Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 32
32 föstudagur 27. nóvember 2009 helgarblað Hjónin Sverrir Jónsson og Björk Erlingsdóttir eru búin að missa allt sem þau hafa stritað fyrir í rúmlega tuttugu ára sambandi. Þau lentu í greiðsluerfiðleikum og segja bankann aldrei hafa hjálpað þeim. Þeim hafi verið hótað og þau þvinguð til að skrifa undir lán svo þau gætu selt húsið sitt. Erfiðleikarnir hafa haft alvarleg áhrif á hjónabandið og hefur Sverrir íhugað sjálfsvíg í svartnættinu. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar“ Við erum búin að missa allt. Það er sama hvert við höfum farið, við höf-um alls staðar rekið okkur á vegg. Það er eins og við séum ekki gjald-geng í þessu samfélagi. Ég upplifi mig í dag sem úrhrak,“ segir Sverrir Jónsson. Hann og kona hans, Björk Erlingsdóttir, keyptu fokhelt, tvö hundruð fermetra einbýlishús í Hafnarfirði fyrir rúmum fimm árum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag leigja þau íbúð í Grafarvogi, með tvö lán á bakinu sem eru í vanskilum. Þau segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum við viðskiptabanka sinn, gamla Kaupþing, og sjá fram á að verða gjaldþrota fyrr en síðar. Greiðsluerfiðleikarnir hafa dregið þau langt niður í þunglyndi, svo langt að Sverrir hef- ur íhugað að svipta sig lífi. lokaðar dyr Sverrir og Björk keyptu húsið í Hafnarfirði á 16,7 milljónir króna. Þau tóku tvö lán fyrir húsinu. Eitt hjá gamla Kaupþingi upp á 27 milljónir og hitt hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum upp á sjö milljónir, alls 33 milljónir. Sverrir er lærður mál- ari og margir í fjölskyldu Bjarkar iðnaðarmenn og því náðu þau að gera húsið íbúðarhæft fyrir tíu milljónir. Þá var greiðslubyrðin um 190 þús- und krónur í það heila sem hjónin réðu vel við. Sverrir var þá framkvæmdastjóri Opinna kerfa ehf. og Björk sölumaður með fínar tekjur. Í lok júlí í fyrra missti Sverrir vinnuna hjá Opnum kerfum. „Þá er gengishrunið orðið að veruleika og ég finn að það er kreppa. Ég finn að markaðurinn er farinn að skreppa saman. Í byrjun ágúst ræði ég við bankann um að fara í einhverjar aðgerðir til að tryggja að við getum borgað af húsinu og að bankinn beri ekki skarðan hlut frá borði. Við höfum alltaf verið í skilum með húsnæðislánin og hingað til staðið við okkar skuldbindingar. Þá var ekkert hægt að gera því bankarnir voru sjálfir komnir í það mikla erfiðleika að þeir voru algjör- lega búnir að stíga á bremsuna. Við komum að lokuðum dyrum,“ segir Sverrir. Þau sóttu um frystingu á húsnæðisláninu á þessum tíma en var sagt að það borgaði sig ekki. „Þetta er búið að vera okkar viðskiptabanki í um tuttugu ár og við höfum átt ágætis samskipti við þessa stofnun. Við sáum ekki ástæðu til að draga í efa það sem þeir voru að ráðleggja okkur. Það vissu allir að það kæmi samdráttur en hvorki ég né aðrir sáum fyrir þessa kreppu.“ enginn Vissi hVað Var að gerast Sverrir leitaði aftur til bankans í september því hann fann að markaðurinn var frosinn. Hann sá ekki fram á að fá sambærilega vinnu og hann hafði verið í og spurði hvort ekki væri hægt að hagræða húsnæðisláninu, sem alltaf hafði verið í skilum, þannig að fjölskyldan lenti ekki í vand- ræðum. Bankinn gat ekkert fyrir þau gert. „Svo kemur hrunið. Og Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde tala um þessa frægu skjaldborg. Ég flokka hana enn þann dag í dag sem huliðsborg því ég hef ekki ennþá fundið hana. Þá hugsaði ég að það hlyti að opnast einhver ákveðinn gluggi til að ræða við bankann því það var vonlaust að ég fengi einhverja vinnu næstu mánuði. Fólkið í bankanum hlýtur að hafa verið hrætt um sína stöðu líka. Það vissi ekki neitt. Það voru engar verklagsreglur komnar frá nýjum eig- endum, ríkinu, sem höfðu tekið yfir,“ segir Sverr- ir. Allt kom fyrir ekki og enga hjálp var að fá frá bankanum. „Ég hélt, miðað við þau 22 ár sem við höfum verið þarna í viðskiptum, að þeir myndu skoða söguna okkar en ekki dæma okkur eftir því sem gerðist síðustu þrjá mánuði. Við erum ekki full- komin. Við erum bara venjulegt fólk og höfum okkar bresti eins og aðrir. Kannski kom ég hrun- inu af stað með því að kjósa þessa menn á þing. Ég rétti þeim eldspýturnar, eins og segir í leikrit- inu. Ég treysti þessu fólki, þess vegna er borgin að brenna.“ „Það hafa komið tímar Þar sem Við höfum ekki átt fyrir mjólk. Þung SkrEf Sverrir segir það þung skref fyrir sig að stíga fram í fjölmiðlum og tala opinberlega um sín vandamál. Hann telur það útiloka endanlega að hann fái aftur starf í svipuðum geira og hann starfaði í áður. MYnD Bragi Þór JóSEfSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.