Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 49
Helgarblað 27.–30. júní 2014 Fólk Viðtal 33 Óttast ekki dauðann togi. Í stuttu máli: fest rætur og lifað í landinu. „Mitt líf er hérna í þessu landi. Ég hef auðvitað rík tengsl við Palestínu, elska fólkið þar og þjáist með því. En ég er Íslendingur.“ Eru ekki skrímsli Það var ekki fyrr en árið 2001, 30 árum eftir að Salmann „milli- lenti” á Íslandi, sem hann byrj- aði að finna fyrir fordómum. „Eft- ir árásina á tvíburaturnana 2001 blossaði upp fordómabylgja. Ég fann fyrir því. En maskínan sem býr að baki varð til eftir hrun Sovétríkj- anna. Þessi maskína vill búa til nýja grýlu til að ná betri stjórn á okkur í krafti hræðsluáróðurs. Íslam ligg- ur vel við höggi. Mörg ríkustu lönd í heiminum, hvað auðlindir varðar, eru múslimaríki og stórveldin ásæl- ast auð þeirra. Það er auðveldara að réttlæta slíkt þegar „óvinurinn” er skrímsli.“ En Salmann segist ekki vera neitt skrímsli, ekki frekar en yfirgnæf- andi meirihluti þess fjórðungs- hluta mannkyns sem gengið hef- ur Allah á hönd. „Við iðkum trúna eins og 99,999 prósent múslima. Ég iðka mína trú alveg eins og ég sá afa minn gera. Og raunar myndirðu í fæstum tilfellum gera greinarmun á múslima og kristnum manni, nema þú sæir þann fyrrnefnda ef til vill biðja oftar. En það er til, þetta brotabrot; snargeggjað fólk.“ Hugsanavilla Með því að yfirfæra hugsunar- hátt og hneigðir þessa brotabrots yfir á heildina gera fordæmend- ur múslima, að mati Salmanns, sig seka um alvarlega hugsanavillu sem í daglegu tali kallast fordómar. „Við erum frá 70 mismunandi lönd- um. Það sem sameinar okkur er ís- lamstrúin en við erum jafn fjölbreytt og við erum mörg. Við höfum alls konar menningarlegan bakgrunn, gjarnan mjög ólíkan. Þeir múslim- ar sem eru hérna eru upp til hópa verulega friðsamt og gott fólk. Mað- ur heyrir eiginlega aldrei að það sé til vandræða á einum né neinum stað. Umræðan snýst yfirleitt um að eitthvað sé einhvern veginn ein- hvers staðar annars staðar. „Það eru múslimavandræði í Frakklandi,“ segja þau. Hvað kemur það mér við! Það eru kristin vandamál í Úkraínu og víðs vegar í Afríku. Á að varpa því yfir á þjóðkirkjuna og þá sem í hana eru skráðir?“ Framsókn og fordómafullir Vegna þess hversu einfeldningsleg þessi hugsanavilla er kom það Sal- manni mjög á óvart að elsti stjórn- málaflokkur landsins, hvers for- maður leiðir ríkisstjórnina, skyldi gera sig sekan um hana og ala á henni. „Þegar elsti stjórnmálaflokk- ur landsins fer að nota þessa undir- liggjandi fordómahneigð sumra til að hífa upp fylgi sitt. Það finnst mér alveg lágkúrulegt,“ segir Salmann og bætir við að daður Framsóknar- flokksins við slíkan rasisma hafi búið til frjóan jarðveg fyrir rasista til að bera hatur sitt á torg. „Allt í einu blossar þetta upp. Við eigum að vera vírus sem dreifist um samfélagið og skemmir það. Þetta hefur hræðileg sálræn áhrif á full- orðið fólk – en börnin? Allt í einu er barnabarnið mitt byrjað að lesa það víðs vegar á netinu að ég sé stór- hættulegur glæpamaður, óalandi og óferjandi, og að enginn vilji hafa mig hérna. Þetta hefur auðvitað gífurleg áhrif á ungar sálir, sérstaklega seinna meir. Núna fá þau kannski styrk frá mér en þau munu sennilega aldrei gleyma þessu. Þetta er skemmandi. Þetta er óréttlæti. Núna er ástandið þannig að ef þú heitir Muhammad, Ibrahim eða Ahmad þá er erfiðara fyrir þig að fá vinnu. Hver ætlar að ráða mann sem samfélagið stimpl- ar óæskilegan? Og þá byrjar gremj- an náttúrlega að krauma innra með manni. Þetta er svo ljótt. Menn hafa auðvitað mismunandi skoðanir og mega hafa þær. En að leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum ali á svona rasisma og mannfyrirlitningu, það finnst mér mjög hættulegt. Sagan verður að vera kennari okkar í þessum efnum. Við höfum Stalín, við höfum Hitler; við höf- um ótal dæmi um vitlausa menn sem komust til valda með svona út- spili. Hvernig var litið á gyðinga fyr- ir seinna stríð í Þýskalandi? Það var stórhættulegt fólk, eins og múslim- ar núna.