Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 27
Helgarblað 2.–5. maí 2014 Fréttir Erlent 27 Þ úsundir ungra kvenna ferðast á hverju ári til Hong Kong í Kína, fjár­ málamiðstöðvar þessa fjölmennasta ríkis heims, til að vinna sem þernur. Margar þeirra gera það af illri nauðsyn en draumar um betra líf og hærri tekj­ ur geta fljótt breyst í martraðir eins og dæmin hafa sannað. Á undan­ förnum misserum hafa fjölmargar konur stigið fram og sagt frá grófu ofbeldi sem þær verða fyrir af hálfu vinnuveitenda sinna. Breska ríkis­ útvarpið, BBC, fjallaði um málið á dögunum. Meirihluti orðið fyrir ofbeldi Talið er að fjöldi þerna, eða kvenna sem vinna við heimilishjálp í Hong Kong, sé rúmlega þrjú hundruð þúsund. Margar þessara kvenna koma frá öðrum ríkjum Asíu, flestar frá Indónesíu og Filippseyj­ um. Í könnun sem gerð var í fyrra á vegum samtaka um réttindi far­ andverkamanna voru 3.000 þern­ ur spurðar út í hagi sína. Í ljós kom að 58 prósent höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af einhverju tagi af hálfu vinnuveitenda sinna, 18 pró­ sent fyrir líkamlegu ofbeldi og sex prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hærri tekjur í Hong Kong Rohyati er 26 ára kona frá Indó­ nesíu sem fór til Hong Kong til að vinna sem þerna. Áður hafði hún um tveggja ára skeið unnið sem húshjálp í Singapúr. Þegar fað­ ir hennar lést greip Rohyati til þess ráðs að flytja til Kína til að sjá sér og börnum sínum þremur farborða. Hong Kong þykir eftir­ sóknarverður staður enda eru tekjur þar hærri en gengur og ger­ ist í öðrum ríkjum eða borgum Asíu. Þá er starfsmönnum tryggð­ ur einn hvíldardagur í viku sem ekki er í boði annars staðar. Eftir að hafa unnið í tvær vikur fyrir vinnuveitanda sinn í Hong Kong fór að bera á andlegu og líkam legu ofbeldi. Vinnuveit­ andinn, eldri kona, sló hana með­ al annars í andlit í nokkur skipti og beitti hana öðru ofbeldi. „Ég veit ekki hvers vegna hún gerði þetta. Stundum virtist henni alls ekki vera sama um vel­ ferð mína; hún spurði hvernig ég hefði það og hvort ég væri nokkuð svöng,“ segir Rohyati. Að lokum fór svo að hún kærði vinnuveitanda sinn til lög­ reglu í febrúar síðastliðnum en ástæðan var hræðileg saga indónesískrar verkakonu, Erwinu Sulistyaningsih, sem var misnotuð og pyntuð hrottalega. Marin og brennd Saga Erwinu komst í heimsfrétt­ irnar ekki alls fyrir löngu og vöktu myndir sem birtar voru af henni á sjúkrabeðinum talsverða athygli. Hún var blá og marin og á hönd­ um hennar og fótum mátti sjá að ætandi efnum hafði verið hellt yfir hana. Fyrrverandi vinnuveitandi hennar, Law Wan­tung, er nú fyrir dómi í Hong Kong vegna málsins. Í kjölfar umfjöllunar um mál þerna eins og Erwinu og Rohyati virð­ ist sem vitundarvakning hafi átt sér stað í Hong Kong um að víða sé pottur brotinn í málefnum er­ lendra verkamanna. Eins og þrælar Amnesty International birti skýrslu um málefni verkamanna í Hong Kong, sér í lagi frá Indó­ nesíu, á dögunum. Í henni kom fram að þúsundir indónesískra kvenna lifðu í raun eins og þrælar. Yfirvöldum í Indónesíu og í Kína hefði mistekist að vernda þessar konur gegn ofbeldi og kúgun. Hans Ladegaard, prófessor og sérfræðingur í málefnum inn­ flytjenda, hefur rannsakað þessi mál undanfarin ár. Hann segir að víða sé pottur brotinn og ofbeldi gegn erlendum verkakonum sé algengt. Konur frá Indónesíu séu berskjaldaðri en stöllur þeirra frá Filippseyjum vegna þess að al­ mennt séu þær yngri, minna menntaðar og lélegri í ensku. Þá kjósi íbúar frekar að ráða í vinnu