Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 66
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 27.–30. júní 2014 Menn bíta frá sér Þ egar kemur að því að rita helgarpistil um þessar mundir kemur lítið ann- að upp í hugann en Luis Suárez vinur minn og HM. Sem stuðningsmaður Liverpool virðast aðrir knattspyrnuáhuga- menn halda að ég beri persónulega ábyrgð á gjörðum hans. Eða að ég hafi einhverja óeðlilega þolinmæði gagnvart því að menn séu bitnir á vellinum. Þetta er auðvitað allt að mér forspurðum. Það eina sem ég veit sem er klikkaðra en Luis Suarez að bíta menn í tíma og ótíma er reiði ís- lenskra knattspyrnuáhugamanna. Samfélagsmiðlarnir loga af reiði og heift. Ekki bara í tengslum við Su- arez heldur almennt. Hvort sem um er að ræða áhangendur Liver- pool, United, Þýskalands eða Bandaríkjanna. En sennilega er það ástæðan fyrir því að svo margir elska fótbolta jafn mikið og raun ber vitni; ástríðan. Persónulega finnst mér nett klikkað að halda meira með liði úti í heimi heldur en til dæmis uppeldisfélagi sínu. En svona er þetta í boltanum eins og alltof margir hafa sagt, alltaf. Upp hefur verið kveðinn dóm- ur. Suarez fær fjögurra mánaða bann og bitnar það mest á félags- liði hans, Liverpool. Það þykir mér vel sloppið sama hvernig á það er litið. Cantona fékk átta mánuði fyr- ir karate-tilburðina og Adrian Mutu fyrir að troða örvandi efnum í nef- ið á sér. Að bíta menn trekk í trekk hlýtur að falla í svipaðan flokk ef ekki verri. Það sem stendur þó upp úr er að knattspyrnuheimurinn er agn- dofa yfir tilburðum Suarez sem eru óútskýranlegir. Það blasir við að Suarez á við skelfileg vandamál að stríða. Bannið er aldrei neitt ann- að en sanngjarnt og mætti jafnvel vera lengra. En eftir stendur að Su- arez, sem er einn skemmtilegasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á velli, þarf á hjálp að halda. Alveg eins og Ryan Giggs. n „Það eina sem ég veit sem er klikkaðra en Luis Suarez að bíta menn í tíma og ótíma er reiði íslenskra knattspyrnu- áhugamanna Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Helgarpistill Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Í slenskuþátturinn Orðbragð í umsjón Brynju Þorgeirsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar, sem kenndur er við Baggalút, er kominn í útrás. Þátturinn er sýnd- ur í færeyska ríkissjónvarpinu, Kringvarp Føroya, einu sinni í viku og er lýst svona á vef þess: „Orða- bragd er undirhaldssending, har Bragi Valdimar Skulason og Brynja Þorgeirsdóttir fara inn í íslendska málið, toyggja, fevna og blása lív í tað. Tey kjakast um, hvussu nýggj orð verða til, hvussu íslendskt verður um 100 ár o. a. Tað ókenda og torskilda fyrisitingarmálið verður á skránni í kvøld.“ Orðbragð fékk góðar móttökur hjá íslenskum sjónvarps- áhorfendum, svo mjög að önnur ser- ía er í vinnslu. Tvíeykið er einnig að skrifa bók um hið ylhýra sem kem- ur út í haust. Ef þetta er ekki nóg fyr- ir móðurmálsþyrsta aðdá- endur er hægt að fylgjast með gerð þáttarins á sam- nefndri Facebook-síðu, en þar má einnig finna alls konar skemmtilegan fróð- leik og þrautir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Færeyingar sýna íslenskri dagskrárgerð áhuga, en margar vinsælu- stu þáttaseríur Íslendinga hafa endað á