Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 29
m
æ
li
r
m
eð
...
... Jóni Leifs
- Lífi í tónum
Fyrri verk um
Jón Leifs hverfa
í skuggann af
þessari vönduðu
ævisögu.
... AugnAbLiki
eftir mALcoLm
gLAdweLL
Ein af þeim sjaldgæfu
bókum sem eru allt
í senn lærdómsríkar,
gagnlegar og skemmtilegar.
... LoftkAstALAnum
sem hrundi eftir
stieg LArsson
Allir lausir endar úr fyrri
bókunum tveimur hnýtt-
ir í alveg sérlega spennandi og
skemmtilegri glæpasögu.
... sJúddirArí
rei - endur-
minningAr
gyLfA Ægis-
sonAr
Jólabók sjómanns-
ins og allra hinna.
... orrustunni
um spán
eftir Anthony
beevor
Heilt yfir skrifar
Beevor afskaplega
vel um skelfilega atburði.
... komin tiL Að
verA, nóttin
eftir ingunni
snÆdAL
Listasmíð. Ort af
öryggi, fimi, fegurð
og húmor.
fókus 27. nóvember 2009 föstudagur 29
Græni ormurinn glóir
föstudagur
n Afmæli stórsöngvara
Sjálfur Kristján Jóhannsson fagnar
30 ára óperuafmæli sínu í Háskóla-
bíói á föstudagskvöldið og býður
landanum í partí. Hann mun syngja
ásamt Diddú, Þóru Einarsdóttur,
Gissuri Páli Gissurarsyni og Kammer-
sveit Hjörleifs Valssonar. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20:00 og miðinn
kostar 7.900 krónur. Hægt er að
kaupa miða á midi.is.
n vinalög í salnum
Hinir myndarlegu Friðrik Ómar og
Jógvan Hansen syngja sín feykivin-
sælu vinalög í Salnum í Kópavogi á
föstudagskvöldið en diskurinn með
lögunum hefur slegið rækilega í
gegn. Þetta eru aukatónleikar þar
sem seldist upp á hina. Þeir hefjast
klukkan 20:00 og kostar 2.900 krónur
inn.
n maggi eiríks ómissandi
Nemdur í Tónlistarskóla FÍH hefja á
föstudagskvöldið tónleikarispu undir
nafninu Ómissandi fólk. Eins og allir
vita er Magnús Eiríksson ómissandi
í íslensku tónlistarlífi og munu því
ríflega 20 manns flytja úrval af
lögum Magnúsar í Tónlistarskólanum
klukkan 20:00 á föstudagskvöldið.
Aðeins kostar 1000 krónur inn.
n vitiði hver hann var?
Sigurður Hlöðversson er eigandi
auglýsingastofunnar Pipar. En Siggi
Hlö er einn alvinsælasti plötusnúður
landsins í dag með sitt magnaða
„Veistu hver ég var?“-prógramm.
Hann mun þeyta skífum á Spot á
föstudaginn.
laugardagur
n Þú og ég á glóðinni
Vegna fjölda áskorana og eftirspurna
skemmta Helga Möller og Jóhann
Helgason úr dúettinum Þú og ég á
Glóðinni næsta laugardagskvöld.
Þau halda þessa dagana upp á 30 ára
starfsafmæli. Húsið er opnað klukkan
23:30 en sjálf stíga þau á svið klukkan
1:30. Þúsund kall inn.
n kokteilpinnarnir á flugi
Helgi Björns og Kokteilpinnarnir hafa
svo sannarlega slegið í gegn með
sínar drykkjuvísur og ballstemningu
í Þjóðleikhúskjallaranum. Þeir eru
hvergi nærri hættir og leika fyrir
dansi í Kjallaranum á laugardags-
kvöldið. Ekki kostar nema 1.500
krónur inn en ballið hefst klukkan
23:00.
n magni og matti á hressó
Á laugardagskvöldið munu Magni
úr Á móti sól og Matti í Pöpunum
trúbba á Hressó eins og þeim er ein-
um lagið. Frítt er inn á þá félagana en
svo mun DJ Fannar sjá um dansgólfið
fram til morguns og því frábært
kvöld á Hressó á laugardaginn.
n tekknó-veisla á Jacobsen
Klúbburinn Jacobsen býður upp
á sanna veislu fyrir tekknó-hausa
Íslands á laugardaginn. Alla nóttina
verður bullandi tónlist í gangi og
hefst nú upptalning á listamönnum.
Efri hæð: Hannes Smith, Plugged, DJ
Damien. Neðri hæð: Halliball, A. T. L.,
DJ Impulze og DJ Exos. Toppið það.
Hvað er að
GERAST?
Í október gaf íslenski raftónlistar-
kvartettinn Worm is Green út sína
þriðju breiðskífu, Glow. Hljómsveit-
in hefur fengið góða dóma fyrir plöt-
ur sínar víðs vegar um Evrópu og nýja
platan fær fínar viðtökur. Hljómsveit-
in sjálf sér um að gefa plötuna út en
hún kemur fyrst um sinn aðeins út á
Netinu.
