Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 2.–5. maí 2014 Ég mun sakna hans Litlar fermingarstelpur á túrÓgurlega kerlingarskass Arnar Björnsson segir fórnarlamb Hjartar Júlíusar góðan strák. – DV Guðrún Bryndís Karlsdóttir frétti að menn hefðu áhyggjur af hroka hennar og viðmóti. – DV Y ndislegt vísnakver mitt með sama nafni og pistill dagsins er í dag nánast ófáanlegt. En það var nú ekki þetta sem ég ætlaði að rita um á þessari stundu. Það sem ég vil í dag gera, er að ræða við ykkur um sanngirni og svik. Þegar gullöndin Ísavía er búin að verpa mörgum gulleggjum í hreið- ur þeirra sem fengu þjónustusamn- inga á silfurfati hér í eina tíð, þá er ekkert annað en sanngjarnt að starfsmenn slíks fyrirtækis, þ.e.a.s. þeir sem vinna verkin, vilji fá hluta arðsins í sinn gogg. Og svona virkar sanngirnin, hún setur fram kröfu um leiðréttingu þegar einn aðili er frekari en hinir og hún krefst þess að farið sé að réttlátum leikreglum. Sá galli er þó á okkar siðprúða sam- félagi, að alltaf skjóta upp kollinum steggir sem eru vissir um að þeir eigi að fá meira brauð en allir hinir fugl- arnir á tjörninni. Og hér verð ég að draga upp skýr- ingarmynd, svo allir geti áttað sig. Hér var eitt sinn maður í ríkis- stjórn, framsóknarmaður og hann heitir Finnur Ingólfsson (eða hét það allavega síðast er ég vissi). Finnur þessi var sannfærður um að hann ætti skilið að leggjast þvers- um í ríkisjötuna og hirða úr henni allt sem hann langaði að eignast. Og fyrir vikið var hann uppnefndur góði hirðirinn. Hann hirti sem sagt allt sem hann kom höndum yfir og núna líður honum ábyggilega alveg gasalega vel; vitandi það að hann varð þjóð sinni til skammar allan þann tíma sem hann þóttist vera að vinna henni gagn, og vitandi að sú skömm mun ávallt fylgja hon- um. Hann er ábyggilega fullkom- lega áhyggjulaus og sáttur við öll sín glappaskot. En kæru vinir, nú er komið að því: Núna ætlar Finnur Ingólfs- son að snúa aftur. Já, ég hef það eftir framsóknarmanni sem er eins áreiðanlegur og þeir gerast. Þessi maður segir mér þau tíðindi, að nú ætli Finnur Ingólfsson að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum. Flokkurinn hefur sem sagt ákveðið að sýna sitt rétta andlit, koma til dyranna einsog hann er klæddur og leggja öll spilin á borðið. Reynd- ar mun þetta vera fyrst og fremst gert til að taka athyglina frá öllum sviknu loforðunum sem flokkurinn burðaðist með inní síðustu kosn- ingar – en það er nú ábyggilega aukaatriði. Það er ekki alveg vitað hvaða himpigimpi verða með Finni á listanum, er hermt er að Valgerð- ur Sverrisdóttir og Vigdís Hauks- dóttir séu báðar að íhuga að koma flokki sínum til bjargar. Minn óá- reiðanlegi heimildarmaður heldur því allavega fram, að þær hafi ekki tekið af öll tvímæli. n Simmi Dabbi, drengurinn, djúpt í flórinn sokkinn, núna tekst að tæla Finn til að jarða flokkinn. Aldrei kaus ég Framsókn Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Myndin Í vorverkum Mörgum þykir freistandi að spretta aðeins úr spori þegar veðrið skánar og akstursskilyrðin verða ákjósanleg. Þá er gott að halda sér á löglegum hraða. Mynd SiGtryGGur Ari Hallalaus fjárlög ekki í boði útgerðarinnar R íkisstjórninni hefur orðið