Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 64
48 Menning Sjónvarp Helgarblað 27.–30. júní 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Gordon Ramsey hættir með Kitchen Nightmares
Ekki fleiri martraðir
Föstudagur 27. júní
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
12.00 HM í fótbolta (Bandarík-
in - Þýskaland) Upptaka
frá leik Bandaríkjanna og
Þýskalands á HM í fótbolta.
13.50 HM í fótbolta (Suður Kórea
- Belgía) Upptaka frá leik
Suður Kóreu og Belgíu á HM
í fótbolta.
15.40 Ástareldur e
16.30 Ástareldur e
17.20 Litli prinsinn (24:25)
17.43 Undraveröld Gúnda (5:11)
18.05 Nína Pataló (28:39)
18.20 Táknmálsfréttir
18.30 Vinur í raun (5:6) (Moone
Boy) Martin Moone er ungur
strákur sem treystir á hjálp
ímyndaðs vinar þegar á
móti blæs. Þættirnir gerast
í smábæ á Írlandi á níunda
áratugnum. Meðal leikenda
eru Chris O'Dowd, David
Rawle og Deirdre O'Kane. e
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir
19.40 Ævintýri Despereaux 6,1
(Tales of the Desperaux)
Vönduð ævintýra- og
fjölskyldumynd frá 2008
um vináttu óttalausrar
músar, óhamingjusamrar
rottu, einmana stúlku og
prinsessu. Íslensk talsetn-
ing. Myndin er sýnd textuð
á RÚV-Íþróttum.
21.10 Í hjartastað 6,9 (Return to
Me) Hugljúf gamanmynd
frá 2000. Ung kona deyr
og hjarta hennar er grætt
í aðra. Undarleg staða
kemur upp þegar ekkill
þeirrar sem lést verður
ástfanginn af líffæraþeg-
anum. Aðalhlutverk: David
Duchovny, Minnie Driver og
Carroll O'Connor. Leikstjóri:
Bonnie Hunt.
23.05 Wallander – Áhyggjufulli
maðurinn (Wallander)
Sænsk sakamálamynd
frá 2013. Kurt Wallander
rannsóknarlögreglumaður
í Ystad á Skáni glímir við
erfitt sakamál. Leikstjóri er
Charlotte Brändström og
meðal leikenda eru Krister
Henriksson og Charlotta
Jonsson Atriði í myndinni
eru ekki við hæfi barna.
00.45 Glansmynd (Lymelife)
Gamansöm mynd um
tilfinningaleg átök 15 ára
drengs þegar ástin knýr
dyra. Leikstjóri er Derick
Martini og meðal leikenda
eru Rory Culkin, Alec
Baldwin og Jill Hennessy.
Bandarísk bíómynd frá
2008. Atriði í myndinni eru
ekki við hæfi barna. e
02.15 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
14:30 Landsleikir Brasilíu
(Brasilía - Panama)
16:10 Sumarmótin 2014 (Norður-
álsmótið)
16:55 Borgunarmörkin 2014
17:50 Meistaradeild Evrópu
(Real Madrid - Atletico
Madrid)
20:30 NBA (NBA: David Stern: 30
Years)
21:10 UFC 2014 Sérstakir þættir
(Ultimate Iceman Chuck
Liddell)
21:55 UFC Now 2014
22:50 FA bikarinn (Arsenal - Hull)
07:00 HM 2014 (USA - Þýs)
08:40 HM 2014 (S-Kór - Bel)
10:20 HM Messan
14:00 HM 2014 (Portúgal - Gana)
15:40 HM 2014 (Alg - Rús)
17:20 HM Messan
18:20 Destination Brazil
18:50 Premier League Legends
19:20 HM 2014 (USA - Þýs)
21:00 HM 2014 (S-Kór - Bel)
22:40 HM Messan
23:40 Premier League Legends
00:10 Inside Manchester City
01:00 Football Legends
12:00 Chasing Mavericks
13:55 James Dean
15:30 The Decoy Bride
17:00 Chasing Mavericks
18:55 James Dean
20:30 The Decoy Bride
22:00 Bad Teacher
23:30 Friends With Benefits
01:20 Thick as Thieves
03:00 Bad Teacher
17:30 Jamie's 30 Minute Meals
