Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Side 18
Helgarblað 27.–30. júní 201418 Fréttir
Gerir allt eins oG Jesús Kristur
n Kleópatra tók yfir rekstur Gunnars Majones n Systurnar segja hana hafa bjargað sér n Á hóp fylgjenda sem líkja henni við sjálfan Jesú Krist n „Allt í tengslum við þetta er mjög skrítið“
H
ún er kölluð Majones
drottning, jafnvel æðsti
prestur einhvers konar
„sértrúarsafnaðar“ sem
ber að varast og sum
ir segja hana vera hliðarsjálf Jesú
Krists. Ljóst er að Kleópatra Krist
björg Stefánsdóttir veitir aðdá
endum sínum mikla andargift.
Kleópatra Kristbjörg er nýr og
einnig eini eigandi Gunnars Majo
nes. Hún tekur við rekstrinum eft
ir stormasöm ár innan fyrirtækis
ins. Hún er ýmist mærð eða ávítt
en skrautlegt og stundum dular
fullt lífshlaup hennar vekur margar
spurningar. Sjálf segir hún að óvin
ir sínir dreifi um sig gróusögum
og systurnar Nancy og Helen, fyrri
eigendur Gunnars Majones, segja
hana einstaka manneskju.
Kleópatra Kristbjörg Stefáns
dóttir er eins og Jesús Kristur að
mati Helenar Gunnarsdóttur Jóns
son. „Hún sér í gegnum alla og
veit allt, næmari kona er ekki til.
Hún segir eitthvað og það gerist og
hún sér inn í framtíðina. Hún talar
í dæmisögum og gerir allt eins og
Jesús Kristur sem [innsk.blm] var
líka krossfestur,“ segir Helen í bréfi
sem hún sendi DV vegna fyrirhug
aðrar umfjöllunar um Kleópötru.
Helen er dóttir Gunnars Jóns
sonar sem stofnaði og rak Gunnars
Majones til ársins 1998 þegar hann
lést. Eftir andlát Gunnars komu
dætur hans, Helen og Nancy, að
rekstrinum sem eigendur fyrirtæk
isins sem rekið hafði verið í árarað
ir sem fjölskyldufyrirtæki.
Ráðinn forstjóri
Árið 2009 var Kleópatra ráðin sem
forstjóri Gunnars Majones sf. Hún
kom þó inn í reksturinn fyrr, að
sögn Helenar, eða árið 2006. Ráðn
ing hennar vakti mikla athygli
enda er Gunnars eitt þekktasta
vörumerki íslenskra fyrirtækja og
Kleópatra var alls óþekkt í viðskipt
um.
Hún var helst kunn í þröngum
hópi aðdáenda sinna en einnig
fyrir bókarskrif sín og bækurn
ar Daggardropa og Hermikráku
heim. Þegar DV hafði samband við
Kleópötru vegna umfjöllunarinnar
frábað hún sér slíkt og sagðist hafa
skrifað allt sem hún vildi segja í
bókinni Kleópatra villt af vegi sem
kom út árið 2012. Sagði hún að
flest það sem sagt væri um sig væru
lygar og ósannindi. Líkt og DV hef
ur áður greint frá virðist fyrirtæk
ið hafa keypt upp heilu brettin af
bókum Kleópötru sem gefnar voru
út af Skjaldborg. Starfsmenn fé
lagsins hafa svo fengið þessar bæk
ur að gjöf.
Í kjölfarið sendu þær Helen
og Nancy frá sér bréf til blaða
manns varðandi umfjöllunina.
Þar rekja þær sögu samstarfsins
við Kleópötru sem þær líkja við
frelsara, heilara og yfirnáttúrulega
veru. Ljóst er að Kleópatra hefur
haft mikil áhrif á líf þeirra beggja.
Þær segja hana hafa komið inn
í reksturinn, sem og líf þeirra, á
ögurstundu.