lítið úr verki fyrsta árið. Þrátt fyrir langar þingmála- skrár hafa málin látið bíða eftir sér. Nú þegar líður að þinglokum er til að mynda komið í ljós að frumvarp um heildarendur- skoðun á fiskveiðistjórnunarkerf- inu mun ekki koma fram. Það kem- ur nú kannski engum á óvart enda um flókin mál að ræða og vonandi mun ríkisstjórnin bera gæfu til þess að vinna þau mál betur og nýta þá tímann til að eiga samráð um málið. Þegar það lá fyrir að þetta stóra mál kæmi ekki inn í þingið var hins vegar mælt fyrir frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum. Verði þetta frumvarp að lögum þýðir það að tekjur ríkisins dragast saman um hartnær tvo milljarða á ársgrunni og kemur sú lækkun til viðbótar við þá lækkun veiðigjalda sem varð í sumar en eins og kunnugt er var það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöld um sex og hálfan milljarð á ársgrunni strax á sumar- þingi 2013. Því var andmælt og tug- þúsundum undirskrifta safnað til að andmæla þeirri lækkun en ekki var hlýtt á þær gagnrýnisraddir. Í framhaldinu fór í gang fjárlaga- vinna þar sem stór orð voru látin falla um ýmsar smáupphæðir – mið- að við þær sem fóru í að lækka veiði- gjöld – og nánast hvað sem er var rökstutt með markmiðinu um halla- laus fjárlög. Þannig mátti hækka álögur á námsmenn til að ná 180 milljónum í kassann og hækka mátti komugjöld á heilsugæsluna um 90 milljónir til að ná hallalausum fjár- lögum. 400 milljónir voru skornar af þróunaraðstoð við fátækustu ríki heimsins. Það átti meira að segja að fara að rukka fólk fyrir að leggj- ast inn á spítala og ná þannig í nokk- ur hundruð milljónir til að ná mark- miðinu um hallalaus fjárlög. En þegar ákveðið er að lækka álögur á útgerðina um tvö þúsund milljón- ir er ekki minnst aukateknu orði á hallalaus fjárlög. Þegar ráðherrar ríkisstjórnar- innar eru spurðir út í tekjuáhrifin á ríkissjóð yppta menn öxlum og telja að ekki þurfi að setjast sérstak- lega yfir þetta, fjárlög ríkisins séu stór og mikil og þetta hlutfallslega lítið. Samt er það nú svo að á þrem- ur árum nemur tekjutap ríkissjóðs alls vegna lækkunar veiðigjalda 18,8 milljörðum. Krónurnar eru greini- lega metnar á mismunandi hátt hjá Jóni og séra Jóni, sársaukamörkin liggja annars staðar hjá veiku fólki og stúdentum eða þeim sem reka útgerðina. Staða ríkissjóðs er þó ekki aðal- málið þó að hún sé mikilvæg held- ur sú grundvallarhugmyndafræði að þeir sem fá leyfi til að yrkja auð- lindina sem er sameign okkar allra greiði sanngjarnt gjald af þeim hagnaði sem þeir hafa af þeirri starfsemi; m.ö.o. að þjóðin fái hlut- deild í þeim arði sem nýting sjáv- arauðlinda skapar. Allt tal um að afkoma útgerðarinnar hafi versn- að svo mjög að það sé rétt að lækka veiðigjöldin enn meira hefur holan hljóm í ljósi þess að árið 2012 var metár í sögu útgerðarinnar, og þó að afkoman hafi rýrnað síðan þá ligg- ur eigi að síður fyrir að framlegðin er enn mikil, talsverður arður hefur verið greiddur út til útgerðarmanna og verð í kvótaviðskiptum bendir til ágætrar afkomu; ekki er heldur ólíklegt að matvælaverð eigi eftir að hækka á næstu árum. Grundvallar- atriðið er eftir sem áður að þeir sem fá rétt til að nýta auðlindina greiði fyrir það