þarlendum skjám. Þá nýtur Pepsi-deild karla í knattspyrnu mikilla vinsælda í Færeyjum og leikur svipað hlutverk í lífi landsmanna og enska deildin hér á landi – næstum því. n Útrás Orðbragðs til Færeyja Sunnudagur 29. júní Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (23:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (39:52) 07.14 Tillý og vinir (50:52) 07.25 Múmínálfarnir 07.34 Hopp og hí Sessamí 07.59 Sara og önd (38:40) 08.06 Kioka (15:52) 08.13 Kúlugúbbarnir (9:18) 08.35 Tré-Fú Tom (9:26) 08.57 Disneystundin (25:52) 08.58 Finnbogi og Felix (24:26) 09.20 Sígildar teiknimyndir 09.30 Nýi skólinn keisarans 09.50 Hrúturinn Hreinn (15:20) 09.57 Chaplin (49:52) 10.05 Svampur Sveinsson (Spongebob Square Pants) e 11.30 Fisk í dag e 11.40 Með okkar augum (3:6) Fólk með þroskahömlun fer yfir málefni líðandi stundar með sínum augum og spyr þeirra spurninga sem því eru hugleiknar. Dagskrárgerð: Elín Sveins- dóttir. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e 12.10 EBBA-verðlaunin 2014 e 13.40 Upp á gátt e 15.20 HM stofan 15.50 HM í fótbolta (16 liða úrslit) Bein útsending frá leik í 16 liða úrslitum á HM í fótbolta sem fram fer í Brasilíu. 17.50 HM stofan 18.15 Fisk í dag (6:8) e 18.25 Táknmálsfréttir 18.35 Njósnari (1:10) (Spy II) Bresk gamanþáttaröð þar sem fylgst er með Tim sem er njósnari hjá MI5 og togstreitu hans milli njósn- astarfs og einkalífs. Meðal leikenda eru Darren Boyd, Robert Lindsay og Mathew Baynton. e 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir (4:9) 19.30 HM stofan 19.50 HM í fótbolta (16 liða úrslit) Bein útsending frá leik í 16 liða úrslitum á HM í fótbolta sem fram fer í Brasilíu. 21.50 HM stofan 22.15 Alvöru fólk (8:10) (Äkta människor) Sænskur myndaflokkur sem gerist í heimi þar sem ný kynslóð vélmenna hefur gerbreytt lífi fólks og vart má á milli sjá hverjir eru mennskir og hverjir ekki. Aðalhlutverk: Pia Halvorsen, Lisette Pagler, Andreas Wilson og Eva Röse. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.15 Albert Nobbs 6,7 (Albert Nobbs) Margverðlaunuð áhrifamikil 18. aldar saga konu sem hefur dulbúist sem karlmaður til fjölda ára. Þegar hún verður ástfangin reynist öllu erfiðara að kasta gervinu. Aðalhlutverk: Glenn Close, Mia Wasikowska og Aaron Taylor-Johnson. Leikstjóri: Rodrigo García. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.05 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 11:30 Borgunarbikarinn 2014 (Breiðablik - Þór) 13:55 Borgunarmörkin 2014 15:10 Sumarmótin 2014 15:55 Spænski boltinn 2013-14 (Real Madrid - Barcelona) 17:45 Moto GP 18:45 IAAF Diamond League 2014 20:45 NBA 2013/2014 - Final Game 23:10 Dominos deildin - Liðið mitt 23:40 UFC Now 2014 00:30 NBA (NBA - Bill Russell) 10:35 HM 2014 (16 liða úrslit) 12:15 HM 2014 (16 liða úrslit) 13:55 Goals of the Season 15:40 HM 2014 (Spánn - Holland) 17:20 Destination Brazil 17:50 HM 2014 (Kamerún - Brasilía) 19:30 HM 2014 (16 liða úrslit) 21:10 Premier League Legends 21:40 HM 2014 (Bandaríkin - Portúgal) 23:30 HM 2014 (16 liða úrslit) 01:10 HM 2014 (16 liða úrslit) 02:50 HM 2014 (16 liða úrslit) 07:50 The Extra Man 09:35 Stepmom 11:40 Flicka 3: Best Friends 13:15 Hope Springs 14:55 The Extra Man 16:40 Stepmom 18:45 Flicka 3: Best Friends 20:20 Hope