Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 12
12 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir Stórviðburðir hafa gerst í sögu líf- tæknifyrirtækisins Íslenskrar erfða- greiningar síðustu daga. DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagrein- ingar, sótti um greiðslustöðvun fyr- ir gjaldþrotadómstóli og fékk hana í vikunni sem er að líða og félagið verður að öllum líkindum selt til fjár- festingafélagsins Saga Investments eftir slitameðferðina. Félagið hefur jafnframt fengið tilkynningu um af- skráningu úr bandarísku kauphöll- inni Nasdaq - sem reyndar verður líklega áfrýjað - og Kári Stefánsson, hinn litríki og umdeildi forstjóri fé- lagsins og andlit þess, mun láta af störfum sem forstjóri í kjölfar eig- endaskiptanna þó hann muni áfram verða stjórnarformaður í því. Móðurfélagið skilur eftir sig um 40 milljarða króna skuldir á móti litl- um eignum en með aðkomu Saga Investments er talið að Íslensk erfða- greining hafi tryggt starfsemi sína í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Þetta verða þó ekki sársaukalaus ár því líkt og DV greindi frá á mánu- daginn hefur nú þegar verið ákveðið að segja upp á milli 20 til 30 starfs- mönnum eftir eigendaskiptin í byrj- un næsta árs. Listi með nöfnum þeirra starfsmanna sem halda vinn- unni lak á netið í síðustu viku og hef- ur valdið miklum óróa meðal starfs- manna fyrirtækisins. Á bak við þessi miklu tíðindi og hinn mikla skuldahala liggur dram- atísk saga fyrirtækis sem átti að verða hið nýja óskabarn íslensku þjóðar- innar á tuttugustuogfyrstu öldinni. Eimskip opnaði vanþróað land fyrir nútímanum og umheiminum með skipaflutningum hingað til lands á öðrum áratugi 20. aldar og átti það án vafa þátt í því að byrja að bæta lífs- skilyrði hér á landi og „alþjóðavæða“ Ísland. Að sama skapi átti deCode að verða tákn fyrir nýtt og betra Ísland og hluti af þjóðarsálinni: líftæknifyr- irtæki með framúrskarandi alþjóð- legu starfsfólki sem ynni að göfugum vísindarannsóknum og skilaði mikl- um peningum í þjóðarbúið um leið. En þessi dramatíska saga þessa ætlaða óskabarns þjóðarinnar verð- ur ekki aðskilin frá persónu Kára Stefánssonar sem stjórnað hefur fyr- irtækinu frá stofnun og þar til nú. Að vissu leyti má segja það sama um tengsl Kára og Íslenskrar erfða- greiningar og Loðvík 14. Frakklands- konungur sagði um samband sitt og Frakklands fyrir nokkrum öldum: Ríkið það er ég. Í tilfelli Kára og de- Code myndi setningin hljóma: de- Code það er ég. Frá 18 dollurum til líklegrar afskráningar Með greiðslustöðvun, eigendaskipt- um og forstjóraskiptum hjá Íslenskri erfðagreiningu má í vissum skilningi segja að ákveðnum þætti í íslenskri viðskiptasögu sé formlega lokið. Þó verður að bæta því við að þrátt fyr- ir þessa sviptivinda segja heimildir DV að ólíklegt sé að mikið breytist hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar eigendaskiptanna því hinir nýju eig- endur hafa átt í félaginu áður og Kári verður áfram stjórnandi hjá fyrirtæk- inu. Árið 1995 fór Kári að velta fyrir sér stofnun Íslenskrar erfðagreining- ar. Hann hafði þá verið að vinna að rannsóknum á erfðafræði MS sjúk- dómsins. Til að láta hugmyndina verða að veruleika flutti hann aftur til Íslands eftir að hafa búið í Banda- ríkjunum í um 20 ár. Hann fór til um tíu áhættufjárfesta ásamt Cynhyu Bailey, sem starfað hafði með hon- um í Chicago og söfnuðu þau um 850 milljónum króna. Var fyrirtæk- ið stofnað sumarið 1996. Stofnfé var 850 milljónir króna sem kom frá sjö bandarískum áhættufjárfestum. Í upphafi árs 1998 var skrifað undir 15 milljarða króna samning við sviss- neska lyfjarisann Hoffman La-Roche til rannsóknar á sjúkdómum. Á sama tíma var íslenskum fjárfestum gef- inn kostur á að kaupa hlutabréf í de- Code fyrir um 800 milljónir íslenskra króna á svokölluðum gráa markaði. Um 6000 Íslendingar keyptu hluta- bréf í deCode á gráa markaðinum. Hæst fór gengi deCode í 65 dali á gráa markaðinum. Kári taldi að forsenda þess að fyr- irtækið myndi ná árangri væri gott starfsfólk. Einn sá fyrsti sem Kárið réð var Hannes Smárason sem varð aðstoðarforstjóri. Þeir kynntust í Boston þegar Hannes var þar í MBA námi. Félagið var skráð á Nasdaq árið 2000 á genginu 18 dollarar fyr- ir atbeina Hannesar og var að mörgu leyti fyrsta íslenska útrásarævintýr- ið. Töpuðu tugum milljóna Um þetta leyti voru vonirnar sem bundnar voru við deCode gríðarleg- ar hér á landi. Jón Fjörnir Thorodd- sen ræðir um þetta atriði í bók sinni Flugeldahagfræði fyrir byrjendur: „Það fyrirtæki átti að finna lækn- ingu við öllum sjúkdómum heims- ins með því að nota íslensku þjóðina og einangra erfðavísa þjóðar með mikinn ættfræðigrunn. Hugmynd- in um smáþjóð úti í miðju Atlants- hafi þar sem ný tækni gerði mönn- um kleift að kortleggja erfðamengi heillar þjóðar hljómaði vel.“ Raunin átti þó eftir að verða önnur þar sem fyrirtækið hefur átt í miklum rekstr- arörðugleikum síðustu ár þó svo að vísindalegt gildi starfseminnar hafi sjaldan verið dregið í efa. Margir fóru flatt á því að fjárfesta í deCode í kringum aldamótin. Má þar nefna Raufarhafnarhrepp sem keypti bréf á genginu 25. Hreppur- inn tapaði tugum milljóna á þess- um tíma vegna kaupa á bréfum í de- Code auk félaga eins og Íslandssíma og Oz. Siv Friðleifsdóttir alþingismað- ur er sögð hafa fengið 75 milljóna króna lán hjá Landsbankanum til kaupa á bréfum í deCode. Hún hef- ur hins vegar alfarið neitað að hafa tekið lánið í fjölmiðlum. Sömu sögu er að segja um Svein Andra Sveins- Miklar sviptingar hafa átt sér stað innan líftæknifyrirtækis- ins deCode á síðustu dögum. Móðurfélag deCode hefur fengið greiðslustöðvun eftir að hafa safnað 40 milljarða skuldahala, fé- lagið verður selt og uppsagnir eru yfirvofandi. Kári Stefánsson forstjóri mun loks láta af störfum en hann er umdeildur og erfið- ur maður sem starfsmenn fyrirtækisins eru margir smeykir við líkt og kemur fram í nærmynd DV af honum. KONUNGSRÍKI KÁRA „Stjórnandinn Kári er ekkert nema harkan sex.” annaS SigmundSSon blaðamaður skrifar: as @dv.is Skapbrestir Kári þykir erfiður maður í samskiptum og dyntóttur. Enginn veit hverju má búast við frá Kára. LjóSmyndari: guðmundur VigFúSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.