Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 22
22 Fréttir Erlent
Meira jafnrétti
Jafnrétti milli kynjanna hefur aukist ár
frá ári, þótt breytingarnar gangi mishratt
fram. Copenhagen Consensus on Human
Challenges segir í skýrslu að árið 1900
hafi lítil atvinnuþátttaka kvenna og lág
laun þeirra gert það að verkum að fram-
leiðni var 17 prósent minni en hún hefði
þurft að vera. Þetta hlutfall verður árið
2050 komið niður í 4 prósent. Í rannsókn
sem unnin var af Oxford University er því
spáð að árið 2050 verði hlutverkaskipan
heimilisins á heimsvísu orðin miklu jafnari
en hún er í dag; bæði þegar kemur að
heimilishaldi og barnauppeldi.
Mannshugur á tölvutæku formi
Til eru þeir vísindamenn sem trúa því að
árið 2045 verði hægt að hlaða inn á tölvu
vitneskju úr heilabúi manneskju. Með
því að hlaða öllu klabbinu inn á tölvu
geti manneskjan í raun lifað áfram, sem
tölva, eða jafnvel vélmenni. Taugasér-
fræðingur í Rússlandi, Randal Koene,
vinnur að verkefni, sem kostað er af Dmi-
try Itskov, þar sem heilinn er kortlagður
frá a-ö og markmiðið er að hægt verði
að koma upplýsingunum fyrir í vélmenni,
sem hefur þá meðvitund og sjálfstæða
hugsun, eins og manneskja. Með þessu
móti verður tilhugsunin um eilíft líf ekki
svo fjarlæg.
Þó allt þetta virðist í dag fjarlægur möguleiki má nefna að annars staðar í heiminum
vinna vísindamenn að því að varðveita lifandi heila, í einhvers konar efnalausn.
„Ef við getum komið heilanum í það ástand að skemmast ekki, þá getum við tekið
næstu skref 100 árum síðar, þess vegna,“ er haft eftir Kenneth Haywort hjá Brain
Preservation Foundation í Popular Science-tímaritinu. Hann bindur vonir við að
hægt verði að varðveita heila úr mús strax á næsta ári.
Helgarblað 27.–30. júní 2014
Þess vegna verður heimurinn betri 2050
n Heimsbyggðin verður að uppistöðu læs, verulega dregur úr ungbarnadauða og banvænum sjúkdómum n Hægt verður að rækta líffæri og banaslysum í umferðinni fækkar verulega
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
R
eglulega koma fram upp-
lýsingar sem vekja ugg í
brjóstum jarðarbúa. Losun
gróðurhúsalofttegunda fer
vaxandi ár frá ári, hlýnun
jarðar er staðreynd, skógareyðing
ógnar heilu lífríkjunum og í sjón-
um er súrnun sífellt vaxandi ógn. Á
hverju ári berast fréttir af hamför-
um, stríðsátökum og öðrum hörm-
ungum sem herja á þjóðir heims-
ins. En þetta þýðir ekki endilega að
hér sé allt á hverfanda hveli. Sam-
félög heimsins eru í stöðugri og
jákvæðri þróun, þegar horft er til
ýmissa mælikvarða. Tæknifram-
farir og hugvit breytir stöðugt þeim
veruleika sem við búum við. Í því
ljósi er óhætt að vera pínulítið bjart-
sýnn. Business Insider tók saman
nokkur atriði sem eru til þess fall-
in að vekja fólki von í brjósti um að
fram undan séu bjartir tímar. n
Dregur úr ungbarnadauða
Á síðustu öld dró verulega úr dauða barna, fimm ára og yngri. Dönsk rannsókn á
vegum Copenhagen Consensus á heilsu mannkyns leiðir í ljós að þegar litið er til allra
aldurshópa dró hraðast úr ungbarnadauða á 20. öldinni. „Dregið hefur hraðast úr
ungbarnadauða í fátækum og meðalríkum löndum, sérstaklega frá árinu 1950,“ segir
í skýrslu um rannsóknina.
Í skýrslu frá UNICEF, frá því í fyrra, kemur fram að á árunum 1990 til 2012 hafi dauði
barna fimm ára og yngri farið úr 90 á hver þúsund lifandi fædd börn í 48. Danska
skýrslan spáir því að fjöldinn fari niður í 31 á hver þúsund fædd börn árið 2050 og
að Afríka muni fylgja með. Um það muni muna gífurlega. Ástæðan fyrir þessum
jákvæðu breytingum er sú staðreynd að víða hefur tekist að stemma stigu við sjúk-
dómum á borð við malaríu og HIV.
Betri smitvarnir
Við vitum auðvitað ekki hvaða óværa mun herja á okkur næstu áratugina en gera má
fastlega ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja fyrir mun fleiri sjúkdómum en hægt
er í dag. Á Business Insider er HIV tekið sem dæmi um sjúkdóm sem nú er hægt að
stemma stigu við. Stutt virðist vera í að hægt verði að skilja hvað veldur Alzheimers
og vísbendingar eru uppi um að hægt verði að lækna ákveðnar tegundir krabba-
meins, áður en langt um líður, svo sem hvítblæði hjá börnum. Ef til vill verði hægt að
bólusetja fyrir krabbameini, árið 2050.