(18:40)
17:55 Raising Hope (19:22)
18:15 The Neighbors (9:22)
18:35 Up All Night (10:11)
19:00 Top 20 Funniest (5:18)
19:45 Britain's Got Talent (3:18)
20:45 The Secret Circle (6:22)
21:30 Community (14:24)
21:50 True Blood (10:12)
22:40 Sons of Anarchy (13:13)
23:35 Memphis Beat (4:10)
00:20 Top 20 Funniest (5:18)
01:05 Britain's Got Talent (3:18)
02:05 The Cougar (5:8)
02:50 The Secret Circle (6:22)
03:35 Community (14:24)
04:00 True Blood (10:12)
04:50 Sons of Anarchy (13:13)
05:55 Tónlistarmyndbönd frá
Popptíví
18:00 Strákarnir
18:30 Friends (16:24)
18:55 Seinfeld (13:23)
19:20 Modern Family
19:45 Two and a Half Men (1:16)
20:10 Spurningabomban (3:21)
21:00 Breaking Bad (4:13)
21:50 It's Always Sunny In
Philadelphia
22:15 Boss (5:8)
23:10 Spurningabomban (3:21)
00:00 Breaking Bad (4:13)
00:50 It's Always Sunny In
Philadelphia
01:15 Boss (5:8)
02:10 Tónlistarmyndbönd frá
Popptíví Hér hljóma öll
flottustu tónlistarmynd-
böndin í dag frá vinsælum
listamönnum á borð við
Justin Timberlake, Rihönnu,
Macklemore, Pink, Bruno
Mars, Justin Bieber, One
Direction og David Guetta.
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:00 Malcolm In the Middle
08:25 Drop Dead Diva (4:13)
09:10 Bold and the Beautiful
09:30 Doctors (110:175)
10:10 The Face (2:8)
10:55 Last Man Standing (9:24)
11:20 Heimsókn
11:45 Junior Masterchef
Australia (1:16)
12:35 Nágrannar
13:00 Serious Moonlight
14:50 Young Justice
15:15 Hundagengið
15:40 Tommi og Jenni
16:00 Frasier (16:24)
16:25 The Big Bang Theory
16:45 How I Met Your Mother
17:10 Bold and the Beautiful
17:32 Nágrannar
17:57 Simpson-fjölskyldan
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:06 Veður
19:15 Super Fun Night (4:17)
19:35 Impractical Jokers (4:8)
20:00 Mike & Molly (14:23)
Gamanþáttaröð um
turtildúfurnar Mike Biggs og
Molly Flynn. Það skiptast á
skin og skúrir í sambandinu
og ástin tekur á sig ýmsar
myndir.
20:20 NCIS: Los Angeles (4:24)
21:05 The Normal Heart 8,3
Áhrifamikil mynd frá 2014
með Mark Ruffalo, Alec
Baldwin, Matt Bomer, Jim
Parsons og Julia Roberts í
aðalhlutverkum. Myndin
fjallar um ungan mann sem
reynir að vekja athygli á
AIDS og hættum þess.
23:05 Nánar auglýst síðar
00:35 Take Dramatísk spennu-
mynd frá 2007 með Minnie
Driver og Jeremy Renner
í aðalhlutverkum. Ana er
móðir sjö ára drengs með
sérstakar þarfir. Hún helgar
líf sitt því að hindra að hann
glatist í skólakerfi sem er
ekki fært um að annast
hann. Saul er spilafíkill sem
er á síðasta snúningi og
hann neyðist til að grípa til
örþrifaráða. Leiðir þeirra
skarast og þau glíma við
sína vandamál og leita fyr-
irgefningar hjá hvort öðru.
02:10 The Descent 7,3 Hrollvekj-
andi spennumynd frá 2009.
Sarah Carter hefur gengið
í gegnum algera vítisvist
í áður óþekktum hellum
í Appalachiafjöllum, þar
sem vinkonur hennar lentu
hver á eftir annarri í klónum
á dularfullum verum sem
leyndust þar niðri. Hún vill
losna við þá andlegu byrði
sem þessari ferð hennar
fylgdi, en það reynist henni
erfitt, sérstaklega þegar
hún er skylduð til að fylgja
nýjum hópi fólks ofan í
hellana á ný.
