar höfundurinn hef
ur lokið við hann. Það er síðan í
verkahring leikhússins að líkamna
hann með tungumáli og verkfær
um leiksviðsins. Leiktexti getur þó
verið margt annað en fullbúið leik
rit af hálfu eins höfundar, hann get
ur verið samsettur úr margs konar
textabrotum þar sem enginn sér
stakur er titlaður höfundur eða
„leikskáld“. Með nýjum áhersl
um í menntun og þjálfun sviðs
listamanna hafa nýjar aðferðir og
önnur nálgun við umsköpun hug
mynda og texta átt sér stað. Við lif
um nefnilega á tímum upplausnar
og umbreytingar í samfélaginu sem
menning og listir hafa ekki farið
varhluta af frekar en nokkuð ann
að. Með tölvu og netbyltingunni
breyttist allur heimurinn, landa
mæri í margs konar skilningi þurrk
uðust út, hugsunin breyttist og þar
með tungumálið og samband okk
ar við það ekki síst. Áhrifanna gæt
ir æ meir, tungumálið er líka í upp
lausn og orðin þýða ekki lengur það
sem þau áður þýddu. Sum orð eru
jafnvel eins og risaeðlur, fyrir löngu
útdauð og ekki hægt að notast við
þau á sama hátt og áður. Kannski
er leikhúsið sem listform í biðstöðu
eins og orðin á leiksviðinu sem
merkja ekki neitt fyrr en þau verða
líkömnuð. Eitt er víst, leikhúsið er í
upplausn og umbreytingu og sum
ir bíða eftir því að það verði leyst úr
fjötrum stofnana og markaðsvæð
ingar. Um þetta var rætt á málþingi í
Stokkhólmi um s.l. helgi sem haldið
var í tilefni af 20 ára afmæli sænska
leikritaforlagsins Colombine, sem
sérhæfir sig í að miðla leikritum
eftir jafnt sænska sem erlenda höf
unda til leikhúsanna.
Hvað er þetta „devised“
kjaftæði?
Málþingið var haldið í samstarfi við
Sviðslistaháskólann í borginni og
þar var fjallað um menntun, kjör
og stöðu þeirra sem fást við leik
ritaskrif og hafa það jafnvel að lifi
brauði, jafn sérhæfð og sú iðja er á
tímum þar sem allir telja sig geta
allt, þar sem virðingin fyrir vinnu
höfundarins, skáldskap og orðsins
list er á undanhaldi. Berit Gullberg,
stofnandi og eigandi Colombine, er
eldsálin sem boðaði til þessa mál
þings og tókst á þremur dögum
að safna saman rjómanum af nor
rænum og evrópskum leikskáld
um, fremstu kennurum og prófess
orum í sviðslistum og leikritun og
listamönnum sem fást við að skapa
leikhús.
Og Berit, sem er kona með mikla
og langa reynslu af rekstri leikhúsa
og tilheyrir elstu kynslóð núlifandi
leikhúsmanna í Svíþjóð, henni
tókst að láta kynslóðirnar tala
saman um það sem helst brennur
á þeim.
Einkennandi fyrir umræðurnar
hvort sem varðaði menntunina,
fagið eða rekstur leikhúsa var það
sem kallast „devised“ leikhús en
það er vinnuaðferð sem í æ ríkara
mæli hefur rutt sér til rúms meðal
starfandi sviðslistamanna. Og eldri
kynslóðin spurði hvað eftir annað,
hvað er þetta „devised“ kjaftæði
eiginlega, hvað þýðir það? Aftur
erum við lent á krákustígum tungu
málsins, merkingu orða, já eða til
gerð þeirra. Eitt er víst, „devised“
leikhús er í tísku í dag meðal ungu
kynslóðarinnar í leikhúsinu bæði
hér og á hinum Norðurlöndunum
og þar á gamla „leikskáldið“ sem
vill láta leika leikritið sitt , eins og
hann skrifaði það, æ minni séns.
Rannsóknar- og tilraunastofa
leikhússins
Í „devised“ leikhúsinu sem kannski
má þýða sem samsköpunarleikhús
eru nefnilega allir höfundar og
enginn merkilegri en annar. En er
þetta ekki bara gamla „grúppuleik
húsið“ frá sjöunda og áttunda ára
tug síðustu aldar? Jú, vissulega en
í nýrri mynd. Listamennirnir sem
í dag vinna eftir „devised“ aðferð
um hafa í reynd kollsteypt hug
myndum okkar um eðli og kjarna
leikhússins. Þeir kalla eftir annars
konar þátttöku bæði af hálfu lista
manna og áhorfenda, þeir vilja
gera leikhúsið að suðupotti hug
mynda, bræðslu, samsuðu, rífa
niður fjórða vegginn fyrir fullt og
allt, gera áhorfendur að vitnum
að gjörningi sem liggur á mörk
um leikhúss og uppákomu. Sam
sköpunarleikhúsið er tilraunastofa,
rannsóknarleiðangur, pólitískt og
listrænt viðnám og andóf gegn
viðteknum formreglum gamla
dramatíska leikhússins þar sem allt
átti upphaf sitt og endi í leikritinu
sem skrifað var af „leikskáldinu“.
