Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 2.–5. maí 2014 Fólk Viðtal 37 hvíldi mig eftir aðgerðina áður en ég fór aftur til Kenía.“ Alice fór þá með honum og stundaði þriggja ára leiðsögumannanám og var hún ein af um þrjátíu launalausum leið- sögumönnum National Museums of Kenya. Mikael vann á þessum tíma meðal annars hjá stéttarfélagi Sam- einuðu þjóðanna í Naíróbí sem var aukavinna fyrir utan hans daglegu störf. Stríðsástand Árin liðu og boltinn hélt áfram að rúlla. Mikael var yfirmaður í friðar- gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í fyrrverandi Júgóslavíu og var einn af yfirmönnunum en þangað hélt hann árið 1992. „Fólk sem réð ríkjum í New York mundi eftir mér og bað mig um að fara þangað en ég var fyrst ráðinn til að vera fulltrúi yfirmanna á veg- um Sameinuðu þjóðanna í Zagreb í Króatíu. Ég var þar tengiliður eða nokkurs konar sendifulltrúi. Hlut- verk mitt fólst í að tala við ríkis- stjórn Króatíu í deilunum við Serba og reyna að finna lausn svo hægt væri að halda leiðum opnum, verndað íbúa á svæðinu og skipta á föngum og gíslum. Ekki þótti óhætt að vera í aðalstöðvunum í Sarajevo svo fólk var flutt til Belgrad í Serb- íu og við vorum beðin um að finna nýjar bækistöðvar í Zagreb. Þá var ekki nauðsynlegt að hafa sendifull- trúa þannig að ég var fluttur til Sara- jevo.“ Þetta var sumarið 1992. Þarna var engin lognmolla. „Ég þurfti meðal annars að semja um vopnahlé svo það væri hægt að skipta á gíslum stríðsaðil- anna, koma veiku fólki frá Sarajevo í gegnum víglínuna til Belgrad til að komast á sjúkrahús og sjá um að landleiðin væri opin fyrir matvæla- flutninga til fólksins í Sarajevo. Þá þurfti fólk að semja við okkur um afnot flugvallarins. Konum var vísvitandi haldið í gíslingu og þeim nauðgað þangað til þær voru ekki bara ófrískar held- ur of seint að fara í fóstureyðingu. Þá var þeim sleppt. Alice aðstoðaði mig við að rannsaka nauðgunar- mál en konur eiga erfiðara með að tala um svona hluti við karlmann en konu. Hún gerði skýrslur sem ég vann síðan skýrslur upp úr og sendi áfram til New York.“ Þögn. „Endurminningar mínar frá Sarajevo eru ekki beinlínis góðar.“ Skotið á hópinn Mikael var einn daginn staddur á bílastæði fyrir framan höfuðstöðv- ar Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo og var í viðtali við fréttamann BBC þegar hópurinn heyrði hvin. Það var verið að skjóta á þá. „Ef þú hefur séð kúrekamynd- ir …; þetta hljóð var þó nokkuð svipað. Við flýttum okkur inn í bygginguna og ég hélt áfram með mína venjulegu vinnu. Þá var hringt til mín; hver það var veit ég ekki. Karlmannsrödd sagði að þeir hefðu ekki hæft mig þann daginn en þeir myndu ná mér daginn eftir. Sprengjum hafði verið varp- að þó nokkuð oft á bygginguna en við vissum ekki fyrir víst hver hafði skotið á hana. Ég passaði mig auð- vitað eins og ég gat og var alltaf með hjálm og í skotheldu vesti og ók oft um í brynvörðum bílum. Þetta var bara hluti af lífinu.“ Ævisagan komin út Ástandið hafði áhrif á sálina í Mikael. „Ég fékk áfallastreituröskun. Það fer enn hrollur um mig ef ég heyri hljóð, finn lykt eða upplifi eitthvað sem minnir mig á þennan tíma. Ég finn fyrir kvíða og vil stundum ekki tala við fólk. Það er stundum stuttur í mér þráðurinn og þetta truflar svefninn.