“ Mótandi fordómar Í sálarfélagsfræðum er alþekkt að fólk hegðar sér gjarnan í samræmi við ímynd sína, þær hugmyndir sem annað fólk hefur um það, þótt það sé í raun réttri allt annarrar gerðar. Þannig geta fordómar, til dæmis sú skoðun að múslimar séu ofbeldis- fyllri en annað fólk, stundum virkað eins og spádómur sem sannast fyr- ir eigin tilstuðlan. Spurður út í þetta segir Salmann: „Já, já. Það er alveg pottþétt. Og líka ef mér líður illa þá fer ég kannski að hugsa: Þessir Ís- lendingar eru alltaf að gera mér líf- ið leitt. En það er ég sem er að gera líf mitt leitt með slíkum þankagangi, þarna liggja rætur sundrungarinn- ar.“ Morðhótanir En ástandið einskorðast ekki einungis við hatursfull ummæli á netinu heldur hefur Salmann fengið morðhótanir – boðsendar heim að dyrum. „Já, já. Ég hef fengið ógeðs- legar morðhótanir. Einn sagðist ætla að taka skinnið af mér – flá mig – og lýsti því svo í frekari smáatrið- um hvernig hann hygðist taka mig af lífi.“ Salmann hefur nú kært morð- hótanirnar. „Ég er búinn að fyrirgefa þessum mönnum í hjarta mínu en það þarf að nota þá sem fordæmi. Svona um- mæli eru refsiverð og þessir menn verða að taka út sína refsingu. Ég ætla að elta þá alveg á fullu. Þessir rasistar verða að læra að þeir mega ekki ganga svona á réttindi annarra.“ Þrátt fyrir að margir vilji hann feigan lætur hann engan bilbug á sér finna. „Nei, nei, nei. Ég trúi á guð. Hann ákveður hver deyr og hver ekki. Hvort sem ég dey fyrir hendi morðingja eða í fríi á Perú, þá er það guð sem ræður því. En maður passar sig náttúrlega. Þetta er hins vegar hræðilegt fyrir konuna mína og börn.“ Ábyrgð Framsóknar mikil Salmann segir ábyrgð Framsóknar- flokksins vera mikla á þeirri með- ferð sem hann og aðrir múslim- ar hafa þurft að þola undanfarnar vikur. „Þegar þetta veika fólk heyr- ir svona óbeinar hvatningar stjórn- málaleiðtoga þá veitir það skoðun- um þeirra aukinn þunga og vægi og veitir þeim sjálfum kjark.“ Aðrir flokkar hafa sem kunn- ugt er fordæmt málflutning Fram- sóknarflokksins í aðdraganda borg- arstjórnarkosninganna og meðal annars sagt hann óstjórntækan vegna þessa. Salmann er ánægð- ur með þennan stuðning og segir hann mikilvægan. „Það er mjög gott að neita samstarfi við svona flokk. Þetta fylgi þeirra byggðist á hatri. Þetta er gamaldags hugmyndafræði sem byggist á að æsa fólk og etja því saman til að ná völdum. Núna erum við á 21. öldinni en Framsóknar- flokkurinn hefur orðið eftir í þróun- inni – því miður.“ Alinn upp af prestum Þar eð trúin er yfirleitt dýpsta sann- færing í lífi þess sem hana hefur er mikilvægt, að mati Salmanns, að níða ekki trú annars fólks heldur umbera og helst virða. Sjálfur hefur hann reynslu af friðsælli og farsælli sambúð trúarhópa. „Ég var alinn upp í kristnum skóla – st. George's School. Þarna voru prestar og ann- að kirkjunnar fólk að kenna og nem- endur voru kristnir og múslimar í bland. Vinir mínir fóru í kirkju og ég og fleiri í mosku – það var alls ekk- ert vandamál. Þannig að ég þekkti kristnina áður en ég kom hingað.“ Þótt Salmann hafi verið alinn upp að íslömskum sið var hann ekki sami trúmaðurinn við komuna til landsins og hann er nú. „Já og nei. Maður getur varla sagt að sextán ára drengur sé trúaður. En barnatrú- in var að einhverju leyti til staðar. Ég var ekkert að pæla í trúarbrögð- um á þessum tíma. Trúarsannfær- ing mín þróaðist hérna á Íslandi. Hér hafði ég tíma til að lesa mér til og frelsi til að taka ákvörðun. Það er einmitt þessi þekking mín á trúar- brögðum sem gerði mig hallan und- ir íslam. Íslamstrú er að mörgu leyti einfaldari en kristnin. Kóraninn er bara orð guðs – ég trúi öllu því