Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 2.–5. maí 201414 Fréttir Dekkverk WWW.DEKKVERK.IS578 7474 OPIÐ ALLA DAGA frá 10–19 // ÓDýr ný Dekk // LYnGáS 20, GArÐABÆ „Ég lofa að gera þetta aldrei aftur“ J ónína Benediktsdóttir var með í veiðiferð Einars Sigmars Ólafssonar við Þingvallavatn um miðjan aprílmánuð. Einar hefur verið kærður fyrir að hafa þá veitt án leyfis sem og hafa drepið urriða úr vatninu. „Ég borgaði veiði- leyfið með honum Einari og var í rauninni sú eina af þessum þrem- ur sem veiddi eitthvað. Ég er mikil aflakló. Ég harma þetta, ég hafði ekki grænan grun. Ég veiddi þarna í góðri trú. Ég lofa að gera þetta aldrei aft- ur. Ég hef veitt í þjóðgörðum víða um heim,“ segir Jónína í samtali við DV. Jónína verður mögulega kærð „Ég elska að veiða, ég er mikil veiði- kona. Ég er alin upp á Húsavík þar sem mér var kennt að maður skyldi borða fiskinn sem við veiddum. Ég lifi enn í þeirri trú að þegar við veið- um eitthvað, eigum við að veiða okk- ur til matar. Að veiða fallegan urriða á fallegu vatni og grilla hann að kvöldi, það eru varla til betri lífsgæði. Ég þori ekki að borða þennan fisk, hann er bara í frystinum,“ segir Jónína. Ólaf- ur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörð- ur segir í samtali við DV að einungis Einar Sigmar hafi verið kærður. Lög- reglan á Selfossi rannsakar nú mál- ið og er ekki útilokað að Jónína verði kærð, líkt og Einar Sigmar. Barst fjöldi ábendinga Ólafur Örn segir nokkuð skýrt að Einar Sigmar hafi brotið reglur með veiðum sínum á Þingvallavatni. „Í fyrsta lagi er veiðimaðurinn þarna löngu fyrir veiðitíma. Í öðru lagi er veitt á bát og sennilega lagt á bát út frá landi þjóðgarðsins. Það er notað- ur spúnn sem er ekki það veiðarfæri sem er núna heimilt. Þannig að það er ekki rétt að veiðimaðurinn hafi verið þarna með tilskilin leyfi. Þetta eru grundvallaratriði í málinu. Þess vegna er hann kærður,“ segir hann. Þjóðgarðsvörður segir að þessi at- riði hafi verið gaumgæfilega skoðuð áður en Einar Sigmar var kærður. Hann segir að upphaf málsins hafi verið að honum hafi borist fjöldi ábendinga um þarna væri maður að veiða með ólögmætum aðferð- um. Að hans sögn gætir töluverðr- ar reiði meðal veiðimanna vegna veiða Einars. Ekki náðist í Einar við vinnslu fréttar. Enginn almenningur í Þingvallavatni Einar sagði í viðtali við Fréttablaðið að þjóðgarður gæti einungis sett reglur fyrir sitt land en ekki það sem væri hundrað og tíu metra frá landi. „Utan við það er almenningur sem allir, sem hafa á annað borð leyfi til veiða í vatninu, mega óskilyrt veiða í,“ sagði hann. Þetta segir Ólafur Örn vera alrangt. „Það er enginn al- menningur í Þingvallavatni. Vatnið er mjög sérstakt að því leyti að all- ar jarðir ná út í miðpunkt vatnsins. Það er að segja að eignarlönd eru út í mitt vatn og svo á hver sinn geira,“ segir hann. „Ég vissi ekkert af þessum lögum“ Einar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann hafi haft veiðileyfi frá ábúanda á Kárastöðum. „Staðreynd- ir málsins eru þær að Kárastaðir eru innan þjóðgarðsins og í samning- um um Kárastaðajörðina og ábú- endur þar þá er það alveg skýrt að Kárastaðir og ábúendur þar verða að fara eftir þeim reglum og lög- um sem þjóðgarðurinn á Þingvöll- um og Þingvallanefnd setur,“ seg- ir Ólafur Örn. Hann segir það skýrt að ábúendum sé ekki heimilt að selja veiðileyfi með öðrum aðferð- um eða á öðrum tíma en þjóðgarð- ur hefur ákveðið. Þóra Einarsdóttir, staðarhaldari á Kárastöðum, segir í samtali við DV ekki hafa haft hug- mynd um að hún mætti ekki selja veiðileyfi. „Ég vissi ekkert af þessum lögum þjóðgarðsins fyrr en rétt fyr- ir helgi. Það var ekkert talað við mig um eitt né neitt, eins og mér kæmi þetta ekkert við. Ég seldi veiðileyfið eins og venja er og hefur alltaf ver- ið. Ég hef gert það í fjörutíu, þrjátíu ár og svo allt í einu setur þjóðgarður einhverjar reglur sem mér eru