Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 2.–5. maí 201432 Fólk Viðtal Ó færð heitir ný sjónvarpssería sem Kjartan er að vinna að. Það er óþægilega viðeigandi að skipst hafa á skini, skúr­ ir og stórskotaárás haglélja síðasta klukkutímann. Svona mætir veturinn vorinu þetta árið, við biðj­ um um betri tíð, en nú er ómögu­ legt að vita hverju þú átt von á þegar þú ferð út. Heppnin er ekki með Sig­ urjóni sem kemur askvaðandi inn, veðurbarinn og blautur eftir haglið, heilsar með því að spyrja hvumsa „ertu að naglalakka þig?“ hengir blauta úlpuna á stólbakið og sækir sér kaffi. Fleiri flúðu veðrið hingað inn. Við barinn kennir hann útlending­ um í gulum og rauðum regnstökk­ um að heilsa á íslensku: „góðan daginn,“ segir hann hægt og skýrt, og endurtekur nokkrum sinnum. Kem­ ur svo hlæjandi og sest niður með einn ameríkanó. Var aldrei í klíkunni Hér á litla kaffihúsinu í gömlu grænu verbúðunum komum við okkur fyrir í horninu, í ljósum sófa og sebra­ klæddum stól, og ræðum upp­ runann. Sigurjón bjó í Reykholti í Borgarfirði þar til hann varð sjö ára. Þá flutti hann vestur á Ísafjörð þar sem hann bjó næstu tíu árin áður en hann flutti suður í Kópavoginn. Þrátt fyrir að hann hafi búið þar á sínum helstu mótunarárum er hann ekki samþykktur Ísfirðingur, eða svo segir hann. „Ég tek eftir því þegar ég fer í vestfirsku búðina sem selur að­ eins vörur Ísfirðinga. Einu sinni sá ég HAM­plötu þar og gladdist því það er ákveðin viðurkenning. Næst þegar ég kom var hún ekki lengur þar. Svo ég sá að ég er ekki samþykktur,“ segir hann. „Menn hafa líka reynt að spyrða mig saman við Kópavoginn en ég til­ heyri ekki þar heldur. Ég er ekki gam­ all Kópavogspönkari eins og margir halda. Í hreinskilni sagt held ég að grunnurinn að því að ég geri það sem ég er að gera, og ég held að ég eigi það sammerkt með mörgum sem hafa látið að sér kveða í skapandi greinum, að ég var aldrei beðinn um að bjóða mig fram sem formaður nemenda­ félagsins. Ég var aldrei í klíkunni, hvorki í gagnfræðaskólanum á Ísa­ firði né í menntaskólanum í Kópa­ vogi. Ég var alltaf utanveltu. Átti fáa en góða vini sem sameinuðust í pönkinu en voru ekki viðurkenndir. Allt sem ég hef gert síðan hefur verið ákveðin hefnd,“ segir hann hlæjandi. Tvítugur stofnaði hann hljómsveit, „til að hefna mín.“ Enda ástæða til. Á unglingsárun­ um var honum aldrei boðið í afmæli hjá stelpum, bara strákum. „Strákum var oft boðið í stelpuafmæli en það var ekki litið við mér á þessum tíma. Ég átti aldrei kærustu,“ segir hann með áherslu á aldrei og hlær kald­ hæðnislega. Þegar ég spyr hvort hann sé að grínast segir hann: „Nei, þetta er alveg rétt. Ekki fyrr en seint og um síðir. Það var ekki fyrr en ég stofnaði hljómsveit sem það fór eitthvað að gerast. Þá var ég orðinn vanur þessu og hættur að hafa áhyggjur af því eða pæla mikið í því.“ Dramafíknin Hann dæsir þungt þegar ég spyr hvort hann sé rómantískur. Þetta var spurning úr sal, kollegi minn vildi vita hvort Sigurjón Kjartansson væri róm­ antískur – þessi maður sem er þekkt­ ur fyrir þungarokk, svartan húmor og myrkar glæpaseríur. „Ég veit það ekki. Nei, ætli það,“ er einfalda svarið, stutta útgáfan. „Hvað er rómantík?