Fyrsta plata W.I.G., Automagic,
kom út 2002 og fékk góðar viðtök-
ur og dóma hér á landi sem erlend-
is. Sveitin var meðal annars tilnefnd
til íslensku tónlistarverðlaunanna
sem besti nýliðinn það árið. Árið
2005 kom síðan Push Play út þar sem
sveitin prófaði nýja og örlítið popp-
aðri hluti frá fyrra verki. Tvær frá-
bærar plötur.
Á Glow heldur forsprakki sveitar-
innar, Árni Teitur Ásgeirsson, sig við
þá formúlu sem reynst hefur sveitinni
vel í gegnum tíðina. Lágstemmd raf-
tónlist með poppskotnum áhrifum,
grípandi og ómþýðum melódíum og
þéttum töktum. Guðríður Ringsted
er frábær söngkona með seiðandi
rödd sem svínliggur í minimalískri
raftónlist Worm is Green. Þó það sé
með ráðum gert saknar maður þess
á Glow að meiri kraftur sé settur í
sönginn á vissum tímapunktum, lög-
in brotin eilítið upp og platan í heild
sinni poppuð meira upp. Ég er ekki
frá því að sveitin gæti náð til stærri
aðdáendahóps með því.
Á Glow er þó hvergi misstig að
finna. Hér hefur verið vandað vel til
verks og Árni Teitur sem lagahöfund-
ur er ótrúlega næmur fyrir grípandi
laglínum og fallegum melódíum.
Maður hefði þó viljað sjá plötuna
fara á næsta level og brjóta upp hefð-
ir sveitarinnar. Ef eitthvað er hægt
að setja út á er það hugsanlega það
að maður hefði viljað heyra sveitina
taka eilítið meiri áhættu að þessu
sinni og brjótast úr viðjum vanans.
Lögin Hopeful, The Politician og
March On! eru frábær lög sem grípa
mann strax frá upphafi, enda eru þau
fyrstu þrjú lög skífunnar sem telur tíu
lög. Önnur lög sem vert er að hlýða
á eru Around The Fire og Electric
Eyes.
Glow er frábær plata og verðugt
framhald af fyrri plötum sveitarinn-
ar. Þægileg, áhugaverð og grípandi
plata frá einni fremstu raftónlistar-
sveit landsins.
Hægt er að hala allar plötur sveit-
arinnar niður gegn greiðslu á heima-
síðu sveitarinnar wormisgreen.com.
Sigurður Mikael Jónsson
worm is green Býður upp á stórgóða
plötu sem er í senn þægileg og
grípandi.
Worm is Green
plata: Glow
útgefandi: ata:digital
TónliST
Mega hvíla sig á g-bletta leitinni
„Núna þegar hann er
að elskast með kærustu
sinni ber á ristruflun-
um vegna hálfgerðr-
ar „paranoju“, eins og
hann orðar það sjálfur,
því hún er í nálægð við
þennan tiltekna mann.“
aðrir hvað það varðar. Við erum bara
manneskjur af holdi og blóði og öll
viljum við eiga góð samskipti, þarna
sem annars staðar, en þau ganga ekki
alltaf snurðulaust fyrir sig eins og all-
ir vita,“ segir Jóna og nefnir í þessu
samhengi nærtækt dæmi.
„Ég var bara í morgun [gærmorg-
un] að tala við mann úti á landi sem
lenti í því að konan hans var búin að
halda framhjá honum í hálft ár áður
en þau skildu. Hann eignaðist svo
kærustu sem vinnur á sama stað og
maðurinn sem var að halda framhjá
með fyrrverandi konunni hans. Og
núna þegar hann elskast með kær-
ustu sinni ber á ristruflunum vegna
hálfgerðrar „paranoju“, eins og hann
orðar það sjálfur, því hún er í nálægð
við þennan tiltekna mann. Ég talaði
við hann í um hálftíma og sagði hon-
um að vandamálið væri að hann er
heilbrigður. Honum stendur ekki á
sama og tilfinningar hafa áhrif á lík-
amlegt ferli. En það þarf ekki að vera
sjúklegt vandamál.“
sótti á konuna í svefni
Spurð hvort hún hafi einhvern tím-
ann fengið til sín kúnna sem var með
vandamál sem hún stóð á gati gagn-
vart játar Jóna því.
„Það voru tvö skipti þar sem ég
þurfti að kynna mér hlutina því ég
hafði ekki lent í þeim áður. Annars
vegar einstaklingur sem var með
ákveðna svefntruflun sem lýsti sér
í því að hann bæði gekk og leitaði á
konu sína í svefni. Ég vísaði honum
áfram í kerfinu og hann fékk hjálp hjá
geðlækni. Hitt skiptið var maður sem
hafði verið að fikta við stera í mörg ár
og hafði með því truflað testósterón-
framleiðslu líkama síns svo að kyn-
löngun hans var eiginlega horfin.
