Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 2.–5. maí 201424 Fréttir Erlent Fann týndan son sinn á Facebook n Var sendur til Víetnam í stríð n Yfirgaf barnshafandi kærustu sína J erry Quinn er kominn á fornar slóðir og ráfar um götur Ho Chi Minh-borgar með þrjár ljósmyndir í buxnavasanum. Hann var sendur til Víetnam á sjöunda áratugnum, ásamt tveimur milljónum bandarískra hermanna, til þess að styðja við bakið á Suð- ur-Víetnam gegn Norður-Víetnam. Í vopnahléi eftir skelfilegan hernað héldu flestir bandarísku her- mannanna heim á ný og þeirra á meðal Jerry. Hann og heimastúlkan Brandy höfðu þá stungið saman nefj- um í þónokkurn tíma og bar hún barn undir belti þegar Jerry yfirgaf litlu íbúðina sem þau nýlega höfðu komið sér fyrir í. Fann til sektarkenndar Jerry nýtur aðstoðar Hung Phan sem hefur undanfarna tvo áratugi hjálpað fjölmörgum bandarískum hermönn- um að finna uppkomin börn sín. Talið er að í kringum hundrað þús- und börn hafi fæðst á stríðsárunum eftir samband hermanna við heima- stúlkur. Sumir sem leita barnanna sinna eru þjakaðir af samviskubiti en aðrir eru aðeins ólmir í að vita um af- drif barnsins. Jerry er meðal þeirra fyrrnefndu. „Ég geri ráð fyrir að ég sé kominn hingað vegna sektarkenndar,“ viður- kennir hann. „Og ekki síst til þess að gera tilraun til þess að sinna skyldum mínum sem faðir.“ Jerry seilist í buxnavasann og dreg- ur upp myndirnar þrjár; ein þeirra er af gullfallegri Brandy á tvítugs- aldri, önnur af henni með ungbarn í fanginu og sú þriðja af stúlkunni ásamt annarri konu í hvítri kápu. „Ég man eftir henni!“ „Ég reyndi að halda sambandi við Brandy,“ útskýrir Jerry. „Ég sendi henni hundrað Bandaríkjadali á mánuði í heilt ár. Ég komst aldrei að því hvort peningarnir skiluðu sér.“ Eftir þriggja daga leit er Jerry orðinn óþreyjufullur. Hann biður eiganda veitingastaðar í hverfinu þar sem þau um bjuggu um hjálp. Þegar eigandinn skoðar myndirnar kann- ast hann við konuna í hvítu kápunni. „Hún býr núna í Ameríku og kemur reglulega í heimsókn,“ segir hann. „Dóttir hennar verslaði einmitt við okkur í gær.“ Jerry biður eigandann umsvifa- laust um að koma sér í sambandi við hana sem hann gerir. Þau mæla sér mót daginn eftir og þegar Jerry sýn- ir henni myndina af mæðginunum brosir hún breitt. „Ég man eftir henni!“ segir konan sigrihrósandi. Hún var góð vinkona Brandy á þess- um árum og hjálpaði til með föður- lausan son hennar. Jerry vöknar um augun og spyr konuna hvort hann megi halda um hendur hennar. „Þessar hendur hafa haldið á barninu mínu,“ kjökrar Jerry. „Þetta gæti verið það næsta sem ég kemst því.“ Féllust tárvotir í faðma Þegar ljóst er að konan getur ekki gefið honum frekari upplýsingar setur hann myndina af Brandy og syni sínum inn á Facebook og seg- ist vera að leita að honum. Orðið berst til Albuquerque í Bandaríkj- unum þar sem fertugur maður að nafni Gary Bui kannast við myndina af móður sinni með hann í kjölt- unni. Jerry heimsækir manninn – í von um að týndi sonur sinn sé loks- ins fundinn. Jerry situr þungt hugsi í leigu- bílnum á leið til Garys. Hann veltir vöngum yfir hvernig móttökur hann mun fá frá syni sínum. Þegar Jerry stígur út úr bílnum stendur Gary, ásamt konu sinni og tveimur son- um, í anddyrinu. Jerry lítur á Gary og það er ekki að leiðum að líkjast. „Ef þú líktist mér meira, þá værir þú ég!“ hrópar Jerry. Þeir fallast tárvotir í faðma og vill hvorugur sleppa. Eft- ir 40 ár hefur föðurlaus maðurinn loksins eignast föður. n Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Sameinaðir Jerry Quinn, til hægri, hittir fer- tugan son sinn í fyrsta skipti. Mynd BBC Ástfangin í stríði Jerry Quinn ásamt Brandy, barnsmóður sinni. Mynd BBC „Þessar hendur hafa haldið á barninu mínu ÚTSKRIFTARGJÖFINA FÆRÐU HJÁ OKKUR I ÚTSK IFTARGJÖ INA FÆRÐU HJÁ OKKUR ÚTSKRIFTARGJÖFINA FÆRÐU HJÁ OKKUR Grænfriðungar handteknir Hollenska lögreglan handtók þrjátíu mótmælendur á vegum Grænfriðunga í Rotterdam á fimmtudag. Hópurinn reyndi að koma í veg fyrir að rússneskt olíu- flutningaskip legðist að bryggju í borginni. Grænfriðungar héldu því fram að um borð í skipinu væri olía úr nýrri borholu sem tekin var í notkun í Barentshafi, sem tilheyrir Norður- Íshafinu, fyrir skemmstu. Borholan sem um ræðir er í eigu olíurisans Gazprom. Grænfriðungar hafa áður látið að sér kveða vegna olíuvinnslu Rússa á svæðinu, en í september síðastliðnum voru 30 Grænfriðungar handteknir í Rússlandi. Geimrusl í Amazon Veiðimaður í Amazon-frumskóg- inum í Brasilíu fann á dögun- um brak úr gervihnetti í skógin- um. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að staðfest sé að brakið sé úr gervihnetti sem skotið var á loft frá Frönsku Gvæjana í júlí í fyrra, skammt frá landa mærum Brasilíu. Brakið, sem fannst á laugardag, er merkt UK Space Agency and Arianespace og seg- ir talsmaður fyrirtækisins, Julia Short, að líklega hafi það lent í Atlantshafinu en straumurinn borið það að meginlandinu. Yfir- völd í Para-héraði, þar sem brak- ið fannst, hafa farið fram á að forsvarsmenn fyrirtækisins hirði brakið. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er um nokkuð stóran hlut að ræða, en að sögn þurfti tíu manns til að draga brakið á þurrt. „Þetta er mjög stórt, á stærð við bíl,“ sagði Gilson dos Santos, íbúi á svæðinu, í samtali við brasilíska fréttamiðilinn O Globo. Yfirvöld á svæðinu hafa hvatt íbúa til að tilkynna strax ef þeir verða veikir vegna hættu á geislavirkni. Að sögn sérfræðinga er þó lítil sem engin hætta á geislun frá brakinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.