Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 23
Helgarblað 2.–5. maí 2014 Fréttir 23 Henni líður í það minnsta mun bet- ur í dag.“ Hefur ekki hitt sálfræðing Aðstandendur þeirra sem svipta sig lífi þurfa að glíma við afleiðingarnar sem sjálfsvígið hefur á þá og þeirra líf. Guðmundur Óli hefur ekki þegið sálfræðiaðstoð en talar um þennan hræðilega atburð af mikilli yfirvegun og ró. Hann virðist vera mjög jarð- bundinn. „Ég held að bræður mínir hafi hitt lækni mömmu en enginn okkar hitti sálfræðing, nema sá sem er á ung- lingsaldri. Ég afþakkaði fundinn með lækninum því mér fannst ég ekki þurfa neina útskýringu á þessu. Ég var sáttur við það hvernig ég leit á að- stæður og er enn. Þetta er ákvörðun sem pabbi tók og ég virði hana. Okk- ar samband var mjög gott. Við unn- um saman í bakaríinu og þótt við höfum stundum rifist þá vorum við jafnfljótir að ná okkur niður eins og að æsa okkur upp.“ Fundu fyrir ást og umhyggju Guðmundur bjó í Reykjavík þegar þetta gerðist, eins og annar bróðir hans, en þeir fengu fréttirnar frá frænku sinni. Þegar þeir komu til Húsavíkur mættu þeir miklum stuðn- ingi. „Margir vinir okkar kíktu til okk- ar og höfðu samband við okkur. Heilt yfir fundum við fyrir ást og umhyggju í bæjarfélaginu. Okkur þótti vænt um samheldnina en margir buðust til að hjálpa okkur með allt sem við þörfn- uðumst. Jarðarförin var framund- an og mamma á gjörgæslu svo það þurfti að huga að mörgu. Hefði viljað hafa pabba lengur Það minntust samt fáir á að mamma væri á gjörgæslu. Það var ekki á allra vitorði. Ég heyrði ekki af sögum sem fóru af stað, kannski af því að ég er sonur hans.“ „Gæti ekki virt pabba meira“ „Það var augljóst að um sjálfsvíg var að ræða og enginn forðaðist að tala um það. Mér fannst ekki erfitt að tala um þetta. Kannski fannst öðr- um það. Mér finnst það svo vitlaus hugsun, þótt auðvitað séu öll sjálfs- víg ekki eins. Vinkona mín missti pabba sinn úr krabbameini. Hún þurfti að horfa upp á pabba sinn veikjast og á end- anum deyja vegna sjúkdómsins. Við lítum á fólk sem deyr úr krabba- meini sem hetjur en forðumst að ræða um fólk sem deyr úr þung- lyndi. Það fólk er álitið minna, heyr- ir maður oft. En ég held að ég hafi ekki getað virt pabba minn meira og þetta breytti því ekki. Það frem- ur enginn sjálfsmorð af því að hann langar til þess. Það er enginn ham- ingjusamur akkúrat á þeim tíma- punkti sem hann gerir það. Ef ég hefði val um að horfa upp á ástvin deyja úr krabbameini eða svona, þá myndi ég velja þetta í stað þess að þurfa að sjá hann kveljast lengi. Það hefði verið erfiðara fyrir mig.“ Guðmundur segir að bræður hans deili þessum skoðunum hans. Enginn þeirra hafi reiðst föður þeirra þrátt fyrir að þeir hafi aldrei fengið útskýringar á því af hverju þetta gerðist. Hefði viljað hafa hann lengur Samband hans við móður sína er gott. Að jafnaði tala þau saman þrisvar í viku. „Mamma hefur sagt að hún hafi ekki ætlað að reyna að svipta sig lífi þennan dag. Það bara gerðist eitthvað í höfðinu á henni sem hún man ekki eftir. Hún var undir áhrifum þunglyndislyfja og veit ekki hvað hún hugsaði á þess- um tíma. Ég reyni að hringja í hana eins oft og ég get. Nú hefur hún selt húsið og flutt svo það hefur margt breyst. Um páskana ræddum við hvernig viðhorf mitt til sjálfsvíga hefur breyst. Í kringum átján ára aldur- inn fannst mér þeir mjög sjálfselsk- ir sem gerðu slíkt en smám saman breyttist sú skoðun. Sem betur fer var ég kominn á aðra skoðun þegar pabbi dó. Auðvitað hefði ég viljað hafa pabba lengur hjá okkur en það verður að virða hans ákvörðun.“ Yngstu bræður Guðmundar voru þrettán og fjögurra ára þegar faðir þeirra dó. Guðmundur seg- ir að hann hafi aldrei reiðst þeirra vegna. „Sá yngsti skilur ekki mik- ið í þessu. Pabbi var með vinnu- skúr í garðinum og þegar hann fer inn í skúrinn talar hann um pabba. Hann talaði svolítið um hann um jólin og þegar hann sér stjörnu á himni segir hann: „Þarna er pabbi.