Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 57
Helgarblað 27.–30. júní 2014 Sport 41
F
lest bendir til þess að Al-
freð Finnbogason, leikmað-
ur Heerenveen, verði orðinn
leikmaður Real Sociedad áður
en langt um líður. Hollenska
blaðið De Telegraaf greindi frá því í
vikunni að spænska félagið myndi
greiða um einn milljarð króna fyr-
ir þjónustu Alfreðs sem varð marka-
kóngur hollensku úrvalsdeildarinnar
í vetur. Ljóst er að Alfreð tekur skref
upp á við með því að ganga til liðs við
Sociedad sem verið hefur í hópi betri
félagsliða Spánar undanfarin ár. Hér
skoðar DV þetta sögufræga félag og
samkeppnina sem væntanlega bíður
þessa mikla markahróks.
Undir væntingum í vetur
Real Sociedad endaði í 7. sæti
spænsku úrvalsdeildarinnar í vor. Ár-
angurinn var nokkuð undir vænting-
um enda hafði liðið lent í 4. sæti
tímabilið þar á undan sem tryggði
liðinu þátttökurétt í Meistaradeild
Evrópu í vetur. Árangur liðsins í
Meistaradeildinni olli vonbrigðum
en liðið lék í A-riðli með Manche-
ster United, Bayer Leverkusen og
Shakthar Donetsk. Í sex leikjum skor-
aði liðið eitt mark og fékk á sig tíu.
Eina stigið sem Sociedad fékk í riðl-
inum kom gegn Manchester United
á heimavelli, hinir leikirnir töpuðust.
Tveir með 16 mörk
Talið er að forsvarsmenn Sociedad
líti á Alfreð sem vænlegan kost í stað
franska landsliðsmannsins Antoine
Griezmann sem líklega er á förum frá
félaginu. Griezmann var markahæsti
leikmaður félagsins í vetur ásamt
Carlos Vela, en þeir skoruðu sext-
án mörk hvor í spænsku deildinni.
Carlos Vela var orðaður við endur-
komu til Arsenal, en á dögunum var
greint frá því að hann hefði ákveðið
að skrifa undir nýjan samning við
Sociedad og því verður hann áfram í
herbúðum þeirra.
Vantar góðan framherja
Það sem Sociedad hefur skort er
sterkur framherji sem skorar reglu-
lega. Þó að Vela og Griezmann hafi
séð um þau mál í vetur eru þeir báðir
vængmenn sem liggja þó mjög fram-
arlega á vellinum. Fyrir hjá Sociedad
eru í raun aðeins tveir hreinræktað-
ir framherjar. Annar þeirra er Imanol
Agirretxe sem skoraði 8 mörk í 31 leik
í deildinni í vetur. Hinn er Haris Sefer-
ovic, landsliðsmaður Sviss, en hon-
um gekk illa að festa sig í sessi í vet-
ur. Seferovic skoraði aðeins 2 mörk
í 24 leikjum í deildinni en oftast var
hann notaður sem varamaður. Það er
ljóst að forsvarsmenn Sociedad átta
sig á því að til að taka liðið lengra þarf
framherja sem skorar mörk og hefur
Alfreð ekki brugðist bogalistin í þeim
efnum á undanförnum árum. Ekkert
er öruggt með brotthvarf Griezmann
og yrði verulega spennandi að sjá Al-
freð með þessa frábæru leikmenn sér
við hlið. Það er ljóst að hann fengi
næga þjónustu og má í því samhengi
benda á að Vela lagði upp þrettán
mörk á síðustu leiktíð.
Vel mannað lið
Ljóst er að forsvarsmenn Sociedad
ætla sér stóra hluti og er knattspyrn-
ustjórinn Jagoba Arrasate með
gríðarlega spennandi lið í höndun-
um. Liðið er ekki bara vel mannað
í fremstu stöðum heldur er valinn
maður í hverju rúmi. Claudio Bravo
var aðalmarkvörður félagsins í
vetur en hann var að vísu seldur til
Barcelona í vikunni. Þá er varnar-
maðurinn Inigo Martinez talinn í
hópi efnilegustu varnarmanna Spán-
verja. Fyrirliðinn Xabi Prieto er hjart-
að og sálin í liðinu en þessi þrítugi
leikmaður hefur allan sinn feril leikið
með Sociedad. Þá er miðjumaðurinn
ungi, Sergio Canales, á mála hjá fé-
laginu en hann lék um tíma með Real
Madrid og Valencia. n
Síðasta púslið
hjá Sociedad
n Félagið vantar framherja sem skorar mörk n Alfreð fengi frábæra þjónustu
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Í spænska boltann
Aðeins er talið tímaspursmál
hvenær tilkynnt verður um
félagaskipti Alfreðs til Real
Sociedad.