“ Haukur Már Haraldsson skrifaði ævisögu Mikaels sem kom út í fyrra, Við skjótum þig á morgun, mister Magnússon. „Mér fannst ég vera að upplifa þetta aftur þegar ég var að rifja upp þennan tíma við vinnslu bókarinnar. Ég gat á tímabili ekki sofið nema í tvo tíma á nóttunni.“ Hvað með svefninn í dag? „Ég fæ fjögurra til fimm tíma svefn. Ég fer stundum allt í einu að gráta þegar ég sé fréttir í sjón- varpinu um svipaðar aðstæður sem minna mig á þennan tíma. Ég er núna ákaflega næmur fyrir því þegar farið er illa með fólk.“ Á eftirlaun í mótmælaskyni Jú, boltinn var enn á fleygiferð og lá leiðin aftur til Kenía þar sem Mikael var gerður umboðsmaður starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í landinu og stóð þar vörð um réttindi þess gagnvart yfirmönnum þess. „Ég komst að ýmsu. Yfirmenn hafa alltaf haft tækifæri til að losna við þá sem eru óþægilegir; starfs- menn komu til mín vegna ágrein- ings við yfirmenn en það var mikið um áreiti og einelti.“ Mikael var ekki sáttur við að lítið var gert í málunum og sendi meðal annars Kofi Annan harðort bréf þar sem hann lýsti vanhæfni samtak- anna til að taka á innri vandamál- um. „Ég fékk svar um að málið yrði athugað. Ég sendi síðan annað bréf þar sem ég spurði hvað hefði komið út úr þeirri athugun en fékk aldrei svar.“ Hann var ekki sáttur. „Ég fór á eftirlaun þegar ég var sextugur í mótmælaskyni.“ Síðan eru liðin 11 ár. Mikael og Alice fluttu til Suður- Afríku þar sem þau bjuggu í fimm ár. Hann var skipaður kjörræðis- maður Íslands í Pretoríu og á þeim tíma aðstoðaði hann við að setja á stofn íslenskt sendiráð og við stofn- un þess var hann skipaður sendi- ráðunautur og gegndi áfram starfi ræðismanns. Hvíta fjallaþorpið Mikael og Alice fluttu til Spánar þar sem þau búa í hvítu fjallaþorpi í Andalúsíu, Pruna. Þau búa þar í þriggja hæða húsi þar sem er útsýni til hæðanna í kring og svo blasir við lítið virki sem var byggt á meðan stríð stóð yfir á milli Norður-Afríku- búa og Spánverja. Margir sígaunar búa í þorpinu og heyra hjónin oft flamengósöngva þegar sól er gengin til viðar. Stund- um er sungið langt fram á nætur. „Heilsan hefur ekki verið sem best og hefur sett strik í reikn- inginn. Ég geng ekki eins mikið og ég gerði. Ég fer á fætur um hálf sex á morgnana vegna ýmissa einkenna og fer þá í göngutúr með hundinn.“ Hundur hjónanna heitir Nala. Dagarnir fara til dæmis í ýmsar rannsóknir sem tengjast Sam- einuðu þjóðunum og aðstoðar hann enn starfsfólk Sameinuðu þjóðanna við að sækja rétt sinn gagnvart sam- tökunum. Svo hefur Mikael verið að þýða kafla úr ævisögunni á ensku. Hjónin fá sér tapas á veitinga- stöðum í Pruna flesta daga vikunn- ar og þau ferðast um á sex vikna fresti: Niður á strönd, til Sevilla, Madrid. Bilbao, Valencia … „Svo förum við annað slagið heim til Íslands.“ n Svava Jónsdóttir Sprengjuregn og hleypt af byssum „Ég gat á tímabili ekki sofið nema í tvo tíma á nóttunni Mikael Magnússon „Ég fer stundum allt í einu að gráta þegar ég sé fréttir í sjónvarpinu.“ Mynd Sigtryggur Ari „Ég fékk áfalla- streituröskun Hjónin Fara annað slagið til Íslands en annars lifa þau ljúfu lífi í hvítu fjallaþorpi í Andalús- íu, Pruna. Þau búa þar í þriggja hæða húsi þar sem er útsýni til hæðanna í kring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.