Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Page 60
Helgarblað 27.–30. júní 201444 Menning Þýskir á Jómfrúnni Laugardaginn 28. júní kemur fram Úrvals ungmennastórsveit Norður-Rínarhéraða Þýskalands, Jugend Jazz Orchester NRW, á Jómfrúnni. Tónleikarnir eru partur af sumardjasstónleika- röð Jómfrúarinnar sem hófust fyrir skemmstu. Hljómsveitin hefur verið starfrækt síðan 1975 og í henni eru á hverjum tíma fremstu háskóladjassnemar Nord Rhine Westphalia. Um er að ræða framúrskarandi hljóðfæraleikara sem margir eru á við atvinnu- menn í faginu. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um Píanó Sunnudaginn 29. júní klukkan 14 mun Tinna Þorsteinsdóttir sýn- ingarstjóri fara með gestum yfir sýninguna Píanó sem nú er uppi í Listasafni Íslands. Um er að ræða lokadag sýningarinnar en á henni er píanóið skoðað í samfé- lagi nútímans, sem hljóðfæri og tilraunavettvangur tónskálda en einnig sem viðfangsefni mynd- listarmanna og danshöfunda. Á sýningunni eru verk eftir Aðal- heiði S. Eysteinsdóttur, Odd Roth og Einar Roth, Dieter Roth og Björn Roth, Einar Torfa Einars- son, Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur, Margréti Bjarnadóttur, Nikulás Stefán Nikulásson, Pál Ivan frá Eiðum og Rafael Pinho. Mörg verkin eru gerð sérstaklega fyrir sýninguna. Rafrækjur og risasýningar V ið erum núna staddir í Bruton í Somerset á Englandi að setja upp bar og veitingastað,“ seg- ir listamaðurinn Oddur Roth. „Galleríið Hauser & Wirth er að opna menningarmiðstöð og gall- erí hérna í Somerset og við erum að hanna og smíða bar og veitingastað,“ segir Oddur en um varanlega upp- setningu er að ræða. Bræðurnir Oddur og Einar Roth hanna verkið ásamt föður sínum, Birni Roth, en þeir eru, líkt og nafnið gefur til kynna, afkomendur Diet- er Roth sem vart þarf að kynna fyrir listunnendum. Feðgarnir hafa listina að atvinnu og ferðast um heiminn og setja upp sýningar með verkum eftir þrjár Roth-kynslóðir. Næstu verkefni á árinu eru meðal annars sýningar í Sviss og Þýskalandi með viðkomu á Íslandi. Þá eiga þeir verk á sýningunni Píanó, sem nú er til sýnis í Listasafni Íslands, auk þess að Björn á verk á sumarsýningu Skaftfells á Seyðisfirði sem nýlega var opnuð. Á síðasta ári settu feðgarnir upp sýningu á Ítalíu sem hvorki fleiri né færri en 200.000 gestir sóttu. Roth-Bar „Það er svona Roth-stíllinn á þessu. Við höfum þetta bara eins og við viljum hafa þetta og höfum verið að sanka að okkur alls kyns óhefð- bundnum efnivið hérna úr nágren- inu,“ segir Oddur um veitingastaðinn og barinn í Hauser & Wirth Somer- set. Oddur vill ekki fara nákvæmlega út í hversu óhefðbundinn efniviður- inn er að svo stöddu en miðstöðin er byggð upp á gamla Dursalde-sveita- setrinu í Somerset-héraði og því ætti að vera af nægu að taka. Ásamt feðg- unum vinna þeir Bjarni Grímsson ljósmyndari og prófessor Guðmund- ur „Goddur“ Magnússon að uppsetn- ingunni. ##Listamiðstöð í Somerset Hauser & Wirth er virt gallerí á heimsvísu en það var stofnað árið 1992 í Zürich í Sviss. Í dag er galleríið einnig með útibú í London, New York, Los Angeles og nú í Somerset. Á vef- síðu miðstöðvar hauserwirthsomer- set.com er henni lýst sem fjölbreyttri listamiðstöð þar sem blandað