03:45 Street Dance
05:20 How I Met Your Mother
05:40 Fréttir og Ísland í dag
Fréttir og Ísland í dag endursýnt
frá því fyrr í kvöld.
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (22:26)
08:25 Dr. Phil
09:05 Pepsi MAX tónlist
15:00 The Voice (7:26)
16:30 The Voice (8:26)
17:15 Necessary Roughness
18:00 Dr. Phil
18:40 Minute To Win It
19:25 Men at Work 7,1 (8:10)
Þrælskemmtilegir gaman-
þættir sem fjalla um hóp
vina sem allir vinna saman
á tímariti í New York borg.
Þeir lenda í ýmiskonar
ævintýrum sem aðallega
snúast um að ná sambandi
við hitt kynið. Líkvaka
kemur við sögu í þessum
undarlega þætti þar sem
allt fer úr böndunum.
19:50 America's Funniest Home
Videos (37:44)
20:15 Survior (5:15)
21:00 The Bachelorette (2:12)
22:30 Green Room with Paul
Provenza (5:6) Það er allt
leyfilegt í græna herberginu
þar sem ólíkir grínistar
heimsækja húmoristann
Paul Provenza. Eldri
kynslóðin fær að njóta sín í
þessum þætti þar sem Paul
fær m.a. til sín Robert Klein
og Jonathan Winters.
22:55 Royal Pains (11:16) Þetta
er fjórða þáttaröðin um
Hank Lawson sem starfar
sem einkalæknir ríka og
fræga fólksins í Hamptons
Poppstjarna þarf á aðstoð
læknis að halda í miðju-
tónleikaferðalagi og Hank
hleypur í skarðið.
23:40 The Good Wife (20:22)
Þessir margverðlaunuðu
þættir njóta mikilla
vinsælda meðal áhorfenda
SkjásEins. Það er þokkadís-
in Julianna Marguilies sem
fer með aðalhlutverk í þátt-
unum sem hin geðþekka
eiginkona Alicia sem nú
hefur ákveðið að yfirgefa
sína gömlu lögfræðistofu
og stofna nýja ásamt fyrr-
um samstarfsmanni sínum.
Þetta er fimmta serían af
þessum vönduðu þáttum
þar sem valdatafl, rétt-
lætisbarátta og forboðinni
ást eru í aðalhlutverkum.
00:25 Leverage 7,8 (8:15) Þetta
er fimmta þáttaröðin af
Leverage, æsispennandi
þáttaröð í anda Ocean’s
Eleven um þjófahóp sem
rænir þá sem misnota vald
sitt og ríkidæmi og níðast
á minnimáttar. Parker er
fótbrotin og situr hjá í ver-
kefnum hópsins að þessu
sinni. Að gamni fer hún að
njósna um viðskiptavini
hverfiknæpunnar og kemst
að því að hópur þjófa eru að
skipuleggja skartgriparán.
01:10 Survior (5:15)
01:55 Pepsi MAX tónlist
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
Allir áfram
Jennifer Lopez og Keith Urban gengu frá samningum
N
ú er ljóst að þau Jennifer
Lopez, Keith Urban, Herry
Conick Jr. og Ryan Secrest
verða öll áfram í American
Idol. Harry og Ryan höfðu geng-
ið frá samningum fyrir nokkru síð-
an en nú hafa þau Jennifer og Keith
bæst við.
Mikið rót hefur verið á dómara-
skipan American Idol eftir þátta-
röð átta en sú fjórtánda fer í loftið í
vetur. Fyrstu sjö þáttaraðirnar voru
þau Simon Cowell, Paula Abdul
og Randy Jackson dómarar. Í átt-
undu þáttaröð bættist Kara DioGu-
ardi við. Paula Abdul hætti árið eft-
ir og Simon Cowell árið eftir það.
Síðan þá hafa auk Jennifer Lopez
og Keith Urban þau Mariah Carey,
Nicki Minaj, Ellen DeGeneres og
Steven Tyler öll tekið sæti við dóm-
araborðið. Eini maðurinn sem hef-
ur haldið sínu starfi frá upphafi er
kynnirinn Ryan Secrest.
