Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 68
Helgarblað 27.–30. júní 201452 Fólk Ver Gibson og Baldwin n Gary Oldman þolir ekki hræsni n „Hver hefur ekki notað þessi orð?“ Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Gary Oldman Lætur allt flakka í nýjasta tölublaði Playboy. Alec Baldwin Var harðlega ganrýndur fyrir að nota orðið „fag“.Mel Gibson Hefur nánast verið útskúfaður úr Hollywood fyrir ummæli sín um gyðinga. G ary Oldman tekur upp hanskann fyrir leikarana Mel Gibson og Alec Bald- win í viðtali í nýjasta tölu- blaði Playboy. Gibson og Baldwin hafa verið harðlega gagn- rýndir í Bandaríkjunum. Gibson fyr- ir niðrandi ummæli sín um gyðinga og Baldwin fyrir niðrandi ummæli um homma. Oldman sparar hvergi stóru orðin og segir pólitíska réttsýni vera kjaftæði. Þolir ekki hræsni „Mér finnst pólitísk réttsýni (e. political correctness) vera kjaftæði. Taktu fokking gríni og hættu svo að velta þér upp úr þessu,“ segir Old- man í viðtalinu. „Ég veit ekki með Mel. Hann datt í það og sagði hluti. Hluti sem mörg okkar hafa sagt. Við erum öll hræsnarar. Það er mín skoðun á málinu. Hver hefur ekki notað þessi orð? Ertu að segja mér að lögreglumaðurinn sem hand- tók hann hafi aldrei notað orðið „niggari“ eða „helvítis gyðingur“? Nú er ég bara algjörlega hreinskilinn. Ég get bara ekki svona hræsni,“ sagði Oldman ákveðinn. „Mel er í bæ (Hollywood) sem er stjórnað af gyðingum og hann sagði rangan hlut. Hann er orðinn eins konar útlagi. En ertu að segja mér að einhver gyðingur hafi aldrei sagt á skrifstofunni sinni „helvítis Þjóð- verji“? Við erum öll í felum að reyna að sýna pólitíska réttsýni. Það er það sem fer í taugarnar á mér.“ Ekki sama hver talar Gary Oldman tók einnig upp hansk- ann fyrir Alec Baldwin sem hefur ver- ið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um samkynhneigða. „Ég áfellist ekki Alec fyrir að kalla einhvern f, a, g, g, a sem er að elta hann allan daginn. Ef ég myndi kalla Nancy Pelosi (þing- konu) kuntu, ef ég myndi kalla hana gagnslausa kuntu, yrði allt vitlaust. En ef Bill Maher eða Jon Stewart gera það segir enginn neitt. Þeir geta sagt eitthvað mun grófara en Alec sagði en enginn segir neitt. Ég skil þetta ekki.“ Rasistar á Óskarnum Oldman hélt áfram með umræðuna um hræsni og sagði: „Ef þú kaust ekki A 12 Years a Slave á Óskarnum þá varstu rasisti. Maður þarf virkilega að passa hvað maður segir. Ég hef ýmsar skoðanir sem eiga ekki sam- leið með fullt af fólki í Hollywood en ég er samt ekki rasisti eða fasisti.“ Að lokum sagði Oldman að það væri óheiðarleiki sem færi meira í taugarnar á honum en nokkuð ann- að. „Ég er að segja að Mel er ágætur og Alec er góður gaur. Hvernig virka ég þá á fólk? Reiður? Það er óheiðar- leiki sem fer meira í taugarnar á mér en nokkuð annað. Ég þoli ekki tvö- falda staðla. Það pirrar mig meira en nokkuð annað.“ n Eiga von á öðru barni Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shepard K risten Bell og Dax Shepard eiga von á sínu öðru barni. Parið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis en fyrir eiga þau dótturina Lincoln. Bell er þekktu- st fyrir hlutverk sitt í þáttunum Ver- onica Mars og í myndum á borð við Forgetting Sarah Marshall. Shepard hefur leikið í hinum ýmsu grín- myndum en hann lék einmitt ásamt Bell í myndinni When In Rome. Í síðustu viku var Bell í viðtali við People Magazine og þar ræddi hún um móðurhlutverkið. „Hún er yndisleg. Hún er á svo skemmtileg- um aldri,“ sagði Bell um dóttur sína. „Það er ótrúlega krefjandi en um leið ótrúlega gefandi að vera með barn á þessum aldri. Mun meira gefandi samt.