Ég vísaði honum til Svíþjóðar í með-
ferð,“ segir Jóna og bætir við að síðast
þegar hún frétti af honum hafi hann
verið að fá hjálp sem mögulega átti
að koma hormónaframleiðslunni í
samt lag á ný.
Jóna segir frá því í formála bók-
arinnar að kynheilbrigði sé órjúfan-
legur hluti heilbrigðis og lífsgæða,
en íslensk heilbrigðisþjónusta eigi
nokkuð í land með að taka undir það.
„Það eru allir sem viðurkenna það á
borði að þetta skipti fólk máli. En það
er ekki jafn mikil viðurkenning á því
að þetta skipti fólk máli með þeim
hætti að fólk geti leitað sér upplýs-
inga, stuðnings, fræðslu eða ráðgjaf-
ar ef eitthvað bjátar á.“
Jóna tekur þó fram að einstaka
starfsmenn innan heilbrigðisþjón-
ustunnar séu opnir fyrir þessu og
sýni það í verki eftir bestu getu. „Aðr-
ir eru óöruggari, og það er ekkert
skrýtið því það þarf þjálfun í að ræða
þessa hluti og það þarf að afla sér
þekkingar til að hafa svör á reiðum
höndum þegar fólk knýr dyra með
svona vandamál. Það sem ég vil fara
að gera mikið meira er að hjálpa öðr-
um í að verða sérfræðingar.“
bjöguð umræða um klám
Í bókinni ræðir Jóna einnig um klám
og umræðuna sem um það er í sam-
félaginu. Jónu finnst sú umræða
vera nokkuð yfirborðsleg. „Ég er alls
ekki ein um það, en það eru af ein-
hverjum sökum fáir sem hafa skor-
að á hólm þá yfirborðslegu umræðu.
Þetta fer eiginlega alltaf í skotgrafar-
hernað, fer út í að ef þú ert fylgjandi
klámi þá þýði það að þú sért fylgjandi
alls kyns hroðalegum glæpum. Þessi
umræða er svo skökk og bjöguð, og
svo mórölsk, að það hálfa væri nóg.“
Spurð hvort það sé svo að skilja að
hún sé á þeirri skoðun að ekki sé rétt
að setja samasemmerki á milli kláms
og mansals eða vændis segir Jóna
erfitt að svara þeirri spurningu. „Það
þarf nefnilega að svara henni svo ít-
arlega. En í grunninn er ég á þeirri
skoðun að klám sé eitt, mansal ann-
að og vændi það þriðja. Fólk getur
hagað sér illa hvar sem er og mansal
er ekkert annað en þrælahald og hef-
ur ekkert með kynlíf að gera.“
forðast „hótel
sögu-uppákomuna“
Að sögn Jónu fer umræðan um klám
hér á landi alltaf í eitthvert fár. Hún
nefnir sem dæmi þegar hópur klám-
framleiðenda hugði á ferð til Íslands
fyrir tveimur árum til að halda ein-
hvers konar árshátíð eða ráðstefnu.
Hópurinn hafði bókað gistingu á
Hótel Sögu en eftir mikla umræðu
um væntanlega komu fólksins mein-
aði hótelið þeim að gista þar.
„Þarna fór háværi minnihlutinn
mikinn og fékk marga í lið með sér.
Mér finnst þetta svolítið hæpið, en þó
maður vilji leyfa fólki sem framleiðir
kynferðislega opinskátt efni að halda
árshátíð þýðir það ekki að maður sé
fylgjandi mansali og vændi. Þessi flækja
er bara ekki sniðug,“ segir Jóna en tekur
um leið fram að hún sé ekkert að ræða
þetta í bók sinni. „Þessi bók á að vera
frekar tímalaus þannig að ég tala vísvit-
andi ekki um þennan atburð.“
Á hinn bóginn er Jóna með ábend-
ingar í bókinni um hvernig hægt sé að
dýpka þessa yfirborðslegu umræðu
um klám. „Þar segi ég til að mynda
að kynferðislega opinskátt efni, lýs-
ingar á því sem fólk gerir í kynlífi,
myndrænar eða aðrar, geta haft ýmsa
jákvæða hluti í för með sér. Fólk get-
ur til dæmis örvast af því, kynnst
margbreytileika, þetta getur nýst við
kennslu, nýst til að draga úr kvíða
hjá fólki og margt fleira. En þessar já-
kvæðu hliðar kynferðislega opinskás
efnis eru aldrei nefndar á nafn.“
kristjanh@dv.is
svefngredda? Jóna fékk eitt sinn til sín mann sem bæði gekk og leitaði á konu sína í svefni. mynd getty