Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 27.–30. júní 201428 Fólk Viðtal A ð ganga að dyrum Hilmis Snæs er líkt og að ganga í gegnum agnarlítinn regn- skóg en göngustígurinn er umvafinn það miklum gróðri að það er engu líkara en að Hilmir vilji ekki vera auðfundinn. Bæði hundur og köttur Hilmis taka glaðlega á móti blaðamanni áður en haldið er á kaffihúsið Sólon, þar sem Hilmir Snær sest niður og pantar sér fisk. Hann er blíðan uppmáluð, þótt hann sé örlítið þreytulegur. Ekki er langt síðan hann ákvað að skipta um vettvang í leikhúsinu. „Það er alltaf ástæða þegar maður færir sig,“ segir Hilmir Snær Guðna- son leikari spurður um hvort sérstök ástæða hafi legið að baki því að hann ákvað að gera samning við Borgar- leikhúsið eftir að hafa starfað í Þjóð- leikhúsinu undanfarin ár. „Aðstæður voru þannig að það var ekki svo mik- ið fyrir mig að gera. Það var ekkert mikið í spilunum. Það var meira fyrir mig að gera í Borgarleikhúsinu svo ég færði mig,“ segir Hilmir. Hann segir að enginn persónulegur ágreiningur hafi legið að baki skiptunum. „Kannski var landslagið fyrir 45 ára karlmann í þessu húsi ekki gott. Hlutverkunum fer að fækka.“ Undanfarin ár hefur Hilmir Snær tekið að sér að leikstýra þónokkrum verkum meðfram því að leika, en hann segist þó ekki alfarið vilja færa sig í leikstjórastólinn. „Ég lít alltaf fyrst og fremst á mig sem leikara. Ég myndi aldrei færa mig alfarið yfir en mér finnst gaman að gera þetta með. Mér finnst ég vera meiri leikari en leikstjóri, “ segir Hilmir yfirvegað- ur og tekur af sér sólgleraugun sem hann hafði verið með á andlitinu síð- an hann gekk inn á kaffihúsið. Kannast við karakterinn Hilmir Snær er einn þekktasti leikari landsins. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna og unnið þónokk- ur Grímuverðlaun. Í síðustu viku vann hann Grímuna fyrir leik sinn í Eldrauninni. Hann segir að þar hafi hann unnið með einstaklega góð- um hópi fólks. Í leikritinu lék hann hinn réttsýna John Proctor sem ger- ist sekur um að vera konu sinni ótrúr. „Hann er kannski ekki svo órafjarri mér, þessi maður,“ segir Hilmir Snær um hlutverk sitt í Eldrauninni. Aðspurður hvort hlutverkið hafi verið óþægilegra fyrir vikið finnst Uppgjör Hilmis Hilmir snær guðnason velur heiðarleika fram yfir glansmynd. Hann ræðir kosti sína og galla og er ófeiminn við að segja frá eigin brotalömum. Hann vill helst af öllu vera í afslöppun en myndi þrátt fyrir það ekki segja skilið við bransann því erfiðið er þess virði. Hann vann Grímuna í síðustu viku fyrir leik sinn í Eldrauninni og finnst skemmtilegast að vinna með góðu fólki líkt og þar. Hann ræðir um leiklistina og hlutverkin sem hann tengir við, núið í hestamennskunni, óþægilegar áskoranir og jafnvægið sem hann þráir hvað heitast að finna. Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is „Ég er svo kærulaus maður, þess vegna elska ég þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.