“ Bell, sem er 33 ára, og Shepard, sem er 39, giftu sig í október síð- astliðnum en þau höfðu verið trú- lofuð í þrjú ár. Í viðtalinu sagði Bell að myndir af börnunum yrðu ekki birtar í fjölmiðlum en mörg börn selja fjölskyldumyndir dýrum dóm- um til slúðurmiðla. „Dóttir okkar er ekki opinber persóna. Við, foreldrar hennar, völdum sjálf að vera í þess- um bransa en það gerði hún ekki. Mér finnst mjög mikilvægt og ein mín helsta skylda sem móðir að leyfa henni að velja sjálf hver áhugamál hennar eru. Hún gæti verið feim- in eða ekki kært sig um sviðsljósið. Þessi lífsstíll gæti hentað henni illa og það er mitt að vernda hana frá því.“ Nýlega kom út kvikmynd í fullri lengd sem byggð er á þáttunum Veronica Mars. Hjónin leika bæði í myndinni en hún hefur fengið þokkalega dóma. Undanfarið hefur Bell gert það gott í þátttunum House of Lies. n Dax Shepard og Kristen Bell Vilja ekki að börnin alist upp í sviðsljósinu. Clinton ekki faðir Chelsea? Heitasta slúðursagan vestan- hafs þessa dagana snýr að faðerni Chelsea Clinton. Samkvæmt fyrr- verandi aðstoðarmanni Clinton- hjónanna er fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, ekki faðir hennar heldur fyrrverandi kærasti Hillary, Webster Hubbell. Fréttin kemur á afar viðkvæm- um tíma fyrir Hillary sem mun fljótlega tilkynna hvort hún muni gefa kost á sér í forsetastólinn 2016, auk þess sem Chelsea, sem er 34 ára, er ófrísk að sínu fyrsta barni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efast er um faðerni Chelsea. Ný- lega skrifaði bloggari á The New Yorker um leynilegt ástarsam- band Hillary og Webster sem á að hafa átt sér stað árið 1984. Hélt framhjá ófrískri Kendru Slúðurtímaritið Radar heldur því fram að eiginmaður Playboy-kan- ínunnar og raunveruleikastjörn- unnar Kendru Wilkinson hafi haldið fram hjá henni með transkonu þegar Kendra var ófrísk að dóttur þeirra, Alijah. Þetta hefur Radar eftir nokkrum ónefndum heimildarmönnum. Samkvæmt tímaritinu var Kendra komin átta mánuði á leið þegar Baskett, sem er 31 árs, hitti kon- una á hóteli. Fyrir örfáum vikum birti sama tímarit fréttir af því að ástæðan fyrir skilnaði Casper Smart og Jennifer Lopez væri sú að dansarinn hefði haldið fram hjá stjörnunni með transkonu. Britney hætt með kærastanum Britney Spears er á lausu! Sam- kvæmt X17Online hefur söng- konan slitið sambandi sínu við lögfræðinginn David Lucado. Fréttin er reiðarslag fyrir marga aðdáendur söngkonunnar sem voru afar ánægðir með Lucado þar sem hann virtist ekki vera með Britney til að afla sér frægð- ar. Lucado vann til að mynda sem barþjónn á kvöldin auk þess að starfa á lögfræðiskrifstofu á sama tíma og hann var að hitta söng- konuna en sumir fyrrverandi kærastar hennar hættu að vinna þegar þeir kynntust henni. Samkvæmt heimildum X17Online eru Britney og David enn vinir þrátt fyrir sambands- slitin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.