Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 46
46 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað eftir að hafa borðað nánast yfir sig af dýrindis jólamat er fátt betra en að koma sér fyrir í sófanum ásamt fjölskyldunni og horfa á góða jólamynd. dv tók saman tíu frábærar jólamyndir sem enginn má láta framhjá sér fara. ómissandi jólamyndir Love ActuALLy (2003) Hér er á ferðinni afar hjartnæm rómantísk gamanmynd sem fékk einróma lof gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd. Myndin hefst fimm vikum fyrir jól og segir frá ástarmálum átta mjög svo ólíkra einstaklinga. Leikstjóri myndarinnar er Richard Curtis sem getið hefur sér gott orð fyrir að leikstýra myndunum um ævintýri Bridget Jones. Pottþétt skemmtun um jólin. einkunn á IMDB.com: 7,9 A chrIstMAs story (1983) Þó hún sé orðin rúmlega aldarfjórð- ungsgömul eru fáar jólamyndir sem komast með tærnar þar sem A Christmas Story hefur hælana. Sögusviðið er fimmti áratugur síðustu aldar og gerist í smábænum Hohman í Indiana í Bandaríkjun- um. Ralphie er níu ára gamall og þráir ekkert heitar en að fá loftbyssu í jólagjöf. Óskin mætir mikilli andstöðu foreldra hans, kennara og jafnvel jólasveinsins. En Ralphie gefst ekki upp og hver veit nema einhver hafi eitthvað óvænt í pokahorn- inu? Hugljúf mynd sem allir ættu að hafa gaman af. einkunn á IMDB.com: 8.0 scroogeD (1988) Dyggir aðdáendur Bills Murray ættu ekki að láta þessa framhjá sér fara. Murray leikur eigingjarn- an yfirmann sjónvarps- stöðvar, Frank Cross, sem er ekki allt of hrifinn af jólahátíðinni. Á aðfangadagskvöld fær hann óvænta heimsókn frá þremur draugum og segir myndin frá ævintýrum þeirra. Getur Cross breytt viðhorfi sínu til jólanna eða verður hann áfram sami eigingjarni yfirmaðurinn með óbeit á jólunum? Bill Murray í essinu sínu í óvæntri gamanmynd. Myndin er þó bönnuð börnum innan tólf ára. einkunn á IMDB.com: 6,7 NAtIoNAL LAMp- ooN‘s chrIstMAs vAcAtIoN (1989) Chevy Chase leikur hinn mislukkaða fjölskylduföður Clark Griswold sem vill allt gera til að jólin verði sem best. Hann býður tengdaforeldrunum, foreldrum sínum og frændum og frænkum að eyða aðfangadags- kvöldinu í faðmi fjölskyldunnar. En óheppnin virðist elta Griswold- fjölskylduna og þá sérstaklega fjölskylduföðurinn Clark. Hér er á ferðinni óborganleg jólagrínmynd sem kemur öllum í frábært skap. einkunn á IMDB: 7,3 eLf (2003) Elf segir frá hinum mennska Buddy, sem leikinn er af Will Ferrell. Hann missti móður sína ungur að árum og er tekinn í fóstur af álfum jólasveinsins á Norðurpólnum. Buddy stóð alltaf í þeirri trú að hann væri álfur eða allt þar til fósturfaðir hans segir honum sannleikann. Buddy ákveður að fara í stórborgina til að hafa upp á hinum raunverulega föður sínum. En lífið í stórborginni er töluvert frábrugðið lífinu á Norðurpólnum og lendir Buddy í ýmsum ævintýrum. Pottþétt fjölskyldu- skemmtum um jólin. einkunn á IMDB: 6,8 framhald á 48 Hvaða minningar á fólk frá bernskujólunum? Hvert er gildi þessarar stór hátíð ar? Í bókinni Jólaminningar eru birtar frásagnir af jólasiðum fyrir meira en einni öld, rætt við tólf þekkta Íslendinga um jólin í þeirra lífi og rifjaðar upp fréttir af jólahaldi á tuttugustu öld. Allir eiga dýrmætar jólaminningar – um samveru fjölskyldunnar, kyrrðina, eplalyktina, kertaljósin, jólalögin og fleira. Þetta er bók sem kemur öllum í jólaskap. jólaminningar íslendinga Karl Sigurbjörnsson Ólöf Kolbrún Harðardóttir Geir Jón Þóris son Magnús Scheving Gissur Ó. Erlingsson Jenna Jens dóttir Salome Þorkelsdóttir Ingibjörg Þorbergs Vigdís Finnbogadóttir Ragnar Bjarnason Ómar Ragnarsson Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.