Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 24
Jóla hvað? Aðventan er versti tími árs-ins í huga Svarthöfða og hingað til hefur hann aldrei verið viðskotaverri en í að- draganda jólanna. Auðvitað hefur Svarthöfði samt ekki verið svo skyni skroppinn að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að í innsta kjarna jólaandans leynist eitthvað voðalega göfugt og fallegt. Það fer bara alltaf svo lítið fyrir því í allri geðveikinni sem fylgir hátíðinni. Svarthöfði komst því í brjál-að skap þegar hann keyrði í gegnum Vesturbergið á köldum og dimmum morgni í vikunni og við honum blöstu jóla- seríur á öðru hverju húsi. Nóvember er rétt hálfnaður og strax er byrjað að kynda undir delluna sem tekur Svarthöfða á taugum einu sinni á ári. Jólin koma í IKEA í október, í Breið- holtið og alls staðar annars staðar í nóvember en sjálft Jesúbarnið á ekki afmæli fyrr en í lok desember. Hvað liggur á? Svarthöfði hefur aldrei átt jafn bágt með að skilja hvers vegna Íslendingum liggur svona ofboðslega á að byrja jólin en nú þar sem á undanförnum árum voru hér jól alla daga, allan ársins hring, með þeim eðlilegu af- leiðingum að með réttu ættu engin jól að vera í ár, frekar en í fyrra. Þetta hugsaði Svarthöfði með sjálfum sér fram eftir Vesturberginu. Hann var hálfnaður við að semja í huganum tölvupóst til Steingríms J. Sigfússonar þar sem hann skoraði á hann að fara að fordæmi Fidels frænda síns á Kúbu og fresta hrein- lega jólunum vegna þess að við höfum ekki efni á þeim. Í miðjum þessum þönkum hlýnaði Svarthöfða skyndilega um hjartaræturnar og hann komst alveg óvart í jólaskap. Þegar Svarthöfði var lítill gló-kollur leit hann mjög upp til hans Trölla sem stal jól-unum og fannst heiðarleg tilraun hans til þess að þagga niður í jólasköllunum með því að stela bara jólunum alveg hreint frábært fram- tak. Áður en Svarthöfði var kominn í Árbæinn rann upp fyrir honum að útrásarvíkingarnir og bankaber- serkirnir eru Tröllar okkar tíma og að þeir eru í raun búnir að stela jól- unum en alveg eins og í ævintýrinu um Trölla þá fyrst rifjaðist upp fyrir bæjarbúum að jólin snúast ekki um prjál, glingur, dót og veraldleg gæði. Jólin sem urðu eftir þegar Trölli hafði stolið jólunum voru miklu betri jól en þau sem óbermið hafði á brott með sér og Svart- höfði er alveg til í svoleiðis jól og vonar bara að útrásardólgarnir fari nú ekki að reyna að fara að dæmi Trölla og skila jólunum. Það myndi bara kalla á annað efnahagshrun og eyðslufyllerí. Svarthöfða er eiginlega alveg sama hvort jólakötturinn eða hinn sérkennilegi saksóknari taki víkingana svo lengi sem við hin get- um gefið hvert öðru kerti og spil. Þá eigum við alveg von á jólum sem geta meira að segja komið Svarthöfða í rétt skap. Sandkorn n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi er alvarlega að hugsa um að gefa kost á sér í 2. sætið í prófkjöri sjálfstæðis- manna sem fram fer í lok janúar. Þorbjörg þykir hafa farið fram úr þeim vænting- um sem til hennar voru gerðar þegar hún kom ný inn eftir síðustu kosningar. Aðrar konur sem huga á framboð eru sagðar styðja hugmyndina um að Þor- björg sækist eftir 2. sætinu. Þær vilji frekar að Þorbjörg etji kappi við þá kappa Gísla Martein Baldursson, Júlíus Vífil Ingvars- son og Kjartan Magnússon. Þær losni þannig sjálfar við skæðan keppinaut neðar á listanum. n Ólafur Nielsen hóf innreið sína sem formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna þegar hann lagði til fyrir skemmstu að nánast öll framlög ríkisins til menningarstarfsemi yrðu lögð niður. Þar á meðal framlög til Ríkisútvarpsins. Nú gengur skjámynd af spjallsíðu á netinu þar sem Ólafur óskar bljúgur eftir aðgangi að niðurhalssíðu, þar sem meðal annars var boðið upp á höfundarréttvarið efni. „Ef einhver á invite handa mér á kreppa.org myndi það gleðja mitt litla hjarta,“ skrifar hann. Þar með sýnir Ólafur fram á að hádegisverðurinn er stundum ókeypis, ólíkt því sem hug- myndafræðingurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrif- aði á sínum tíma. n Vefmiðillinn Eyjan.is, undir ritstjórn Guðmundar Magnús- sonar, hefur þrifist nánast ein- göngu á því að endurtaka eða hlekkja á fréttir sem aðrir fjöl- miðlar leggja út í kostnað við að vinna. Í vik- unni gekk vefurinn svo langt að eigna sér að hafa skúbbað því að ákveð- inn ráð- herra hefði talað við Fréttablaðið. „Eyjan greindi frá því í gær að Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði í Fréttablaðinu ...