“ Stundum fær hann kökk í háls- inn og minnist á pabba, en ég held að það sé jákvætt. Það er erfitt að horfa á hann og hlusta þegar hann er sorgmæddur og talar um pabba. Á móti er það mjög skemmtilegt þegar hann er glaður. Ég held að það sé alltaf jákvætt þegar hann minnist á pabba.“ Gott að ræða missi Sem betur fer hefur umræðan um sjálfsvíg opnast mikið á síðustu árum segir Guðmundur Óli. Fólk ræðir þessi mál með opinskárri hætti en áður. „Ef þú missir ein- hvern og talar ekki um það heldur þaggar það niður þá ertu að byrgja það inni. Sálfræðingar segja að það verði hættulegt eftir einhver ár. Mér hefur aldrei fundist erfitt að tala um þetta en ég hef áhyggjur af því að öðrum þyki erfitt að ræða þetta við mig. Að ræða um missi við einhvern er viðkvæmt en nauðsyn- legt. Sjálfum finnst mér erfitt að ræða við aðra um þeirra missi, dauðinn er svo viðkvæmt umræðu- efni. En þegar ég ræði um pabba þá er ég ekki að opna mig upp á gátt og gráta. Ég ræði hvað gerðist og það hefur virkað ágætlega fyrir mig. Í eina skiptið sem ég var vand- ræðalegur yfir því var útlendingur í vinnunni að spyrja mig út í mynd af pabba sem er húðflúruð á mig. Hann spurði hvernig hann hefði dáið og ég sagði að hann hefði fengið hjartaáfall. Eiginlega bara af því að hann skildi lítið í íslensku og ensku og það hefði verið flókið að útskýra þetta fyrr honum. Ég er ekki hræddur við að segja við fólk að hann hafi svipt sig lífi en við- brögðin eru yfirleitt vandræðaleg. Mér finnst það óþægilegt. Þá slæ ég á létta strengi og fer að ræða um eitthvað annað. En þetta er eina skiptið sem ég hef sagt að hann hafi dáið af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Umræðan jákvæð Á sínum tíma var greint frá því á vefsíðu DV að karlmaður hefði lát- ist af völdum skotsára í sumarbú- stað á Norðurlandi. Kom fram að ekkert saknæmt hefði átt sér stað og að bæjarbúar væru harmi slegn- ir vegna atburðarins. „Ég sá fréttina ekki strax en heyrði af henni. Fyrir mér var þetta ekkert leyndarmál. Það voru örugglega allir búnir að frétta af þessu sem þurftu að vita þetta. Sjálfur kippti ég mér ekki mikið upp við þetta en Hrannar bróðir varð svolítið pirraður. Það var bara svo margt annað sem var mér ofar í huga en að pæla í frétta- flutningi af þessu.“ Hann segir að fólk sé misjafnt og bregðist misjafnlega við. „Ef fólk vill pirra sig á þessu þá virði ég það. Þótt ég skilji það ekki þá á það rétt á því. Kannski er ég bara svona ró- legur sjálfur. Hugsunarháttur þessa fólks er öðruvísi enda tekur enginn eins á svona málum. Ef ég les um sjálfsvíg núna þá kemur það ekki verr við mig en það gerði áður. Þetta er alltaf jafn sorglegt. En ég fæ ekki kökk í hálsinn eða eitthvað slíkt,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að sjálfs- víg sé algengt vandamál í samfé- laginu. Nú sé hins vegar meira talað um vandann en áður. „Þess vegna finnst mér skrýtið að einhverjir vilji ekki að það sé talað um þetta í fjöl- miðlum. Ég las pistil þar sem stúlka talaði um þunglyndi og sjálfsvíg. Það eru svona greinar sem hljóta að hjálpa fólki. Ólíkt því sem áður var fyrir kannski fjörtíu árum, þá varstu kannski bara einn og gast ekki lesið um svona efni frá öðrum. Þá létu menn kannski frekar vaða en að leita sér hjálpar. Ég held að öll um- ræða um þetta sé jákvæð.