Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 26
Helgarblað 27.–30. júní 201426 Umræða S varthöfði ætlar í dag að bregða frá venju og gefa góð- vini sínum, Heinrich, orðið, því túristastandpínur eru líka manneskjur. Kæra Margrét Erla Maack Þetta er sorgarsaga túristastand- pínu. Ég kom til Íslands í góðri trú, með smekkfullt veski og með gott álit á sjálfum mér. Þótt ég sé vissu- lega kominn yfir þrítugsaldurinn, og þótt ég sé með örlítinn belg eftir ára- tuga bjórdrykkju, þá er ég með frá- bæran persónuleika. Ég er líka með sál, og þessi sál var lítil og aum eftir heimsókn mína til Íslands. Þannig er mál með vexti að ég fór í góðri trú út á lífið. Mér var sagt að Thorvaldsen væri besti staðurinn til að hitta góða konu á mínu reiki. Þar hitti ég fyrir allnokkrar stúlkur, og mér var sagt að það væri merki um kurteisi, vinsemd og rómantískan áhuga að kaupa drykk fyrir viðkom- andi. Því gerði ég það trekk í trekk, en ætíð tóku konurnar við glösunum glaðar í bragði og komu sér í burtu og vildu ekkert með mig hafa. Lítið stoðaði að brydda upp á áhugaverð- um málefnum, svo sem hagfræði eða stjórnmálafræði, og mér féllust raun- ar hendur. Ofurölvi Íslendingur gaf sig þá á tal við mig og gaf mér ráðleggingar í stefnumótamálum. Ég átti ekki að bjóða þeim drykk, alls ekki að bjóða þeim á stefnumót, heldur einfald- lega að labba upp að þeim og „ger- ast kræfur“. Þessar ráðleggingar tók ég til mín. Eftir um klukkustund í röð inn á Austur, marinn á fótunum eftir pinnahæla og þrekaður eftir ítrek- aðar innrásir í mitt persónurými frá blindfullum Íslendingum sem vart gátu staðið í lappirnar, komst ég loks að vinkvennahóp á dansgólfinu. Eðli málsins samkvæmt var ég orðinn svolítið sveittur. Ég ákvað að sýna áhuga minn á þann hátt sem mér hafði verið ráð- lagt að hafa á, en ég uppskar ekk- ert annað en fyrirlitningarsvipi og í einhverjum tilfellum var mér ein- faldlega ýtt í burtu. Eftir drykklanga stund af viðlíka tilraunum gerði ég mér loks grein fyrir því að ég myndi ekki hitta draumadísina á Íslandi. Því segi ég, Margrét Erla: Ein af þeim túristastandpínum sem „ýttu- st í lærið“ á þér var ég. Ég er miklu meira en bara standpína og ég vildi bara fá inn í hjartað þitt. Þú hlut- gerðir mig og smáðir. Raunin er sú að stefnumótamenningin á Íslandi var fyrir mér botnlaus hylur af höfn- un og lítillækkun. Ég fór heim snauð- ur, smár og því miður, enn þá með standpínu. Kveðja, Heinrich. Svarthöfði Túristastandpína talar Smáður Djammið á Íslandi var botnlaus hylur af höfnun og lítillækkun. S tjórnarskrárnefnd skilaði fyrstu áfangaskýrslu sinni í vikunni. Flest umfjöllunar- efni nefndarinnar eru kunn- ugleg en meðal þess sem er til umræðu eru ný stjórnarskrárá- kvæði um þjóðaratkvæðagreiðsl- ur á grundvelli undirskrifta og um sameign þjóðarinnar á auðlindum en bæði þessi ákvæði nutu víðtæks stuðnings í þjóðaratkvæðagreiðslu þeirri sem fór fram 20. október 2012. Hugmyndir að slíkum ákvæð- um má finna í tillögum stjórnlaga- ráðs sem voru til umfjöllunar á Al- þingi veturinn 2012 til 2013 og sama má segja um ákvæði um um- hverfis- og náttúruvernd en með- al þess sem reifað er í áfangaskýr- slunni eru hugmyndir um að setja ákvæði í stjórnarskrá um að varð- veita verði fjölbreytni lands og líf- ríkis, tryggja þurfi sjálfbæra nýtingu náttúrugæða og huga þurfi að því að orða varúðarregluna með ein- hverjum hætti í stjórnarskrá. Þá er rætt um rétt almennings til upp- lýsinga og áhrifa þegar kemur að ákvörðunum sem varða umhverfið, álitamál sem lúta að því hvort tala eigi um skyldu almannavaldsins til að tryggja heilnæmt umhverfi eða rétt almennings til slíks umhverfis og þá er rætt um almannaréttinn, það er rétt almennings til frjálsrar farar um landið. Það var hluti af til- lögum stjórnlagaráðs og er auðvit- að ekki nýtt af nálinni í íslenskum rétti þar sem rekja má fyrstu ákvæð- in um rétt almennings til frjálsr- ar farar allt aftur til Jónsbókar. Al- mannarétturinn hefur svo verið hluti af náttúruverndarlögum síð- an fyrstu lög þeirrar tegundar voru samþykkt hér á landi1956. Þróun mála hér á landi hefur hins vegar gert spurninguna um al- mannaréttinn meira knýjandi en áður. Sem stendur ríkir nokkurs konar villt-vesturs-ástand á landinu þar sem ýmsir landeigendur rukka inn á náttúruverndarsvæði, án þess að fyrir því séu nokkrar lagaheim- ildir. Ég lagði sjálf inn fyrirspurn til umhverfisráðherra á síðasta þingi sem enn hefur ekki borist svar við um lögmæti slíkrar gjaldtöku á nátt- úruverndarsvæðum en hef upp á síðkastið lesið í fjölmiðlum að