Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 70
Helgarblað 27.–30. júní 201454 Fólk Kallað eftir kröftum Jónínu í Framsókn n „Ég læt ekki beita mig þrýstingi“ n Sveinbjörg er góð stelpa Þ ær raddir verða sífellt há- værari innan Framsóknar- flokksins sem vilja leiða Jón- ínu Benediktsdóttur til valda í flokknum. Fyrir kosningar var stofnaður hópur á Facebook hvers ákall var að Jónína Ben færi fyrir borgarstjórnarflokknum eftir að Óskar Bergsson hætti skyndilega við. Á þessar kröfur var ekki hlustað. Í staðinn var leitað til Guðna Ágústs- sonar, fyrrverandi ráðherra. Hann hrökk frá á síðustu stundu og síð- an var ákveðið að setja Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur í fyrsta sætið, eins og frægt er orðið. Téð- ar raddir hafa samt ekki þagnað og í þeim hefur Jónína heyrt. „Ég veit að það er fólk þarna úti sem vill að ég haldi áfram að „pönkast“ í áhrifa- mönnum,“ segir Jónína en við alla þá sem þyrstir í krafta hennar hefur hún þetta að segja: „Ég nenni því ekki lengur.“ Hafnað af valnefnd Fyrir alþingiskosningarnar síðustu bauð Jónína sig fram, gegn Vigdísi Hauksdóttur, til að leiða lista Fram- sóknar í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur. Í tilkynningu sem hún sendi fjöl- miðlum sagðist hún ætla að setja skuldamál heimilanna á oddinn næði hún kjöri, auk þess sem hún varaði við öðru hruni. „Mín helstu kosningamál eru skuldamál heimilanna og smærri fyrirtækja og mannúðarmál. Ég hef margar hugmyndir um peninga- stefnu þjóðarinnar og lausn á þeim hnúti sem við þurfum að höggva á er varða gömlu bankana og þá nýju reyndar einnig. Ég lít nýsköpun já- kvæðum augum og hef verið frum- kvöðull í áratugi.“ Jónína hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum valnefndar flokksins. Það þótti henni og stuðningsmönn- um hennar súrt í brotið en þrátt fyr- ir það er hún enn skráð í flokkinn og styður hann heilshugar. „Já, ég styð Sigmund Davíð og finnst hann mjög trúverðugur leiðtogi.“ Sveinbjörg góð stelpa Þótt Jónína hafi lagt stjórnmálin á hilluna fór moskumálið fræga ekki framhjá henni frekar en öðrum. „Ég þekki Sveinbjörgu mjög vel og bara af góðu. Hins vegar tel ég að svona ummæli séu ekki til þess fallin að laga ósættið í samfélaginu, hvort sem það er á milli trúarhreyfinga eða hvað það nú er. Og hún er búin að biðjast fyrirgefningar og mér finnst að hún eigi að njóta vafans. Hún er góð stelpa en ummælin voru mjög óheppileg og það fannst henni líka,“ segir Jónína sem þekkir hve skaðleg- ir fordómar gegn trúarbrögðum og trúfélögum getur verið. Sjálf hefur hún gengið guði almáttugum á hönd og er eiginkona trúarleiðtogans fyrr- verandi, Gunnars Þorsteinssonar, sem nýlega var gerður brottrækur úr þeim söfnuði sem hann er kenndur við, Krossinum. Ánægð með lífið Efast má um að Jónína hefði stað- ið eins að  málum og Sveinbjörg en hún er ánægð á þeim stað sem hún er í lífi og tilveru. „Ég læt ekki beita mig þrýstingi lengur. Ég hef tileinkað lífi mínu detoxi og hyggst gera það áfram.“ n Baldur Eiríksson baldure@dv.is Sveinbjörg Birna „Hún er góð stelpa en ummælin voru mjög óheppileg og það fannst henni líka.