Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Page 72
Helgarblað 27.–30. júní 2014
49. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Hvað með
Lilla
klifurmús?
Íhugar kaup á
eigin bókum
n Rithöfundurinn og fyrrver-
andi ritstjóri, Illugi Jökulsson,
sagði frá því á miðvikudag á
Facebook-síðu sinni að hann
væri nú að spá í að kaupa sínar
eigin bækur á Amazon. „Ég fæ
alltaf reglulega tilkynningar frá
Amazon-netbókabúðinni um
athyglisverðar bækur sem boð-
ið er upp á. Í morgun fékk ég
tilkynningu um 12 eftirtektar-
verðustu fótboltabækurnar fyrir
ungt fólk sem þeir bjóða upp á
nú í sumar. Svo vildi til að átta
þessara bóka reyndust vera eft-
ir mig sjálfan,“ skrifaði
Illugi. Hann hefur í
seinni tíð gefið út
fjölda fótbolta-
bóka á ensku á
vegum bandaríska
bókaútgefandans
Abbeville Publ-
ishing.
„Stórhættulegt
að bíta“
n Karl Sigurðsson, fyrrverandi
borgarfulltrúi og Baggalútur,
gerði grín á Facebook að öllu
írafárinu sem fór á stað eftir að
Luis Suarez beit ítalska varnar-
manninn Giorgio Chiellini á
HM í fótbolta. „Það á bara að
lífláta þennan Suarez, það er
stórhættulegt að bíta!“, skrifaði
hann í háði. Karl benti á að í fót-
bolta séu alvarlegri brot daglegt
brauð. „Ég skal þá
ekki benda á öll
olnbogaskot-
in, skallana,
grófu sóla-
tæklingarn-
ar, pungklipin
og allt það sem
gerir þessa íþrótt
svo yndislega
fagra,“ skrifaði
hann.
„Gekk í öxl að bíta“
n Heimsmeistaramót í fótbolta
sem stendur nú yfir hefur farið
framhjá fæstum og er varla rætt
um annað á samskiptamiðlun-
um. Bjarki Karlsson, doktorsnemi
í bragfræði og bókmenntaverð-
launahafi Tómasar Guðmunds-
sonar árið 2013, fór skrefinu
lengra og orti rímu um Luis
Suárez, eða „Lúðvík Sverrisson“.
„En ekki mátti af‘onum / í ör-
skotsstundu líta / Giorgio, graman
rum / gekk í öxl að bíta. Ýmsir
sögðu um þumba þann: / þar fer
heimsins besti /
bara ef gæti
hamið hann /
hina slæmu
lesti“, hljóma
sextándi og
sautjándi kaflar
rímunnar.
Rauðir dagar
MacBook Pro 13' Retina 512GB
Verð : 279.990,-
Listaverð: 329.990,-
JBL On Air
Verð : 19.990,-
Listaverð: 69.990,-
Aðeins 2 stk.
SPARAÐU
50.000,-
SPARAÐU
50.000,-
iPad mini Retina
Verð frá: 59.990,-
Listaverð: 69.990,-
SPARAÐU
10.000,-
Skullcandy
Heyrnartól
30% afsláttur
Margar gerðir
30%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
40%
AFSLÁTTUR
AUKAHLUTIR
ALLIR
AUKAHLUTIR
Í VERSLUN
Tilboð gilda aðeins í verslun epli í Smáralind
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r o
g
ve
rð
br
ey
tin
ga
r.
T
ilb
oð
g
ild
a
til
1
. j
úl
í 2
01
4
eð
a
m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t.
Ti
lb
oð
g
ild
a
í v
er
slu
n
ep
li
í S
m
ár
al
in
d.
Mikki refur vill rafmynt
Forritarinn Michael Hannes Zuntag heldur úti sjoppu við Vesturgötu
S
joppan er núna búin að vera
opin í þrjár vikur en ég er enn
þá að koma mér fyrir hérna
á horninu. Það eru nokkrir
nú þegar búnir að versla með Aur-
oracoin. Það var líka einn um daginn
sem borgaði með Bitcoin. Ég tek við
í rauninni öllum helstu rafmyntum,“
segir Michael Hannes Zuntag í sam-
tali við DV. Hann heldur úti sjopp-
unni Mikka ref á horni Vesturgötu og
Garðastrætis og býður hann öllum
upp á tuttugu prósenta afslátt sem
greiða fyrir vöru með Auroracoin.
Faðir Michaels Hannesar er frá Texas
í Bandaríkjunum en móðir hans er
íslensk, sem gerir hann „Texlending“
að eigin sögn. Hann fæddist á Íslandi
en fluttist til Austin í Texas sem barn.
Síðastliðinn október lét hann lang-
þráðan draum rætast og flutti bú-
slóðina til móðurlandsins.
Michael Hannes er menntaður
tölvunarfræðingur og forritari sem
skýrir mögulega áhuga hans á raf-
mynt. „Það hjálpar mér mikið við að
ná utan um Auroracoin og mismun-
andi sjónarmið gagnvart myntinni.
Þess vegna er sennilega minni ugg-
ur hjá mér en öðrum kaupmönnum
að taka við rafmynt. Raunar er mjög
mikilvægt að fleiri kaupmenn fari að
taka við Auroracoin,“ segir Michael
Hannes.
Spurður um hvort hann hafi ekki
áhyggjur af því að myntin falli meira í
verði segist hann vongóður á að hún
hækki aftur. „Málið með Auroracoin
er að gengið er svo lágt núna sem
hefur þær afleiðingar að þú þarft að
borga töluvert magn aura til að fá
eitthvað. Ein af ástæðunum fyrir því
að ég gef afslátt ef fólk borgar með
Auroracoin er til að hvetja fólk til að
nota myntina. Ef við förum ekki að
nota myntina þá hækkar gengið ekk-
ert. Ég geri þetta af því ég hef trú á
myntinni,“ skýrir Michael Hannes. n
hjalmar@dv.is
Kaupmaðurinn á horninu Michael Hann-
es opnaði nýlega sjoppuna Mikka ref á horni
Garðastrætis og Vesturgötu. Hann segist taka
við greiðslu með öllum helstu rafmyntum.