konur frá Indónesíu vegna þess að þær samþykkja lægri laun og séu „hlýðnari“. Þetta orðalag, hlýðn­ ari, komi frá ráðningarskrifstofum sem hljóti að bera sína ábyrgð. Sagt að vera þolinmóð Indónesískar þernur eru jafnan ráðnar til reynslu og fá þær greitt undir lágmarkstaxta fyrstu mánuðina, eða þar til þær sanna sig í starfi. Lágmarkslaun í Hong Kong eru tæpar 60 þúsund krónur á mánuði. Í skýrslu Amnesty eru ráðn­ ingarskrifstofur, bæði í Hong Kong og Djakarta, gagnrýndar harðlega fyrir að gera ekki nóg til að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna. Eftir að bera fór á ofbeldi hjá vinnuveit­ anda Rohyati hafði hún samband við umboðsskrifstofu sína. „Mér var sagt að vera þolinmóð, halda áfram að vinna og bíða í sex mánuði,“ segir hún. Sem fyrr segir breyttist ekkert og fór svo að hún kærði vinnuveit­ anda sinn til lögreglu. Ladegaard segir að fátítt sé að þernur kæri vinnuveitendur sína. Ástæðan sé sú að slík mál taki of langan tíma í kerfinu, tíma sem fá­ tækir farandverkamenn geta illa eytt í bið. n Barðar og brenndar þernur í Hong Kong n Meirihluti þerna í Hong Kong verður fyrir ofbeldi n Pottur víða brotinn Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Marin og brennd Erwiana varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu vinnuveitanda síns. Kærði Rohyati ákvað að kæra vinnuveitanda sinn eftir að hann beitti hana ofbeldi. Því miður er fátítt að þernur leiti réttar síns. „Mér var sagt að vera þolinmóð, halda áfram að vinna og bíða í sex mánuði. Víða pottur brotinn Hans Ladegaard hefur rannsakað mál erlendra farandverka- kvenna í Hong Kong. Hann segir að víða sé pottur brotinn. Hrint fyrir járnbrautarlest Heimilislaus 38 ára karlmaður í París í Frakklandi hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að hrinda konu fyrir lest í tilefnis­ lausri árás. Á myndbandsupptök­ um sást hvar konan stóð við tein­ ana og maðurinn nálgaðist hana hægt og rólega. Þegar lestin kom aðvífandi hrinti maðurinn henni fyrirvaralaust í veg fyrir lestina. Betur fór en á horfðist því kon­ unni tókst með naumindum að komast af brautarteinunum áður en lestin kom. Hún slapp með minniháttar meiðsl. Engin tengsl eru milli mannsins og konunnar og því var um tilviljunarkenndan verknað að ræða. Atvinnuleysi aldrei meira Atvinnuleysi á Ítalíu í mars­ mánuði mældist 12,7 prósent. Þetta kemur fram í tölum sem ítalska hagstofan birti á dögun­ um. Í febrúar mældist atvinnu­ leysi 13 prósent. Þetta þýðir að 3,2 milljónir Ítala eru án vinnu. Atvinnuleysi er mest meðal ungra Ítala, eða undir 25 ára. Í mars mældist það 42,7 prósent sem er með því hæsta sem mælst hefur. Verkalýðsfélög á Ítalíu til­ einkuðu mörg 1. maí baráttunni fyrir auknum atvinnutækifærum fyrir ungt fólk. Segir Eurovision „áróður fyrir samkynhneigð“ Rússneski þingmaðurinn Vitaly Milonov hefur sent Eurovision­ nefnd Rússlands harðort bréf þar sem hann hvetur eindregið til þess að landið taki ekki þátt í keppninni í ár. Er það helst kepp­ andi Austurríkis, Conchita Wurst, sem fer fyrir brjóstið á honum. Kallar hann keppnina ýmist „Só­ dóma­sýningu“ eða „risastóra gleðigöngu“ í bréfinu sem og á Twitter. „Það að klæðskipting­ ur og tvíkynjungur sem Conchita Wurst deili sviði með rússnesk­ um söngvurum er augljóst merki um áróður fyrir samkynhneigð og andlega hrörnun,“ skrifar Milonov í bréfi sínu. Þess má geta að Milonov var einn flutn­ ingsmanna umdeildra laga sem banna „áróður fyrir samkyn­ hneigð“ í Rússlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.