Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 37
Sumarhátíðir 9Helgarblað 27.–30. júní 2014
Vilja að bæjarbúar hjálpi til
n Páll Óskar tilbúinn að hjálpa til n Danskir dagar eru elsta bæjarhátíðin á Íslandi
B
æjarhátíðin Danskir dagar í
Stykkishólmi á stórafmæli í
sumar og verða tuttugu ár síð-
an hún var haldin fyrst. Í ár hef-
ur Svanborg Siggeirsdóttir, formað-
ur Eflingar Stykkishólms, kallað eftir
aðstoð bæjarbúa. Óvíst er hvort há-
tíðin verður haldin en eina sem er í
hendi er ball með Páli Óskari. Bið-
ur hún Hólmara að fylkja liði og taka
höndum saman til þess að koma há-
tíðinni í góðan farveg. Í aðsendri grein
sem birt var í Stykkishólmspóstinum
hinn 19. febrúar síðastliðinn biðlar
Svanborg til bæjarbúa um að hjálpa til
við hátíðarhöld. „Það er töluvert mik-
ið verk að halda slíka hátíð. Það er því
spurning okkar hvort bæjarbúar væru
tilbúnir að taka a.m.k. einu sinni þátt
í undirbúningnum,“ skrifaði hún. Að
hennar sögn er búið að bóka dansleik
með Páli Óskari og segir Svanborg að
hann sé meira að segja tilbúinn til að
aðstoða við hátíðarhöldin.
„Snæfell er ekki tilbúið að vera al-
farið með öll hátíðarhöldin á sínum
herðum eins og var á síðustu hátíð,“
segir Svanborg, en Snæfell er ung-
mennafélagið í bænum. Biður hún
alla sem geta að bjóða fram aðstoð
sína og með því sé hægt að dreifa
álaginu. Ekki náðist í Svanborgu við
vinnslu fréttarinnar.
Ballið stóra atriðið
„Ég held að við getum orðað þetta
svona: flestir vilja hafa þetta en það
nennir enginn að gera neitt,“ segir
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson, for-
maður ungmennafélagsins Snæfells, í
samtali við DV. Hann segir að Snæfell
hafi haldið alfarið utan um Dönsku
dagana í fyrra og að það hafi verið
nokkuð mikið verk.
Hann segir að þrátt fyrir það hafi há-
tíðin gengið vel í fyrra. Hann segist
ekki skilja almennilega hvers vegna
Hólmarar séu tregir í taumi í ár.
Í ár ætlar Snæfell aðeins að sjá um
dansballið með Páli Óskari.
Vilja halda dagana
„Þetta er svona temmilega óákveðið
enn þá. Ég veit að það verða Dansk-
ir dagar í ágúst og það er búið að fá
fólk í planið en dagskráin er óákveðin.
Það er verið að reyna að halda dag-
ana,“ segir Bjarney Inga Sigurðardótt-
ir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi við
upplýsingamiðstöð Stykkishólms, í
samtali við DV. Bjarney segir að ver-
ið sé að reyna að hugsa hátíðina upp
á nýtt og er þar litið til þess að hafa
hana smærri í sniðum. Hún segir að
þrátt fyrir neikvæða umræðu þá hafi
hún gert könnun þar sem kom fram
að flestir vildu halda Danska daga.
„Það er kominn pínu leiði í fólk,“
segir Bjarney. Fyrirhugað er að hátíð-
in verði haldin helgina 15. til 17. ágúst
næstkomandi. n
hjalmar@dv.is
Áhorfendur Þrátt fyrir þreytu bæjarbúa á Dönskum dögum hefur hátíðin iðulega verið vel sótt.
Á
Mýrarbolta á Ísafirði er
drullumallað á daginn og
djammað á kvöldin. Lík-
lega er besta lýsingarorðið
yfir Mýrarboltann „drullu-
skemmtilegt“ ef marka má vinsæld-
ir hans. Mótið verður haldið í ellefta
sinn um verslunarmannahelgina
2014. „Þetta er í ellefta skiptið sem
keppt er í Mýrarbolta,“ segir Jón Páll
Hreinsson, mýrarfáki og einn af
skipuleggjendum mótsins.
Óvænt til Finnlands
Hann hefur komið að Mýrarbolta
frá fyrstu tíð, en hugmyndin kvikn-
aði þegar nokkrir vinir voru send-
ir til Finnlands til þess að taka þátt
í slíku móti fyrir algjöra tilviljun.
„Árið eftir reyndum við svo að halda
svona mót en það vildi enginn taka
þátt í því. Við héldum þess vegna
fótboltamót þar sem komu alls kon-
ar gamlar kempur og voru með. Eft-
ir mótið áttuðum við okkur á því að
við vorum komnir með mýrarbolta-
völl og fórum að spila. Á næsta ári
skráðu sig fimmtán lið,“ segir Jón
Páll. Þá fór boltinn að rúlla og ár frá
ári hefur hátíðin stækkað mátulega
mikið. Í fyrra voru svo öll met slegin
þegar 3.000 manns komu til þess að
skemmta sér á hátíðinni og keppa í
mýrarbolta. Mýrarbolta svipar mjög
til fótbolta nema að leikið er í mýri,
en ekki á grasi. Þar að auki eru leik-
reglur öllu frjálslegri og refsingar
fyrir leikbrot í skrautlegri kantinum.
Skemmta sér vel
Skipuleggjendurnir hafa því tekið
sig til og stækkað mótið, aukið við-
burðafjölda og verður allt hið glæsi-
legasta í ár. „Þetta hefur allt geng-
ið mjög vel og við höfum verið svo
heppin að fólkið sem sækir hátíð-
ina er flest allt komið þangað til að
keppa og skemmta sér,“ segir Jón Páll
og segir þeim vera mikið í mun að
hátíðin sé þannig að allir skemmti
sér og skapi góðar minningar.
Fræðsla mikilvæg
„Við höfum verið í miklu og góðu
samstarfi við systursamtök Stíga-
móta, Sólstafi. Konurnar þar hafa
verið með fræðslu og viðburði
með okkur, frætt dyraverði og svo
hafa þær selt merki sem við hvetj-
um alla þátttakendur til að kaupa
til að styrkja starfið þeirra. Mottó-
ið okkar er: Samþykki er sexý. Þetta
er okkur mjög mikilvægt, að stuðla
að fræðslu um kynferðisofbeldi og
tryggja öryggi gestanna okkar,“ seg-
ir hann.
Vilja verða Evrópumeistarar
Dagskráin í ár verður fjölbreytt að
venju, en meðal þeirra sem stíga
á svið eru Agent Fresco, Erpur og
Sesar A, Frikki Dór og Jón Jónsson.
Á sunnudagskvöldinu verða svo
krýndir sigurvegarar Mýrarboltans,
það er Evrópumeistararnir, og er
því til mikils að vinna. Jón Páll segir
skráninguna fara vel af stað og aug-
ljóst að enginn ætli að missa af því
að taka þátt í ár. n
astasigrun@dv.is
Drulluskemmtilegt
í Mýrarboltanum
Fóru óvænt til Finnlands og hafa nú haldið ellefu mýrarboltamót
Skemmtilegt og ögrandi
Það eru skrautlegir dómar sem
falla á mótinu og stundum
þurfa menn að spila með
hauspoka eftir ljót brot.