Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 4
Gangi það eftir að Yngvi Örn Krist- insson, fyrrverandi forstöðumað- ur hagfræðisviðs Landsbankans, fái launakröfu sína greidda úr þrotabúi bankans og láti upphæðina renna til góðgerðarmála græðir hann sjálf- ur engu að síður nærri 40 milljón- ir króna. Milljónirnar hlýtur hann í formi lífeyrissjóðsgreiðslna og við- bótarlífeyris. Yngvi Örn fer fram á 230 milljón- ir í laun frá þrotabúi Landsbankans. Það sem eftir stendur af launakröf- unni, þegar skattar hafa verið dregn- ir frá, lofar hann að renni til góðgerð- armála. Ef af verður fær hann engu að síður milljónir í lífeyrissjóð sinn, eða sautján prósent kröfunnar sam- kvæmt reglum Lífeyrissjóðs banka- manna. Ef sama formúla er notuð og reikn- uð út lífeyrissjóðsgjöld af launakröfu Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingabanka, kemur í ljós að til eigin nota hlýtur hann rúm- ar hundrað milljónir króna. Hann fer fram á 640 milljónir í laun úr þrota- búinu og hefur lýst því yfir að fjár- hæðin renni til góðgerðarmála. Það fullyrðir Yngvi Örn einnig. Enginn undanskilinn Til viðbótar getur verið að tvímenn- ingarnir séu með samninga um sér- eignarsparnað og þá hækka upp- hæðir til þeirra beggja enn frekar. Sigtryggur Jónsson, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs bankamanna, segir engan launamann undanskil- inn því að greiða lífeyrissjóðsgjöld af launum sínum. Aðspurður tel- ur hann fullvíst að bankastjórnend- ur eigi að greiða lífeyrissjóðsgjöld af launakröfum þeirra. „Það slepp- ur enginn við þessa prósentu og það greiða allir lífeyrissjóðsgjöld af launum sínum. Undir þetta falla líka stjórnendur banka. Ég tel það alveg fullvíst að menn þurfi að greiða líf- eyrissjóðsgjöld af kröfum sínum og það sem fæst í lífeyrissjóð er að sjálf- sögðu viðkomandi til tekna,“ segir Sigtryggur. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir tvímenningana, og aðra stjórn- endur bankanna, ekki eiga að fá krónu greidda. „Mennirnir geta ekki lagað samvisku sína með því að þykj- ast ætla að gera góðverk. Þeir skána ekkert við slíkar yfirlýsingar. Með því væru þeir bara að stela með annarri en gefa með hinni. Fái þeir eitthvað af kröfunum greiddar fá þeir sjálfir greitt í lífeyrissjóð. Þeir eiga ekki að fá krónu,“ segir Vilhjálmur. Ævi láglaunamanns William og Yngvi Örn eru einu bankastjórnendurnir sem hafa lýst því yfir að launakröfur þeirra renni til góðgerðarmála fáist þær greidd- ar. Margir aðrir stjórnendur krefjast hárra launa en samtals fara starfs- menn Landsbankans fram á nærri tvo milljarða króna. Slitastjórn bank- ans hefur ekki tekið afstöðu til launa- krafna starfsmannanna og því ekki víst að þær verði samþykktar. Lágmarkslaun á Íslandi eru 157 þúsund krónur á mánuði. Það tæki því láglaunamanninn heila starfs- ævi og rúmlega það að vinna sér inn þær milljónir sem tvímenningarnir hljóta í lífeyrissjóðsgreiðsl- ur. Sé litið til samanlagðr- ar upphæðar krafna þeirra tekur það láglaunafólk 78 ár að safna upp í þær tæpu 150 milljónir sem þeir hljóta. Það gera tæplega 950 mánaðargreiðslur ís- lenskra lágmarkslauna. Verði þeim að góðu Guðmundur Ólafsson hagfræðing- ur skilur ekkert í launakröfum fyrr- verandi bankastjórnendanna. Hann trúir því ekki að þeir hljóti milljónir til eigin nota í gegnum lífeyrissjóði. „Ég segi nú ekki annað en verði þeim að góðu. Þessir menn ættu að geta haft það gott í ellinni og fyrir þeirra hönd fagna ég því. Þeir geta sagt okkur það að allt renni til góðgerðarmála en þeir slá ekki ryki í mín augu með því. Með þessum lífeyrissjóðs- greiðslum værum við að tala um ævilaun verkafólks,“ segir Guð- mundur. „Það sjá allir hvað þetta er heimskulegt og mér fyndist mjög óeðlilegt ef mennirnir fengju þess- ar millj- ónir til eig- in nota úr lífeyris- sjóði. Mér litist mjög illa á. Þessir menn gera launa- kröfur fyrir það eitt að hafa ekki tek- ið kúlulán hjá bönkunum og krefj- ast þannig skaðabóta. Mér er í raun algjörlega sama hvert þeir ætla síð- an að gefa ránsfenginn. Kröfurnar sjálfar eru náttúrlega dæmalausar og mér dettur ekki til hugar að þeir fái þær greiddar.