“ Fram að þessu hefur það ekki þótt vera fjölmiðlum sérstaklega til fram- dráttar að taka fréttir frá öðrum miðlum og gera að sínum eigin, en að þessu leytinu til er Eyjan.is stolt sníkjudýr. n Sena, sem fram að þessu hefur verið þekkt fyrir útgáfu á tónlist, er yngsti bókaútgefandi landsins. Fyrirtækið er með tvær ævisögur á markaðnum, Sjúddirarí rei, ævisögu Gylfa Ægissonar og Söknuð, sögu Vil- hjálms heitins Vilhjálmssonar. Báðar bækurnar eru í fínni sölu og seldist fyrsta prentun upp. Nýliðinn á markaðnum er því að koma sterkur inn. Reyndari útgefendur mega vara sig á hin- um nýja keppinauti. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég flækti fótinn í einhverri stóllöpp og hrasaði bara.“ n Laddi úlnliðsbrotnaði en lætur það ekki aftra sér frá tökum á Áramótaskaupinu. - Fréttablaðið „Þegar vörnin er svona góð þá er auðvelt að eiga góða leik.“ n Landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir er að vakna til lífsins í N1-deild kvenna. - Morgunblaðið „Þetta slapp þó betur en á horfðist því allavega fjörutíu prósent af dvd-diskunum eru í lagi.“ n Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvideos, hefur átt fullt í fangi með að koma leigunni aftur í gang. - Fréttablaðið „Síðustu vikur höfum við fylgst með húsi þar vegna grunsemda um vændi og skipulagða glæpastarf- semi.“ n Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. - DV.is Á valdi Jóns Ásgeirs Leiðari Eitt algengasta bragð áróðursmeist-ara er að lýsa því yfir að þeir sem séu ekki með þeim í liði, séu í liðinu á móti þeim. Benito Mussolini lýsti þessu margoft yfir í ræðum þegar hann lagði undir sig Ítalíu. Lenín fullyrti einnig: „Sérhver maður verður að velja milli okkar og hinna.“ George W. Bush lýsti því svo: „Annaðhvort ertu með okkur eða með hryðjuverkamönn- unum.“ Þetta eru úrslitakostir, eins konar hót- un. Ef fólk fylgir ekki stefnu þess sem talar er það sjálfkrafa komið í óvinahópinn. Þessari tvískiptingu fylgir gamaldags, svarthvít heims- mynd, þar sem menn eru annaðhvort góðir eða vondir. Hún hefur verið einkennandi fyrir stefnu Bush og Sjálfstæðisflokksins á þessum áratug. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir til- raun hjá yfirlýstum fylgismönnum Davíðs Oddssonar til að endurvekja tvískiptingu ís- lensks samfélags milli Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar annars vegar, og Baugs og Sam- fylkingarinnar hins vegar. Þeir sem ekki vilja gangast við því að vera vinstrimenn eða Baugs- menn, og gagnrýna samt leiðtoga Sjálfstæð- isflokks, eru sagðir vera í eigu Baugs á laun eða vinstrimenn án flokksskírteinis. Önnur tvískipting er milli þjóðernissinna og þeirra vinstrimanna sem sagðir eru svíkja þjóðina í Icesave-málinu og með aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hug- myndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, ýjar að því á bloggsíðu sinni að Indriði Þorláksson, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, sé „í liði“ með Bretum í Icesave-málinu. Auk þess fullyrðir hann að ritstjórn DV sé á valdi Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, aðaleiganda Haga. „Nú á hann DV á laun og notar til þeirra verka, sem aðr- ir fjölmiðlar hans treysta sér ekki til,“ fullyrð- ir Hannes. Engin rök fylgja rangri fullyrðingu hans um að Jón Ásgeir eigi DV og að starfs- menn brjóti gegn eigin siðferði með því að láta nota sig. Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morg- unblaðsins, hefur líka fullyrt að Jón Ásgeir sé eigandi DV, án þess að færa rök fyrir því. Í foringjaveldi Sjálfstæðisflokksins þekkt- ist varla að þingmenn væru ósammála leið- toga sínum. Margt bendir til þess að hörðustu foringjadýrkendurnir í flokknum yfirfæri sinn eigin veruleika yfir á aðra. Þeir líta þá svo á að Jón Ásgeir sé ígildi Davíðs; óvéfengjanleg- ur leiðtogi þeirra sem tengjast honum með nokkrum hætti. En Jón Ásgeir er ekki sam- bærilegur við stjórnmálaleiðtoga. Hann hef- ur ekki einu sinni hugmyndafræði til að boða meintum fylgismönnum sínum. Nema það sé: „Bónus býður betur,“ sem er ágætt auglýsinga- slagorð, en varla tilefni til að gefa sig honum á vald. Um leið og einhverjum er lýst þannig, að hann sé á valdi einhvers, er viðkomandi brennimerktur. Jafnvel ef hann ber af sér sakir er hann eins og meinta nornin, sem staðfestir tengsl sín við Satan með geðsýkislegu tilfinn- ingauppnámi fyrir brennuna. Það er full ástæða til að tortryggja athafnir Jóns Ásgeirs, rétt eins og annarra útrásarvík- inga, og ekki síst stjórnmálamanna. En það er ekki síður ástæða til að tortryggja rakalausar fullyrðingar sem bera öll einkenni ómerkileg- ustu áróðursbragðanna. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Þeir líta þá svo á að Jón Ásgeir sé ígildi Davíðs. bókStafLega Vol og væl Ég varð fyrir því óláni um daginn að horfa á ÍNN. Það er ábyggilega versta sjónvarpsrás sem fyrirfinnst á jarðkringlunni. Þarna hafa afætur íhaldsins rottað sig saman við skít- kast og einstaklega ómálefnaleg- ar árásir á þá sem landinu stjórna. Þarna sat Hallur Keikó Hallsson og grenjaði einsog hlandbrenndur krakki. Þá kom þar Guðlaugur Þór, fyrrverandi ráðherra, og grenjaði á við þrjá. Og síðast en ekki síst mætti þar, sú glæsilega kona, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Eyjólfsson- ar leikara, og hámarkaði hróp grát- kórsins. Þarna fór fólk bókstaflega á kostum og minntist ekki einu ein- asta aukateknu orði á það að Sjálf- stæðisflokkurinn ásamt Framsókn á allan heiður af því hvernig er komið fyrir okkar unaðslegu þjóð. Hvernig má það vera, að skyn- samt fólk geti ekki lært að skamm- ast sín? Áður en ég náði að slökkva sá ég á þessari ömurlegu rás að leidd- ir voru til sætis menn sem veltu sér í velmegunarspiki þess tíma þegar sjálfstæðismenn græddu á daginn og grilluðu á kvöldin. Og það síðasta sem ég heyrði var orðrétt tilvitnun í eitt magnaðasta slagorð búsáhalda- byltingarinnar: VANHÆF RÍKIS- STJÓRN! Við ættum að segja okkur það oft á dag og við megum aldrei hætta að tönnlast á því, að Sjálfstæðisflokk- urinn, með frjálshyggju sinni, kippti stoðum undan bankakerfinu. En ef þetta fólk er svona stolt af rústunum þá á það að þora að horfast í augu við sannleikann. Brátt hætta LÍÚ-tíðindi að koma út. En á meðan náhirð íhaldsins með Hádegismóra í fylkingarbrjósti heimtar það að Mogganum sé haldið í öndunarvélinni þá skiptir það litlu máli fyrir útgerðina þótt menn þurfi að ausa peningum í Moggaræksnið. Heljarstökk hirðsveinanna, úrvinda af andleysi, verður að eiga sér stað svo tryggja megi yfirráð kvótakóng- anna yfir sameign þjóðarinnar. Ekki vil ég gleyma þætti Fram- sóknar þegar ég bið menn að muna hverjir hruninu ýttu af stað. Feðg- arnir í Framsókn, þ.e.a.s. formaður- inn og faðir hans, komu sínum pen- ingum inná reikning í Lúxemborg. En samt sem áður væla þeir feðgar einsog stungnir grísir hvar sem til þeirra heyrist. Við hin verðum bara að fórna öllu sem hægt er að fórna og trúa því í blindni að núna sé fólk að reyna að sýna heiðarleika við stjórn landsins. Í djúpri kreppu sátt og sæl við saman skulum fórna en látum hvorki vol né væl vegferð okkar stjórna. kristján hreinsson skáld skrifar „Hvernig má það vera, að skynsamt fólk geti ekki lært að skammast sín?“ SkáLdið Skrifar 24 föstudagur 27. nóvember 2009 umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.