Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 44
44 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað
Fjólublá herrajól
Sannir herramenn binda sig ekki eingöngu við svarta litinn þessi jól heldur nota meiri litadýrð til að
lífga u�� �� heildar�tlitið�� �jólubl��r kemur þar sterkur inn og m�� b�ast við að sj�� óf��an karlmanninn
n��lgast sína mýkri hlið með fjólubl��um flíkum fyrir jólin��
Þetta verða rosalega fjólu-blá jól,“ segir Hafsteinn Már Hafsteinsson, versl-unarstjóri hjá Jack & Jones.
Fjólubláar skyrtur ættu að rata inn
á hvert heimili fyrir jólin en eins og
venjan er í desember kemur rauði
liturinn líka sterkur inn. Svartur,
hvítur, rauður og fjólublár verða því
aðallitirnir í ár.
Hafsteinn segist finna fyrir því
að karlmenn kaupi síður jakkaföt
þessi jólin og reyni þess í stað að
fá sér jólaföt sem þeir geta notað
meira. Þannig ætla sumir að vera í
gallabuxum á aðfangadagskvöld en
þá er skylda að þær séu dökkar.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, versl-
unarstjóri hjá Herragarðinum, hef-
ur ekki heldur farið varhluta af
fjólubláa litnum. Það koma menn
á öllum aldri sem vilja fá sér fínni
jakkaföt fyrir hátíðina. Vilhjálm-
ur segir þó að minna sé tekið af
dýrustu flíkunum, hvort sem það er
fyrir jólaboðin eða í jólapakkann,
en klassísk föt eigi alltaf sína aðdá-
endur. Þannig renni hvítar skyrtur
með góðu sniði alltaf út.
Yngri menn sem leggja leið sína
í Herragarðinn kjósa þrengri snið í
jakkafötum og buxum og velja sér
mjórri bindi en þeir eldri. Þegar
kólna fer þá aukast alltaf vinsældir
hlýrra peysa og sækja yngri strákar
í þykkar prjónapeysur, oft með V-
hálsmáli.
Bjartur Snorrason, aðstoðar-
verslunarstjóri hjá Galleri Sautján,
verður einnig var við áhuga á góð-
um peysum hjá þeim sem ætla að
hafa það notalegt yfir jólin.
Eitt helsta nýmælið eru þver-
slaufur sem menn nota þá í staðinn
fyrir bindi og verða afar herraleg-
ir fyrir vikið. Slaufurnar koma í öll-
um litum, rauðar, bláar og jafnvel
gular eða bleikar. Karlpeningurinn
ætti endilega að vera ófeiminn við
að prófa sig áfram þegar kemur að
áberandi litum til að hressa sig við í
skammdeginu. erla@dv.is
AlexAnder McQueen
VersAce Pringle of scotlAnd
Jack & Jones
Jakki 19.900 kr.
Buxur 9.900 kr.
skyrta 7.990 kr.
Belti 7.990 kr.
skór 13.900 kr.
Mynd: Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
Herragarðurinn
Jakkaföt 79.980 kr. Sand
skyrta 10.980 kr. Eterna
Bindi 10.980 kr. tino Cosma
skór 24.980 kr. Lloyds
Mynd: Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
galleri sautJán
Jakki 4.990 kr. Mao
Buxur 19.990 kr. nudie Jeans Co
skyrta 6.990 kr. Mao
trefill 4.990 kr. dreamweaver
skór 14.990 kr. Sulern
Mynd: Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is
Jólasýningin Sérkenni sveinanna á Torginu
Fjölskylduskemmtun 6. desember
Munið jólaratleikinn: Hvar er jólakötturinn?
Komdu og hittu jólasveinana 12.–24. desember!
Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins
hefst sunnudaginn 6. desember
Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17
Aðventan í
þjóðminjasafni
Íslands