Springs 22:00 Friends With Kids 23:50 A Good Day To Die Hard 01:25 A Few Good Men 03:40 Friends With Kids 16:10 Top 20 Funniest (5:18) 16:55 Take the Money and Run 17:40 Time of Our Lives (5:13) 18:35 Bleep My Dad Says (10:18) 19:00 Man vs. Wild (1:15) 19:45 Bob's Burgers (21:23) 20:10 American Dad (6:19) 20:35 The Cleveland Show 21:00 Neighbours from Hell 21:25 Chozen (1:13) 21:50 Bored to Death (7:8) 22:20 The League (5:13) 22:45 Rubicon (5:13) 23:30 The Glades (1:10) 00:15 The Vampire Diaries 00:55 Man vs. Wild (1:15) 01:40 Bob's Burgers (21:23) 02:05 American Dad (6:19) 02:30 The Cleveland Show 02:55 Neighbours from Hell 03:20 Chozen (1:13) 03:45 Bored to Death (7:8) 04:10 The League (5:13) 04:35 Rubicon (5:13) 05:20 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 17:30 Strákarnir 18:00 Friends (19:25) 18:25 Seinfeld (15:23) 18:50 Modern Family 19:15 Two and a Half Men (3:16) 19:40 Viltu vinna milljón? 20:20 Nikolaj og Julie (12:22) 21:00 Breaking Bad (6:13) 21:50 Hostages (10:15) 22:35 Sisters (5:22) 23:25 The Newsroom (8:10) 00:25 Viltu vinna milljón? 01:05 Nikolaj og Julie (12:22) 01:45 Breaking Bad (6:13) 02:35 Hostages (10:15) 03:20 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 09:35 Villingarnir 09:55 Ben 10 10:20 Tommi og Jenni 10:45 From Hare To Eternity 10:50 Lukku láki Rattata. 11:10 iCarly (4:25) 11:35 Victourious 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Heimur Ísdrottningar- innar 14:10 Mr Selfridge (9:10) 14:55 Death Comes To Pem- berley (1:3) 15:55 Jamie & Jimmy' Food Fight Club (4:4) 16:50 Modern Family (8:24) 17:15 Höfðingjar heim að sækja 17:35 60 mínútur (38:52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (44:60) 19:10 Britain's Got Talent (10:18) 20:20 Britain's Got Talent (11:18) 20:45 Mad Men (5:13) Sjöunda þáttaröðin þar sem fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapé- sans Dons Drapers og kollega hans í hinum litríka auglýsingageira á Mad- ison Avenue í New York. Samkeppnin er hörð og óvægin, stíllinn settur ofar öllu og yfirborðsmennskan alger. Dagdrykkja var hluti af vinnunni og reykingar nauðsynlegur fylgifiskur sannrar karlmennsku. 21:35 24: Live Another Day (9:12) 22:20 Tyrant (1:10) Hörku- spennandi þáttaröð um afar venjulega fjölskyldu í Bandaríkjunum sem dregst inn í óvænta og afar hættulega atburðarás í Mið Austurlöndum. 23:05 60 mínútur (39:52) 23:50 Daily Show: Global Edition 00:15 The Cheshire Murders Áhrifamikil heimildarmynd frá HBO um hrottaleg morð sem framin voru í smábæn- um Cheshire í Connecticut árið 2007. 02:10 Nashville 7,6 (17:22) Önnur þáttaröð þessara frábæru þátta þar sem tónlistin spil- ar stórt hlutverk og fjallar um kántrí-söngkonuna Rayna og ungstirnið Juliette Barnes. Í síðustu þáttaröð reyndu þær fyrir sér í sam- starfi til að lífga uppá ferlil þeirra beggja. Eins hefur mikið gengið á bæði í starfi og einkalífi þeirra beggja. Með aðalhlutverk fara Connie Britton úr American Horror Story og Heyden Panettiere. 02:55 Crisis (3:13) 03:40 Vice (11:12) 04:10 Trainspotting Fréttir Stöðvar 2 endursýndar frá því fyrr í kvöld. 