Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 14
14 Fréttir Helgarblað 27.–30. júní 2014 Framkvæmt á háannatíma n Næsthæsti styrkurinn fer til Grundarfjarðar n Mikil uppbygging í Vatnajökulsþjóðgarði F rá stofnun Framkvæmda- sjóðs ferðamannastaða árið 2011 hefur sjóðurinn úthlut- að rúmlega 895 milljónum til ýmissa verkefna sem eiga að bæta aðgengi að vinsælum ferða- mannastöðum og umgengni um þá. Síðasta úthlutun sjóðsins var í apr- íl á þessu ári, en þá var ár liðið frá síðustu úthlutun. Á árinu 2013 voru þrjár úthlutanir, en aðeins ein árið 2012 líkt og nú. Miklar framkvæmdir í þjóðgarði Ekki er liðinn mánuður síðan ríkis- stjórnin úthlutaði sérstaklega rúm- lega 380 milljónum króna til upp- byggingar á ferðamannastöðum í sumar, en alls fengu 88 verkefni styrk sem töldust bráðnauðsynleg vegna verndunar eða öryggissjónar- miða. Verkefnunum sem fengu hæstu styrkina er lýst hér í þessari úttekt eins og sjá má á landakortinu. Sum verkefnanna hlutu einnig styrk í úthlutun Framkvæmdasjóðsins í apríl, en úthlutun ríkisstjórnarinn- ar var, eins og fyrr segir, vegna bráð- nauðsynlegra verkefna. Af þess- um 88 verkefnum fá 29 þeirra yfir 265 milljónir og mest fær Vatnajök- ulsþjóðgarður, sem einnig fékk 30 milljónir til framkvæmda í úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamanna- staða. Þá fékk þjóðveldisbærinn Stöng fimm milljónir í sérstöku út- hlutuninni og tíu milljónir í apríl í hefðbundinni úthlutun sjóðsins. Náttúrupassinn kemur 2015 Umræða um náttúrupassa hefur ver- ið mikil enda er það eitt stærsta og helsta verkefni Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Hún hefur haldið málinu á lofti allt frá því að hún var skipuð sem ráðherra en þó hefur passinn hlotið misjafnar undirtektir og ekki tókst að koma frumvarpi um hann í gegnum þingið síðasta vetur. Stefnt er að því að frumvarpið verði orðið að lögum um næstu áramót og þegar ljóst var að frumvarpið færi ekki í gegn sagði Ragnheiður að meiri vinnu þyrfti að leggja í það og útfær- slu á passanum áður en hægt væri að klára dæmið. Strax í febrúar greindi hún frá því að stefnt væri að því að passinn yrði kominn í notkun í jan- úar á næsta ári og því varð snemma mjög ljóst að engar tekjur yrðu af honum á yfirstandandi ferðamanna- tímabili, svo hægt yrði að nýta þær til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Voru ekki með varaáætlun Aðstoðarmaður ráðherra, Ingv- ar Pétur Guðbjörnsson, segir að hugmyndin að styrkveitingu hafi ekki komið upp fyrr en ljóst var að frumvarp um náttúrupassa færi ekki í gegn á síðasta þingi. „Það átti að leysa þetta með öðrum hætti, það var gert ráð fyrir því að nátt- úrupassinn myndi gera það,“ seg- ir Ingvar Pétur. Hann segir að allan tímann hafi verið stefnt að því að frumvarpið færi í gegnum þing- ið og að ekkert hafi bent til þess að svo yrði ekki. Því hafi ekki verið búið að undirbúa styrkveitingu fyrr, svo byrja mætti á framkvæmdum áður en ferðamannatímabilið hæf- ist af fullum þunga. Á endanum hafi það þó orðið niðurstaðan að frum- varpið færi ekki í gegn og þegar það varð ljóst í apríl hófst vinna við að úthluta styrkjum til ferðamanna- staða sem þurftu hvað mest á því að halda og þar sem verkefnin voru tilbúin en fjármagn vantaði. „Þetta var unnið mjög hratt og vel eftir að þessi ákvörðun var tekin,“ segir Ingvar jafnframt. Framkvæmdir á háannatíma Í tilkynningu ráðuneytisins um út- hlutun styrkjanna segir orðrétt að úthlutunin sé „til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamanna- stöðum nú í sumar“, en í reglu- gerð um úthlutunina er þó ekki til- greint hvenær verkefnunum skuli lokið. Aðeins er tekið fram í liðn- um „Upplýsingagjöf til ráðherra“ að Ferðamálastofa skuli í samvinnu við stjórn Framkvæmdasjóðs ferða- mannastaða senda ráðherra yfirlit yfir stöðu verkefna hinn 1. septem- ber. Verkefnin gætu því verið sett í bið á meðan mesti ferðamanna- straumurinn gengur yfir en kláruð fyrir áramót, en samkvæmt upp- lýsingum DV þarf að skila loka- skýrslu um verkefnið í desember. Hefðu styrkirnir verið veittir fyrr, hefði mátt koma í veg fyrir enn frek- ari skemmdir á þessu tímabili og tryggja öryggi ferðamanna strax í stað þess að skerða mögulega upp- lifun þeirra með framkvæmdum á háannatíma. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Ragnheiður Elín Ráðherrann var ekki með neina varaáætlun til að byrja mætti á upp- byggingu viðkvæmustu ferðamannastaðanna ef náttúrupassinn færi ekki í gegn á síðasta þingi, sem varð raunin. MyNd dV Látrabjarg 14.250.000 krónur Margt þarft að gera við Látrabjarg, en þar er nánast engin aðstaða fyrir ferðamenn sem koma á svæðið. Áætlað er að leggja göngustíga og tryggja öryggi ferðamanna svo þeir fari ekki of nálægt brúnni. Dæmi eru um að ferðamenn hafi fall- ið fram af bjarginu og má segja að þetta verkefni sé orðið löngu tímabært. Kirkjufellsfoss 15.700.000 krónur Næsthæsti einstaki styrkurinn fer í verkefni í Grundarfirði. Verk- efnið þar kemur fólki kannski á óvart, en þar er einn mest mynd- aði foss á landinu, Kirkjufellsfoss. Hann er iðulega rammaður inn með Kirkjufellinu sjálfu, enda er þetta afar falleg sjón að sjá. Ferðamenn hafa hins vegar átt erfitt með að komast að fossin- um þar sem best er að mynda og þurfa að leggja við þjóðveginn sem skapar hættu. Því er ráðgert að búa til bílastæði, en margir ferðamenn voru farnir að keyra um landið með tilheyrandi skemmdum, til að komast nær fossinum. Einnig verða lagð- ir göngustígar og áhersla lögð á að þeir verði eins lítið áberandi í umhverfinu og kostur er. Með þessu móti skapast bæði öryggi fyrir ferðamenn og þeir eyðileggja ekki landið í kringum fossinn. „Það átti að leysa þetta með öðrum hætti, það var gert ráð fyrir því að náttúrupass- inn myndi gera það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.