ekki kynntar. Ég gerði þetta í góðri trú,“ segir Þóra. Ólafur Örn bendir á að Þing- vallanefnd og þjóðgarður þurfi ekki að tilkynna staðarhöldurum um lög og reglur. „Það þarf ekki að láta vita, hún er með samning um ábúð á Kárastaðalandinu. Í samningnum segir skýrt og greinilega frá því að ábúandinn þar eigi að fara að lög- um og reglum sem Þingvallanefnd og þjóðgarður setur. Auðvitað verður fólk að vita slíkt ef það er að nýta jörð sína. Hún veit þetta núna en vissi það sennilega ekki áður,“ segir hann. Undrast á „fárinu“ Í aðsendri grein sem birtist í Frétta- blaðinu fyrsta maí undrast Einar á „fárinu“ vegna veiða hans. Telur hann að „Þingvallanefnd ásælist veiðirétt ábúenda á Kárastöðum.“ Telur Einar að verði hann dæmd- ur sekur sé það merki um að Þing- vallanefnd telji veiðileyfasölu Kára- staða markleysu. Minnist hann þó hvergi á hvort hann hafi veitt á bát eða notað spún, sem bæði er óheimilt. „Gætum okkar vel á því að leggjast ekki á sveif með frið- unarsinnum sem sýna af sér til- burði offara,“ skrifar Einar í grein sinni. n n Veiðifélagi Jónínu Benediktsdóttur kærður fyrir veiði án leyfis Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Örlagarík veiðiferð Hér má sjá mynd sem Jónína Ben deildi á Face- book. Á myndinni má sjá urriðana sem veiddir voru í Þingvallavatni. Einar hefur verið kærður fyrir veiðina. „Ég vissi ekkert af þessum lögum Fjölgun á leigumarkaði Heimilum í leiguhúsnæði á al- mennum markaði hefur fjölgað umtalsvert síðan 2007. Það ár voru 15,4 prósent heimila í leigu- húsnæði á almennum markaði en 24,9 prósent árið 2013. Þetta kem- ur fram í tölum sem Hagstofa Ís- lands birti á mánudag. Árið 2007 var hlutfall heimila í leiguhúsnæði á almennum mark- aði svipað og hlutfall heimila í leiguhúsnæði í gegnum hvers kyns búsetuúrræði á borð við félags- legar leiguíbúðir sveitarfélaga og námsmannahúsnæði, eða 7,6 pró- sent samanborið við 7,8 prósent. Fjölgunin var hins vegar meiri í fyrrnefnda hópnum og árið 2013 voru 14,2 prósent heimila í leigu- húsnæði á almennum markaði en 10,7 prósent í búsetuúrræði. Leigjendum á almennum markaði hefur ekki aðeins fjölgað, heldur hefur samsetning hópsins breyst, bæði hvað varðar aldur, heimilisgerðir og tekjur. Eftir 2007 jókst hlutfall fólks á aldrinum 25– 34 ára á almennum leigumarkaði hraðar en í eldri aldurshópum, úr 8,6 prósentum í 23,7 prósent. Á sama tíma hækkaði hlutfall leigjenda á almennum markaði í lægsta tekjubilinu hraðar en á hærri tekjubilum, úr 9,5 prósent- um í 28,9 prósent. Þá hækkaði hlutfallið á meðal heimila ein- hleypra með eitt eða fleiri börn úr 9,7 prósentum í 27,7 prósent, sem er meiri aukning en mælist fyrir aðrar heimilisgerðir. Einstæðir og illa staddir Einstæðir foreldrar eru líklegastir til að lenda fyrir neðan lágtekju- mörk samkvæmt tölum sem Hag- stofa Íslands birti í vikunni. Rúm- lega 27 prósent einstæðra foreldra eru fyrir neðan lágtekjumörk. Árið 2013 var hlutfall Ís- lendinga sem mældust fyrir neð- an þessi mörk 9,3 prósent, en mörkin eru skilgreind sem 60 prósent af miðgildi ráðstöfunar- tekna heimila. Karlar sem búa einir voru líklegri en konur sem búa einar til að lenda fyrir neðan lágtekjumörk. Rúm 23 prósent einstæðra karla voru fyrir neðan mörkin á móti 9 prósentum ein- stæðra kvenna. Þá voru leigjend- ur mun líklegri en húseigendur til að lenda fyrir neðan lágtekju- mörk. Í tölum Hagstofunnar er tekju- dreifing á Íslandi einnig skoðuð. Frá árinu 2011 hefur hún lítið breyst; tekjuhæsti fimmtungur- inn hafði 3,3 sinnum hærri tekjur en sá tekjulægsti. Þessi munur var mestur árið 2009 þegar tekjuhæsti hópurinn var með 4,2 sinnum hærri tekjur en sá tekjulægsti. Dreift á Facebook Einar setti þessa mynd á Facebook-síðu sína þann 13. apríl síðastliðinn. Var myndinni dreift meðal veiðimanna sem komu henni að lokum til þjóð- garðsvarðarins á Þingvöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.