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:40 Dr. Phil 15:20 Dr. Phil 16:00 Dr. Phil 16:40 Catfish (1:12) 17:25 America's Next Top Model 18:10 The Good Wife (20:22) 18:55 Rookie Blue (4:13) 19:40 Judging Amy (22:23) 20:25 Top Gear USA (6:16) 21:15 Law & Order (20:22) 22:00 Leverage (9:15) 22:45 Nurse Jackie (1:10) Margverðlaunuð bandarísk þáttaröð um hjúkrunar- fræðinginn og pilluætuna Jackie. 23:15 Californication (1:12) 23:45 Agents of S.H.I.E.L.D. 7,4 (11:22) Hörkuspennandi þættir úr smiðju teikni- myndarisans Marvel. Bandaríska ríkisstjórnin bregður á það ráð að láta setja saman sveit óárenni- legra ofurhetja til að bregð- ast við yfirnáttúrulegum ógnum á jörðinni. Frábærir þættir sem höfða ekki bara til ofurhetjuaðdáenda. Allir þættirnir eru aðgengilegir í SkjáFrelsi og SkjáFrelsi á netinu á heimasíðu Skjásins. Eftir að Centipede hefur numið Coulson á brott undirbýr S.H.I.E.L.D. stríð en á meðan Raina, fulltrúi Centipede, Coulson tækifæri á samvinnu og að komast að leyndarmálinu að baki dularfulla endurrisu hans. 00:30 Scandal 8,0 (1:18) Við höldum áfram að fylgjast með fyrrum fjölmiðlafull- trúa Hvíta hússins Oliviu Pope (Kerry Washington) í þriðju þáttaröðinni af Scandal. Fyrstu tvær þátt- araðirnar hafa slegið í gegn og áskrifendur beðið eftir framhaldinu með mikilli eftirvæntingu. Scandal þættirnir fjalla um Oliviu sem rekur sitt eigið al- mannatengslafyrirtæki og leggur hún allt í sölurnar til að vernda og fegra ímynd hástéttarinnar. Vandaðir þættir um spillingu og yfir- hylmingu á æðstu stöðum í Washington. 01:15 Beauty and the Beast (13:22) Önnur þáttaröðin um þetta sígilda ævintýri sem fært hefur verið í nýjan búning. Aðalhlutverk eru í höndum Kristin Kreuk og Jay Ryan. 02:00 Leverage (9:15) 02:45 Pepsi MAX tónlist H eimsmeistaramótið í knattspyrnu er hugs- anlega vinsælasta sjón- varpsefni í heimi. En það hafa ekki allir efni á því að njóta þess, en vilja það samt. Ólög- legar streymissíður spretta upp á alnetinu eins og gorkúlur og hægur vandi er að nálgast alla leikina þar, algerlega endurgjaldslaust. Sam- kvæmt alþjóðlegu Hugverkastofn- uninni voru rúmlega 18 þúsund ólöglegar útsendingar í loftinu á heimsmeistaramótinu 2010 og talið að þær séu enn fleiri nú. En er hægt að stöðva þetta? ,,Ég held að það sé alveg ómögulegt að stöðva þetta. Við eigum enga silfurkúlu til þess. En við getum truflað þessa starfsemi nógu mikið til að gera sjó- ræningjastarfsemina óhagkvæma og áhorfsupplifunina leiðinlega. Það vill enginn missa af mikilvægu marki út af hökti. Það fær fólk von- andi til þess að færa sig yfir til hinna réttu rétthafa,” segir Graham Kill, meðeigandi lögfræðistofu sem sér- hæfir sig í hugverkaþjófnaði, í sam- tali við BBC. Víðs vegar um heiminn, eins og til dæmis á Íslandi, eiga rík- isstöðvar sýningarréttinn og þá er sjónvarpsleysi eina fyrirstaða knattspyrnuneyslunnar. En annars staðar þarf að greiða háa fjárhæð fyrir. ,,Fyrir þá aðila þýða streymis- síðurnar auðvitað gífurlegan tekju- missi. Þetta eru fyrirtæki sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir réttinn og eiga hann. Níu milljónir horfðu til dæmis ólöglega á leik Portúgala og Þjóðverja,” segir Graham. n Margir stela HM Luis Suárez Slapp vel og þarf á hjálp að halda. Í Kringvarpinu Bragi Valdimar og Brynja Þorgeirs „fara inn í íslendska málið, toyggja, fevna og blása lív í tað“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.