er saman upplifuninni af listum, arki- tektúr og landslagi Somerset sem er frægt landbúnaðarhérað. Auk galler- ís, veitingastaðar og bars er að finna þar bókasafn og bókabúð en þar verða einnig haldin hin ýmsu nám- skeið. Gamli bóndabærinn hefur einnig fengið yfirhalningu og er þar gistiað- staða fyrir listamenn og gesti Somer- set. Roth-feðgarnir hafa áður unnið að svipaðri uppsetningu fyrir Hauser & Wirth en í galleríi þeirra í New York er að finna Roth-bar sem einnig er var- anleg uppsetning. Opnun Somerset er 6. júlí næst- komandi og því er „mikið unnið, lítið sofið“ eins og Oddur segir en þeir feðgar eru þekktir fyrir einstakan drifkraft og framkvæmdagleði þegar kemur að vinnu þeirra. 15.000 fermetra svarthol Roth-feðgarnir settu upp risasýningu á Ítalíu í lok síðasta árs. Nánar tiltek- ið í HangarBicocca-listamiðstöðinni sem er í eigu Pirelli-dekkjarisans. Húsnæðið var áður í eigu ítalska iðn- risans Breda en fyrirtækið framleiddi allt frá lestum til vopna. „Sú sýning gekk bara mjög vel. Það komu um 200.000 manns á hana,“ segir Oddur en spurður hvort það flokkist ekki undir góða aðsókn að fjöldi á við 2/3 íslensku þjóðarinnar sæki sýningu segir hann; „Jú, það eru fleiri en tveir.“ Það er ekki hægt að segja að sýn- ingarsalurinn í HangarBicocca sé draumur hvers listamanns. 15.000 fer- metra gólfrými og 15 metra lofthæð. Allir veggir svartir. Vegna þess höfðu margar sýningar átt erfitt uppdrátt- ar en fyrir þá feðga var þetta nokkuð heppilegt rými. Enda þekktir fyrir gróf og risavaxin verk sín. „Eina leiðin til að tækla þetta var að setja upp margar mismunandi eyjur. Hafa margar sýn- ingar inni í einni,“ segir Oddur en það tók um tvo mánuði að setja upp sýn- inguna og var unnið dag og nótt. Rafrækjuþjónusta Rafrækju- verkstæðisins Rafrækjuverkstæðið er einn dular- fyllsti listamannahópur sem starf- ræktur er á Íslandi um þessar mundir en hann skipa Oddur, Einar og Björn Roth ásamt Davíð Þór Jónssyni tón- n Roth-feðgar hanna og smíða fyrir Hauser & Wirth Somerset n 200.000 manns á sýningu á Ítalíu Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is „Það er svona Roth- stíllinn á þessu. Við höfum bara þetta eins og við viljum hafa þetta og höfum verið að sanka að okkur alls kyns óhefð- bundnum efnivið. Somerset-teymið Björn Roth í forgrunni. Fyrir aftan hann sjást synir hans, Oddur og Einar, auk Godds Magnússonar. Myndina tók Bjarni Grímsson en saman vinna fimmmenn- ingarnir að uppsetningunni. Mynd BJaRni GRíMSSonBjörk í 20 ár Líkt og greint hefur verið frá mun The Museum of Modern Art, MoMA, halda sýninguna Bjork frá 7. mars til 7. júní 2015. Sýningin er skipulögð af Klaus Biensenbach, safnstjóra MoMA og deildarstjóra MoMA PS1. Sýn- ingin, sem ber yfirsögnina Bjork, spannar yfir meira en 20 ár af verkefnum Bjarkar, sem tengjast sjö hljóðversplötum hennar, frá Debut (1993) til Biophiliu (2011). Ferill Bjarkar verður skoðað- ur út frá tónlist, myndböndum, kvikmyndum, tísku og listsköp- un almennt. Björk vann einnig að svokölluðum Biophila-smáforrit- um að „app“ með MoMA en þar er blandað hugbúnaði og tón- listarplötu með gagnvirkri grafík, teiknimyndum og nótum af tón- listinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.