sem þar stendur hundrað prósent – en Biblíuna skrifuðu einhverjir menn. Íslam snýst um beint samband guðs og manns, það þarf enga presta- stétt þarna á milli. Ég veit hins vegar ekki hvort þetta er rétt fyrir alla. Ég er ekki dómari. Ég veit ekkert um það. Ég er bara að hugsa um sjálf- an mig. Það er þessi sjálfselska í mér alltaf hreint,“ segir Salmann kíminn og hlær. Smám saman styrktist trúin í brjósti hans. „Þetta þróaðist hægt og þétt þangað til ársins 1997. Þá vorum við múslimar orðnir frekar margir og okkur vantaði einhvern samkomustað. Þannig að ég stofna Félag múslima á Íslandi og við feng- um loksins húsnæði í Ármúla árið 2000.“ Núna er sú moska – 97 fermetra skrifstofuhúsnæði á 3. hæð – að spr- inga utan af starfseminni og borgin búin að úthluta þeim byggingarlóð í Sogamýri. Það eru að líkindum um- deildustu flutningar allra tíma. „Ég skil ekkert í þessu! Við erum búin að vera með mosku hér á landi í 14 ár. Og varðandi hryðjuverkin: Ég skil ekki hvers vegna stærra og meira áberandi húsnæði ætti að auðvelda okkur að fremja hryðjuverk, værum við á þeim buxunum. Hryðjuverka- menn skipuleggja sín hryðjuverk í kjöllurum á afviknum stöðum, ekki inni í moskum. Ef við erum hryðju- verkamenn þá erum við vitlausir hryðjuverkamenn.“ Salmann veit ekki nákvæmlega hvenær moskan mun rísa en seg- ir alla velkomna þegar þar að kem- ur. „Það væri náttúrlega best ef all- ir Íslendingar gerðust múslimar. Þá myndu þeir alfarið stjórna starfsemi moskunnar.“ Fallega flóra Sjálfur býr Salmann í Breiðholtinu með konu sinni, börnum, hundi og tveimur köttum. Fyrir utan reglu- legar póstsendingar frá fólki sem vill flá hann lifandi er hann og fjölskyld- an tiltölulega ánægð með lífið þar. Fyrir tveimur árum tóku þau síð- an að sér flóttamann frá Alsír sem átti í engin hús að venda. „Hann kom til mín, yfirmaður Barnaheill- ar, og sagði mér frá tveimur ung- um drengjum sem voru í fangelsi í Keflavík. Hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað öðrum þeirra aðeins, tekið hann að mér í tvær vikur. Ég sagði bara allt í lagi og við brunuð- um til Keflavíkur og sóttum hann. En það tók tvö ár fyrir hann að fá dval- arleyfi og hann hefur verið hérna allan þennan tíma. Honum gengur rosalega vel, er í skóla og íþróttum,“ segir Salmann og bætir við að hann sé gott dæmi um hvernig fólk, jafn- vel frá fjarlægum löndum og með ólíka siði, geti með réttu aðhaldi og umhyggju orðið að góðum og gegn- um samfélagsþegnum. „Í stað þess að láta þá hanga í tvo eða þrjú ár í lausu lofti – í óvissu – að gera ekki neitt, þá á að virkja þá. Þetta er yfir- leitt ungt fólk, fullt af krafti sem vill vinna og gera eitthvað.“ Er ekki hobbí Það er þetta hugarfar sem hann telur að langflestir innflytjendur, múslimar og aðrir, hafi þegar það komi til Íslands; það vill taka þátt í samfélaginu og vonar að það taki vel á móti þeim. „Við viljum bara lifa lífinu hérna, í friði. Enginn yfirgef- ur heimaland sitt, með þeim hætti sem margir okkar hafa gert, nema tilneyddur. Þetta er ekki hobbí, að yfirgefa ættjörð sína. Að fara frá for- eldrum sínum, systkinum og öðr- um ættingjum og koma til nýs lands og búa sér til nýtt líf,“ segir Salmann og bætir við að við eigum ekki að hræðast þennan fjölbreytileika og hata heldur njóta hans enda sé hann einungis af hinu góða. „Guð er almáttugur. Ef hann vildi að allir yrðu eins þá hefði hann getað skap- að okkur þannig. En hann vildi hafa þessa fjölbreyttu og fallegu flóru hér.“ n Kærir Salmann hefur fyrirgefið þeim mönnum sem hótuðu honum lífláti. Hann segir samt nauðsynlegt að málið fari sína leið í réttarvörslukerfinu til að skapa gott fordæmi. Svona hegðun eigi ekki að líða í siðuðum samfélögum. „Það er mjög gott að neita samstarfi við svona flokk. Þetta fylgi þeirra byggðist á hatri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.