Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 2.–5. maí 201430 Umræða Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni S varthöfði var lengi í vel í fararbroddi framfara á stjórnmálaferli sínum. Hann leysti meðal annars vanda- mál sem hafði plagað lýðveldið – síðar keisaraveldið – frá örófi alda: Vandinn með helvítis unglingana. Það er ástæða fyrir því að það menn hafa á öllum tímabilum – alltaf – kvartað yfir æskunni: Unglingar eru plága. Sérstaklega nú árið 2014, með „snjallsímana“ sína, „geisla- spilarana“ og „RÚV“-ið sitt. Nú hafa þeir nefnilega ótal- marga möguleika til að pirra fólk. Með aldrinum hafa augu Svarthöfða opnast og hann veit að Íslendingar þurfa að ganga skrefi lengra en hann gerði á sínum tíma. Það er ekki nóg að klóna bara her- menn. Það þarf að klóna almenn- ing líka. Besta leiðin til þess að gera þetta er þessi. Finnum genatískt fram- úrskarandi einstaklinga af báðum kynjum. Það er nóg að finna einn karl og eina konu. Svarthöfði legg- ur til að sótt verði í kostum hlað- ið genamengi Heimdallar í þessu skyni. Klónum þau svo bara og njótum þess að horfa upp á stillta og prúða unglinga, sem drekka ekki kók og hanga í sjoppum heldur klæða sig pent og ræða frelsi og skipulags- mál, þótt þau viti reyndar ekki rass- gat um þau. Hvað hina – hvimleiðu ungling- ana – varðar, þá bendir Svarthöfði á fordæmi í stjórnvaldsskipun 66. Eða eins og þið jarðarbúar seg- ið um litlu hvuttana, þá getum við „farið með þau í sveitina“. n Leynilegar kosningar „Í sveitina“ með þau! É g man þegar ég flutti til Wash- ington, höfuðborgar Banda- ríkjanna, fyrir bráðum 40 árum. Þá héngu þar víða uppi í skóvinnustofum, efna- laugum og öðrum vinnustöðum myndir af John F. Kennedy forseta, sem hafði verið myrtur í Dallas fá- einum árum fyrr. Fátækt blökku- fólk heiðraði minningu fallins for- seta. Nær hefði verið að hafa þarna heldur uppi hangandi myndir af mér, var haft eftir Lyndon B. John- son, sem tók við forsetaembættinu eftir Kennedy. Johnson kom lang- þráðri mannréttindalöggjöf í gegn- um Bandaríkjaþing 1964 gegn harðri andstöðu repúblikana og einnig demókrata frá suðurríkjun- um. Kennedy kom fáum frumvörp- um gegnum þingið, en þar var John- son öllum hnútum kunnugur. Lyndon Johnson Nú gengur fyrir fullu húsi á Broad- way nýtt leikrit, All the Way, eftir bandaríska leikskáldið Robert Schenkkan. Leikritið segir söguna af fyrsta ári Johnsons í Hvíta hús- inu, 1964. Johnson lagði allt kapp á að koma mannréttindafrumvarpi Kennedys gegnum þingið og tryggja þannig sjálfum sér endurkjör 1964. Bryan Cranston leikur LBJ af því- líkri list, að ég hef sjaldan séð ann- að eins á sviði. Cranston varð fræg- ur í hlutverki efnafræðikennarans, sem lendir í fjárþröng og snýr sér að eitur lyfjaframleiðslu í sjónvarps- þáttunum Breaking bad, 60 tíma stím, hvergi dautt augnablik. Sagan frá 1964 á erindi við nútím- ann. Þá voru innan við 100 ár liðin frá lokum borgarastríðsins, sem kost- aði 600.000 Bandaríkjamenn lífið, einnig Abraham Lincoln, merkasta forseta landsins fyrr og síðar. Borg- arastyrjöldin snerist í reyndinni um rétt meiri hluta landsmanna til að skerða rétt minni hlutans í suðurríkjunum til þrælahalds. Sig- ur norðurríkjanna leiddi til afnáms þrælahalds 1865, en með því lauk þó ekki baráttunni fyrir fullum réttind- um blökkumanna. Lyndon Johnson einsetti sér að feta slóð Lincolns og fá þingið til að samþykkja mannréttindalög til að girða fyrir mismunun á grund- velli kynþáttar, litarháttar, trúar- bragða, kynferðis eða ætternis. Þetta þóttu sjálfsögð mannréttindi víða í Vestur- Evrópu, en ekki í Bandaríkjunum. Johnson þurfti að vaða eld og reyk, svo hörð var and- staðan af hálfu þeirra, sem töldu sér ógnað, fengju svartir menn og hvít- ir að sitja við sama borð. Johnson beitti ýmsum brögðum til að koma frumvarpinu í gegnum báðar deildir þingsins. Hann skirrðist ekki við að hræða líftóruna úr andstæðingum sínum og hikandi samherjum eða jafnvel múta þeim, m.a. með því að lofa stuðningi við lítilmótlegt kjör- dæmapot. Blökkumenn undir forustu dr. Martins Luther King voru viðkvæm- ir fyrir málamiðlunum, sem John- son hugleiddi til að koma málinu í höfn, og hótuðu fjöldamótmælum. Þeir brugðust ókvæða við, þegar Johnson féllst á að veikja ákvæði um jafnan kosningarétt svartra og hvítra í frumvarpinu. En Johnson sagði: Tökum eitt skref í einu, jöfn- un kosningaréttarins er næst á dag- skrá. Klukkan gekk. Johnson varð að koma frumvarpinu fram í tæka tíð fyrir forsetakjörið í nóvember 1964. Hann barðist eins og ljón. Hann