Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 34
34 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað
Skelltu þér í prjónabúð,
keyptu mikið af garni og
farðu að prjóna til að gefa
fjarskyldum. Kostar
nánast ekki neitt. Ef þú
kannt ekki að prjóna -
lærðu það.
Keyptu fullt af kertum og
eigðu rómantíska
kvöldstund með
makanum.
Settu upp seríur í gluggana,
gott að fá smá ljós í
skammdegið.
Gerðu eitthvað fyrir þig og
þína í kvöld. Sniðugt að
fara í bíó eða út að borða,
spila Fimbulfamb eða rifja
upp Forrest Gump.
Dagurinn tekinn snemma
enda margt sem þarf að
komast yfir. Skreyta, kaupa
jólagjafir, baka, skúra,
þurrka af, taka til, skipta á
rúmunum, fara í mat til
tengdó, kíkja í sund, leigja
spólu, lesa bók, slaka á,
drekka jólabjór og njóta
lífsins. Kannski er samt best
að dreifa þessu aðeins. Það
er samt laugardagur
þannig að það er um að
gera að sleppa sér aðeins.
Síðasti dagur rjúpnaveiða.
Ef þú hefur ekki skotið í
jólamatinn – drífðu þig.
Nú verður að bjarga
jólunum með því að redda
í jólamatinn, hangikjöt,
hamborgarhryggur, gæs,
hreindýr… uss.
Byrjaðu að púsla Wasgij-
púsl og pantaðu áskrift
að Stöð 2 Sport 2 til að
kallinn geti horft á enska
boltann.
Fara og sjá A Christmas
Carol í bíó.
Um að gera að föndra
eitthvað skemmtilegt með
börnunum, jafnvel eitthvað
til að setja í jólapakkann.
Ætli jólasveinarnir séu ekki
örugglega alveg tilbúnir
með gjafir í skóinn handa
börnunum? Eftir það
stresskast er hægt að horfa
á Christmas Vacation eða
The Grinch á DVD.
Kíktu í Kolaportið.
Pottþétt stemming og
ódýrar gjafir. Um kvöldið
geturðu hitt vini og
ættingja sem búa í
útlöndum og drukkið
jólabjór. Fyrsti jólasveinn-
inn kemur í dag, skórinn
settur út í glugga, um að
gera að leyfa börnunum
að skilja eftir smáköku og
mjólk handa jóla (það
verður svo að sjálfsögðu
horfið daginn eftir!)
Sendu konuna í
verslunarferð í IKEA
með mömmu sinni og
systur. Vertu viss um
að þær verði allan
daginn. Á meðan
býðurðu félögunum í
stórleik Arsenal og
Liverpool í enska
boltanum. Pottþétt
síðasta skiptið sem þið
félagarnir getið lyft
ykkur upp fyrir jólin.
Góða skemmtun.
Alveg tilvalið að baka
smákökur, ef það er búið
er um að gera að baka
fleiri!
Taka til ónotuð
barnaleikföng, föt og
önnur fínheit til að gefa
Mæðrastyrksnefnd.
Heimsæktu vini og
ættingja, um það snúast
jólin, ekki gleyma gamla
fólkinu.
Settu jólakortin í póst. Þú
getur líka sparað með því
að skella þér á fésbókina
og senda kveðjur þaðan.
Kaupa í einn matarpoka
og gefa Mæðrastyrks-
nefnd.
Nú er um að gera að rölta
niður Laugaveginn ef veður
leyfir. Skemmir ekki ef það
er jólasnjókoma úti. Skoða
jólaskreytingarnar í
gluggunum og fá sér einn
jólabjór á góðu kaffihúsi.
Nú þarf að klára að
skreyta, kaupa síðustu
jólagjafirnar, baka síðustu
sortina, taka til, skipta á
rúmunum, fara í mat, kíkja
í sund, leigja spólu, lesa
bók, slaka á, drekka
jólabjór og njóta lífsins.
Die Hard 1 og 2 kvöld.
Bestu jólamyndir allra
tíma. Bruce Willis
ógeðslega þunnur og
pirraður í sínu besta
hlutverki.
Passaðu stressið. Stutt í
jólin – vertu glaður. Þá
kemstu í gegnum þetta.
Ekki fara í miðbæinn. Vertu
frekar heima með
fjölskyldunni og skreyttu
tréð. Kíkið í nágrannakaffi
og fáið ókeypis jólakökur.
Sofðu út, horfðu á
barnatímann með
börnunum, leyfðu þeim að
fá Coco Puffs, hitaðu gott
kaffi, njóttu dagsins og
brostu. Það eru nú einu
sinni komin jól.
Stress, eyðsla, hraði og viðbjóður einkenndu jólahald í góðærinu.
Nú er öldin önnur hjá fólkinu i landinu. Gleði, sparnaður, rólegheit
og yndislegheit eru orð hins sanna jólaanda. Gleðileg jól!
Jóladagatal dv