Eftir að hafa verið einn vinsæl-
asti sjónvarpsþáttur heims um
áraraðir hafa vinsældir Idol dalað
nokkuð. Þættir eins og The Voice
og aðrir hæfileikaþættir hafa ver-
ið að auka við sig áhorf á meðan. n
American Idol
Dómararnir
verða allir áfram í
næstu þáttaröð.
G
ordon Ramsey hefur tilkynnt
að hann muni ekki gera fleiri
þáttaraðir af Kitchen Night-
mares. Þættirnir hafa ver-
ið mjög vinsælir en í þeim ferðast
Ramsey um og aðstoðar veitinga-
staði sem eru á barmi þrots. Yfirleitt
er um rótgróna staði að ræða sem
hafa munað fífil sinn fegurri. Rams-
ey er þekktur fyrir harðneskjulega
hreinskilni sína en hann skefur ekki
af neinu.
Á heimasíðu sinni skrifar kokk-
urinn: „Nú þegar tökum er að ljúka
af nýjustu þáttaröðinni af Kitchen
Nightmares hef ég ákveðið að hætta
að gera þá. Þetta hafa verið ótrú-
leg tíu ár. 123 þættir, tólf þáttarað-
ir og teknir upp í tveimur heims-
álfum. Tugir milljóna manns hafa
horft á þættina sem hafa verið seld-
ir til meira en 150 landa. Þetta hefur
verið frábært en nú er kominn tími
til að ljúka þessu.“ Þættirnir hófust
í Bretlandi árið 2004. Þeir hófu svo
göngu sína í Bandaríkjunum árið
2007.
Ramsey mun þó ekki sitja auðum
höndum. Hann vinnur að fjórum
mismunadi þáttum fyrir Fox, bæði
Hell´s Kitchen og Hotel Hell sem og
MasterChef og MasterChef Junior. n
Gordon Ramsay Er með
fjóra aðra þætti í gangi.
Þ
að var mikill hvalreki fyr-
ir íslenskt skáklíf þegar
stórmeistari kvenna hún
Lenka Ptacnikova flutt-
ist hingað til lands fyr-
ir meira en áratug. Hún hefur um
árabil leitt íslenska kvennalands-
liðið á Ólympíu- og Evrópumót-
um og munar mikið að hafa svo
sterka skákkonu á fyrsta borði til
að leiða vagninn eins og það er
kallað. Ásamt því að tefla töluvert
er Lenka einn virkasti skákkennari
landsins og hefur sérstaklega náð
góðum árangri með nemend-
ur sína í Kópavogi. Meðal annars
þjálfað margfalda meistara úr Álf-
hólsskóla.
Lenka tefldi nýverið í Tékk-
landi hvar hennar rætur liggja.
Mótið fór fram í Teplice við góðar
aðstæður. Ásamt Lenku tefldi þar
hin gamalkunna skákkona Guð-
laug Þorsteinsdóttir og stórmeist-
arinn Hannes Hlífar Stefánsson.
Segja má með sanni að Lenka hafi
náð afar góðum árangri. Hún var
til að mynda hársbreidd frá því
að leggja að velli Dimitri Reind-
erman sem er einn sterkasti skák-
maður Hollands og mátti prísa sig
sælan með jafntefli. Í síðustu um-
ferð mætti Lenka Hannesi Hlífari
sem var leiðinleg pörun. Hannes
vann skákina og stóð sig ágætlega
á mótinu rétt eins og Guðlaug en
sérstakt ánægjuefni er að sjá hana
taka þátt í alþjóðlegum mótum á
erlendri grundu og gerir hún von-
andi meira af því. Árangur Lenku
færir henni 35 stigahækkun sem
er ansi gott að ná á aðeins einu
móti. Hún er því á nýjan leik kom-
inn yfir 2300-stiga múrinn þar sem
hún á sannarlega heima. Hún hef-
ur náð öllum tilskildum áföngum
að alþjóðlegum meistaratitli en
þarf að hækka sig upp í 2400 stig-
in til þess að fá útnefningu. Það er
í senn verðugt og raunhæft mark-
mið sem Lenka gæti náð á næstu
2–3 árum. n
Góður árangur Lenku