Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 27.–30. júní 201436 Lífsstíll
Ertu í fýlu?
Þrjár algengar ástæður fyrir slæmu skapi og hvernig þú getur tæklað það
V
ið getum skellt plástri
á skurði og sett kaldan
bakstur á mar en hvað ger-
um við þegar sárin eru
andleg og verða til þess að
skapið versnar og allt fer í taugarn-
ar á okkur? Sálfræðingurinn Guy
Winch, höfundur Emotional First
Aid: Practical Strategies for Treating
Failure, Rejection, Guilt and Other
Everyday Psychological Injuries,
sem hefur grandskoðað skapvonsku
og fýlu, segir mikilvægt að við gerum
okkur grein fyrir ástæðu fýlunnar til
að geta tekist á við hana á áhrifa-
ríkan hátt. Í viðtali við U.S. News
fjallaði Winch um þrjár algengar
ástæður slæms skaps og hvernig við
getum bætt það.
1 Höfnun Winch kallar þetta „tilfinningalega skurði og
skrámur hins daglega lífs“ sem, að
hans mati, er óhjákvæmilegt að
verða fyrir á hverjum degi. „Stóru
dæmin eru þegar eiginkonan óskar
eftir skilnaði en litlu dæmin geta
gert þig alveg hundfúlan,“ seg-
ir Winch sem kemur með algengt
dæmi: „Þú ert nýkominn til baka
eftir ævintýralegt ferðalag og byrjar
strax á því að henda inn myndunum
á Facebook og Instragram – og bíð-
ur svo eftir viðbrögðum. Einhverra
hluta vegna færðu ekki eitt einasta
„like“ - ekki einu sinni frá vinum
sem fá alltaf „like“ frá þér á allar
myndir og allar færslur.
Annað dæmi gæti tengst vinnu-
félögunum. Hópur á skrifstofunni
tekur sig saman og fer í mat – en
gleymir að bjóða þér með. Þér finnst
þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt
fólk en ferð samt í fýlu yfir að hafa
ekki verið boðið með. Í rauninni,
segir Winch, benda rannsóknir á að
heili okkar sé svo viðkvæmur fyrir
höfnun að við finnum fyrir særind-
um jafnvel þótt sá sem hafnar okkur
sé einhver sem við fyrirlítum. Dæmi
er rannsóknin sem birtist í Europe-
an Journal of Social Psychology árið
2007 en þar kom í ljós að þátttak-
endum sem hafnað var af ókunn-
ugu fólki sárnaði höfnunin, jafnvel
þegar þeir vissu að þetta fólk tengd-
ist KKK.
Hvernig kemstu yfir fýluna?
Ef þú ert móðgaður yfir því að vinir
þínir séu ekki hoppandi um af gleði
yfir sumarfrísmyndunum þínum
geturðu einfaldlega beðið þá um
að kíkja á þær. „Einhver myndi ef-
laust segja að það væri að svindla,
sem ég raunar skil ekki,“ segir Winch
sem mælir með því að við sendum
skilaboð til tveggja, þriggja vina og
spyrjum einfaldlega hvað þeim finn-
ist um sumarleyfismyndirnar. „Og
þá kíkja þeir og boltinn fer að rúlla
og þér líður strax betur. Þú vakt-
ir athygli þeirra á myndunum sem
eflaust birtust í örskotsstund á vegg
þeirra í flóru mynda allra 3.000 vin-
anna.
En hvað með vinnufélagana?
Winch mælir með því að þú talir við
hópinn sem þú ert vanur að hanga
með og athugir hvort þeir séu ekki
til í að kíkja út með þér eitt hádegið.
„Ekki til að hefna þín á hinum hópn-
um heldur til að minna þig á að þú
þarfnast ekki fólks sem vill ekki hafa
þig með. Vertu heldur með þeim
sem kunna að meta þig.“
2 Hrós Eins undarlegt og það hljómar eru gullhamrar ekki
alltaf kærkomnir. Winch segir
einstaklinga með lítið sjálfstraust
ekki alltaf líða vel með að fá hrós
þar sem hrósið getur stangast á við
þeirra eigin skoðun á sjálfum sér.
Winch kemur með dæmi um 19 ára
stúlku sem á í erfiðleikum með að
finna sér kærasta. Í hvert skipti sem
hún kemur heim til foreldra sinna
hrósa mamma hennar og pabbi
henni fyrir útlitið. „Stúlkunni líð-
ur verr fyrir vikið þar sem hennar
skoðun er í algjörri mótsögn við það
sem foreldrar hennar segja. Með
öðrum orðum: Ef ég er svona falleg
af hverju á ég ekki kærasta?“
Hvernig bætirðu skapið?
Ef þú ert ósammála í hvert skipti
sem einhver segir þér hversu frá-
bær þú ert geturðu prófað sjálf-
styrkingaraðferðir. Hugsaðu um
styrkleika þinn á þeim sviðum sem
þér var hrósað fyrir og skrifaðu svo
niður á blað af hverju þessir kostir
eru mikilvægir. Winch kemur með
dæmi: „Maður sem fær reglulega
að heyra hversu dásamlegur hann
er gæti skrifað niður: „Ég er ekki sá
dásamlegasti en ég styð mitt fólk og
hef húmor fyrir sjálfum mér. Ég er til
staðar fyrir mína nánustu og er góð-
ur í að hlusta.““ Svona, segir Winch,
geturðu bætt skapið á augabragði.