Um- hverfisstofnun efist um lögmætið – og það þarf engum að koma á óvart. Staðreyndin er sú að taka þarf á þessum málum ekki síðar en strax. Nú þegar er komin upp gjaldtaka víða um land sem efasemdir eru um að standist lög og eru tvímælalaust í andstöðu við hugmyndafræði al- mannaréttarins. Þar með er ekki lítið gert úr þeirri staðreynd að fé skortir til þess að byggja upp ferðamanna- staði og varðveita náttúruperlur. Núverandi stjórnvöld eiga raunar sinn þátt í þeim fjárskorti þar sem meðal fyrstu verka þeirra var að falla frá fyrirhugaðri hækkun á virð- isaukaskatti á ferðaþjónustu sem hefði gert ferðaþjónustuna jafnsetta öðrum atvinnugreinum og skilað ríkissjóði tæpum einum og hálfum milljarði sem hefði mátt nýta í slíka uppbyggingu. n Almannarétt í stjórnarskrá Katrín Jakobsdóttir formaður VG Kjallari Óttarr Proppé þingmaður Bjartrar framtíðar Kjallari „Sem stendur ríkir nokkurs konar villt- vesturs-ástand á landinu... Í vikunni bárust fréttir af því að íslenskir ríkisborgarar hefðu ekki fengið útgefin vegabréf því að nöfn þeirra höfðu ekki ver- ið samþykkt af mannanafnanefnd. Mannanafnanefnd starfar á grund- velli mannanafnalaga. Fæstir hafa lesið mannanafnalög. Við lítum á það sem frekar persónulegt málefni hvað við heitum. Samt kemur í ljós að meira að segja mannanafnalög geta haft heilmikil áhrif á líf einstak- lingsins. Lög og reglur eru viðfangsefni stjórnmála og stjórnmálamanna. Í haust sem leið lagði þingflokk- ur Bjartrar framtíðar fram frum- varp um að afnema hlutverk mannanafnanefndar. Því miður náði tillagan ekki í gegnum þingið þannig að hægt væri að greiða um hana atkvæði. Því munum við leggja hana aftur fram á haustþingi. Stjórnmál eru flókin og skiln- ingur manna misdjúpur eftir mála- flokkum eins og gengur og gerist. Þá er einkenni okkar sem störfum í stjórnmálum að vera stundum ósammála. Forgangsröðun okkar er misjöfn og það þykir meiri frétt þegar okkur greinir á heldur en það þegar unnið er í sátt. Það er líka skiljanlegt. Í kringum kosningar eru stjórnmálin ofar í hugum fólks og meira áberandi í umræðunni en á öðrum tíma. Þetta er allt mjög skilj- anlegt. Eftir viðburðaríkan þingvetur, langa kosningabaráttu, kosningar og eftirmál þeirra, er skiljanlegt að ákveðin þreyta á stjórnmálum sæki að fólki. Það er lýjandi að setja sig inn í ólíkar skoðanir og fullyrðingar í öllum þeim aragrúa mála sem falla undir vettvang stjórnmála í sam- félaginu. Það er freistandi að fylgj- ast með stjórnmálunum eins og hverri annarri keppni og láta síð- an tilfinningar ráða um afstöðu. Það getur jafnvel verið freistandi að láta stjórnmálin sem vind um eyru þjóta. Eftir kosningar hef ég verið hugsi yfir þessu. Ég hef verið hugsi yfir því hvernig stjórnmálin geti orðið aðgengilegri. Ekki að stjórnmál og stjórnmálamenn séu ekki nógu áberandi fyrir. Það speglast í hverj- um fréttatíma og í strætóskýlum í kringum kosningar. Ég er hugsi yfir því hvort stjórnmál geti orðið skilj- anlegri og auðlesnari, skemmti- legri jafnvel. Og ég hef verið hugsi yfir því hvernig við sem erum kjörn- ir fulltrúar getum hjálpað til þess. Það þætti mér mikilvægt verkefni. Því hvað sem okkur kann að finnast um stjórnmál, þá skipta þau máli. Stjórnmál hafa áhrif á okkur öll, mismikil en allskonar áhrif og það þýðir að þau skipta alla máli. Það er mikil ábyrgð sem kjörn- um fulltrúum er falin og gjarnan fylgja ákveðin völd til að gera þeim kleift að standa undir þeirri ábyrgð. Fyrir mér er helsta hlutverk kjörinna fulltrúa, hlutverk okkar stjórnmála- manna, að takast á hendur þessa ábyrgð. Völd eru bara tæki til þess. Í kjölfar sveitarstjórnarkosn- inga hafa verið myndaðir meirihlut- ar um borg og bí. Það vekur athygli mína að yfirleitt er það orðað sem svo að stjórnmálamenn eða flokkar hafi komist til valda eða misst völd. Sjaldnast er minnst á þá ábyrgð sem allskonar fólk er að taka að sér. Fréttin um ólöglegu nöfnin og vegabréfin er lítið dæmi um af- leiðingar þess valds sem við stjórn- málamenn förum með. Eftir margra vikna fréttir af baráttu flokka og framboða um að komast til valda velti ég fyrir mér hvort við þurfum ekki að leggja minni áherslu á þessa keppni og ræða meira um raun- veruleg viðfangsefni stjórnmálanna og þeirri ábyrgð sem í þeim felst. Það gæti orðið gagnlegt að breyta um nálgun í umræðunni. Hver veit nema það yrði ekki til þess að hressa bæði og kæta okkur stjórnmála- mennina, og jafnvel aðra með. n Hvað má barnið heita?„Við lítum á það sem frekar persónulegt málefni hvað við heitum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.