Sociedad í
hnotskurn
Real Sociedad er stofnað árið 1909
en félagið er staðsett í borginni San
Sebastian í Baskahéraði. Anoeta-leik-
vangurinn er heimavöllur félagsins en
hann tekur 32.200 manns í sæti. Liðið
var meðstofnandi La Liga-deildarinnar
árið 1928 og lék það samfellt í deild
þeirra bestu 40 tímabil í röð, frá 1967 til
2006 að liðið féll niður í 2. deild. Segja
má að gullaldarár Sociedad hafi verið í
byrjun níunda áratugar síðustu aldar en
þá vann liðið spænsku deildina tvisvar,
1981 og 1982. Síðan þá hefur Sociedad
ekki unnið neinn stóran titil, en komst
þó nálægt því tímabilið 2002/03 þegar
liðið lenti í 2. sæti í spænsku deildinni og
varð aðeins tveimur stigum á eftir Real
Madrid. Eftir það fór að halla undan fæti
og féll liðið um deild
vorið 2006 sem
fyrr segir. Liðið lék
svo þrjú tímabil í
2. deild en komst
aftur upp í úrvals-
deild vorið 2009.
Ótrúlegur
markaskorari
Alfreð Finnbogason hefur leikið með
Heerenveen í Hollandi undanfarin
tvö tímabil og skorað 59 mörk í 70
leikjum. Þessi
ótrúlegi árangur
Alfreðs hefur
vakið athygli
útsendara
stórliða um
gjörvalla
Evrópu sem
fylgst hafa náið
með framherjan-
um. Hann varð markakóngur hollensku
úrvalsdeildarinnar í vetur þegar hann
skoraði 29 mörk í 31 leik. Hann var
sagður nálægt því að ganga í raðir
Fulham í janúar en félögin komust
ekki að samkomulagi um kaupverð.
Alfreð hefur látið hafa eftir sér að
hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir
Heerenveen og hann muni róa á önnur
mið í sumar. Sem sakir standa er Real
Sociedad langlíklegasti áfangastaður
hans.
Sterkur Real
Sociedad er ekki bara
með sterka sóknar-
menn á sínum snær-
um. Inigo Martinez
er einn efnilegasti
varnarmaður Spánar.
Hér er hann í baráttu
við Wayne Rooney hjá
Manchester United.
Dujshebaev
í bann
Talant Dujshebaev, þjálf-
ari pólska meistaraliðsins Ki-
elce, hefur verið úrskurðaður
í fjögurra leikja bann af pólska
handknattleikssambandinu og
hann fékk jafnframt sekt upp
á 113 þúsund krónur. Dujs-
hebaev sló þjálfara Wisla Plock,
Manolo Cadenas, í magann eft-
ir leik liðanna í úrslitaleik um
pólska meistaratitilinn. Dujs-
hebaev hafði áður ratað í fréttirn-
ar hér á klakanum eftir að hann
sló Guðmund Þór Guðmunds-
son í punginn eftir leik Kielce og
Rhein-Neckar Löwen í Meist-
aradeildinni. Eftir það atvik varð
þeim báðum afar heitt í hamsi
og kölluðu þeir hvor annan illum
nöfnum.
Undankeppni
á Íslandi
Forkeppni Evrópumótsins í bad-
minton verður haldin í nóvem-
ber næstkomandi og verða riðl-
arnir spilaðir í nokkrum löndum.
Badmintonsamband Íslands
mun halda utan um keppni í riðli
fimm, en aðrir riðlar verða spil-
aðir í Slóveníu, Tyrklandi, Frakk-
landi, Eistlandi, Írlandi og Pól-
landi. Þetta fyrirkomulag er nýtt
og fer eitt land í hverjum riðli
áfram í aðalkeppnina sem haldin
verður í Belgíu í febrúar á næsta
ári. Löndin sem eru með Íslandi
í riðli eru Spánn, Tyrkland og
Króatía. Spánverjar eru efstir af
þessum liðum á heimslista BFW,
í 30. sæti ,en Ísland situr í 64. sæti
listans og er neðst af þessum fjór-
um liðum.
Hollendingar
vinsælastir
MMR gerði könnun á því hvaða
lið er vinsælast hjá Íslendingum
á HM í fótbolta. Athygli vekur að
gestgjafar Brasilíu eru ekki vin-
sælasta liðið, heldur Holland.
Samtals tóku 96,8 prósent að-
spurðra afstöðu til spurningar-
innar um hvaða lið væri uppá-
haldslið viðkomandi og sögðu 15
prósent það vera Holland. Stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins
voru líklegastir til að eiga uppá-
haldslið á HM en stuðningsmenn
Pírata voru ólíklegastir. Þá sögðu
43 prósent að þeir ættu ekkert
uppáhaldslið í keppninni. Á eftir
Hollandi var Þýskaland næstvin-
sælast með 14 prósent, Brasil-
ía með 5, England með 5 og loks
Argentína með 3 prósent.