sanngjarnt gjald. Því miður hefur það verið for- gangsmál nýrrar ríkisstjórnar að lækka gjöld á þessa aðila og svo mik- ið liggur á að það þarf ekki einu sinni að setjast yfir heildaráhrifin á ríkis- sjóð. Þeir eru nefnilega stikkfrí frá markmiðinu um hallalaus fjárlög. n Ólafi Ólafssyni var heitt í hamsi eftir tap gegn KR. – Stöð 2 Sport 1 Magnús Scheving og Hrefna Björk nýtt par Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir eru nýtt par. Magnús skildi nýlega við eiginkonu sína Ragnheiði Melsted en þau höfðu verið saman um árabil. Magnús var í helgarviðtali í DV í síðasta mánuði og sagðist standa á krossgötum í lífi sínu. „Það er margt sem hvílir á mér. Ég er á miklum tímamótum persónulega. Ég á stórafmæli á árinu og ég gekk í gegnum áfall í einkalífinu. Skilnað. Það er mikill söknuður yfir því. Skilnaður er erfiður og hann er sár og það er sérstaklega erfitt fyrir börnin. Það vill auðvitað enginn ganga í gegnum skilnað en slíkt gerist. En lífið heldur áfram og ég er staðráðinn í að finna hamingjuna.“ 38.550 hafa lesið 2 Eldri hjón stigu í veg fyrir lest Hjónin Earl og Mary Myatt létust á sunnudag er þau stukku í veg fyrir lest í Oneida- sýslu í New York. Þau höfðu verið gift í 42 ár en Mary fékk heilablóðfall í janúar, sem olli alvarlegum heilaskaða. Þurfti hún að vera mánuðum saman á gjörgæslu og var enn mjög veik. Fyrir sjálfsvígið hr- ingdi Earl í son þeirra hjónanna, sagðist elska hann og baðst afsökunar. 17.873 hafa lesið 3 Nauðgaði barni um brúð- kaupsnótt á meðan eigin- konan svaf í næsta herbergi Dómstóll í London hefur dæmt William Jordan, 59 ára Breta, í átján ára fangelsi fyrir að nauðga táningsstúlku kvöldið sem hann gekk í hjónaband. Eiginkona hans svaf í næsta herbergi, árið 1973, á meðan Jordan nauðgaði stúlkunni, sem var fjórtán ára. „Brúðkaupsnótt þinni varðir þú heima hjá vinum þínum, með eig- inkonu þinni, sem var sextán ára og langt gengin með barn ykkar. Um nóttina fórst þú inn til barnsins, þar sem þú nauðgaðir henni á ofbeldisfullan hátt,“ sagði dómar- inn er hann kvað upp dóm sinn. 17.189 hafa lesið 4 „Ég var rekin í dag“ „Þetta er náttúrlega leiðinlegt. En auð- vitað hefur maður fulla trú á öllum sem vinna þarna. Það eru allir mjög bjartsýnir og ég hef fulla trú á þessu verkefni,“ segir Unnur Eggertsdótt- ir, söngkona og dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöð- inni Bravó. Öllum starfsmönnum var sagt upp hjá Konung- lega kvikmyndafélaginu á miðvikudag, en það er með sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, sem nýlega hófu göngu sína, á sínum snærum. „Það er mjög mikil áhætta, og ég vissi það þegar fór í þetta verkefni,“ sagði Unnur í sam- tali við DV.is á miðvikudagskvöld. 12.073 hafa lesið Mest lesið á DV.is Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri-grænna Aðsent „… á þremur árum nemur tekjutap ríkissjóðs alls vegna lækkunar veiðigjalda 18,8 milljörðum. 5 Öllum sagt upp Öllu starfs-fólki Konunglega kvikmyndafé- lagsins hefur verið sagt upp störfum. Konunglega kvikmyndafélagið rekur fjölmiðlana Bravó og Miklagarð en það leitar nú að nýju hlutafé til að styrkja rekstur félagsins. 11.195 hafa lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.