Gervigreind verður ótrúleg
Eftir því sem gervigreind vindur fram geta róbótar sífellt innt af hendi fleiri störf sem manns-
höndin leysir í dag. Það þarf ekki endilega að þýða aukið atvinnuleysi því reynslan sýnir
okkur að tækniframförum fortíðarinnar hafa oft fylgt nýjar iðngreinar; til dæmis fjarskipta-
og tölvugeirinn. Aukin gervigreind þarf því ekki að vera slæm.
Hans Moravex, hjá Carnegie Mellon University Robotics Institute, spáir því að árið 2050
verði róbótar, sem eru bæði klárari og sterkari en menn, þess fullfærir að reka og sjá um
heilu fyrirtækin. Það geti gert jarðarbúum kleift að fást heldur við hugðarefni sín; listir eða
áhugamál. Róbótar geti komið fólki mun fyrr á eftirlaun, ef svo megi að orði komast. Hann
spáir því raunar að gervigreind muni eftir fáeina áratugi leiða frumkvöðlastarf á sviði vísinda
og tækninýjunga.
Endurnýjanleg orka
Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn spáir því að árið 2050 munum við nær alfarið
geta reitt okkur á endurnýjanlega orkugjafa. „Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu
að 95 prósent þeirrar orku sem jarðarbúar nota árið 2050 verði endurnýjanleg,“ segir
í skýrslu á vegum samtakanna. Í
skýrslunni kemur reyndar fram
að þetta sé aðeins mögu-
legt ef allt kapp verði
lagt á að ná mark-
miðinu en að ekki
þurfi að koma til
gerbreytingar á
lifnaðarhátt-
um fólks. Í
skýrslunni er
tekið tillit til
fólksfjölgun-
ar og aukinna
ferðalaga
jarðarbúa.
Gert er ráð
fyrir því að
sólarorka geti
knúið helming
rafkerfisins árið
2050. Sjávarfalla-
orka mun einnig spila
stóra rullu.
Umferðaröryggi eykst gífurlega
Gert er ráð fyrir því að á næsta áratugnum, eða svo, verði komnir á markað bílar sem aka að
öllu leyti sjálfir. Þessu spáir Milken Institute. Árið 2035 verða slíkir bílar orðnir áberandi í um-
ferðinni. Ökuferðin verður öruggari því mistök ökumanna skýra níu af hverjum tíu bílslysum.
Þegar tölvur stýra umferðinni geta ökutæki verið nær hvert öðru og mistök af mannavöldum
verða engin. Verulega mun draga úr dauðsföllum og ökuferðir munu taka miklu skemmri
tíma en áður. Rafbílavæðingin verður fyrir löngu skollin á af hörku árið 2050, en þeir eru
einstaklega umhverfisvænir, ef orkan er unnin á sjálfbæran hátt.
Fátæk lönd
heyra sögunni til
„Árið 2035 verða engin fátæk lönd til
lengur,“ skrifaði auðkýfingurinn Bill Gates
fyrr á þessu ári. Árið 2050, sem er árið sem
þessi grein tekur mið af, má ljóst vera að
fátækt verður á miklu undanhaldi. Árið 2010
bjuggu 700 milljónum færri jarðarbúar við
sára fátækt en árið 1990. Alþjóðabankinn
hefur það að markmiði sínu að innan við þrjú
prósent jarðarbúa búi við sára fátækt (hafi
minna en 1,25 dollara á dag til að lifa á) árið
2030. Í dag er hlutfallið um 18 prósent. Sam-
einuðu þjóðirnar segja að ef fátækustu ríkin
haldi áfram að auka tekjur sínar, ár frá ári,
muni hlutfallið verða 2,5 prósent árið 2050.
Við búum
til ofurbörn
Það er líklega skiljanlegt að fólk setji
spurningarmerki við þá hugmynd að
fikta í genasamsetningu fólks. Vísinda-
menn er hins vegar á fullu að vinna að
því að geta læknað börn sem hafa gena-
galla; með því að fjarlægja gallað gen
og skipta því út fyrir „heilbrigt“. Þróunin
gæti orðið sú að fjarlægja gen sem stýra
skökkum tönnum eða slæmri sjón, til
að búa til „fullkomin“ börn. Þessi tækni
gæti síðar orðið notuð til að genabæta
börn – búa til svokölluð ofurbörn – til
dæmis með því að læra hvaða gen stýra
greind. Hægt væri að „framleiða“ börn
með háa greindarvísitölu. Live Science
bendir á að auðveldlega verði hægt að
stýra þáttum eins og hæð, hárlit og jafn-
vel augnlit. „Við munum klárlega fyrir
árið 2050, geta valið kyn og útlitsein-
kenni barnsins,“ hefur vefsíðan Big
Think eftir David Gelernter, prófessor við
Yale. „Við munum, í ljósi nýjustu tækni,
geta hækkað greindarvísitöluna um 10–
15 stig.“ Hafa ber í huga að slíkar æfingar
geta vakið siðferðislegar spurningar.
„Ég held að lykilspurningin sé hvort við
viljum gera þetta. Er hugmynd okkar um
„bestu genin“ raunverulega góð?“ spyr
Lakshmi Warrier hjá Kirloskar Institute
of Advanced Management Studies.