3 Sektarkennd Við viljum ekki hafa of litla sektarkennd (kort-
er í siðblindu) eða of mikla sekt-
arkennd (korter í kvíðakast), segir
Winch sem segir jafnvægi mikilvægt
til að fúnkera eðlilega. „Eðlileg sekt-
arkennd lætur þig vita þegar þú ert
við það að gera eitthvað rangt og
gætir sært aðra manneskju. Þegar
við upplifum sektarkennd hverfur
góða skapið gjarnan.“
Hvernig bætum við
skapið að nýju?
Samkvæmt Winch verðum við
stundum að gera það erfiða til að
bæta skapið – það er, biðjast fyrir-
gefningar. „Okkur er kennt frá unga
aldri að biðjast afsökunar. Fimm ára
krakka þykir það lítið mál en þegar
við erum orðin fullorðin eiga margir
erfitt með það og muldra orðin
gjarnan milli varanna,“ segir Winch
sem er harður á að slíkt sé ófull-
nægjandi afsökunarbeiðni. „Alvöru
afsökunarbeiðni er margþætt. Ef þú
biður skýrt afsökunar ertu að segjast
sjá eftir því sem gerðist um leið og
þú biður um fyrirgefningu. Auk þess,
og kannski það mikilvægasta, þarftu
að vera einlægur til að hún virki. Af-
sökunarbeiðni snýr að manneskj-
unni sem þú biður afsökunar, ekki
þér sjálfum. Ef þú ert óstundvís og
veldur því að vinur þinn missir af
spennandi atburði þá skaltu ekki
kenna strætó um. Skap þitt mun
ekki batna nema þú leysir um allan
spenning á milli þín og þess sem þú
gerðir á hlut. n
indiana@dv.is
Bættu skapið
Hlustaðu á uppáhalds
tónlistina þína
„Passaðu bara að velja eitthvað
hresst,“ segir Grethceh Rubin,
höfundur metsölubókarinnar
The Happiness Project. Rann-
sóknir sýna að tíu mínútur af
klassískri tónlist bæta skapið – og
lækka blóðþrýsting.
Gefðu þér tíma
Ákveddu að þú fáir 20 mínútur
til að haga þér eins og þér líður.
Brjóttu egg eða lemdu koddann
þinn. Passaðu bara að meiða
engan.
Hreyfðu þig
Samkvæmt Rubin tengist orku-
leysi oft vondu skapi. „Gerðu eitt-
hvað til að örva hjartsláttinn en
það mun lyfta anda þínum.“
Finndu góða lykt
Lyktaðu af appelsínu, uppáhalds
kreminu þínu eða nýja kaffinu.
Fljótleg og áhrifarík leið til að
bæta skapið.
Talaðu við einhvern
Flest viljum við fá að vera í friði
þegar við erum í fýlu en með því
að tala við einhvern – kassadöm-
una í Bónus til dæmis – batnar
skapið. Ef þér líður eitthvað illa
í vinnunni skaltu ganga um og
ræða við einhvern í nokkrar mín-
útur.
Farðu í sólina
Eyddu eins miklum tíma úti í
sólinni og skapið verður miklu
betra.
Kláraðu eitthvað af
listanum þínum
Oft kennum við í brjósti um okk-
ur þegar við erum í vondu skapi
og finnst við eiga skilið smá frí.
En með því að ráðast í eitthvað
sem hefur setið á hakanum – þótt
það sé ekki nema senda póstinn
sem þú hafðir gleymt – muntu
finna skapið batna. Um leið og
það er farið af stað finnurðu
hvernig álagið minnkar.
Gerðu eitthvað fyrir
aðra
Settu vandamál þín í samhengi
við þeirra sem eiga við raunveru-
leg vandamál að stríða.
Þrífðu
Röð og regla hefur góð áhrif á
skapið. Ef þú ert eitthvað óhress
prófaðu þá að laga til á skrif-
borðinu þínu. Þú upplifir þig
í betri stjórn ef þú veist hvar
hlutirnir eru.
laumast til að gera matinn hollari
í
huga margra er hollur matur
bragðlaus matur. Á sama tíma
vilja æ fleiri hollari valkost í mat-
vælum. Þetta hlýtur að setja
veitingahús og matvælafyrirtæki í
klípu en lausnin, samkvæmt Wall
Street Journal ,er svokallað „stealth
health“ sem gæti útfærst sem
„laumuleg hollusta“ á íslensku.
Samkvæmt Wall Street Journal
hafa veitingahús og matvælafyr-
irtæki tekið upp á því að laumast
til að gera vörur sínar hollari án
þess að láta kúnnann vita. Með því
að bæta vöruna smám saman til
hins betra tekur kúnninn ekki eft-
ir breytingunni en verður alsáttur
þegar hann fær vitneskju um að
uppáhalds kexið hans er alls ekki
jafn óhollt og hann hafði alltaf
haldið.
„Ef þú segir fólki að eitthvað sé
hollt finnst þeim bragðið versna,“
segir forstjóri veitingahúsakeðj-
unnar Boston Market, en fyrir-
tækið hafði minnkað saltinnihald
margra vara sinna smám saman um
nokkurra mánaða skeið áður en við-
skiptavinir fengu um það vitneskju.
Svipaða sögu er að segja af fyrir-
tækinu Kraft sem framleiðir vin-
sæla kexið Oreos en fyrirtækið hafði
minnkað innihald transfitu smám
saman áður án þess að geta þess.
General Mills hefur einnig not-
að þessa aðferð. „Það tekur nokkra
mánuði, ef ekki ár, að ná réttu jafn-
vægi milli hollustu og bragðs,“
sagði gæðastjóri General Mills, sem
endurskoðaði saltmagnið í tilbúnu
súpunum sínum. n
indiana@dv.is
Viðskiptavinurinn vill hollan en bragðgóðan mat
Salt Salt í óhóflegu magni er óhollt.