Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 34
6 Sumarhátíðir Helgarblað 27.–30. júní 2014
„Vinaleg og
ljúf hátíð“
S
andara- og Rifsaragleðin
verður haldin á Hellissandi
og í Rifi á Snæfellsnesi
helgina 11. til 13. júlí næst-
komandi. Dagskráin er far-
in að taka á sig mynd en meðal þess
sem ber hæst er ball með Páli Óskari
Hjálmtýssyni í Röstinni og þá verður
Ari Eldjárn með uppistand í Frysti-
klefanum í Rifi. Kári Viðarsson, leik-
ari og leikhúseigandi, segir heima-
menn orðna spennta fyrir hátíðinni
– þá bókstaflega klæi í danstærnar.
„Það lítur allt út fyrir að þetta verði
svakalega góð hátíð í ár,“ segir Kári
hress í bragði.
Hátíðin hvíld annað hvert ár
Sandara- og Rifsaragleðin er haldin
annað hvert ár, á móti annarri bæj-
arhátíð Snæfellsbæjar – Ólafsvíkur-
vöku. Kári segir fyrirkomulagið henta
bæjarbúum vel. „Fólk fær þá tíma til
að hvíla sig á þessu líka. Það er mjög
hentugt því þetta er gert í svo mikilli
sjálfboðavinnu. Það eru allir svo tjill-
aðir á Sandinum – við viljum ekkert
vera að stressa okkur um of,“ segir
Kári og hlær.
Dagskrá hátíðarinnar byggist að
mestu á heimamönnum sjálfum. Þeir
sjá meðal annars um tónleikahald,
leiksýningar, markaði og götugrill.
„Þetta er mjög lókal hátíð,“ segir Kári.
„Það sem einkennir hátíðina helst er
bara gleðin. Það eru allir svo hressir
og kátir. Mestmegnis eru þetta brott-
fluttir heimamenn sem koma aftur
heim og hitta gamla vini og bekkjar-
félaga. Svo er veðrið alltaf svo gott,“
segir hann og slær á létta strengi.
Allir garðar stútfullir
Á Hellissandi búa tæplega fjögur
hundruð manns og í Rifi er skráður
161 íbúi samkvæmt nýjustu tölum.
Gera má því ráð fyrir að íbúafjöldi
margfaldist meðan á hátíðarhöldum
stendur. „Allir garðar verða til dæm-
is stútfullir af fólki. Margir vinir mínir
hafa komið og tjaldað í garðinum hjá
mér og þannig er þetta úti um allt.
Þetta er bara mjög vinaleg og ljúf há-
tíð,“ segir Kári.
Spurður um hvað honum þyki
helst standa upp úr nefnir Kári götu-
grillin. „Það er mikið lagt upp úr því
að hafa stuð í götugrillunum. Í göt-
unni minni er til dæmis alltaf karókí.
Svo er auðvitað alltaf gaman að fara
á ball í Röstinni, sem er náttúrlega
besti ballstaður á landinu.“
Svefnpokapláss í leikhúsinu
Á mörgum bæjarhátíðum hefur verið
tekið upp á því að skipta bænum upp
í nokkur hverfi og fær hvert hverfi út-
hlutað ákveðnum lit sem einkennir
skreytingar hverfisins. Á Hellissandi og
í Rifi horfir öðruvísi við. „Það er alltaf
mjög spennandi laumuspil í gangi
um hvernig göturnar verða skreytt-
ar. Göturnar velja sjálfar nýtt þema á
hverju ári og síðan er keppni um hver
er með bestu skreytingarnar. Eitt árið
var til dæmis kínverskt þema í einni
götunni. Skreytingarnar einkenndust
af skærum litum, drekum og þá var
öllum númerum skipt út fyrir kínversk
tákn. Þetta eru miklir húmoristar sem
búa hérna,“ segir Kári.
Hafi einhver áhuga á að fara vest-
ur á Sandara- og Rifsaragleðina,
en vantar gistingu, er hægt að hafa
samband við Kára, en hann mun
opna farfuglaheimili í Frystiklefan-
um í næstu viku. „Þetta verður svona
viðburða-hostel. Ég leik sýningarn-
ar mínar á bæði íslensku og ensku
og verð með mikla dagskrá í gangi
í sumar. Síðan býð ég upp á svefn-
pokapláss í leikhúsinu. Þetta verður
mjög kósí,“ segir Kári Viðarsson leik-
ari að lokum. n aslaug@dv.is
Sandara- og Rifsaragleðin í Snæfellsbæ 11.–13. júlí „Það eru
allir svo
tjillaðir á
Sandinum
Býður upp á
svefnpokapláss
Kári Viðarsson,
leikari og eigandi
Frystiklefans í Rifi.
Mynd Sigtryggur Ari
Lopapeysuball
og rauðhærðir
Íslendingar
Írskir dagar á Akranesi
haldnir í fimmtánda sinn
Akranes lætur sitt ekki eft-
ir liggja þegar kemur að útihá-
tíðum sveitarfélaga. Sú útihátíð
sem Akraneskaupstaður býð-
ur landsmönnum upp á er með
írskum blæ en Írskir dagar verða
haldnir í fimmtánda sinn í ár.