þurfti 67 atkvæði af 100 í öldunga- deildinni til að stöðva nær tveggja mánaða málþóf andstæðinganna. Það tókst, með herkjum. Hubert Humphrey, síðar varaforseti, átti sinn þátt í því. Frumvarpið var sam- þykkt í báðum þingdeildum með 70% atkvæða gegn 30%. Vitað var, að meiri hluti kjósenda studdi frum- varpið. Hvað gerðist næst? Norska Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti í október, mánuði fyrir kosningar, að Martin Luther King skyldi hljóta friðarverðlaun Nóbels, 35 ára að aldri. Ég man ekki viðbrögðin, sem verðlaunin vöktu meðal and- stæðinga Johnsons í aðdraganda kosninganna, en víst má telja, að viðurkenningin hafi sefað blökku- menn og blásið þeim kjark og sig- urvon í brjóst. Mánuði síðar sigr- aði Johnson keppinaut sinn, Barry Goldwater, frambjóðanda repúblik- ana, með 61% atkvæða gegn 39%, og 95% blökkumanna kusu John- son. Árið eftir, 1965, efndi Johnson heit sitt og keyrði jafnan kosninga- rétt hvítra og svartra í gegnum þing- ið með miklum brag. Að standast próf Átti Johnson að gefast upp fyrir þeim, sem sögðust hafa heilagan rétt til endalauss málþófs? Átti hann að gefast upp fyrir þeim, sem sögðu jafnan rétt hvítra og svartra brjóta gegn stjórnarskránni? Átti hann að gefast upp fyrir þeim, sem sögðu, að um viðkvæm lög, sem snerta stjórn- arskrána, þurfi að ríkja víðtæk sátt í þinginu? Nei, auðvitað ekki. Johnson bauð þrjótunum byrginn. Hann taldi, að málþóf í þágu rangs málstaðar og mannréttindabrota verði réttsýnir menn að stöðva eins og lögin leyfa. Hann taldi það fjarstæðu, að jafnrétti kynþáttanna brjóti gegn stjórnar- skránni. Og hann taldi fráleitt, að um framför mannréttinda þurfi að ríkja víðtæk sátt á þingi, því að minni hlut- inn, sem nærist á ranglæti og mis- munun, mun ævinlega berjast gegn jafnrétti og verður því að lúta í lægra haldi skv. leikreglum lýðræðisins. Johnson stóðst prófið 1964 með miklum brag. Jóhanna Sigurðar- dóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson kol- féllu á sama prófi 2013, þegar þau heyktust á að neyta aflsmunar á Al- þingi fyrir samþykkt nýrrar stjórnar- skrár í samræmi við skriflegar yfir- lýsingar meiri hluta þingmanna og í samræmi við vilja kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 2012. n Frá Broadway til Alþingis„ Jóhanna Sigurðar- dóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir kolféllu á sama prófi 2013. „Eitt má þó segja um Breta. Þeir veita níðingum makleg málagjöld. Hvenær hafa barnaníðingar verið dæmdir í 18 ára fangelsi á Íslandi?“ Segir Jón M. Ívarsson í athuga- semd við frétt um breskan barnaníðing sem nauðgaði barni árið 1975. Maðurinn, William Jordan, var dæmdur í 18 ára fangelsi á miðvikudag. 12 „Finnst nú bara hálf kjánalegt að þetta er búið að vera svona í mörg ár, og núna fyrst á að banna þetta af því að einn lítill vesalingur gat ekki haft stjórn á sér í hvorki drykkju né hegðun.“ Þetta segir Húni Hlér Einars- son í athugasemd við frétt sem segir frá útskriftarnemum í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem verða allir látnir blása í áfengismæla á dimisjón í dag, föstudag. Hjalti Jón Sveins- son skólameistari tilkynnti nemendum á miðvikudag að gerðar yrðu ráðstafanir svo nemendur færu ekki inn í skólann undir áhrifum áfengis þennan dag. 5 „Svo hræðilegt … en samt svo fallegt á einhvern hátt líka.“ Segir Jón Kristjánsson um eldri hjón sem frömdu sjálfsvíg í New York eftir erfið veikindi. 19 „Oh en rómó og næs, one big happy Vísis-familý, vinna saman myrkranna á milli og búa svo saman líka; 24-7 samvera alla leið og alltaf... ;)“ Þetta skrifar Hjördís Vilhjálmsdóttir við frétt þess efnis að öllum starfsmönnum Vísis hf. á Djúpavogi og Húsavík hafi verið boðið í kynningarferð til Grindavíkur. Sem kunnugt er ætlar Vísir hf. að flytja alla starfsemi fyrirtækisins til Grinda- víkur og hefur boðið starfsfólki sínu að vinnu þar. Meðal þess sem þeir skoðuðu var blokk í Grindavík sem Vísir ætlar undir búsetu starfsmanna sinna. 14 „Vona sannarlega að hann komi heill frá þessu og að sannleikurinn sigri. Hann var farin að trampa óþægilega á aumum tám.“ Segir Baldur Bjarnason í frétt þar sem fjallað er um fyrirtöku á máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Andersen. Gunnar er sakaður um að hafa brotið þagnarskyldu í starfi sýnu sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 14 Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari Svarthöfði Könnun Hefur þú séð kakka- lakka á Íslandi? 88,8% 11,2% n Já n Nei 216 ATKVÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.