“ Þrátt fyrir tilraunir fengust hvorki svör frá Yngva Erni né William Fall við vinnslu fréttarinnar. Sandkorn n Ásmundur Stefánsson hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína eftir að hann var settur í forsvar bankaráðs Landsbankans og skipaði sig síðar bankastjóra bankans. Ásmundur segist þó í viðtali við Viðskipta- blaðið, sem kom út á fimmtudag, ekki ætla sér að verða bankastjóri til frambúðar. Hann segist ekki ætla að sækja um bankastjóra- stöðuna þegar hún verður aug- lýst laus til umsóknar en óvíst er hvenær það verður. Hann er þó ekki í vafa um ágæti banka síns og segir hann hagkvæm- astan allra íslenskra banka. n Aðalfundur Fjármálaeftirlits- ins var haldinn á fimmtudag. Þetta var í fyrsta skipti í tvö ár sem slíkur fundur er haldinn. Eða eins og Gunnar Ander- sen, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins, sagði: „Annar var fyrirhugaður haustið 2008 en var aldrei haldinn af ástæðum sem ég held að ég þurfi ekki að skýra fyrir þeim sem hér sitja.“ Ann- ars vakti athygli í ræðu Gunn- ars að hann sagði bæði þá sem kennt hafa innlendum þátt- um og þeim sem hafa kennt erlendum þáttum um hrunið hafa eitthvað til síns máls en að vissulega hefðu verið fram- in lögbrot hér og hrunið hefði ekki verið eitthvað sem Íslend- ingar „lentu“ í. n Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion-Kaupþings, á ekki sjö dagana sæla. Flest sem hann gerir er lagt út á versta veg. Honum er kennt um að af- skrifa skuld- ir Haga um rúmlega 30 milljarða króna sem þó er ekki sanngjarnt. Finnur tók við niður- skrifuð- um skuldunum af skilanefnd gamla bankans sem þannig ber ábyrgðina. Sjálfur er Finnur í öngum sínum vegna umræð- unnar og greip til þess ráðs að fresta Hagamálinu þar til um miðjan janúar. 4 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi stjórnandi í Landsbankanum, og William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka, geta fengið nærri 150 milljónir króna til eigin nota verði launakröfur þeirra samþykktar úr þrotabúi. Þó svo þeir lofi að gefa andvirði eftir skatt til góðgerðarmála fá þeir sjálfir vænan skerf í lífeyri. GRÆÐA TUGMILLJÓNIR Á GÓÐGERÐARSTARFSEMI „Ég segi nú ekki annað en verði þeim að góðu. Þessir menn ættu að geta haft það gott í ell- inni og fyrir þeirra hönd fagna ég því.“ TrausTi haFsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is skipting greiðslna samkvæmt reglum Lífeyrissjóðs banka- manna: Yngvi Örn Kristinsson - launakrafa 230 milljónir 4% eigið framlag = 9,2 milljónir 6% mótframlag atvinnurekenda = 13,8 milljónir 7% viðbótarsparnaður = 16,1 milljón samtals: 39,1 milljón William Fall - launakrafa 640 milljónir 4% eigið framlag = 25,6 milljónir 6% mótframlag atvinnurekenda = 38,4 milljónir 7% viðbótarsparnaður = 44,8 milljónir samtals: 108,8 milljónir 109 milljónir William Fall gæti fengið 109 milljónir til eigin nota sé horft til reglna Lífeyrissjóðs bankamanna. Ekki krónu Vilhjálmur gefur lítið út á það að banka- stjórnend- ur segist ætla að greiða kröfur til góðgerð- armála. Líst illa á Guðmundur trúir því ekki að banka- stjórnendur fái hundruð milljóna greidd úr þrotabúunum. Jólagjöfin hans/hennar Fjöltól: Vasaljós,hnífur,sög töng og skrúfjárn kr 3.900 með beltistösku Nóatúni 17 S: 534 3177 eða 820 7746 www.icefin.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.