“ Veldur fleiri vandamálum Hann efast um að umræða um sjálfsvíg geti virkað hvetjandi fyrir aðra í þessum hugleiðingum. „Ég man að það varð einhver pirringur eftir að pabbi dó. Það var mikið gert úr fótboltaleiknum sem Völsungur spilaði stuttu eftir þetta. Margir mættu á völlinn og viku síðar fögn- uðu þeir deildarmeistaratitli. Talað var um að pabbi hefði verið mikill Völsungur og hefði styrkt félagið sem ætti honum margt að þakka. Einhverjum fannst þetta hvetjandi fyrir aðra sem væru á brúninni, vegna þess að það var talað svo já- kvætt um hann. Sumir halda því fram að fólk sé að sækjast eftir þessum viðbrögð- um eftir dauða sinn og ég skil vel þá sem töluðu svona. Í raun er það samt þannig að þetta veldur fleiri vandamálum en það leysir,“ segir Guðmundur sem fannst hvað erfið- ast að fylgjast með ömmu sinni og afa takast á við missi sonar síns. „Ég held að það sé það versta í þessu, að missa barnið sitt. Það er eitthvað rangt við það. Þó að ég geti ekki sagt að pabbi hafi skapað mér vanda þá hjálpaði þetta engum. Ég flutti heim til að sjá um bakaríið og þetta setti pressu á okkur Hrannar bróður minn að sjá um það. Það er hægt að fullyrða, um fólk sem er elskað, á fjölskyldu og er ekki í neinu rugli, að þetta sé engin lausn. Það voru allir frekar tilbúnir til að hjálpa honum á meðan hann lifði heldur en að hjálpa sjálfum sér eftir dauða hans.“ n n Missti föður sinn í sjálfsvígi og móður sína næstum líka n „Þetta er engin lausn“ n Virðir ákvörðun föður síns Sjálfsvíg er alltaf harmleikur n Þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi. n Tíðni sjálfsvíga er í lægri kantinum miðað við önnur Norðurlönd, eða nú um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára meðaltal. n Karlar eru mun líklegri en konur til að svipta sig lífi, en konur gera mun fleiri sjálfsvígstilraunir. n Sjálfsvígstíðni karla undir 25 ára aldri hefur aukist undan- farna áratugi, ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim. Orsakir eru óljósar og eflaust margþættar, en ekki er ólíklegt að örar félagslegar breytingar, jafnvel breytingar á samfélagslegri stöðu karlmanna kunni að valda einhverju þar um. n Sjálfsvíg á sér undanfara í löngu og flóknu ferli, þar sem lokapunkturinn er dauði einstaklings sem af einhverjum ástæðum hefur tekið þá ákvörðun að binda endi á líf sitt. Inn í þetta ferli spila félagslegar aðstæður sem hafa orðið viðkomandi andsnún- ar, skyndileg áföll, missir eða langvarandi streita; persónuleikaþættir sem kunna að einkennast af reiði og hvatvísi; óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla og síðast en ekki síst, þunglyndi og/eða mikill kvíði. n Sjálfsvíg er alltaf harmleikur, sem hefur gríðarleg áhrif á umhverfi þess sem sviptir sig lífi, fjölskyldu, vini, vinnu- og skólafélaga og aðra. n Má ætla að nokkrir tugir karla og kvenna, tengdir einstaklingi sem sviptir sig lífi, muni finna fyrir verulegri röskun á geðheilsu. Í flestum tilfellum mun um tímabundna rösk- un að ræða, en nokkur hluti þessa hóps mun þurfa faglega ráðgjöf eða sérfræðimeð- ferð til að ná sér vel á strik aftur.„Auðvitað hefði ég viljað hafa hann lengur hjá okkur en það verður að virða hans ákvörðun Sjálfsvíg fleiri en dauðsföll í umferðinni Meiri áhersla á forvarnir gagnvart umferðarslysum Á sjalfsvig.is er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir aðstandendur og fólk í neyð. Þar er meðal annars þessi samantekt. n Á Íslandi sviptu 336 manneskjur sig lífi á árunum 2001–2010. Á sama tíma dóu 190 manneskjur í umferðaslys- um. n Árið 2001 dóu 24 í umferðinni, en 38 í sjálfsvígum. n Árið 2010 dóu 8 í umferðinni, en 40 í sjálfsvígum. n Allt árið um kring vinnur Umferðar- stofa að því að fækka banaslysum í umferðinni hér á Íslandi. Miðað við tölurnar hér að ofan er árangur þeirrar vinnu stórkostlegur. n Á Íslandi er engin sambærileg stofnun við Umferðarstofu sem vinnur að forvörnum í sjálfsvígum. Samt er dánartíðni af völdum sjálfsvíga svona skelfilega miklu hærri. Guðmundur Óli Faðir Guðmundar framdi sjálfsvíg og móðir hans reyndi það einnig sama dag. Hann er ekki feiminn við að ræða um það sem gerðist og segir það hafa hjálpað sér. Mynd SiGtryGGUr Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.