Læknaði hana
„Kleópatra læknaði mig af ferða
fíkninni og ofvirkninni og lækn
aði systur mína af öllu sem hún
var, það er allt Kleópötru að þakka
að við erum breyttar í dag,“ seg
ir Helen Gunnarsdóttir. Hún segir
þær systurnar hafa glímt við hina
ýmsu erfiðleika sem hafi reynst
þeim þungur baggi. Það hvíl
ir þungt á þeim að Kleópatra sé í
sviðsljósinu vegna fyrirtækisins.
„Kleó vill helst vera ósýnileg, og
helst alltaf vera upp í sveit í kyrrð
og ró,“ segir hún. Það taki þær sárt
að fylgjast með Kleópötru vera
gerða ábyrga fyrir ákvörðunum og
lífsstíl þeirra.
„Ég get ekki lifað lengur með
þetta á samviskunni. Mér hef
ur lengi liðið illa með allar mín
ar gjörðir og systur minnar, sem
hafa bitnað á Kleópötru. Hún hef
ur alltaf haldið hlífiskildi yfir okk
ur og tekið allt á sig. Hjálpað okk
ur eins og svo mörgum, að það
myndi enginn trúa því, því það réði
enginn við mig né systur mína,“
segir Helen. Hún segir þær systur
hafa glímt við margvísleg vanda
mál svo sem fjáraustur, ferðafíkn
og andlega erfiðleika. „Við erum
gjörbreyttar í dag. Læknaðar af
öllu, við höfðum ekki komið ná
lægt neinu bulli.“
Pínd inn í fyrirtækið
Helen segir að Kleópatra hafi kom
ið inn í reksturinn á Gunnars árið
2006. Hún sá í upphafi ekki um
daglegan rekstur heldur tók að sér
samningagerð á bak við tjöldin.
„Kleópatra var pínd inn í fyrirtæk
ið, hún gerði það fyrir Nancy að
sjá um samninga því henni gekk
svo illa að semja. Nancy lét titla
sig sem framkvæmdastjóra en
gerði ekkert og lét aðra manneskju
vinna verkið,“ segir Helen sem seg
ir að ef Kleópatra hefði ekki gripið
í taumana á þessum tíma hefði fyr
irtækið farið á hausinn.
Hún bætir því við að stór versl
unarkeðja á Íslandi hafði ákveðið
að hætta viðskiptum við Gunnars
Majones vegna slæmra samskipta
við Nancy. „Kleópatra var fengin til
að sjá um samninga og við þóttu
mst ætla að sjá um reksturinn, svo
réðum við Fannar Ólafsson sem
framkvæmdastjóra,“ segir Helen
en Kleópatra tók við starfi fram
kvæmdastjóra af Fannari árið 2012.
Upplýsingar um að Kleópatra hafi
verið svo umsvifamikil gengur þó
þvert á heimildir DV sem herma að
hún hafi alltaf haft afar takmark
aða aðkomu að rekstrinum. „Það
er alls ekki slæmt að vinna hjá fyr
irtækinu en þetta með forstjórann
skilur fólk ekki. Það virðist vera
stór klíka í kringum forstjórann.
Uppgangur hennar hjá fyrirtæk
inu er mjög einkennilegur. Þetta
virðist næstum því vera einhvers
konar sértrúarsöfnuður í kringum
hana. Ég skil þetta eiginlega ekki
en þetta er alveg stórmagnað. Það
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is „Kleópatra
var pínd
inn í fyrirtækið
Á marga fylgismenn
Fjölskylda Kleópötru svokölluð,
hittist reglulega. Þau kalla sig
systkini, fá sérstök nöfn og tala
sérstakt tungumál.
Gefur út bækur Kleópatra
er dugleg við að gefa út bækur,
sem oft reynast umdeildar.
Suzuki utanborðsmótor
25 hestöfl fjórgengis
sem nýr upplýsingar í
síma 895-8299