Hátíðin verður að venju fyrstu
helgina í júlí, nánar tiltekið 3.–6.
júlí.
Á Írskum dögum er ávallt
valinn rauðhærðasti Íslendingur-
inn og því er ekki úr vegi að rauð-
hært fólk úr nærliggjandi sveitar-
félögum geri sér ferð og láti reyna
á titilinn. Einnig er haldið götu-
grill á föstudeginum og tónleikar
þar á eftir á Akratorgi sem frítt er
inn á. Á þeim tónleikum í ár koma
fram Björgvin Halldórsson, Sigga
Beinteins og margir fleiri.
Lopapeysan svokallaða er loks
hápunktur hátíðarinnar en þar er
blásið til heljarinnar dansiballs.
Hún verður haldin laugardags-
kvöldið 5. júlí við Akraneshöfn á
tveimur sviðum og með stóru úti-
svæði. Fram koma meðal annars
Páll Óskar, Erpur, Helgi Björns-
son, Ingó veðurguð, Skítamórall,
Steindi Jr. og Friðrik Dór.
V
ið lærðum alveg ótrúlega
margt á þessu. Þetta er besti
skóli sem ég hef farið í,“ seg-
ir Gígja Sara Björnsson, ein
þeirra sem setti á laggirnar Pólar
Festival á Stöðvarfirði í fyrrasum-
ar. Hátíðin vakti mikla athygli, þá
sérstaklega fyrir framtakssemi ung-
mennanna sem að henni stóðu.
Skipuleggjendur voru þau Katrín
Helena Jónsdóttir, Marteinn Sindri
Jónsson, Gígja Sara og Viktor Pétur
Hannesson. Hugmyndin á bak við
Pólar var sú að fólk kæmi og deildi
hæfileikum sínum með öðrum gest-
um hátíðarinnar með vinnusmiðj-
um og námskeiðum. Hátíðin var
haldin samhliða sjálfbæru þorpshá-
tíðinni Maður er manns gaman.
„Þetta áttu fyrst að vera tónleikar
í kirkjunni á Stöðvarfirði, en svo óx
verkefnið mjög hratt og fór að tengj-
ast sköpunarmiðstöðinni á svæðinu.
Við höfðum öll þessa tilfinningu, að
það ætti eitthvað að gerast á Stöðv-
arfirði og við unnum með það. Þetta
er fallegur staður og það var gaman
þegar það fór allt á flug. Við ákváð-
um að bjóða fólki að koma og vera
með viðburði og sjá hvað myndi
gerast,“ segir hún og segist hafa vilj-
að blanda þessu við „Reykjavíkur-
hipster stemningu,“ og láta þessa tvo
heima mætast.
„Okkur langaði að læra af þeim
sem eru eldri og að þeir lærðu af okk-
ur. Til dæmis þá hugsuðum við: Af
hverju kann enginn að binda bagga
lengur?“ og ákváðum að fá fólk til að
kenna það,“ segir Gígja.
„Við vissum auðvitað ekkert hvað
við vorum að fara út í. En við fund-
um strax fyrir mikilli hvatningu. Það
er kosturinn við Ísland, allir þeir sem
höfðu reynsluna og vissu hvern-
ig svona ætti að gera voru fljót að
bregðast við og hjálpa okkur,“ segir
hún og bætir við að á sjálfri hátíðinni
hafi hlutirnir ekki endilega gengið
upp eins og þeir áttu að gera, en allt
hafi farið í reynslubankann og verið
látið ganga upp. „Það var eiginlega
alveg ótrúlegt þegar fólkið byrjaði að
koma á hátíðina. Mér leið pínulítið
eins og ég ætti að senda það til baka,
en svo var þetta bara alveg magnað-
ur tími,“ segir hún.
Ákveðið var að hvíla hátíðina í ár
þegar styrkir vegna hennar bárust
frekar seint. Þess í stað ætla aðstand-
endur hennar að koma fílefld til baka
og reynslunni ríkari á næsta ári. n
astasigrun@dv.is
„Þetta er besti skóli sem ég hef farið í“
Pólar Festival á Stöðvarfirði var tilraun sem heppnaðist vel
Myndir gígjA SArA BjörnSSon
Ekki týnast –
notaðu appið
Það geta allir lent í vandræðum
á ferðalagi sínu um landið. Þeir
sem eru með snjallsíma geta hins
vegar sótt sér íslenska snjallfor-
ritið 112 Iceland. Tilgangur apps-
ins er að auðvelda Neyðarlínunni
að finna týnda ferðamenn með
því að skilja eftir GPS-slóð og fá
nánari upplýsingar um þá.
Með forritinu geta ferðamenn
kallað eftir aðstoð lögreglu eða
björgunarsveita ef um slys eða
óhapp er að ræða. Einnig geta
þeir nýtt það til að skilja eftir
sig slóð, „brauðmola“, en slíkar
upplýsingar geta skipt sköpum
ef óttast er um afdrif viðkom-
andi ferðalanga og leit þarf að
fara fram. Ekki er þörf á gagna-
sambandi til þess að nýta for-
ritið, hefðbundið GSM-samband
nægir.