Samsköpunarleikhúsið kallar eftir
nýjum hugsunarhætti þegar kem
ur að listsköpun, á fyrsta samlestri
er ekkert leikrit til staðar, heldur
hugmyndir sem leikhópurinn allur
vill rannsaka og gera tilraunir með
á leiksviðinu. Handritið verður til í
æfingaferlinu og einn eða fleiri úr
hópnum taka að sér að koma því í
endanlegt form ef þörf krefur.
Frumsömdum verkum fækkar
Á sérstökum fundi í Borgarleikhús
inu í Stokkhólmi voru nokkur af
helstu leikskáldum Norðurlanda
fengin til að tjá sig um stöðuna,
tala um sín eigin verk og fram
tíð leikhússins. Áður höfðu nokkr
ir dramatúrgar og umboðsmenn
höfunda í Evrópu, Bandaríkjun
um og Argentínu tjáð sig um sama
efni. Staðan er svipuð hvar sem
mann ber niður; alvöru höfundar
sem líta á leikhúsið sem sinn list
ræna vettvang eiga hvarvetna erfitt
uppdráttar. Astrid Saalbach, eitt af
þekktari leikskáldum Dana, lýsti
ástandinu sem upplausn. Leik
húsin velja frekar hópa sem búa
til „devised“ sýningar og/eða leik
gerðir eftir vinsælum skáldsögum
eða bíómyndum. Æ færri frum
samin verk eru pöntuð af hálfu
leikhúsanna úr fórum leikskálda.
Atvinnumennskan á undir högg að
sækja og þeim fækkar stöðugt sem
hafa ráð á að stunda þetta rándýra
áhugamál sem sviðslistirnar eru.
Til þess að fá verk sett upp í leik
húsi sem hefur yfir raunverulegu
fjármagni og styrkjum að ráða, þarf
leikskáldið helst að vera innund
ir hjá leikhússtjóranum eða eiga
mjög vingott við leikstjóra sem er
í náðinni og getur valið úr verkefn
um. Nema að leikskáldið setji verk
sitt upp sjálfur eins og Laura Rau
honen frá Finnlandi benti á og þá
oft á eigin kostnað en líka til að
glata ekki valdi yfir eigin texta, en
vanmáttur leikskáldsins gagnvart
forræði leikhússins á leiktextanum
kom einnig til umræðu. Jokum
Rohde, eitt af þekktustu og áhrifa
mestu leikskáldum Dana, kom
með ögrandi yfirlýsingar og hikaði
ekki við að gagnrýna leikskáld nú
tímans sem hann sagði oft stöðnuð
og föst innan ramma tveggja hefða
og tímabila. Þar átti hann við tím
ann frá raunsæisverkum Ibsens til
absúrdverka Becketts. Rohde telur
að til að leikskáldið lifi áfram, verði
það að hafa þekkingu á leikhúsinu
og hugsunarhætti leikstjórans,
þekkja fagið og skilja að hugmynd
ir að leiksýningu spretta upp í leik
húsinu sjálfu.
Ekki missa kjarkinn
Enginn ábyrgur leikhússtjóri getur
eingöngu sett upp tilraunaverk,
listrænar úrvalssýningar, hann
verður að taka mið af megin
straumnum sem hann getur reynd
ar nýtt ef vel gengur, til að leyfa
jaðrinum að koma inn í leikhúsið.
Atvinnuleikhúsin eru í upplausn
og umbreytingu, rétt eins og list
greinin sjálf, en þau eru samt áfram
stofnanir sem verða að láta opinber
fjárframlög duga fyrir „framleiðslu“
hvers leikárs og þurfa jafnframt að
afla sér tekna með miðasölu og eru
að því leyti háð markaðnum, sölu
mennskunni, peningarnir ráða
ferðinni eins og endranær. Það þýð
ir ekki að leikskáldið eða leikritið sé
dautt, þótt orðin séu kannski göm
ul og úrelt. Að skrifa fyrir leikhúsið
er breytingum háð eins og allt ann
að innan leikhússins og það þarf
hugrekki til þess að horfast í augu
við þá staðreynd. n
n Leikhús í upplausn og umbreytingu n Frumsömdum verkum fækkar
Hlín Agnarsdóttir
ritstjorn@dv.is
„Æ færri frum-
samin verk eru
pöntuð af hálfu leikhús-
anna úr fórum leikskálda.
Fólk með reynslu
Jonas Hassan Kehmiri,
Arne Lyngre, Berit
Gullberg.