“ spyr hann svo, áður en hægt er að ræða þetta af einhverri alvöru. „Ég held að hug­ myndir fólks um rómantík komi fyrst og fremst úr poppkúltúr. Við þekkjum þessar klisjur, „you complete me, þú fullkomnar mig, ég er ekkert án þín“,“ segir hann með tilþrifum. Í raun er mjög sorglegt að segja það við ein­ hvern. Þegar ég var yngri fann ég fyrir því að ég var nettur dramafíkill. Ég sótti mikið í drama og bjó það til, mikið og markvisst en ómeðvitað. Dramað var oft af þessum toga – „you com­ plete me, ég er ekkert án þín“. Alltaf eitthvert helvítis drama,“ segir hann hlæjandi. En eftir því sem hann hefur þroskast hefur honum tekist að nýta dramafíknina í listina en skilja við hana að öðru leyti. „Ég skrifa drama og held mig við það.“ Fimmtán ára innst inni Hann lærði að sleppa tökunum. Að­ spurður segist hann ekki vera neitt sérstaklega trúaður. Fyrir honum er æðri máttur bara lífið, örlögin eða hvað sem þú vilt kalla það. Hann þarf ekki að skilgreina það frekar. „Ég þarf engan karl á himnum. Því þroskaðri sem ég verð því minni verður trúin á Guð. Ég held að það sé eitthvað sem gerist þegar þú nærð betur utan um lífið og hamingjuna.“ Og já, hann er hamingjusamur, segir hann. Flissar svo þegar ég spyr af hverju. En er mjög einlægur þegar hann útskýrir af hverju hann flissar svona. „Ég er svo komplexaður að mér finnst erfitt að svara spurningum um tilfinningar. Ég er svo mikill ung­ lingur. Innst inni er ég fimmtán ára og alltaf að hugsa um álit annarra. Það er ákveðin þversögn í því að aðhyll­ ast pönk og gera það sem manni sýn­ ist en vera alltaf meðvitaður um álit annarra. Ég er sem betur fer að frels­ ast undan því, en hlátur og húmor eru mín varnarviðbrögð.“ Berskjaldaður í réttarsal Ekki skilja það sem svo að húmorinn sé slæmur. Hann getur verið hreins­ andi og er heiðarlegt listform. Því fylgdi mikið frelsi að fara frá tón­ listinni yfir í húmorinn. „Ég gat ávarp­ að fleiri hluti í gegnum húmorinn. Samt var stundum slegið á puttana á okkur, hneykslunarraddir heyrðust og við vorum mikið í réttarsölum.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki farið fyrir dóm fyrir guðlast biður hann mig vinsamlegast um að rugla sér ekki saman við Spaugstofuna. „Ég er mjög viðkvæmur fyrir því þegar fólk heldur að ég sé Siggi Sigurjóns. Eða Hafnfirðingur,“ segir hann hlæj­ andi. Nei, það var ekki guðlast. Í eitt skiptið sendu þeir mann í beinni út­ sendingu Tvíhöfða í útvarpinu á Al­ þingi og hann truflaði störf þingsins. Í annan stað létu þeir einhvern mann selja tölvur á Lækjartorgi. „Ég man ekki hvernig það var. Við vor­ um alltaf að gera eitthvert rugl í beinni útsendingu.“ Þriðja málið var samningamál, þeir hættu á einni Frægðin sætasta hefndin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Sigurjón Kjartansson sló í gegn sem grínisti. Það þýðir ekki að hann hafi hlegið sig í gegn- um lífið. Í raun var hann hálfgerður dramafíkill þar til áföllin dundu yfir. Sonarmissir og kraftaverkabarn breyttu öllu og hann lærði að meta hamingjuna í hversdagsleikanum. Dramað fylgir þó enn, en nú í gegnum listina, sjónvarpsseríurnar sem hann skrifar og tónlistina sem hann semur. Frægðin er sæt hefnd fyrir árin sem hann var utangarðs, einn af fáum pönkurum í bænum. „Nýburar eiga það til að gleyma að anda. Það gerðist oft hjá henni. Þá blán- aði hún upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.