Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 42
42 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað
Kventískan fyrir jólin er rokkuð en með fáguðu ívafi. Pallíettur eru mjög áberandi hvort sem um er að ræða
kjóla, veski eða buxur. Rauði liturinn kemur sterkur inn í desember hjá skvísum á öllum aldri sem vilja koma
sjálfum sér og öðrum í jólaskap.
Pæjur vilja
pallíettur
Þetta verða rokkuð jól,“ segir Sigrún Hjálmarsdóttir, verslunar-stjóri hjá Galleri Sautján. Kjólar eru sem endranær mest áber-andi fyrir jólin en nú með rokkaðri stíl en áður.
Pallíettur stela senunni í öllum helstu tískuverslunum þessa
dagana og ljóst að dömurnar verða glitrandi um jólin. Blúndur láta
víða að sér kveða og má sjá ófáan kjólinn með blúndum í bakið eða
blúnduermum sem gera heildarútlitið enn kvenlegra.
Sigrún segir leðurbuxur vinsælar í versluninni þessa dagana og
axlapúðarnir eru að koma aftur inn, jafnvel á bolum. Svartur og grár
eru þeir litir sem einkenna kventískuna í Sautján fyrir jólin.
Rut Einarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vero Moda, segir svarta litinn
alltaf klassískan en hún tekur eftir auknum vinsældum á fölbleik-
um flíkum, jafnvel í bland við steingrátt, og sægrænn hefur einnig
laumað sér inn í jólatískuna í ár. Fjólublár einkennir herratískuna
um þessar mundir og konur geta sannarlega fundið fjólubláar flíkur
í kvennadeildunum.
Þegar kemur að kjólum og pilsum segir Rut að há mittislína sé
málið fyrir jólin. Stuttir jakkar gera síðan gæfumuninn því enginn
vill láta sér verða kalt á berum öxlunum.
Hulda Ingvarsdóttir Bethke, viðskiptastjóri Karen Millen, segir
jólalitina í ár vera svartan og rauðan auk þess sem silfurþema gerir
allan fatnað sparilegri. Hjá Karen Millen er hægt að fá kjól, veski, skó
og aðra fylgihluti sem beinlínis hafa verið hannaðir til að búa til full-
komna heildarmynd þannig að öll fínni blæbrigðin passi saman.
erla@dv.is
gallerí sautján
Leggings 4.900 kr. Moss
Kjóll 12.990 kr. Moss
Armbönd 2.990 kr.
stykkið
Skór 13.990 kr. Spot on!
Karen millen
Kjóll 48.990 kr.
Skór 26.990 kr.
d&g
Prada
anna sui