“ Mynd Sigtryggur Ari Eftirsótt Jónína segist ánægð í detoxinu. Mynd Úr EinkASAfni Bíta í sápu Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að úrúgvæski lands- liðsmaðurinn Luis Suarez beit andstæðing sinn enn einu sinni á HM í liðinni viku. Samfélags- miðlar hafa logað af góðum, mis- góðum og hræðilegum brönd- urum í tengslum við málið. Egill „Gillz“ Einarsson lét sitt ekki eftir liggja. „Þegar Hjörvar Hafliða var 3 ára og beit sinn fyrsta krakka á leikskólanum þá lét ég hann bíta í sápu. Ekki bitið neinn síðan. Ekki flókið,“ skrifaði Egill á Twitt- er um vin sinn og dagskrárstjór- ann Hjörvar Hafliðason á Stöð 2 Sport. Lítill við hlið Sun Ming Ming Hafþór Júlíus á ýmislegt sameiginlegt með körfuboltastjörnunni K raftajötunninn, Game of Thrones-stjarnan og sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus Björns- son, er stærri en flestir þeir sem verða á vegi hans. Í vikunni fékk Hafþór Júlí- us, sem leikur The Mountain í þáttunum vinsælu, að upplifa hvernig það er að vera minni en einhver þegar hann hitti há- vaxna, kínverska körfubolta- manninn Sun Ming Ming. Sjálfur er Hafþór 2,06 metr- ar á hæð en sá kínverski 2,36. „I feel tiny!! Need to get BIGGER!“ skrifaði Hafþór Júlíus á Face- book undir myndina af þeim kumpánum sem mætti útfærast á íslensku sem; „Mér finnst ég ponsu lítill. Verð að STÆKKA!“ Sun Ming Ming er „aðeins“ 168 kg og því létt- ari en íslenski víkingurinn sem sagði í viðtali við DV á dögunum að hann vegi 170–180 kg. Hafþór var á yngri árum efnilegur körfuboltamaður og spilaði meðal annars með ung- lingalandsliðinu. Sun Ming Ming hefur einnig verið að leika í kvikmyndum meðfram körfu- boltaferli sínum og lék með- al annars risann í myndinni Rush Hour 3. Hann gekk að eiga handboltakonuna Xu Yan í fyrra en hjónakornin eru hæstu hjón í heimi. Xu Yan er 190 cm og samtals eru þau því 4,26 metrar. Þessa dagana er Hafþór staddur á Ítalíu ásamt Líthá- anum og kraftakarlinum Zydr- unas Savickas, sem þekkist inn- an bransans sem Big Z. Þeir félagar munu dvelja í landinu út júlí þar sem þeir munu reyna við átta heimsmet með Guinness World Record. Samkvæmt heimildum DV hefur Hafþór Júlíus þegar slegið eitt þeirra. n indiana@dv.is Stór en ekki stærstur Það er ekki á hverjum degi sem Hafþór Júlíus hittir ein- hvern sem er stærri en hann. risar Hafþór og Sun Ming Ming hafa báðir gaman af körfubolta og hafa báðir leikið. Hafþór í Game of Thrones en körfuboltamaðurinn meðal annars í kvikmyndinni Rush Hour. Eiður fagnaði Herbalife Mikið var um dýrðir þegar haldið var upp á 15 ára afmæli Herbalife á Íslandi í vikunni. Í fararbroddi voru að sjálfsögðu kvikmynda- gerðarfólkið Margret Hrafns- dóttir og Jón Óttar Ragnarsson en hjónin kynntu Herbali- fe fyrir Íslendingum á sínum tíma. Á meðal þeirra sem komu fram var hljómsveitin Kaleo og knattspyrnustjarnan Eiður Smári Guðjohnsen sem fjallaði með- al annars um sínar uppáhalds Herbalife-vörur. Í viðtali við DV á dögunum sagði Margret að þau hjónin myndu aldrei segja skilið við fyrirtækið enda hefði það gert svo mikið fyrir þau bæði með til- liti til heilsu og fjárhags. Hanna styður Hillary Mannréttindafrömuðurinn og glæsipían Hanna Eiríksdóttir þykir margfróð um heimsmál, sér í lagi pólitík. Yfirleitt heldur hin djúp- hyggna Hanna sér á hliðarlínunni í hlutverki greinandans en nú hef- ur hún stigið fram fyrir skjöldu og lýst eindregnum stuðningi sínum við væntanlegt framboð Hillary Clinton til forseta Bandaríkjanna. Þetta opinberar hún á Facebook- síðu sinni. Sem kunnugt er bauð Hillary fram krafta sína í forvali Demókrataflokksins fyrir kosn- ingarnar 2008 en laut í lægra haldi gegn núverandi forseta, Barack Hussein Obama. Ekki náðist í Hillary við vinnslu fréttarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.